NT - 16.08.1984, Qupperneq 14
Fimmtudagur 16. ágúst 1984 14
Rás 2, kl. 16.
Jóreykur að vestan
Einar Gunnar Einarsson lítur á bandaríska kántrílistann
■ Jóreykurað vestan,country
& western-þáttur Rásar 2 er á
dagskrá klukkan 4 í dag. Það
er Einar Gunnar Einarsson
sem sér um þáttinn og hann
var beðinn um að skýra frá efni
hans.
„Ég er nú ekki svo mikið
byrjaður að raða saman þættin-
um, en ég reikna með að
verða með efni sem nú er
ofarlega á ameríska kántrílist-
anum.“
Hvað er þar efst á baugi?
„Það er Don Williams sem
er í efsta sæti. Síðan eru það
The Judds, sem eru mæðgur,
og The Kendalls sem einnig
eru ættmenni. Það er töluvert
um fjölskyldufólk í kántrí-
hljómsveitum og tónlistin
gengur jafnvel í ættir. Önnur
nöfn sem sjá má á listanum
núna eru þekkt og gömul,
Waylon Jennings, Kenny Ro-
gers og Dolly Parton. Það er
alltaf eitthvað að gerast á
þessum lista, en maður sér að
sömu frægu nöfnin skipa 80%
af sætunum á listanum.
■ Lionel Ritchie: Konungur grátballöðumnar nr. 41 á banda-
ríska kántrílistanum!
Ég er nokkuð hrifinn af
Judds-mæðgunum. Þær eru al-
veg nýbyrjaðar, hafa gefið út 6
laga mini-LP, og tvö af lögun-
um á þeirri plötu hafa komist
inn á topp 20, þar af annað í
efsta sætið. Þetta er nokkuð
gott hjá fólki sem er að byrja í
þessari tónlist. Þær spila líka
og leika ekta og upprunalega
kántrítónlist, en nota ekki
flóknar útsetningar og popp-
trix til að ná vinsældum.
Það er nokkuð merkilegt að
, í 41. sætinu er Lionel Ritchie,
sem er mjög þekktur úr popp-
inu. Hann er með rólega ball-
öðu með kántrí-undirtón.“
Er ekki lítið um negra í
kántrítónlist?
„Jú, það er nú frekar, þetta
hefur verið kölluð tónlist hvíta
mannsins. En Pointers-systur
komust í 1. sætið fyrir nokkr-
um árum, og Charlie Pride er
þekktur negri í kántrítónlist.
Það hafa ýmsir slæðst þarna
inn, þótt þeir passi ekki alveg
í stereótýpuna af kántrísöngv-
ara.“
Tónlistar-
krossgátan
■ Tónlistarkrossgáta Jóns
Gröndal birtist hér í dag til
þess að tryggja að allir þeir
sem kaupa NT og fá blaðið
seint geti setið við útvarpið
á mánudag og ráðið gátuna.
Þetta er Tóniistarkrossgáta
nr. 8, og lausnir sendist til
Ríkisútvarpsins Rás 2,
Hvassaleiti 60,108 Reykja-
vík, merkt Tónlistarkross-
gátan.
Rás 2, kl. 15.
Nú er lag
Gunnar Salvarsson með djarflegan kokteil
■ í dag er á dagksrá Rásar
2 þátturinn „Nú er lag“.
Það er Gunnar Salvarsson,
þekktur af poppskrifum
sínum í DV og umsjón með
þættinum Listapopp sem
sér um þennan þátt. Til að
fá að vita hvað yrði í þætti-
num í dag var hringt í
manninn.
„Ég er búinn að vera
með þrjá þætti undir þessu
nafni. Ég hleyp í skarðið
vegna sumarfría á Rásinni,
en þessi þáttur á annars að
vera á dagskrá annan hvern
miðvikudag.
Þetta er mjög blandaður
þáttur, það er farið vítt og
breitt um tónlistarsöguna,
allt að 60 ár aftur í tímann.
Ég spila gömul dægurlög,
jass, og allt fram í nýja
rokkið. Þetta er tilraun til
að blanda saman góðri tón-
list frá ólíkum tímum.“
Hvað á að spila í dag?
„Ég tek fyrir eitt lag í
hverjum þætti, venjulega
frekar gamalt lag, og leik
það í þremur ólíkúm út-
setningum. Lagið sem ég
hef valið fyrir þáttinn í dag
er Gloomy Sunday. Þetta
er ungverskt lag, samið árið
1933. Það hefur á tveimur
síðustu árum heyrst í flutn-
ingi tveggja breskra hljóm-
sveita, Swans Way og Ass-
ociates. Ég spila þær útgaf-
ur og síðan útgáfu Bille
Hollyday á laginu.
Ég spila síðan lag með
Fats Waller, og annað með
Bill Coleman. Síðan spila
ég'af þessu nýrra efni með
Any Trouble og Thomas
Dolby. Af svona milli
gömlu efni spila ég lög með
Joan Armatrading, Com-
modores og Blondie.
Ég geng semsagt út frá
því að blanda saman ólík-
um tímum í þættinum, og
margt af þessu efni er
■ Sérvitri prófessorinn Thomas Dolby verður spilaður í þættinum hjá Gunnari Salvarssyni í dag.
jasskennt.“
Þetta blandast ekkert
illa?
„Það er enginn vandi að
blanda þannig að úr þessu
verði óskapnaður, en með
tengingum og réttri niður-
röðun á þetta að takast.
