NT - 02.09.1984, Blaðsíða 15

NT - 02.09.1984, Blaðsíða 15
hinn skapandi þátt sem í eld- inum birtist-sköpunareldinn. Petta spil tengist 12. spilinu Hengdi maðurinn - bæði hafa þversummuna 3 - en Flónið sem öðlast hefur alhimsvitund bætir við einu 0 - tákni hins endalausa og eilífa. Bókstafurinn SHIN merkir guðmenni. Trompspil númer 22 - Veröldin Spihð sýnir unga og fagra kvenveru innan í stórum græn- um lárviðarsveig; - hún er nakin og heldur á tveim töfra- sprotum í annarri hendi. Þeir tákna jákvæðu og neikvæðu orkuna - annar hefur rauðan hnúð á enda og hinn grænan. Þessi kvenvera hefur áður birst í spilunum - hér er komin Drottningin sem komið hefur fram í ýmsum gervum; á 8. spili var hún í gervi Réttlætis- ins, á 6. spili stóð hún við hlið töframannsins á Krossgötun- um; á 14. spilinu Jafnvægið hélt hún á tveim vogarskálum - og loks birtist hún á 17. spili sem sál mannsins í líki naktrar konu. Á þessu spili er hún einnig nakin; gult hárið bendir á vitsmuni, rautt klæðið sem sveipað er lauslega um líkama hennar táknar að eðli hennar er andlegt. Hér er komin hin kvenlega ásýnd Guðs sem ríkir á efnislega sviðinu. Töfra- sprotarnir eru lögmál hennar sem ríkja hvarvetna í öllum alheimi - sveigurinn sem um- lykur hana er tákn hringsins og eins og núllið stendur hann sem tákn hins óendanlega al- heims þar sem hún ræður ríkjum. í hornum myndarinn- ar má sjá merki dýrahringsins ljón og naut, örn og engil. Við þekkjum þessi tákn úr guð- spjölíunum - þetta eru tákn guðspjallamannanna fjögurra Markúsar, Lúkasar, Matteusar og Jóhannesar. í heild sinni táknar myndin innra ástand manns sem öðlast hefur guðlega vitund og sam- einast Guði. Flann getur sagt rneð Kristi: „Ég og Faðirinn erum eitt“. Hann hefur fundið Guð hið innra með sjálfum sér og veit að aðeins þar er hans að leita - í Æðra Sjálfinu. Hann er nú kominn á leiðar- enda á þessari löngu ferð sem hófst með því að hann skynjaði sjálfan sig sem lítið persónu- 1 L. e F ov W ■ Tími upprisunnar er kominn. Maðurinn rís upp til nýs lífs. Vegfarandinn í þessu spUi hefur ekkert að óttast, hann hefur þegar staðist alla þá reynslu sem gerir honum fært að standa frammi fyrir dómara sínum. ■ Með réttu er nafngiftin „flónið“ hið fullkomna öfugmæli því hér er mannveran komin á enda þroskaferíls síns. ■ Hér er komin drottningin sem birtst hefur í fleiri spilum. Hér er komin hin kvenlega ásýnd Guðs sem ríkir á efnislega sviðinu. legt sjálf - aðgreint frá öllum öðrum. Smám saman varð honum Ijósara að þetta sem hann kallaði „ég“ var aðeins samsafn mismunandi hvata og langana - auk skynseminnar og að allt þetta var raunveru- lega aðeins breytilegt yfirborð á einhverju meira sem hann vissi ekki enn hvað var. Bar- átta hans hafði haldið áfram og lífið hafði fært honum reynslu og ýmsa erfiðleika, sorg og þjáningu sem áttu sinn þátt í að dýpka vitund hans og kenna honum að horfa með meiri skilningi á tilveruna - og á eigin reynslu með sífellt meira hlutleysi. Allt þetta hafði smám saman fært hann nær sinni raunverulegu innri Veru - Æðra Sjálfinu - og hann sá að reynslan þjónaði aðeinsein- um tilgangi - að leiða hann til meiri skilnings á sjálfum sér. Loks hefur hann náð því marki sem öllum er ætlað að ná á stigi jarðneskrar tilveru og er laus við alla þá eiginleika sem aðskilja manninn frá sínu Æðra eðli - eigingirni, öfund, hégómagirni, valdafíkn - og veit að allt þetta tefur aðeins fyrir og veldur alls kyns erfið- leikum og þjáningu. Állir þess- ir eiginleikar eru ósamrýman- legir hinum sönnu eiginleikum Æðra Sjálfsins sem eru kær- leikur, óeigingirni, vinátta og fórnarlund og þeir andlegu vitsmunir sem vinna að sannri heill. En það fer ekki hjá því að ýmsir taki eftir hve frábrugð- inn hann er og ólíkur því sem fólk er flest þótt fáir sjái hvað býr hans ytri persónu að baki. Eftir því sem andlegri vegferð hans