NT


NT - 16.08.1984, Síða 10

NT - 16.08.1984, Síða 10
■ Það kann að vera, að fjármálaráðherrum okkar tíma finnist þeir eiga úr vöndu að. ráða við að draga úr opinberri eyðslu, en engu að síður munu arftakar þeirra á tuttugustu og fyrstu öldinni öfunda þá! Eftir þrjátíu ár verða iðnríkin nefni- lega að springa af ellilífeyris- þegum. Kostnaðurinn mun gera börnin þeirra gráhærð! Aðalálagið verður, þegar börn fædd í stóru bylgjunni á fimmta áratugnum, komast yfir sextugt, snemma á næstu öld, einmitt í sömu rnund og fækkun fæðinga á árunum eftir 1960 er farin að hafa áhrif á fjölda starfandi fólks. En breytingin á aldri þegnanna er kostnaðarsöm. í nær hverju einasta iðnaðarríki fjölgaði lif- andi fæddum á árunum 1895- 1914, en síðan dró lítillega úr þeim eftir 1919. Vegna þess að betri heilsugæsla og næring hefur stuðlað að sífellt lengri ævi, hefur hið svokallaða „framfærsluhlutfaU“ - fjöldi lífeyrisþega á móti fólki á starfsaldri - sífellt farið hækk- andi. Eftir 1960 hafa einkum þess- ir þættir stuðlað að aukningu útgjalda til félagsmála: Heilbrigðismál Á árunum milli 1960 og 1981 jukust útgjöld til heilbrigðis- mála um 18% að raungildi í löndum OECD, vegna breyt- inga á aldri þegnaima. Þessi upphæð hefði orðið enn hærri, ef ekki hefði dregið úr fæð- ingum eftir 1975, en ungabörn eru líka aldurshópur, sem einnig er mjög kostnaðar- samur fyrir heilbrigðiskerfið. Lífeyrir Á milli 1960 og 1975 jukust útgjöld sjö stærstu ríkjanna í OECD til eftirlauna um 40% að raungildi! Þetta samsvarar u.þ.b. 2,2% árlegum vexti. Eftir 1975 beittu mörg ríki niðurskurði í eftirlaunakerfum sínum, en hafa samt þurft að mæta 1,8% aukningu raunút- gjalda til eftirlauna. Mynd 1 sýnir, hvernig þeir þættir út- gjalda til félagsmála, sem tengjast aldri þegnanna, hafa vaxið síðan 1960. Að borga fyrir afa En það hangir meira á spýt- unni. Mynd 2 sýnir nýlegar spár urn framfærsluhlutfallið fram til ársins 2030 í Banda- ríkjunum, Vestur-Þýskalandi, Japan og Bretlandi. í spánum er gert ráð fyrir litlum breyt- ingum á frjósemi og lífslíkum. Hvort tveggja er íhaldssamt metið svo framfærsluhlutfallið gæti hækkað jafnvel hraðar en spáin gerir ráð fyrir. Kostnaðurinn, sem verður vegna breytts hlutfalls þiggj- enda og greiðenda er mismun- andi vegna mismunandi lífeyr-' iskerfa í löndunum, en cittcr þó sameiginlegt: með óbreyttu fyrirkomulagi mun koma að því að lokum að útgjöldin verða meiri en tekjurnar. í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir að hlutfall eftirlaunaþega á móti launamönnum muni vaxa frá 20% 1980 í 23% árið 2000, í 33% árið 2020 og í 42% árið 2030. Um árið 2055 verður hlutfallið að öllum líkindum hærra en 50%, - aðeins tveir vinnandi fyrir hvern eftirlauna- þega. Prófessor Sherwin Rosen við Háskólann í Chicago hefur áætlað, hver áhrif þetta hafi á eftirlaunakerfið. Hann byrjar á árinu 1981 og aðalatrið spár- innar er það, að á árunum 2005 og 5,030 muni árleg fjárvöntun, til viðbótar því, sem núverandi iðgjöld gefa, vera um það bil 20 milljarðar dollara. Svart- sýnni spá, en samt skynsamleg, gerir ráð fyrir að fjárvöntunin muni nema um 50 milljörðum. 1 Vestur-Þýskalandi hafði hlutfallið eftirlaunaþegar/ Ef marka má framtíðarspána verður fjölmennara á göngum elliheimilanna en nú er. Eftirlaun eftir árið 2000: Eftirlaunakreppan er að skella á launamenn náð 45% árið 1980 og var það trúlega það hæsta í veröldinni. Ekki er gert ráð fyrir að þetta hlutfall hækki frarn til 1995, en þá mun það taka kipp upp á við. Um 2005 mun hlutfallið verða komið í 60% og árið 2030 90% eða næsturn einn ellilífeyrisþegi á hvern vinnandi mann. Þeir Karl Heinz Júttermeier og Hans Georg Petersen í Kiel hafa reiknað út, að sambands- stjórnin muni koma til með að þurfa að hækka iðgjöld upp í u.