NT - 02.09.1984, Blaðsíða 14
Sunnudagur 2. september 1984 14
Trompspil númer 20
Dómurínn.
■ Spilið sýnir þrjár mannver-
ur horfandi til himins; engill
kemur fram úr skýi og blæs i
lúður. Klæði engilsins eru rauð
og blá og hann hefur rauða
húfu á höfði. Sem fyrr táknar
rauði liturinn andlegt eðli,
blátt er tákn guðstrúar og gult
táknar vitsmuni. Á vængjum
sínum flýgur engillinn um víð-
áttur alheimsins, hinn græni
litur þeirra bendir á samúð
hans og góðvild. Út frá englin-
um ganga tólf rauðir og gulir
geilsar - þetta er tákn hinna
tólf stjörnumerkja í dýra-
hringnum. Lúðurhljómurinn
merkir að nú sé tími uppris-
unnar runninn upp - maðurinn
rís til nýs lífs á þessari stundu.
Við lúðurinn hangir fáni með
krossi í niiðju; krossinn er
tákn þeirrar umbreytingarsem
nú á sér stað þegar maðurinn -
sál og líkami - öðlast andlegt
eðli. Fremst á myndinni má
sjá nakinn mann rísa úr gröf.
Hið barnslega yfirbragð hans
bendir á barnseðlið í mannin-
um og það kynferðislega sam-
ræmi sem hjá því ríkir. Maður-
inn verður einnig að upphefja
allt kynferðislegt misræmi inn-
an sín vilji hann öðlast frið og
sameiningu við sitt Æðra Sjálf.
Maðurinn í gröfinni skynjar
návist andans og verður „nýr“
maður. Honum til beggja
handa standa tvær aðrar mann-
verur - karl og kona - að hálfu
í jörðu niðri - getnaðarfæri
þeirra eru hulin. Petta táknar
að þau eru enn fjötruð af
kynferði sínu og sér meðvituð
um þá ánauð sem því fylgir.
Þau horfa full löngunar og
aðdáunar til hans sem rís úr
gröf sinni frjáls og laus við alla
fjötra sem binda hann jarð-
nesku oki. En annað gerist
líka á þessu augnabliki þegar
fjötrarnir falla - maðurinn
skynjar ævi sína eins og á
dauðastund - hann skynjar í
einni andrá alla atburði liðinn-
ar ævi þar sem hver atburður
verður að lifandi veruleika í
Ijósi Æðra Sjálfsins. Hann sér
því alla ævi sína í hlutlausu
ljósi og án þeirrar blæju tilfinn-
inga sem persónuleikinn breiðir
yfir atvikin. Líf hans er nú
dregið fram til endurskoðunar
og dómur fellur á gjörðir hans
í lífinu. Á dauðstundinni för-
um við öll í gegnum þetta
lokauppgjör vitundar okkar -
en það er ekki Guð sem dæmir
okkur heldur við sjálf - okkar
andlega Sjálf sem fylgt hefur
okkur á allri lífsgöngu okkar.
Vegfarandinn á þessu spili
þarf ekkert að óttast, hann
hefur þegar staðist alla þá
reynslu sem gerir honum fært
að standast frammi fyrir Dóm-
inum - hann hefur skilað hlut-
verki sínu. Hann þarf nú ekki
lengur að hlusta á Innri rödd-
ina - rödd samviskunnar - sér
til leiðsagnar því hún er orðin
allsráðandi innan hans - hans
eiginlega ÉG.
Á 13. spili vaknaði vegfar-
andinn til vitundar um andlegt
eðli sitt og skildi nauðsyn þess
að ná taumhaldi á eðlishvötum
sínum - á 15. spili var þetta
aðalviðfangsefni hans og síðan
lærði hann að beita sköpunar-
orkunni og miðla öðrum af
eigin ljósi rétt eins og sólin sem
umfaðmar alla með geislum
sínum. Núna er hann endur-
borinn og frjáls - og laus við
þann misskilning að honum sé
ætlað að fæðast til þess eins að
deyja aftur í gröf. Hann hefur
sameinast alheimsandandum
og horfir á lífið í sinni eilfíu
endurnýjun veit að hann er
sjálfur gæddur eilífum anda og
eilífu lífi.
Þessu spili fylgir talan 200 -
talan 20 ásamt 0 - tákni óend-
anleikans. Því fylgir einnig
bókstafurinn RESH.
