NT - 02.09.1984, Blaðsíða 19
■ „Kynþáttafordómar eiga sér aldalanga sögu og hafa hvaö eftir
annað leitt dagfarsprútt fólk til hryllilegra óhæfuverka gagnvart
saklausu fólki“, sagöi Vésteinn Ólason lektor.
blökkumenn sem hingað hafa
flust á undanförnum árum.
Ættleiðingar fólks frá Suður-
og Austurlöndum þarf að
banna hið bráðasta. Slíkar ætt-
leiðingar eru hin hroðalegustu
landráð, og öll slík börn sem
hingað hafa verið ættleidd.
þarf tafarlaust að gera ófrjó og
sömuleiðis öll önnur blökku-
börn, sem til eru í landinu.“
Það er skyit að geta þess að
tilvitnanir þcssar eru teknar af
handahófi úr skrifum Magnús-
ar. Þær gefa því takmarkaða
mynd af samfelldu máli en
hafðar hér með til að sýna
hversu einarður hann er í
þeásu áhugamáli sínu.
Þegar liann var inntur eftir
því í viðtali hvort honum
fyndist ekki að hér væri um
harkalega afstöðu að ræða
taldi hann að svo væri ekki.
„Ég er alveg forhertur í þessu
máli og það hefur engin áhrif á
mig þó að einhverjar kerlingar
séu að hringja hingað og láta
andúð sína í ljós.“
Kreppueinkenni?
Hér að framan hafa verið
raktar nokkur þær hugmyndir
sem félagið Norrænt mannkyn
er grundvallað á. Reyndar er
það svo að þessar hugmyndir
hafa skotið upp kollinum víðar
í álfunni nú á síðustu árum og
því hefur verið haldið fram að
slíkt væri eitt af einkennum
kreppuástands. Hugtakið
blóraböggull hefur verið notað
í þessu sambandi þegar menn
reyna að finna einhverja sem
vel liggja við höggi þegar illa
árar.
Okkur lék forvitni á að vita
hvernig íslendingar bregðast
við hugmyndum sem þessum.
„Hugmyndirnar bæði
óalandi og óferjandi11
Þegar haft var samband við
Þorbjörn Broddason dósent
við Háskóla íslands sagðist
hann kannast við þessi skrif úr
dagblöðunum að undanförnu.
„Þessar hugmyndir segja meira
um mennina sjálfa sem að baki
þeim standa en það vandamál
sem verið er að reyna að þyrla
upp.“
Þorbjörn benti ennfremur á
að í bréfi til þingmanna, sem
vitnað hefur verið í hér að
framan. haldi Magnús Þor-
steinsson í Vatnsnesi því fram
að göfuglyndi og mannúð séu
ríkir þættir í eðli fólks af
norrænu kyni. „Ég get ekki
séð annað en Magnús bóndi sé
gangandi dæmi um það að
þessi einkenni sé ekki að finna
meðal norrænna manna. Þess-
ar hugmyndir hans og félaga
hans einkennast einmitt af
andstæðum göfuglyndis og
mannúðar. Ég er líka hræddur
um að ef hrinda hefði átt í
framkvæmd eitthvað af þess-
um hugmyndum sem félagið
stendur fyrir þá hefðum við
misst af helstu hugsuðum og
velgjörðarmönnum mann-
kynsins. Mér sýnist líka að
ýmsir góðir og gegnir íslend-
ingar bæði fyrr og síðar falli
illa að þeirri útlitslýsingu sem
Þorsteinn heldur fram að hinir
sönnu norrænu menn hafi til
að bera. Hér er greinilega á
ferðinni hópur manna sem hef-
ur komið sér upp ákveðinm
meinloku og síðan er reynt að
finna öll hugsanleg og óhugs-
anleg rök til að styðja þessa
meinloku. Það er líka segin
saga að þegar sverfur að ein-
hvers staðar þá er alltaf gripið
til þess ráðs að ná sér niðri á
tilteknum hópi. Gyðingar hafa
gegnt þessu hlutverki öldum
saman eins og kunnugt er. Hér
er í rauninni um þekkt félags-
fræðilegt fyrirbæri að ræða sem
margoft hefur verið sýnt fram
á að eigi sér stað. Frá siðferði-
legu sjónarmiði eru þessar
hugmyndir bæði óalandi og
óferjandi“.