Það er ansi mikið gert af
því á Rásinni að taka fyrir
ákveðið form eða stefnu í
hverjum þætti, en minn
þáttur er tilraun í aðra átt.
Það kemur líka til að mikið
af þessum ungu tónlistar-
mönnum er að fikta við
gömul lög, og það er margt
í gömlum lögum sem á fullt
erindi til unga fólksins.
Dægurlagatónlistin byrjaði
ekki með Bill Haley.“
i
Fimmtudagur
16. ágúst
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. í
bítið. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð Bjarni Sigurðsson talar
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Eins og ég væri ekki til“ eftir
Kerstin Johansson Sigurður
Helgason les þýðingu sína (3).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar.
11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá
liðnum árum. Umsjón: Hermann
Ragnar Stefánsson.
11.30 Tvær smásögur a. „Tarot"
eftir Jón Pál. Viðar Eggertsson les.
b. „Þegar amma deyr“ eftir Guð-
rúnu Jacobsen. Höfundur les.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 „Við bfðum“ eftir J.M. Coutz-
ee
14.30 Afrívaktinni
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Siðdegistónleikar a. Chanson
Anglaise eftir Emanuel Adriaens-
en. Narciso Yepes leikur ágítar. b.
Kvintett nr. 5 eftir Victor Edwald.
The Mount Royal blásarakvintett-
inn leikur. c. Næturljóð eftir Claude
Debussy i útsetningu Maurice
Ravel. Anne Shasby og Richard
McMahon leika á tvö pianó.
17.00 Fréttir á ensku
17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
Daglegt mál Eirikur Rögnvalds-
son talar.
19.50 Við stokkinn Sljórnandi:
Gunnvör Braga.
20.00 Sagan: „Júlia og úlfarnir"
eftir Jean Graighead George
Geirlaug Þorvaldsdóttir les þýö-
ingu Ragnars Þorsteinssonar (4).
20.30 Undir yfirborðið Þáttur um
mál kynjanna og viðhorfiö til karl-
manna og stöðu þeirra, gerður í
tengslum við dönskukennslu i Há-
skóla íslands af Bjarna Þorsteins-
syni, Ríkharði Hördal og Valgerði
Kristjánsson undir stjórn Lisu
Schmalensee lektors.
21.30 Frá kammertónleikum Sin-
fóniuhljómsveitar íslands i mars
s.l. Páll P. Pálsson stj. a. Þættir kúr
óperunni „Brottnámið úr kvenna-
búrinu" eftir Mozart í útsetningu
Johann Nepomuk Wendt. b. Svita
úr „Túskildingsóperunni" eftir Kurt
Weill.
22.15 Veðuriregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Fimmtudagsumræðan Stjórn-
andi: Rafn Jónsson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Fimmtudagur
16. ágúst
10.00-12.00 Morgunþáttur Fyrstu
þrjátíu mínúturnar helgaðar ís-
lenskri tónlist. Kynning á hljóm-
sveit eða tónlistarmanni. Viðtöl ef
svo ber undir. Ekki meira gefið
upp. Stjórnendur: Jón Ólafsson og
Sigurður Sverrisson.
14.00-15.00 Eftir tvö Létt dægurlög.
Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson.
15.00-16.00 Nú er lag. Gömul og ný
úrvalslög aö hætti hússins. Stjórn-
andi: Gunnar Salvarsson.
16.00-17.00 Jóreykur að vestan Lit-
ið við á bás-2, þar sem fjósa- og
hesthúsmaðurinn, Einar Gunhar
Einarsson litur yfir farinn veg og
fær helstu hetjur vestursins til að
taka lagið.
17.00-18.00 Gullöldin - Lög frá 7.
áratugnum Vinsæl lög frá árunum
1962 til 1974 = Bitlatimabilið.
Stjórnendur: Bogi Ágústsson og
Guðmundur Ingi Kristjánsson.
Föstudagur
17. ágúst
19.35 Urnhverfis jörðina á áttatíu
dögum. 15. Þýskur brúðumynda-
flokkur. Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir. Sögumaður Tinna Gunn-
laugsdóttir.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Augiýsingar og dagskrá.
20.35 Á döfinni. Umsjónarmaður
Karl Sigtryggsson.
20.45 Skonrokk. Umsjónarmenn
Anna Hinriksdóttir og Anna Kristín
Hjartardóttir.
21.05 Var 007 njósnaflug? Bresk
fréttamynd. Fyrir einu ári grönduðu
Sovétmenn kóreskri farþegaþotu
með 269 manns innanborðs. I
myndinni eru atburðir þessir raktir
og reynt að varpa nýju Ijósi á þá.
Þýðandi Einar Sigurðsson.
21.40 Kampútsea. Stutt bresk frétta-
mynd. Þýðandi og þulur Einar
Sigurðsson.
21.55 Kona utan af landi (La Prov-
inciale) Frönsk-svissnesk bíó-
mynd frá 1981. Leikstjóri Claude
Goretta. Aðalhlutverk: Nathalie
Baye, Angela Winkler, Bruno
Ganz og Pierre Vernier. Ung kona
fer til Parisar i atvinnuleit. Kynni
hennar af borgarlifinu og borgar-
búum valda henni ýmsum von-
brigðum en hún eignast vinkonu
sem reynir að kenna henni að
semja sig að nýjum siðum. Þýð-
andi Ragna Ragnars.
23.45 Fréttir í dagskrárlok.