NT - 16.08.1984, Page 22
Einkunnagjöf NT:
KR
Stefán Jóhannesson .... 4
Sævar Leifsson........3
Jakob Pétursson ......4
Haraldur Haraldsson .... 5
Jósteinn Einarsson ...4
Ágúst Már Jónsson ....4
Hálfdán Örlygsson....4
Sæbjörn Guðmundsson . 3
Björn Rafnsson........4
Jón G. Bjarnason.....3
Willum Þór Þórsson...4
Sagt eftir
leikinn:
Rosalega
ánægður
■ „Ég er alveg rosalega
ánægðurmeöstigin, maður
andar alltaf léttar í hvcrt
skipti sem liðið nær þremur
stigum úr leik,“ sagði
Hólmbert Friðjónsson,
þjálfari KR, éftir leikinn.
„Þetta var mikill baráttu-
leikur og barist grimmt um
hvern bolta. Við lékum
ekki eins vel og á móti
Liverpool um daginn enda
strákarnir þreyttir eftir
þann leik. Þá setur hin
harða barátta í fyrstu deild
alltaf mark á leikina.
Ég var ekkert að örvænta
þótt við misnotuðum víta-
spyrnuna, en í síðari hálf-
leik þegar KA-menn sýndu
sitt rétta andlit fór að fara
uni mig,“ sagði Hólmbert
Friðjónsson...
Leikir
kvöldsins
■ I kvöld verða tveir
leikir í 1. deild íslands-
mótsins í knattspyrnu.
Breiðabliksmenn halda
til Keflavíkur og leika
gegn heimamönnum og
Víkingur og Þróttur leika
á Laugardalsvelli.
Einn leikur er á dagskrá
3. deildar, Stjarnan og
Grindavík leika á
Stjörnuvelli.
í 1. deild kvenna eru
tveir leikir, KR og ÍBÍ
leika á KR-velli og Valur
og ÍA lcika á Valsvelli.
Þá eru einnig margir leik-
ir í 2. deild kvenna.
Úrslitakeppni 3. flokks
og 4. flokks hefst einnig í
kvöld og verður henni
framhaldið næstu kvöld.
Blikar með
hópferð til
Keflavíkur
■ Vegna leiks Keflvík-
inga og Breiðabliks í
Keflavík í kvöld munu
Blikar efna til hópferðar
stuðningsmanna liðsins
til Keflavíkur á leikinn.
Þeir sem áhuga hafa á
því að mæta í Keflavík og
hvetja Blikana eru hvattir
til þess að mæta á Vall-
argerðisvöll fyrir kl. 18,
en þaðan fara rútubif-
reiðar á leikinn.
■ Björn Rafnsson skorar fyrra mark KR-inga með þrumuskoti rétt utan við vítateig. Þorvaldur
KA-markvörður kom engum vörnum við. NT-mynd-Svcmr
1. deildin í knattspyrnu:
KR-ingar úr mestu
fallhættunni í bili
gur 16. ágúst 1984 22
Einkunnagjöf NT:
KA
Þorvaldur Jónsson.....5
Bjarni Jónsson....
Bergþór Ásgrímsson
Erlingur Kristjánsson
Njáll Eiðsson .
Mark Duffield.
Hafþór Kolbeinsson....5
Ásbjörn Björnsson.....4
Steingrímur Birgisson ... 5
Friðfinnur Hermannsson . 5
Ormar Örlygsson .......5
Hinrik Þórhallss. (varam.). 5
Sagt eftir
leikinn:
Sóknin var
bitlaus
■ „Þetta var ekki gott og
við voruni mjög daprir í
þessum leik. Sóknin var
bitlaus en það er vandamál
sem við höfum ekki átt við
að stríða fyrr í sumar,"
sagði Gústaf Baldvinsson,
þjálfari KA, eftir leikinn.
„Við verðum að taka
okkur saman í andlitinu ef
ekki á að fara illa, því nú
fer þetta að verða erfitt hjá
okkur. Við erum með lang-
verstu markatöluna og að-
eins fjórir leikir eftir.
Annars má segja að
völlurinn hafi verið sigur-
vegarinn í þessuni leik,
hann var mjög þungur og
erfiður,“ sagði Gústaf
Baldvinsson.
