NT - 02.09.1984, Blaðsíða 6
■ Þeir sem komnir eru á þrítugsaldurinn og meira muna áreiðanlega eftir gamla bekkjakerf inu, þar sem nemendum var raðað
í bekki eftir námsgetu. Bestu nemendurnir voru í A-bekk, næst bestu nemendurnir í B-bekk og svo framvegis alveg niður i
tossabekkinn sem oftast bar stafinn G eða H allt eftir f jölda bekkjanna í skólanum.
Bestu bekkirnir fengu venjulega bestu kennarana og voru oft í björtustu og rúmbestu kennslustofunum. Ekki var það óalgengt
að tossabekkjunum væri komið fyrir niðri í kjallara sem undirstrikaði þá skoðun að leið nemenda í þeim bekkjum lægi að lægstu
þrepum þjóðfélagsins.
Vegna breyttra viðhorfa í sálarfræði til þroska barna var horfið frá þessari bekkjaskiptingu um 1970. í stað þess var börnum
með misjafna námsgetu blandað saman í bekki og alls kyns hjálpar- og stuðningskennslu komið á.
Af og til hafa komið upp óánægjuraddir vegna þessa fyrirkomulags og vilja sumir foreldrar og kennarar innleiða gamla
bekkjakerfið á ný. Af því tilefni ræddi NT við fjóra nemendur, tvær konur og tvo karlmenn, sem voru saman í tossabekk í fyrsta
og öðrum bekk í gagnf ræðaskóla fyrir tæpum tuttugu árum, til að f ræðast um reynslu þeirra og viðhorf til gamla fyrirkomulagsins.
Það kemur sennilega fáum á óvart að bekkjarsystkinin fóru fram á nafnleynd, því enn þann dag í dag ríkja fordómar í garð
þeirra, sem ekki standa sig vel í skóla. Til hægðarauka voru þeim gefin dulnefni. Ásta er hjúkrunarkona, húsmóðir og tveggja
barna móðir. Erla er þriggja barna fráskilin móðir, sem vinnur skrifstofustörf á daginn en stundar nám við öldungadeildina á
kvóldin. Jón og Páll eru báðir Iðnskólagengnir og unnu lengi við sína grein. Á undanförnum árum hefur Páll stundað sölumennsku
og umsjónarstórf en Jón hefur starfað hjá hinu opinbera, nú síðast sem deildarstjóri.
Sunnudagur 2. september 1984
Hvernig var að vera í tossabekk?
Brennur á baki
manns alla ævi
Þegar fjórmenningarnir
voru spurðir livernig þeim
fannst að vcra í tossabekk,
mátti greina dálítinn mun eftir
kynjum. Ásta og Erla sögðu
að þeim hafi þótt ákaflega
leiðinlegt og tekið það mjög
nærri sér að vera í lélegasta
bekk. Þetta brennur á baki
manns alla ævi, sagði Erla. Ég
skammaðist mín alvegofboðs-
lega fyrir að vera í tossabekk.
Ég gleynri því aldrei, þegar ég
var lesin upp yfir allan skólann
með liæstu einkunn í G-bekk
og hún hljóðaði upp á fimm
komma eitthvað. Strákurinn,
sem bjó í sama húsi og ég var
líka lesinn upp. Hann varhæst-
ur í A-bckk með níu komma
sextíu og eitthvað.
Páll svaraði því hins vegar til
að honum hafi þótt afskaplega
gaman af því að hafa verið í
tossabekk, sérstaklega eftir á
því þeir sem voru í þessum
bekk hafa staðið sig ansi vel í
lífsbaráttunni. Ég fann ekki
mikið fyrir því að vera í tossa-
bekk. Við vorum svo upptekn-
irafskellinöðrumogstelpum.
Ég var ekki mikið gefinn
fyrir bókina á þessum árum,
sagði Jón. Eg keypti gamlar
skellinöðrur og gcrði þær upp
og tók það mikinn tíma. Þessi
ár voru mjög góður tími, bætti
Páll við. Við höfðum stuðning
hvor af öörum og fundum
kannski minna fyrir þessu en
ella. Það braut okkur alla vega
ekki niður og við höfum haldið
hópinn fjórir strákar og veriö
ákaflega góðir vinir allar götur
síðan.
Við vorum glötuð
Flestum kennaranna fannst
við vera alveg vonlaust lið,
sagði Ásta. Það skipti engu
máli hvort okkur var kennt
eða ekki, við vorum glötuð
hvort sem var.
Ég man til dæmis eftir einum
kennara, sem átti að kenna
okkur mikilvæg undirstöðu-
fög, sagði Erla, en sat bara og
talaði um heima og geima í
tímunum. Og af hverju var
það? spurði Páll. Við áttum
bara að vera í skurðinum, það
var búið að dæma okkur
þangað. Já, ég held að einn
kennaranna hafi sagt þetta
hreint út, bætti Jón við.