Þorbjörn benti á það að
lokum að norrænn kynstofn
lifði á menningararfi sínum.
„Honum verður ekki viðhaldið
og því fólki sem að honum
stendur nema með frjóvgun í
víðtækustu merkingu þess
orðs. Það væri í rauninni veik-
leikamerki að þola ekki utan-
aðkomandi áhrif.“
„Draugur sem leynist
í flestum þjóðfélögum
og nærist á ótta“.
„Það er erfitt að segja hvort
maður hefur meiri "tilhneig-
ingu til að hlæja eða verða
reiður þegar heyrist um stofn-
un kynþáttafordómafélags,"
sagði dr. Vésteinn Ólason þeg-
ar málið var borið undir hann.
„Það væri freistandi að brosa
og segja sem svo að á ferðinni
séu fáfróðir sérvitringar sem
engum geri mein. Þó er það
svo að með slíkum félagsskap
stingur upp kollinum draugur
sem leynist í flestum þjóðfé-
lögum og nærist á ótta manna
við þá, sem eru að einhverju
leyti öðru vísi en þeir sjálfir,
eða virðast vera það. Fáfræðin
um aðra og óttinn við þá leiðir
svo gjarnan til þess að menn
segja: Við erum betri en þeir.
Kynþáttafordómar eiga sér
aldalanga sögu og hafa hvað
eftir annað, leitt dagfarsprútt
fólk til hryllilegra óhæfuverka
gagnvart saklausu fólki. Samt
sem áður voru menn á síðustu
öld og fyrstu áratugum þessar-
ar að reyna að smíða sér kenn-
ingar með vísindalegu yfir-
bragði sem áttu að sýna frani á
ólíka erfðaeiginleika fólks af
ólíkum kynþáttum. Segja má
að þessi „vísindi" liafi verið
afleiðing af þörf Evrópubúa til
að réttlæta heimsvaldastefn-
una þegar þeim tókst vegna
skjótra tækniframfara að
leggja undir sig mikinn hluta
heimsbyggðarinnar og undir-
■ Magnús Þorsteinsson bóndi í Vatnsnesi er einn af höfuðpaur-
unum í félaginu „Norrænt mannkyn“. „Allt fólk af suðurlanda-
kyni sem flutt hefur verið inn í norræn lönd ætti að gera ófrjótt,
nema það vildi flytja burt, en glæsiiegt og vel gefið fólk með
hánorræn einkenni fengi há verðlaun fyrir hvert barn sem það
eignaðist.“
■ Þorbjörn Broddason dósent við Háskóla íslands: „Hér er
greinilega á ferðinni hópur manna sem komið hefur sér upp
ákveðinni meinIoku.“
oka þjóðir í öðrum heimsálf-
um. Varð þá ágæti hins svo-
kallaða aríska kynstofns mjög
í hávegum haft. Það má kalla
grátbroslega þversögn, þó auð-
velt sé að skilja forsendurnar
að íslendingar, sem einmitt
voru að varpa af sér nýlendu-
okinu, skyldu yera veikir fyrir
kenningum sem gerðu þeim
kleift að líta á sjálfa sig sem
rjómann af rjómanum, hrein-
ustu fulltrúa hins aríska
kynstofns. Þetta kom sér auð-
vitað vel fyrir fulltrúa örsmárr-
ar þjóðar sem var þjökuð af
minnimáttarkennd og að reyna
að skapa sér sjálfsímynd. En
kynþáttahyggjan kom hérfram
í tiltölulega meinlausri mynd,
og einkum meðaj mennta-
manna, af því að íslendingar
höfðu ekki búið í því nábýli
við aðra kynþætti sem veldur
ótta og hatri meðal fátæks
fólks sem berst fyrir brauði
sínu.
Kynþáttahyggjunni hefur
ekki verið hampað hér á landi
í hálfa öld og virðast hinir nýju
norrænu kynbótamenn undr-
andi yfir því. Þeir eru þó varla
svo fáfróðir að þeim sé ekki
kunnugt um hvernig hið rétta
andlit kynþáttahyggjunnar leit
út þegar það kom í Ijós í
Þýskalandi nasismans og stcig
þar að lokum sitt rökrétta og
hryllilega lokaskref með gas-
klcfum sem áttu að leysa gyð-
ingavandamálið endanlega.
