NT - 02.09.1984, Blaðsíða 23

NT - 02.09.1984, Blaðsíða 23
skella hurðinni í andlit þess sem kemur og vill borga. Hann rífur hana stundunr upp á gátt. í lesendabréfi segir hneykslað- ur maður: „Um daginn sat ég á bekk í almenningsgarði. Þá varð ég vitni að eftirfarandi: Ut úr breskum bíl komu tvö börn, gengu að söluvagni í garðinum og báöu um tvær kók á bjag- aðri ítölsku. Þau fengu drykk- ina, en máttu borga 8.000 lírur fyrir. Ef ekki verður breyting á svona forkastaniegu frant- ferði, þá hætta erlendir ferða- menn að heimsækja okkar fagra land." Umrædd kókdós kostar 500 lírur í kjörbúðinni. Á barnunr eða í svona söluvagni eins og ntaðurinn minnist á í bréfinu má hún kosta 1200 Iírur. En þar sem mikið er af þyrstunr ferðamönnum og hvorki bar né vatnskrani nærri, sýnir ein- staka söluvagn þá bíræfni að heimta 2.000 lírur á dós. En 4.000 á dósina er óheyrileg summa og aðeins ætluð útlend- ingum. Nino finnst nefnilega alveg sjálfsagt að fólki hefnist fyrir þau afglöp að fara út fyrir eigin landamæri. Ferðamanninum finnst þetta ekki alveg eins sjálfsagt og liann fer heim fullviss um að ítalska þjóðin eins og hún leggur sig sé mjög hneigð til glæpa. En þessi þjóð er ekki frekar en aðrar þjóðir samsett úr svörtum sauðum eingöngu. Einn siðferðilegra máttar- stólpa hennar er Hundavina- félagið. í enda júlí héngu áróð- ursborðar félagsins yfir göt- unum með andlitsmynd af glaðlegum hundi og áletrun- inni: Ekki á flæking! Ef þetta var áskorun til hundanna sjálfra, þá voru þetta rneð alskörpustu hund- urn í heimi. „Hvað þýðir þetta eigin- lega?" spurði ég. „Sko, ítalir eru svo vitlaus- ir," sagði frændi minn sem á ættir að rekja til víkinga að hálfu, „að þegar þeir fara í sumarleyfi þá setja þeir hund- inn sinn út með ruslinu. Hund- urinn fer á flæking og þá kemur Hundavinafélagið og bjargar honum. Þeir bjarga hálfri milljón af götunni á ári og síðan auglýsa þeir eftir fólki sem vill taka hundana að sér þar til það fer í sumarleyfi næst. Þannig tekst þeim að koma fyrir 20 þúsund hundum af þessari hálfu milljón. Sem leysir ekki vandann, en þeim líður betur. Systir ntín fékk hundinn sinn hjá þeim. Þú veist, þennan eineygða slefandi ógeðslega? Þau koma þarna að leita sér að hundi og þessi hundur var á leiðinni í gasklefann, svo hann hafði engu að tapa og fór með þeinr heim. Ef þig vantar hund skal ég fara með þér þangað. Þeir eru með hvolpa líka, hreinrækt- aða, sem væri hægt að selja fyrir offjár. En ítalir eru svo vitlausir." „Ég get líka útvegað þér Ijón," bætti hann svo við. Það lifnaði yfir mér. Okkur hefur alltaf langað í Ijón. Og frændi minn, vissi ég, var ung- ur maður með góð sambönd. „Hvernig?" „Hér á Ítalíu er allt hægt. Ég fer bara í dýragarðinn og segist vilja taka að mér Ijón. Það eina sem ég þarf að gcra til að fá Ijónsunga er að skrifa undir eftirfarandi: Ég, Francesco Vitleysingur Palmara, vil taka að mér Ijón og lofa að skila því eftir 8 mánuði." „Ó," sagði ég. „Þarf að skila því aftur?" „Já," sagði hann. „Eftirátta ntánuði étur það nefnilega ná- grannann í morgunverð ef þið sofið yfir.ykkur." „Ég skil," sagði ég alvarleg. „En hvað með snák?" Snákar eru svo miklu léttari í fæði en ljón. „Ekkert mál. Ég skal veiða snák handa þér. En ef þú vilt kyrkislöngu, þá kostar það. Þær eru nefnilega innfluttar." Hann sagðist heldur ekki telja' fráleitt að ég gæti fengið fílsunga eða krókódíl og ég sagðist ætla að bíða með að taka ákvörðun þar til börnin niín kærnu. Skömmu síðar borðaði risa- krókódíll ellefu ára dreng í dýragarði og ég er að hugsa