hefur miðað áfram hef- ur innri sýn hans smám sam- an opnast - og nú er svo komið að hann skynjar persónuleika annarra sem opna bók - en um leið sér hann - og það skapar honum þjáningu - hvernig menn misnota lögmál náttúr- unnar og eyðileggja sjálfa sig með röngu líferni með röngum hugmyndum um sjálfa sig og tilveruna. Auk þess hefur þró- ast hjá honum svo mikill næm- leiki fyrir áhrifum hins ytra umhverfis að hann á beinlínis erfitt með að þola öll þau áhrif sem að skynfærum hans berast - alls kyns hávaði sem fylgir almennum lifnaðarháttum manna - matar- og drykkjar- venjum - allt þetta fær mjög á fíngerðar taugar hans. Ekki er því að undra þótt hann kysi að draga sig í hlé frá skarkala heimsins - og það hafa reyndar sumir gert í hans sporum - nema þeim séu falin einhver ákveðin verkefni til hjálpar meðbræðrum sínum. Slíkir andlegip meistarar - guðmenni - hafa verið til á öllum öldum og sumir hafa komið til Vesturlanda til að færa fram boðskap sinn um frið og einingu mannkyns og til að leiðbeina í andlegum fræðum; nefna má t.d. Rama Kristhna og Ramana Maharsi sem báðir voru miklir andlegir leiðtogar - og öðluðust auk þess mikla frægð. Jesús starf- aði meðal fólksins og kenndi; það gerði einnig Buddha. Aðr- ir hafa dregið sig í hlé og starfa á innri sviðunum og enginn getur áfellst þá fyrir það. Ekki er hægt að leggja þessa ein- staklinga á sömu mælistiku og venjulegt fólk - gildismat þeirra er annað og liggur utan og ofan við þær kröfur sem við gerum til venjulegra manna. Flónið - guðmennið skynjar návist Guðs - ekki einungis innan sín sjálfs heldur einnig í öllu ytra formi, því lögmál Guðs birtast hvert sem litið er og eru byggð á fegurð og vitsmunum. Ekki er nauðsyn- legt að horfa á listaverk til að koma auga á fegurð - fegurðin er fyrir hendi hvar sem litið er - í öllu sköpunarverki Hans - í hinu minnsta sem hinu stærsta. Flónið lítur á listaverk sem hluta af Heild - og geymir innan sjálfs sín hina fullkomnu ímynd sem er uppspretta allrar fegurðar og fullkomnunar eins og það birtist í hinu skapaða. Listaverk eru honum því að- eins brot hinnar fullkomnu feg- urðar sem aldrei verður hægt að birta í neinu listaverki. Og þegar á allt er litið þá sömdu hvorki Jesús, Buddha né fleiri hinna andlegu stórmenna nein ljóð, meitluðu höggmyndir í stein eða sýndu dansa eins og Davíð konungur sem dansaði frammi fyrir altari til að túlka lotningu sína fyrir Guði. Innan sín áttu þessi guðmenni upp- sprettu alls kærleika og fegurð- ar sem aðeins býr í vitundinni - mannlegu hjarta. Þessu spili fylgir talan 400 og bókstafurinn TAV. Talan 4 felur í sér fullkomnun sköpun- ar í tölfræðilegum skilningi þ.e. töluna 10 (því að 1+2+3+4=10!) Talan 10 er táknuð með sköpunartölunni I innan hrings: © Drottningin á þessu spili er hin Eilífa Móðir - hin kvenlega ásýnd Guðs og alheimurinn er bústaður hennar, sem á mynd- inni er táknaður með grænum lárviðarsveig sem merkir sigur og kærleika. Bókstafurinn TAV táknar móðurkvið - hér er það tákn þess að maðurinn hvílir í Guði - innstu veru hins guðdómlega. lögum kemur en að á meðan að svo er ekki skuli endur- greiðslumar fara fram. Ekki veit ég til að á þessa túlkun hafi reynt en framkvæmdin virðist a.m.k. samkvæmt bréfi þínu vera andstæð henni. Til að fá úr þessu leyst í þínu sérstaka tilviki tel ég vænlegast fyrir þig að kæra þessa aðferð við inn- heimtuna til ríkisskattstjóra og fá úrskurð hans um túlk- un á þessari grein. Ef þú vilt fara lengra getur þú að sjálf- sögðu farið með máhð fyrir dómstólana. í skattalögunum er einnig ákvæði um hvernig með skuli fara ef launagreiðandi skilar ekki á réttum tíma því fé er hann heldur eftir til greiðslu opinberra gjalda. Þar kemur fram að launa- greiðandi skal greiða drátt- arvexti af þeirri upphæð sem hann hélt eftir ef hann er ekki búinn að greiða hana innan mánaðar frá því að