Vitaskuld hefur fyrir löngu
verið sýnt fram á að hin svo-
kölluðu „vísindi" um eðlismun
kynþátta eru ekki annað en
gervivísindi og hugtakarugl-
ingur. Mismunur þjóða er
skilyrtur af umhverfislegum og
menningarlegum þáttum, og
aldrei hefur tekist með vísinda-
legum aðferðum aö sýna fram
á marktækan mun til dæmis á
gáfnastigi ólíkra kynþátta. Til-
raunir sem hafa átt að leiða
slíkt í Ijós hafa verið afhjúpað-
ar sem svindl.
En jafnvel þótt einhver
rnunur kynni að vera á eðlis-
þáttum fólks af ólíkum kyn-
stofnum, breytir það engu um
siðblindu kynþáttastefnunnar,
því hún reynir ævinlega að fela
í sér hugmynd um að einn
kynþáttur sé með einhverjum
hætti betri eða æðri en aðrir og
af þessu draga kynþáttahyggju-
menn þá ályktun að fólk af
hinum betri kynstofni eigi að
hafa meiri rétt en fólk af óæðri
kynstofni. Þessum „rétti“ vilja
þeir svo fylgja eftir með’vald-
beitingu gegn hinum óæðri,
hvort sem hún felst í því að
banna þeim landvist einhvers
staðar, bægja þeim frá ákveðn-
um stöðum í þjóðfélaginu, eða
hreinlega að útrýma þeim,
banna þeim lífið.
Þetta viðhorf er í mótsögn
við grundvallarhugmynd í
menningu okkar, sem ef til vill
á upphaf sitt í kristnum boð-
skap (þó að ég sé ekki svo vel
að mér í hugmyndasögu að ég
þori að fullyrða neitt um það),
að hver maður sem í heiminn
er borinn sé með nokkrum
hætti einstakur og óviðjafnan-
■ Þorsteinn Guðjónsson norrænufræðingur: „Það var rætt
nokkuð i félaginu hvernig almenningur mundi bregðast við þessu
en ég verð að segja að ég hef ekki orðið var við nein persónuleg
óþægindi svo ég muni til“.
legur og eigi rétt til lífsins til
jafns við aðra mcnn, hvort sem
hann er karl eða kona, ljós eða
dökkur, sterkur cða veikur,
greindur eða ógreindur. Þessi
hugmynd á vissulega erfitt
uppdráttar í mannlegu samfé-
lagi, en flestar þjóðir sem vilja
kalla sig siðmenntaðar játast
henni í orði þótt þær reyni með
ólíkum hætti ogólíkum árangri
að framfylgja henni. Flestar
þjóðir heims hafa undirritað
stofnskrá Sameinuðu þjóð-
anna sem er grundvölluð á
þessari hugmynd.
Austur í Grímsnesi fæddist
einu sinni skáld sem kvað um
það að „hjörtu mannanna svip-
ar saman í Súdan ogGrímsnes-
inu“. Ekki veit ég hvers hin
indæla fæðingarsveit Tómasar
á að gjalda að kynþáttahyggju-
menn skuli koma þar saman og
bindast samtökum sem eiga
aðsetur í félagshcimili sveitar-
innar. Þetta vekur því meiri
undrun mína sem ég hef aldrei
orðið var við annað en að í
sveitum Árnessýslu búi hjarta-
hlýtt fólk og frábitið ofbeldi.
En kynþáttahyggjan er órofa
tengd andlegu og líkamlegu
ofbeldi. Ég ímynda mér að
góður árangur við kynbætur
búfjár hafi bara villt Magnúsi
bónda í Vatnsnesi og skoðana-
bræðrum hans sýn um stundar-
sakir og þeim hafi í hugsunar-
leysi sést yfir að þann rétt sem
maðurinn hefur tekið yfir dýr-
um merkurinnar hefur einn
maður ekki gagnvart öðrum.