þ.b. 32% af brúttó tekjum (í Vestur-Þýskalandi eru ið- gjöld greidd af launþegum og atvinnurekendum). Þetta mun koma skattprósentunni hjá fjölskyldum með meðaltekjur upp í yfir 80%. Spárnar eru bjartsýnar að því leyti, að þær gera ráð fyrir almennum hag- vexti í Vestur-Þýskalandi um 3,5% árlega fram til ársins 2000 og 2,4% eftir það. Það, hve eftirlaun eru rífleg í Vestur-Þýskalandi, á sinn þátt í því, hve vandamálið verður stórt þar. Eftirlaunin eru miðuð við samsvarandi laun á markaðnum og eru skattfrjáls. Þetta hefur í för með sér, að margir hafa úr meiru að spila eftir að þeir komast á eftirlaun, en áður. Útlitið er ekki eins svart í Bretlandi. Hlutfall lífeyrisþega á móti launþegum var 36% 1981 en hækkar aðeins í 45% árið 2030. Raunar nnin þetta hlutfall lækka á árunum kring- um aldamótin og komast niður í 33%. Bretar standa engu að síður frammi fyrir stórauknum út- gjöldum til eftirlauna. Þar er um að ræða kerfi, sem umbun- ar mönnum sérstaklega fyrir að hafa tollað í opinberri þjón- ustu (kerfi þetta er skammstaf- að „Serps“ á ensku). Eins og er, er fáum greitt samkvæmt þessu kerfi, en þeim byrjar að fjölga mjög eftir 2000, enda var kerfið sett á laggirnar 1978. Til þess að kosta þessa viðbót, telja sérfræðingar að til þurfi að korna hækkun framlaga úr 16,5% í 20,5% brúttótekna árið 2018. Sumir telja reyndar að þessi upphæð sé allt of lág og fárvöntunin árið 2030 verði um 20 milljarðar punda á núvirði eða meiri en nemur núverandi halla á fjárlögum Breta. Japanir munu eldast óhemjulega ef svo má að orði komast. Milli áranna 1970 og 1990 mun fjöldi fólks 65 ára og eldra aukast um 86% eða úr 7,4 milljónunt í 13,8 milljónir. Á árunum milli 1945 og 1960 minnkaði meðal barnafjöldi í fjölskyldu úr 4,5 í 2,0 og var orðinn 1,8 árið 1978aðmeðal- tali. Afleiðing þessarar breyt- ingar er, að hlutfall lífeyris- þega á móti launþega, mun hækka frá aðeins 8,0% 1976 upp í 23% 1990, í 37% árið 2000 og upp í 63% árið 2025. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að ríkið auki sinn hluta í lífeyriskerfinu frá því sem nú er, en því hefur verið heitið, þýðir þetta hrun japanska líf- eyriskerfisins. Eða, það mundi gera það, ef fjármögnun jap- anska kerfisins væri með sama hætti og í öðrum vestrænum löndum. Gegnumstreymiskerfin Iðnríkin hafa flest tekið þann kost að fjármagna eftir- launakerfi sín með svokallaðri gegnumstreymisaðferð - skatt- ar og iðgjöld þeirra sem greiða í sjóðinn nú eru notuð beint til þess að greiða lífeyrisþegum eftirlaun. Þessi gegnum- streymiskerfi voru sérlega vin- sæl meðal ríkisstjórna eftir- stríðsáranna, vegna þess sem mætti kalla „keðjubréfaeðli" þeirra: Þeir sem fyrstu nutu eftirlauna þurftu lítið eða ekk- ert að greiða til sjóðanna og eftirlaunin voru eins og himna- sending. Þegar lífeyriskerfin komust til meiri þroska, virtist þetta enn hafa sína kosti en þá aðeins með því að „veðsetja framtíðina". Mikil efnahagsleg gróska á árunum milli 1950 og 1960, ásamt vaxandi fjölda launþega sem greiddu iðgjöld, urðu til þess að hægt var að auka stöðugt greidd eftirlaun. Hver nýr hópur lífeyrisþega fékk greitt meira en hann hafði borgað sjálfur. Öllum stóð á sama um þetta því byrðin á hvern iðgjaldagreiðanda fór líka ntinnkandi. Þessi blekkingarhringekja er nú að snúast við. Minni hag- vöxtur, sami eða minnkandi fjöldi iðgjaldagreiðenda og vaxandi fjöldi lífeyrisþega hef- ur í för með sér að þetta gegnumstreymi verður að hætta. Brátt verða launþegar að greiða iðgjöld sín inn í kerfi' sem í raun og veru eru vonlaus. Þegar svo er komið getur gegnumstreymiskerfi ekki gengið. Þegarogefstjórn- völd ákveða efri mörk skatt- heirntu mun breyting eins og þessi sem verður á aldursskipt- ingu þjóðar hafa í för með sér að opinber framlög og ellilíf- eyrir verða að