- eftir 2-0 sigur á
■ KR-ingar hirtu þrjú dýr-
mæt stig upp úr blautum velli
sínum í gærkvöldi, er þeir lögðu
KA-menn að velli 2-0 í slökum
leik í 1. deild íslandsmótsins í
knattspyrnu. Fyrir bragðið eru
þeir nú komnir í 5. sæti deildar-
innar með 18 stig og úr mcstu
fallhættunni í bili. En Norðan-
menn eru nú næstneðstir og
mega taka sig á í næstu leikjuin
ef fallið á að verða umflúið.
í fyrri hálfleik gerðist heldur
fleira markvert en í þeim síðari
og er þá mikið sagt, því sára-
sjaldan gafst tækifæri til að
stinganiðurpenna. Enertæpur
hálftími var af leik fengu KR-
ingar þokkalegt marktækifæri.
Ágúst Már Jónsson reyndi þá
hjólhestaspyrnu að marki KA,
Þorvaldur markvörður varði cn
missti knöttinn frá sér og rétt
náði að góma hann aftur áður
en Willum gæti potað honum í
netið.
Á 32. mín. fengu KR-ingar
svo gullið tækifæri til að ná
forystunni. Þá kom löng send-
ing inn á markteig KA, Þor-
valdur markvörður missti al-
KA í gærkvöldi
l
HNOT-
SKlfflN
■ Slakur leikur á blautum
heimavelli KR. KR-ingar áttu
sigurinn fyililega skilinn, en
KA-menn voru daufir og áttu
vart marktækifæri i leiknum.
Mörk KR: Björn Rafnsson
á 44. mín og Hálfdán Orlygs-
son á 85. mín. Dómari var Óli
P. Olsen og dæmdi vel, bók-
aði engan. Áhorfendur um
250.
gjörlega af knettinum og Jón
G. Bjarnason var allt í einu
með opið markið fyrir framan
sig. En honum mistókst ætlun-
arverk sitt, varnarmaður komst
á milli og af honum hrökk knöttur
inn til Björns Rafnssonar. fijörn
skaut þegar að markinu en á
einhvern ótrúlegan hátt náði
Þorvaldur að komast fyrir bolt-
ann og bjarga í horn.
Sex mínútum síðar var dæmd
2. deildin í knattspyrnu:
Þrjú stig til KS
-Siglfirðingar unnu Skallagrím 2-1
■ Von Skallagríms um sæti í
1. deild að ári dvínaði mjög í
gærkvöldi er liðið tapaði 1-2 á
heimavelli fyrir KS í 2. deild
íslandsinótsins í knattspyrnu.
Staðan í hálfleik var 0-1.
Leikurinn þótti lítt skemmti-
legur á að horfa, einkum þó í
fyrri hálfleik, en batnaði nokk-
uð í þeim síðari. KS tók foryst-
una í fyrri hálfleik, en Ólafur
Jóhannesson jafnaði fyrir
Borgnesinga í upphafi síðari
hálfleiks með marki úr víta-
spyrnu. Er langt var liðið fengu
svo Siglfirðingar einnig víti og
skoruðu úr því sigurmark sitt.
Borgnesingar voru ákaflega
óánægðir með úrslitin, töldu
sig hafa átt a.m.k. annað stigið,
ef ekki öll þrjú, skilið, því liðið
skapaði sér mörg marktæki-
færi. En það er ekki nóg,
mörkin verður einnig að skora.
Þrír leikmenn fengu gult
spjald í leiknum, tveir úr liði
heimamanna og einn Siglfirð-
ingur.
vítaspyrna á KA eftir að
knötturinn hafði hrokkið í
hendi Bergþórs Ásgrímssonar.
En Sævar Leifsson skaut yfir
mark KA og staðan var því enn
0-0.
Loks á 44. mín kom mark og
það var ansi fallegt. Björn fékk
þá knöttinn rétt fyrir utan víta-
teig KA og hörkuskot hans
þandi út netamöskvana, 1-0.
í síðari hálfleik gerðist nær
ekkert. Jú, reyndar, KR skor-
aði aftur. Hálfdán Örlygsson
tók þá mikinn sprett í gegnum
vörn Akureyringanna, lék á
hvern steinrunninn varnar-
manninn á fætur öðrum og
skoraði, 2-0.