Ætli þetta félag hefði nokkurn
tímann verið stofnað í Gríms-
nesi ef stúlkan fagra frá Súdan,
sem Tómas kvað um, hefði
orðið bóndakona og farið að
auka kyn sitt þar eystra? Ég hef
margreynt það að fordómar
sem menn kunna að hafa gagn-
vart fólki af öðrum kynþætti
hverfa eins og dögg fyrir sólu
ef þeir kynnast einstaklingum
af þessum kynþætti.“
„Búiðaðvera
ævintýri líkast“
Fyrir tveimur árum ætt-
leiddu hjónin Valgerður Jóna
Gunnarsdóttirog Ingi Kr. Stef-
ánsson tvo drengi frá Indónes-
íu. Viö fengum leyfi til að
heimsækja fjölskylduna og
ræddum svolítið við Valgerði
um reynslu hennar og afstöðu
til hugmynda þeirra sem félag-
ið „Norrænt mannkyn" stend-
ur fyrir.
„Við vorum búin að reyna
mikið að ættleiða barn hér
heima en það reyndist ákaflega
erfitt, nánast ómögulegt.
Kunningjakona mín hafði
fengið barn frá Indónesíu og
það var eiginlega í gegnum
hana sem við komumst í sam-
band við hollenska konu sem
var eins konar milliliður við
barnaheimili í Djakarta, höf-
uðborg Indónesíu. Þetta erallt
saman búið að vera eins ogeitt
ævintýri og ég get varla lýst
tilfinningum okkar þegar við
vorum á leiðinni austur til að
hitta drengina tvo. Þegar fund-
um okkar bar svo saman þá
bæði hlógum við og grétum.
Svo gekk þetta allt saman eins
og í sögu. Að vísu urðum við
að fara í gcgnum töluverða
skriffinnsku og mættum fyrir
dómstóla þar ytra til að ganga
frá hinni lagalegu hlið mála.
Barnaheimilið er rekið af kín-
verskættaðri fjölskyldu og
okkur var mjög vel tekið en
eins og ég sagði áðan þá er
erfitt að lýsa tilfin ningunni sem
er því samfara að eignast allt í
einu tvö börn með þessum
hætti. Það var í einu orði sagt
alveg stórkostlegt.
Leiðin heim var nokkuð
strembin en við vorum vel
undirbúin og höfðum rætt við
fólk sem hafði gengið í gegnum
svipaða reynslu. í Kaupmanna-
höfn gátum við hvílt okkur
aðeins áður en við flugum
heim síðasta spölinn.
Viö höfðum farið út með tvö
burðarrúm til að hafa þá í á
heimlciðinni en þegar til kom,
komust þeir ágætlega fyrir í
öðru þeirra, svo litlir voru
þcir. Þeir lágu bara þarna í
körfunni og horfðu á okkur
stórum augum.
Nú svo tók að sjálfsögðu við
töluvert annríki því það er
umstang að vera foreldrar með
tvö ungabörn. Við hjónin
hjálpuðumst mikið að og vor-
um að ég held vel undir þetta
búin. Svo var geysileg traffík
heima, allir vildu að sjálfsögöu
koma og fá að kíkja á guttana.
Vinir okkar voru farnir að
kalla þetta heimili „Hótel
Sigtún“ í höfuðið á götunni
okkar. Þetta er auðvitað
skiljanlegt og ég býst við að
það sé ekki ósvipað og að við
hefðum sjálf eignast tvíbura.
Hvað það snertir að þeir eru
ættleiddir frá öðru landi þá
berum við ekki neinn kvíðboga
fyrir því að þeir verði fyrir
aðkasti af þeim sökum. Ég
held að afstaða manna á Vest-
urlöndum sé svo mikið að
breytast og ég trúi ekki öðru
en þeim verði vel tekið hér á
landi. Ég verð heldur ekki vör
við annað. Þegar við erum úti
að ganga þá mæta okkur ekk-
ert annað en brosandi andlit
og hlýtt viðmót. Fólk er eðli-
lega forvitið og margir spyrja
livaðan þeir séu. Hvað þennan
félagsskap „Norrænt mannkyn"
snertir þá vorkenni ég þessurn
mönnum og ég er viss um að
þeir konia til með að átta sig á
því hvað þcir eru að gera. Eg
held líka að íslendingar al-
mennt séu ekki haldnir kyn-
þáttafordómum. Fólk er í
rauninni alls staðar eins hvar
'sem er í heiminum og ég er
alveg viss um að þeim strákun-
um Jóni og Gunnari verður
eins vel tekið í framtíðinni og
hingað til.“ j.Á.p.