um að láta snákinn nægja. Messameðvinstriog myrða með hægri? „Ætlarðu að segja mér að þú hafir ekki farið niður að Ttber? Hvað ertu búin að vera hérna lengi? Fjóra daga?" „Af hverju verð ég að fara niður að Tíber? Af því að þar eru fleiri mýflugur sem gætu haft áhuga á að hitta mig?" „Af því að Tíberfljótið er merkasta fljót í heimi. Éggeng alltaf meðfram bökkunum öðru hverju og hugsa unr Itvað þetta fljót hefur séð." „Já þannig, ég skil, ég geri þetta alltaf við Arno. Keats vinur þinn var miklu hrifnari af Arno en Tíber, já, ég minnist þess bara ekki að hann hafi nokkru sinni ort um Tíber, en hann var alltaf að stuðla eitt- livað saman um Arno." „Já, mér er bara alveg sama," sagði systir ntín, „þú ferð niður að Tíber." Svo daginn eftir tók ég á mig krók og gekk niður að Tíber. Ég sá ekki fyrir mér skrautskip keisaranna, galeiðuþræla að þrældómi, forna verslunar- pramma, ekkert. „Er það nú rithöfundur," hugsaði ég. „Hvar er ímyndunaraflið?" því það eina sem hafði veru- lega sterk huglæg áhrif á mig vartnæstum hvergi á bökkum Tíber er skugga að finna fyrir sólsteikta ferðamann. Ég horfði ofan í gruggugt flótið af einni brúnni, ef ske kynni að það hjálpaði, en það eina sem mér datt í hug þar var að í þessu foraði synti fólk stundum. Það er nýbúið áð reisa tröllaukna hreinsunar- stöð nálægt mynni fljótsins þar sem þeir reyna að sía mestu drulluna úr því áður en þeir hleypa því til hafs. Lyktina af þessari stöð má finna í nokk- urra kílómetra radíus. Á kyrr- um degi. Úr því ég var komin á þessar sögufrægu slóðir gat ég alveg eins gengið við í Péturskirkj- unni. Ég rölti eftir súlnagöng- unum og settist síðan ti! fóta á eina súluna. Hinum megin við hana sat Þjóðverji í vönduðum skórn, stuttbuxum og hlýrabol með reimafargan mikið um sig sem minnti á öryggisútbúnað geimfara. Reimarnar höfðu að geyma fullkominn viðleguút- búr.að ef hann skyldi þurfa að hafa langa viðdvöl þarna á Péturstorginu. Það eina sent ég öfunda hann af í hljóði var vatnsgeymirinn. Hinn meðvitaði túristi sem ferðast á sk.orpubuddu er auð- þekktur á stóru vatnsflöskunni sem hann fyllir alls staðar þar sem hann kemst í drykkjarhæft vatn. Hann lætur ekki selja sér kók á 4.000 lírur. Þjóðverjinn braut saman kortið sitt og fór. Ég hallaði nrér aftur að súlunni, kveikti í sígarettu og gáði hvort ég sæi nokkuð til páfa. Það var lokað út á svalirnar hans. Forveri hans er núbúinn að gera garðinn frægan í bókinni „Var páfi myrtur?" Almenn- ingur í Rórn er sannfærður unt að svo sé. Og ekki nóg með það. Heldur hafi hann vcrið myrtur tvisvar, það hafi bara ekki tekist í fyrra skiptið. í það sinnið eitruðu þeir te sem var ætlað páfa, en einhver gestkomandi í páfagarði drakk blönduna og dó á staðnum. Hver það var og hvað varð um líkið erekki vitað. Hann skyldi þó aldrei hafa verið huslaður í einhverjum fjölmargra blóma- garða Vatikansins þar sem hann mun um árabil bera gæfu til að gleðja augu þúsunda gesta og pílagríma sem áburð- ur fyrir skrúðjurtirnar. Ég stóð upp og yfirgaf páfa- garð. Þégar ég kom upp að aðaljárbrautarstöðinni dokaði ég til að dást að minnisvarðæ þeim sem í þriggja ára fjarveru nrinni hafði verið reistur á torginu fyrir framan stööina. Honum var slegið upp til heið- urs skipulagsgáfu og rekstrar- hagkvæmni. Og ekki aðeins einum, heldur -þrjátíu eða fjörutíu. Þetta cru litlir grænir spýtuskúrar með litlum lúgum á og út um lúgurnar eru seldir strætómiðar. Nú er nýja kerfið í strætó þannig: Þeir hafa einn mann til að aka vagninum. Síðan hafa þeir annan mann á jöröu niðri