lækka ef ekki er dregið út öðrum framlögum - ríkisins. Eru Japanir hagsýnir? Lífeyriskerfi Japana byggj- ast á sjóðsöfnun fremur en gegnumstreymi. f sjóðsöfn- unarkerfi byggjast greiðslur til lífeyrisþega á því sem hann og félagar hans greiddu til sjóðs- ins á starfsævi sinni. Þannig hefur megin-ríkiskerfið Kosei- Nenken-Hoken (KNH) byggt upp gilda varasjóði sem að öllu eðlilegu ættu að duga til að standa við skuldbindingar í framtíðinni. Til þess að menn geti áttað sig á kostum sjóðsöfnunarkerf- is Japana er rétt að bera saman það sem Japanir borga nú í iðgjöld til kerfisins og hvað þeir mundu greiða ef þeir hefðu gegnumstreymiskerfi. í gegnumstreymiskerfi þurftu þeir að greiða nú 3,9% af brúttótekjum. Ef ekki er gert ráð fyrir aukningu rauntekna færi þetta hlutfall upp í yfir 30% árið 2025 (Jafnvel þótt gert væri ráð fyrir tekjuaukn- ingu upp á 2% árlega mundi þetta sam.t fara upp í 25%). I sjóðsöfnunarkerfinu sem nú er við lýði greiddu Japanir (1980) 10,5% af brúttótekjum og hámarksiðgjald er um það bil 54000 íslenskar krónur á launþega á mánuði. Launþeg- ar nú eru að greiða fyrir hærri kröfur sem þeir munu gera til lífsins í framtíðinni fremur en til að mæta tiltölulega hógvær- um kröfum þeirra sem nú eru gamlir. Þetta hlutfall, 10,6% kemur ekki til með að þurfa að breytast. Sjóðsöfnunarkerfi eru nefnilega ónæm fyrir breyt- ingum sem kunna að verða á aldursskiptingu þjóða. Nauð- synlegt hlutfall iðgjalda byggist einungis á upphæð lífeyris og því hve vel fjármagn sem safn- ast í sjóðinn er ávaxtað. Og þar liggur hundurinn grafinn. Það er stefna jap- önsku stjórnarinnar að nota KNH-sjóðinn til fjárfestinga innanlands svo sem í vegagerð. Vextirnir sem stjórnin greiðir af því fé sem hún fær að láni eru ákveðnir af henni og eru töluvert neðan við vexti á frjálsum markaði. Á seinustu árum hafa raunvextir af því fé sem ríkið hefur haft að láni frá sjóðnum verið neikvæður. Með núverandi hlutfalli ið- gjalda og lífeyrisgreiðslna er efnahagur KNH-sjóðsins í raun óheilbrigður. Reyndar er það svo að þótt vextirnir væru jákvæðir mundi höfuðstóllinn ekki fara vax- andi. Noriyuki Takayama við Hitotsubashi-háskólann hefur reiknað út að til þess að sjóður- inn geti staðið við lífeyris- skuldbindingar sínar einsog þær voru 1981 og miðað við að ekki verði breyting á eftir- launaaldri (nú 60 ár) verði stjórnin að hækka iðgjöld úr 10,6% í 16,2%. Er þá gert ráð fyrir 2% raunávöxtun á fjár- munum sjóðsins. Ef ávöxtunin er hins vegar engin, þurfa ið- gjöldin að hækka upp í um það bil 30% og ef raunvextir eru neikvæðir yrði hækkunin enn meiri. Árin og afskipti ríkisins eru stöðugt að rýra höfuðstól sjóðsins. Þegar næsta stökk verður í aldursdreifingu Jap- ana á næstu öld kann að vera að ríkisstjórnin hafi þegar neyðst til þess að taka upp hina skaðlegu gegnumstreymispólit- ík. Meiri sparnaður Margir hagfræðingar halda því fram að sjóðsöfnunarkerfi hafi marga kosti fram yfir gegnumstreymiskerfi. Ekki sé hægt að segja að annað kerfið sé „ódýrara“ en hitt því þau kosti iðgjaldsgreiðandann sömu fjárupphæð þegar til lengri tíma er litið. Sjóðsöfn- unarkerfi leggi hins vegar minni byrðar á greiðandann þegar allt kemur til alls vegna þess að þau stuðli að örari hagvexti. Rökin fyrir þessu eru eftir- farandi: í efnahagskerfi í vexti leiði sjóðsöfnunarkerfi til þess að sparnaður verði meiri, menn leggja meira fyrir eftir því sem þeir hafa meira milli handanna. Þar með skapist fjármagn sem nýst geti til hag- kvæmrar fjárfestingar. í gegn- umstreymiskerfi safnist hins- vegar ekki fyrir neinir fjármun- ir og því aukist sparnaðurinn ekkert. Verið getur að þetta viðhorf sé rangt. Robert Barro við Chicagoháskóla hefur lýst dæmi um hvernig gegnum-

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.