Áhugalausir
kennarar
Maður skilur þetta allt miklu
betur núna, hélt Páll áfram.
Ég gerði mér t i I dæmis ekki grein'
fyrir því fyrr en seinna að við'
höfðum ekki alltaf heppileg-
ustu kennarana. Ef ég man
rétt voru þetta mest íhlaupa-
menn, föstu kennararnir
kenndu meira hinunr bekkjun-
um. Jón tók undir þetta, og
bætti við að þetta hafi oft verið
ungir háskólastúdentar sem
voru að vinna sér inn fyrir
smákaupi meðfram náminu.
Áhugaleysi kennaranna og
hið litla álit sem þeir höfðu á
okkur drap allan námsáhuga
niður hjá okkur, sagði Erla.
Nemendur gerðu litlar sem
engar kröfur til sjálfs sín.
sættu sig við að fá einn komma
eítthvað á prófum.
En það voru nokkrir kenn-
arar, sem sýndu okkur virð-
ingu sagði Jón og kenndu okk-
ur eins og öðrum. Það var
sérstaklega einn prestlærður
maður, sem hafði alveg ein-
stakt lag á okkur. Hann átti
athygli okkar alla og aldrei
þurfti hann að sussa á neinn.
Algjört prumplið
í augum hinna
Við vorum nú ekki hátt
skrifuð hjá hinum krökkunum
í skólanum, sagði Ásta, í
þeirra augum vorum við al-
gjört prumplið eins og sagt er.
Við vorum stimpluð, sagði
Erla. Okkar bekkur var lægst-
ur allra það var ekkert neðar
en hann. Krakkarnir í hinum
bekkjunum blönduðu almennt
ckki geði við okkur. Dúxinn,
sem bjó í sama húsi og ég
talaði aldrei við mig. En þetta
var bara ríkjandi skoðun á
þessum tíma og voru margir
smitaðir af henni. Margir hafa
seinna skipt um skoðun. Ég á
til dæmis mjög góða vinkonu,
heldur Erla áfram sem var í
betri bekk í sama skóla og ég.
Við kynntumst löngu seinna
og sagði hún mér að sumir
kennararnir hafi komið inn í
bekk til hennar og sagt „Guði
sé lof að ég er kominn itl ykkar,
ég var að koma frá tossunum í
G-bekknum. Svona höfðu
kennararnir áhrif á nemend-
urna.
Við þekktum krakkana úr
hinum bekkjunum, sagði Jón,
þeir komu úr sömu hverfum og
við. Það er ábyggilegt að þeir
hafi litið niður á okkur. Það
bjargaði okkur sennilega að
þeir litu á okkur sem heild og
tóku engan einn út úr og
níddust á honum sem tossa.
Fékk frí og
fór niður á höfn
Það má kannski segja að
sumir nemendanna hafi ekki
verið mjög greindir eins og
sagt er og lent í tossabekk þess
vegna, sagði Erla. Ég held
samt að flestir hafi verið vel í
meðallagi, sumir vel yfir það,
en svo voru nokkrir sein-
þroska. Ég held að ég hafi til
dæmis lent í þessum bekk fyrst
og fremst vegna þess að ég
hafði mjög slæman kennara í
barnaskóla, sem drap niður
allan námsáhuga hjá okkur
krökkunum. Ég er viss um að
þetta átti við fleiri. Ég hafði
lítinn áhuga á skólanámi á
þessum tíma, var upptekin af
öðru, námsáhuginn hjá mér
kom seinna og það var kannski
þess vegna, sem ég lenti í
þessum bekk, sagði Ásta.
Það er erfitt að segja hvað
veldur því að menn lenda í
versta bekk, sagði Jón. Sumir
bjuggu við erfiðar heimilisað-
stæður. Aðrir voru kannski
ekki vel gefnir. Ég var sjálfur
ekki mikið gefinn fyrir bókina
á þessum árum og tók Páll í
sama streng. Ég held samt að
léleg kennsla og lítið aðahald í
barnaskóla hafi ýtt undir það,
hélt Jón áfram. Ég hafði mjög
■ Hefðbundið bekkjaskipulag. Nemendur sitja saman tveir og tveir, en kennarinn stendur
uppvið töflu. Myndin var tekin í 12 ára bekk í Arbæjarskólaimm veturinn 1972.
■ Nú er hlutverk kennara fyrst og femst að vera leiðbeinendur og vinnufélagar nemenda. Þessi
inynd var tekin í Fossvogsskóla vorið 1982 en það er Laufey Jónsdóttir, sem aðstoðar við kennslu
7 ára barna.