til að selja miðann og svo tvo menn sem ferðast um í hóp og leita að glæpamönnum sem hafa farið miðalausir í strætó. Þetta er mikil atvinnubóta- vinna, sérstaklega þegar mað- ur tekur eftir að það eru oftast þrír menn í hverjum miðasölu- skúr, en aðeins ein lítil lúga og hinir tveir verða að tala saman á meðan sá þriðji selur. Nú er þetta á sinn hátt ekki vitlausara kerfi en í Svíþjóð þar sem fólk hefur áratugum saman sjálft stimplað miðann sinn í strætó. En þar voru miðarnir seldir í sjoppum. Hér var það auðvitað gert líka. En strætómiðar eru að því lcyti frábrugðnir peningaseðlum og frímerkjum að í þeim er ekkert vatnsmerki og því einfaldast að búa þá til sjálfur. SVR (Strætisvagnar Rómarj þótti þessi samkeppni frá einka- framtakinu nokkuð hörð og ákváðu að sjá sjálfir um sölu LM Sunnudagur 2. september 1984 23 sinna verðbrét’a. Og hvað skyldi Nino kaupa ntarga strætómiða í einu? Yfir- leitt cinn. Að vísu eru seld þriggja miða kort, en það fylgir enginn magnafsláttur og þaö eru helst stórfjölskyldur og ferðamenn sent leggja út í slíkar fjárfestingar. Og örtröð- in sem nryndast þegar metró spvtir farþcgum sínum upp úr jörðinni fyrir framan grænu skúrana og allir kaupa einn miða til að geta haldið ferðinni áfram. hún er ekki ósvipuð náttúruhamförum. Þennan sama dag tóku ólög- legir götusalar Colosseum her- skildi. Hver fullveðja ítali (og flestir ófullveðja líka) lítur á það sem meðfæddan rétt sinn að fá að vinna. Þvert ofan í þjóðsöguna um leti suður- landabúans, þá vilja þeir vinna og gera það þcgar vinnu er að fá. En hér er lífstakturinn annar og ítalinn ætlar ekki að deyja fyrir vinnu sína. Fyrir fjöl- skylduna, fyrir föðurlandið, en aldrei fyrir fimm múrsteina. Og þcgar atvinna fór að vera stopul og menn stóðu á end- anum atvinnulausir, þá kom sjálfsbjargarviðleitnin upp í fólkinu. Fjöldi manna gerðust götusalar. En þcgar maður hcfur verið atvinnulaus um tíma, þá er ekkert fé handbært til að borga fyrir söluleyfi. Og þegar lögreglan dettur niður á leyfislausan götusala, þá eru vörurnar gerðar upptækar og maðurinn að meiri öreiga en hann var fyrir. Þessu vildu leyfislausir götu- salar ekki una. svo þeir hönn- uðu slagyrði á borða. klifu cfst upp á Colosseum og mótmæltu þaðan að brugðiö væri fæti fyrir menn sem reyndu að vera heiðarlegir og vinna fyrir sér í landi sem ekki byði upp á það. Um árangur eða afdrif þessa framtaks hefur ekki heyrst. Er þetta sjálfseyði- leggingarhvöt? Og síðan konr ágúst og þá gerist tvennt: lnnyflanefndin heldur árlegan fund sinn og þjóðin fer í sumarleyfi. Meginmálið á dagskrá inn- yflanefndarinnar var hinn svokallaði sumarferðamanna- niðurgangur. Nefndin ræddi fram og tilbaka hina ýmsu sökudólga, vinsælastir hafa verið ofneysla kaldra drykkja, íss ávaxta og léttar matareitr- anir sent gerast þegar nestið skemmist í hitanum. En nú er nefndin dottin niður á ferskan sökudólg. Vísindamennirnir fjórir álíta að aukip neysla gervisætiefna Itafi margfaldað farsóttina. Þeir segja að hinar æsilegu megrunarauglýsingar fái fólk til að tyggja ósykrað tyggigúmmí og drekka gos- drvkki með gervisætu. Þetta auki þarmastarfsemina án þess að gefa þörmunum nokkuð til að vinna úr. Arangurinn er margra daga niðurgangur. Að vísu, aftarlega í frétta- tilkynningunni. er tæpt á gömlum rökstuddum kunn- ingjunt eins og smithættu á baðströndum og matareitrun- unt sem eiga sitt blómaskeið á heitasta tíma ársins. Frenrst og fyrir öðrum fer þar salmonell- an, sem ég hélt á yngri árum að væri einhver sérréttur úr laxi, en uppgötvaði svo að