Á spili Æðsta kvenprestsins
númer tvö leitaði Töframaður-
inn hins ósýnilega heims sem
hann grunaði að lægi bak hin-
um sýnilega; hér hefur hann
stigið inn í þessa huldu veröld
- heim andans. Og hann sér að
bæði jarðneska veröldin og sú
andlega mynda eina heild -
hvorug getur án hinnar verið -
og að hann hefur - án þess að
vita af því - alltaf dvalið í þeim
báðum. Hann skilur nú hvað
var hulið á bak við fortjald
Æðsta kvenprestsins - og að
það var aðeins hans eigin ófull-
komnun sem byrgði honum
sýn. Núhefursýn hansopnast.
Bókstafurinn RESH táknar
mannshöfuð sem snýr aftur til
síns himneska bústaðar - sinna
eiginlegu heimkynna þaðan
sem það kom.
Trompspil númer 21
Flónið
Stundum hefur Flónið verið
talið fyrsta trompspilið í röð-
inni og þá táknað mann sem er
að byrja feril sinn - og kann
ekki fótum sínum forráð. En
með réttu er nafngiftin Flónið
- hið fullkomna öfugmæli því
hér er mannveran komin á
enda þroskaferilsins og getur
því virst óskiljanleg í augum
venjulegra manna.
Spilið sýnir undarlega mann-
veru í marglitum klæðnaði sem
gæti minnt á búning hirðfífla
til forna. Höfuðbúnaðurinn er
rauður, gulur og grænn og
klæðin bera sömu liti en auk
þess bláan og hvítan. Rautt er
merki um andlegt eðli, gult
táknar vitsmuni, blátt guðstrú,
grænt samúð og hvítt hreinleika.
Ándlitið horfið til himins og
virðist einkennilega stórt í
samanburði við aðra hluta lík-
amans og ef betur er að gætt
kemur í ljós að þetta er ekki
hið raunverulega andlit Flóns-
ins heldur gríma sem það noL
að til að hylja sitt sanna eðli. í
hægri hendi heldur Flónið á
rauðum göngustaf - þetta er
sú andlega leiðsögn sem það
styður sig við á leið sinni. í
vinstri hendi er grænt prik sem
Flónið leggur yfir hægri öxl
sér; allt sem áður var neikvætt
er nú orðið jákvætt í fari þess.
Á öðrum enda priksins hangir
lítill raúður poki sem hefur að
geyma allar eigur Flónsins -
rauði liturinn bendir enn á að
hér eru andleg verðmæti á
ferð. Á fótum sér ber Flónið
brúna skó og gula sokka og við
sjáum lítið dýr sem rífur í
sokkana með íclóm og kjafti -
án þess þó að Flónið gefi því
neinn gaum. I leyni liggur
krókódíll án þess að þora að
ráðast á Flónið. Lítið rautt
blóm vex úr jarðveginum -
þetta er sama rauða blómið og
áður hefur birst í spilunum -
en hér drúpir það niður þótt
króna þess sé útsprungin. Þetta
táknar hér að Flónið lætur
ekki fjársjóði sína í té hverjum
og einum.
Spilið sýnir mann sem geng-
ið hefur þroskabraut mannsins
á enda og sameinast guðlegri
vitund. Flestir samferðamanna
hans skilja hann ekki lengur -
sjá ekki þá veru sem leynist á
bak við hans ytri persónu.
Hann hefur stigið yfir þröskuld
lífs og dauða og yfir í andlegan
veruleika sem flestum er
hulinn. Hann veit að lífið er
ódauðlegt og að dauðinn er
aðeins breyting úr einni mynd
í aðra. Maðurinn er gæddur
lífi aðeins vegna þess að innan
hans er andlegur veruleiki -
Æðra Sjálfið - sem gæðir hann
lífi - án þess veruleika væri
líkaminn lífvána efni. Þótt
Flónið lifi utan þess veruleika
sem flestir lifa í þá skilur hann
mannleg sjónarmið og veit að
hver og einn hlýtur að koma
fram sem svarar hans eigin
þroskastigi - annað væri
óhugsandi. Hann skilur hina
sífelldu baráttu scm menn
verða að heyja við sjálfa sig og
aðra og tekur þátt í henni að
svo miklu leyti sem nauðsyn-
legt er en forðast öll óþarfa
afskipti af málefnum náung-
ans. Hann veit sem er að hver
verður að ganga sína eigin
braut - velja sína eigin leið -
og að sú leið er sú rétta fyrir
hann - spurningin er aðeins sú
hve langan tíma það tekur fyrir
hvern og einn að komast í
skilning á lögmálum tilverunn-
ar. Ávallt eru einhverjir sem
fyllast óvild og tortryggni gagn-
vart því sem þeir ekki skilja og
Flónið fer heldur ekki varirluta
af því; orð hans vekja stundum
illvilja og tortryggni og sumir
reyna að finna höggstað á
Flóninu og vinna því mein. Á
myndinni er þetta táknað með
dýrinu sem ræðst að Flóninu
aftan frá - en árangurslaust -
Flónið heldur áfram ferð sinni
án þess að hika. Það dvelur
ótruflað innan þess veru-
leika sem er handan mannlegs
breyskleika.