Eina hættulega tækifæri KA
í leiknum kom svo alveg í
lokin. Njáll óð þá upp hægri
kantinn, gaf íyrir markið en
Steingrímur Birgisson brenndi
af frá markteig.
KR-ingar léku nú mun verr
en á móti Liverpool, en Sæ-
björn var góður að vanda og
Sævar er skemmtilegur bak-
vörður.
Hjá KA var ládeyðan alls
ráðandi en Njáll og Mark
skárstir.
2. deildin í knattspyrnu:
Völsungur við toppinn
Húsvíkingar unnu ísfirðinga 2-0 í
■ Völsungur er enn með í
baráttunni um 2. sætið í 2.
deild íslandsmótsins eftir að
hafa lagt Ísfírðinga að velli 2-0
í Húsavík í gærkvöldi. í hálfleik
hafði ekkert mark verið gert.
ísfirðingar sóttu mjög í fyrri
hálfleik og fengu þá mörg góð
marktækifæri og björguðu þá
Húsvíkingar einu sinni á línu.
En inn fór knötturinn ekki og
voru heimamenn heppnir að
halda hreinu fyrir hlé.
í síðari hálfleik snerist dæm-
ið við. tsfirðingar virtust gefa
eftir þegar ekkert gekk og
Völsungur náði smám saman
betri tökum á leiknum. Fyrra
markið kom á 76. mín. Kristján
Olgeirsson var þá felldur inni í
vítateig ÍBÍ og úr vítaspyrnunni
skoraði Jónas Hallgrímsson.
Spyrnan var tvítekin því mark-
vörðurinn hreyfði sig í fyrra
skiptið. Síðara markið kom svo
níu mínútum síðar. Wilhelm
W. Friðriksen, fyrrum KR-ing-
ur og Þróttari var þar að verki,
en þetta var fyrsti leikurinn
sem hann var löglegur með
liðinu eftir félagaskiptin. Hann
tók knöttinn á lofti og afgreiddi
hann snyrtilega í netið.
Mikil harka var í leiknum og
þótti dómarinn hafa lítil tök á
leiknum. Tveir ísfirðingar voru
bókaðir fyrir kjafthátt, þeír
Kristinn Kristjánsson og
Guðmundur Magnússon.
hðrðum leik
Blikar með
fulltlið
■ Breiðabliksmenn
tefla fram öllum
sínum sterkustu mönnuin .
gegn Keflvíkingum í
kvöld. Þeir leikmenn
liðsins sem hafa að
undanförnu átt við meiðsl
að stríða eru allir orðnir
heilir og tilbúnir til leiks.
Jón Oddsson sem ekki
hefur getað leikið með
liðinu um langt skeið er
einnig orðinn góður og er
í hópnum sem leikur í
Keflavík í kvöld.
STAÐAN í 2. DEILD:
Heima Úti Samtals
Leikir Unnið Jatnt Tapað Mörk Stig Leikir Unnið Jafnt Tapað Mörk Stig L U J T M St.
FH 6 4 1 1 14-5 13 6 4 2 0 11-5 14 12 8 3 1 25-11 27
Víðir 6 3 2 1 12-7 11 7 4 1 2 11-10 13 13 7 3 3 23-17 24
Völsunqur 8 4 2 2 13-9 14 5 3 0 2 7-8 9 13 7 2 4 20-17 23
Njarðvík 7 4 1 2 8-5 7 7 3 2 2 8-7 8 14 6 3 4 16-12 21
KS 5 3 2 0 10-4 11 7 2 2 3 6-10 8 12 5 4 3 16-14 19
Skallaqr. 7 3 1 3 12-8 10 6 2 1 3 9-11 7 13 5 2 6 21-19 17
Isafjörður 6 1 3 2 8-9 6 7 3 2 2 11-10 11 13 4 5 4 19-19 17
ÍBV 6 2 2 2 10-9 8 4 2 2 0 5-3 8 10 5 2 3 15-12 16
Tindastóll 7 0 1 6 5-15 1 6 2 1 3 9-14 7 13 2 2 9 14-29 8
Einherji 6 0 0 6 3-11 0 7 0 2 5 5-13 2 13 0 2 11 8-24 2