þótt hún sé borin fram, þá er ekki minnst á hana á matseðlinum. Niðurstöður nefndarinnar öftruðu samt ekki þorra þjóð- arinnar frá því að fara í sumar- leyfi 6. ágúst. Éggetskiliðflest í fari þcssarar þjóðar, en sumarleyfistækni þeirra skil ég alls ekki. Allir fara í frí á sama tírna nema þeir sem lifa á því að selja þeim senr eru í fríi. Þeir fara í sumarfrí á jólunum. Það er ekki eins og sumariö bjóði aðeins upp á þessar einu góðviðrisvikur. Þeir hafa þrjá pottþétta mánuði til að dreifa þessu á. Jafnvcl fjóra. Og svo velja þeir heitustu vikur ársins. Troða sólstólunum og fjöl- skyldunni inn í litla bílinn sem er ekki með loftkælingu og halda eins og sjálfsmorðssveit- ir til sjávar. Á föstudagskvöldinu höfðu myndast 15-30 knt langar bið- raðir við borgarhliðin (inn- keyrslurnar á autoströdurnar). Þegar laugardagurinn rann upp, sólríkur og heiðskýr með 32 stiga hita, sátu þeir þar cnn. Öll börn í öllum aftursætum á fjórum I5 km löngum akrein- um þurftu að pissa. Allar ömmur voru með fyrir hjart- anu, allir pabbar héngu út unt bíldyrnar og röktu ástandið bölvandi allt aftur til stjórnar- tíðar Mússolínis, mömmurnar veifuðu blævængjununt og ákölluðu madonnuna og tí- bráin titraði upp af glóandi fiötunum. ,Seint á sunnudcginum náðu þeir sent af lifðu til sjávar. Afföll eru alltaf nokkur, sér- staklega grisjast ömmuhópur- inn. Þeir sem þurftu ekki að snúa strax við til að vera við jarðarför ömmu, gátu slegið upp sólstólum á ströndinni og átt sína sæludaga með sand í augunum, sand á milii tánna, sand í rassinum og sand í munninum og stokkið í sjóinn og ferigið ígerð í augun, útbrot á líkamann og einn af hverjum1 fjórum smitast af niðurgangi þcss scm klauf ölduna á undan honum. Tveiraf hvcrjum fimm • sólbrenna illa og einn af hverj- um tuttuguogfjórum cndar á gjörgæslu. Sama fólkið og yfir— gcl’ur ckki skuggann inn í borgunum ncma æpandi nauð- ugt. „Þú ert svo hvít." segir fólk við mig, „þú verður-að komast ut í sólina." „Ég er alltaf úti í sólinni," svara ég. „Ég er bara svona. Klcopatra var það líka." „Feröu ekki á ströndina?" „Nci," segi ég, „ég er alvar- legur rithöfundur og kom liing- að til að vinna. Ég er að skrifa bók og má ekki vcra að því að fara á ströndina." Því ég vil ekki særa neinn. Það var um líkt leyti og ítalska þjóöin fór sern einn ntaður niður í fjöru, að ég sagði við ástkæra fjölskyldu mína í Róm: „Á fimmtudaginn fer ég til Sikileyjar." „Nú," sagði mágur' ntinn. „Hvað ætlaröu að gera þar?" „Eg ætla að búa eitl ár í Siracusa og vir.na." „Ehumm," sagði ntágur minn, „þetta er sennilega skynsamlegt val. Aðrir Sikiley- ingar kalla íbúa Siracusa heimska fólkið af því það er svo Ijúft. Líklega mun ekki fara illa um þigþar. Ehumnt." „Þar er líka nóg vatn," sagði ég. „Eini staðurinn á Sikilcy þar sem ekki cr vatnsskortur." „Það cru sporðdrekar á Sik- ilcy," sagði systir mín sent cr alltaf bæði hvctjandi og hug- hrcystandi. „Og líka hrægammar," sagði ég, „Það sparar úlhirarkostri- aðinn ef eitthvað kemur fyrir mig." Og síðan fór ég með nætur- lestinni með 50 kíló af farangri, þar af 20 kílóa ritvélina Gabrí- cl, vin minn, lífsförunaut.elsk- Ituga og eiginmann (cn kynlíf okkar cr þurrt). Scm betur fer hafði kett- lingurinn strokið og kanínan horl’ið scm systurbörn ntín höl'ðu gefiö mér til hakls og huggunar í útlcgöinni. Cabina rúmsamstæðan er komin hæst i teak og boyki. Dýnustæröir 200x90 teak 191 x 92 : beyki Húsgögn og c . , , .. ** Suðurlandsbraut 18 innrettingar simi 6-86-900

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.