Eins og áður sagði stendur
þetta spil ekki raunverulega
sem sjálfstætt tölusett spil
heldur fylgir næsta spili númer
22 sem ber nafnið Veröldin.
Þar fylgir nánari skilgreining á
innra ástandi Flónsins - þessi
tvö spil mynda því eina heild
innan spilanna. Þessu spili fylg-
ir einn af „móðurbókstöfun-
um“ innan hebreska staf-
rófsins - bókstafurinn SHIN
sem er raunverulega hyrninga-l
steinn stafrófsins. Samkvæmt
Kabbalaritunum er hann eld-
stafur - sá fyrsti - og felur í sér
Getur skattur-
inn ráðskast
með annarra fé?
■ Kæri Jóhann.
Ég er hérna með lögfræði-
legt vandamál sem er dálítið
mikið prinsip mál fyrir mig.
Þannig er mál með vexti að
þegar við hjónin fengum
álagningarseðilinn frá skatt-
inum í fyrra kom það í ljós að
ég átti inni smá upphæð sem
hið háa skattembætti ætlaði
að greiða mér til baka,
2.346 kr. á mánuði. Nú, ég
varð náttúrlega ánægð með
það, eins og lög gera ráð
fyrir og beið spennt eftir
fyrstu ávisunini (og var
uieira að segja búin að láta
taka frá fyrir mig buxur í búð
einni hér í bæ). En hver
dagurinn leið af öðrum og
engin kom ávísunin, ágúst
var liðinn og langt var komið
fram í september. Mér var
farið að finnast þetta ansi
undarlegt og hringdi upp á
skatt, þvi margar vinkonur
mínar voru löngu búnar að
fá sínar ávísanir. Hjá skattin-
um fékk ég þau svör að
þessa peninga fengi ég ekki
borgaða til baka, því maður-
inn minn skuldaði hluta af
sínum skatti og inneign min
kæmi til frádráttar skuldar
hans. Þetta fannst mér að
vonum furðulegt og spurði
því í ósköpunum þeir væru
þá að sérskatta hjón. Hann
svaraði því svo að maður og
kona væru eitt, en það fannst
mér enn meiri mótsögn en
hitt. Ég sagði svo þessum
manni að fyrirtækið sem
maðurinn minn vinnur hjá
hafi dregið frá laununum
hans upp í skattinn og ég
gæti sýnt honum það á launa-
seðlum, en fyrirtækið hefði
hins vegar trassað að senda
þá peninga til skattstofunn-
ar. Ég spurði þá hvort ég
ætti að líða fyrir trassaskap
fyrirtækisins og þá tvíborga
hluta af sköttum mannsins
míns, en það gerist ef fyrir-
tækið tekur hluta af hans
launum upp í skattinn og
skatturinn tekur svo mína
peninga upp í þessa sömu
skuld. Eina svarið sem ég
fékk var að ég gæti kært
fyrirtækið, en það vil ég ekki
gera þar sem þetta fyrirtæki
er í eigu tengdafólks míns
og ég sé enga ástæðu til að
kæra þetta fólk.
Ég spyr því þig sem lög-
fræðing, hefur skatturinn
umboð til þess að taka mína
peninga og draga þá frá
skuld annars manns (sem
reyndar er maðurinn minn,
en við vorum ekki sam-
sköttuð)? Gott væri að fá
einhverjar ráðleggingar frá
þér ef þetta mál endurtekur
sig, því í gær fékk ég nefni-
lega seðillinn minn og ég á
dálítið inni.
Ein óhress
Skattheimtu-
mönnum er fátt
heilagt
■ Að visu ku vera ákvæði í
helgum bókum um að maður
og kona séu eitt en þannig
er það þó ekki orðað í skatta-
lögunum, (enda fátt heilagt
við þau). Hins vegar segir í
þeim að hjón beri óskipta
ábyrgð á greiðslu skatta og
að innheimtumaður geti
gengið að hvoru þeirra sem
er til greiðslu á sköttum
þeirra beggja. Það virðist
því ljóst af ákvæðum skatta-
laganna, að hægt er að
ganga að hvoru hjóna sem
er til greiðslu allra skatta
þeirra, en hitt getur verið
meira vafamál hvort leyfilegt
er að halda eftir endur-
greiðslum annars hjóna til
greiðslu á sköttum hins. Það
sýnist ekki fjarlæg túlkun að
í þessari heimild skattalag-
anna felist eingöngu réttur
til að ganga að öllum eignum
hjóna ef til innheimtu að