hann átti að skila henni til innheimtumanns. Þessar kröfur njóta lögtaksréttar hjá launagreiðanda. Þar sem að það er lagaleg skylda launagreiðanda að halda eft- ir af launum launþega til greiðslu á opinberum gjöld- um þeirra sýnist vera eðli- legt að • innheimtumenn gangi að launagreiðendum á undan öðrum, ef þeir á annað borð vita af þeim. Ég ráðlegg þér því að senda innheimtumanni ljósrit af launaseðlum mannsins þíns og strika undir það sem dregið er frá honum vegna greiðslu skatta. Ég vona að þessi svör komi að einhverjum notum og eitt er víst að þið eigið ekki að tvíborga skatta mannsins þíns. Hann segist eiga húsið Virðulegi lögfræðingur ■ Við erum eldri hjón og við höfum gegn okkar vilja flækst í leiðindamál sem við sjáum enga leið út úr. Þannig er mál með vexti að við hjónin tókum að okkur dreng fyrir tæpum 30 árum. Hann var þá tæplega tveggja ára og hafði misst móður sína. Foreldrar drengsins héldu ekki uppi neinu sambandi og reyndar hafði faðir hans ekk- ert samband við þau mæðginin. Drengurinn ólst síðan upp hjá okkur. Við fórum með hann eins og eigið barn (við eigum ekkert annað barn) og hann gekk menntaveg- inn. Við hjónin bjuggum í leiguhúsnæði, en eftir að drengurinn fór að vinna fjár- festi hann í íbúð og við fluttum til hans. Fyrir einu og hálfu ári lést þessi drengur. Faðir hans var viðstaddur útförina og var það í fyrsta skipti sem við sáum þann mann. Hann er óreglumaður og hefur aldrei átt sér neinn fastan samastað. Þegar við hjónin tókum drenginn að okkur skrifuð- um við ekki undir neina pappíra og ekki var um neina ættleiðingu að ræða. Þetta var einungis greiðasemi við blessunina hana móður hans. Nú, faðir hans frétti af því að drengurinn hafi átt íbúð og nú hefur hann í hótunum við okkur. Hann segir að núna eigi hann íbúðina og að hann gæti látið lögfræð- ing bera okkur út. Við hjónin vitum ekki hvert við getum snúið okkur, en við höfum verið áskrif- endur að Tímanum lengi, svo við vonum að þú getir hjálpað okkur. Gömlu hjónin Ekki falleg aðstaða ■ Já kæru hjón það er ekki falleg aðstaða sem þið eruð í og ekki að vita hve mikið ég get hjálpað ykkur. Þó svo að greiðasemi sé af því góða og allra góðra gjalda verð kemur hún ekki í stað ættleiðingar í málum eins og ykkar. Lagalega séð eru því engin bönd á milli ykkar og fóstursonar ykkar heitins. Samkvæmt erfða- lögum eigið þið þvi engan lögerfðarétt eftir hann, en það á hins vegar faðir hans þó svo að hann hafi aðeins verið faðir hans að nafninu til. Ef fóstursonur ykkar hefur ekki látið eftir sig erfðaskrá á þvi hinn svo kallaði faðir hans að erfa allt eftir hann. Þó svo að fóstursonur ykkar hafi látið eftir sig erfðaskrá má hann ekki ráðstafa með henni nema Vz hluta eigna sinna ef hann á annað borð á lögerfingja, s.s. föður sinn, á lífi. Það benda því allar líkur til að þið munið ekki geta haldið íbúðinni ef í hart fer nema fóstursonur ykkar hafi verið þeim mun betur stæður. Ef hins vegar engin erfða- skrá er fyrir hendi er aðstaða ykkar enn verri. Þá sé ég tæpast nokkra leið fyrir ykk- ur til að halda íbúðinni en ef til vill er þó nokkur möguleiki fyrir ykkur að fá einhverjar peningagreiðslur. Þeir möguleikar byggjast á svip- uðum rökum og þegar konu sem búið hefur í óvígðri sam- búð er dæmt ráðskonukaup ef upp úr sambúðinni hefur shtnað. Slikar greiðslur myndu þá vera studdar þeim rökum að þið ættuð rétt á greiðslum frá föðurnum vegna þess að þið hefðuð fóstrað son hans öll þessi ár án þess að fá greitt eyri fyrir það. Ef að þið hafið lagt eitthvað af mörkum við fjár- festinguna í íbúðinni getið þið einnig byggt kröfur ykk- ar á því. Slík framlög þurfa ekki eingöngu að hafa verið í beinhörðum peningum, heldur geta þau hafa átt sér stað með ýmiss konar aðstoð við fjárfestinguna eða á með- an á henni stóð. Að lokum vona ég að þið séuð einhvers visari um að- stöðu ykkar, hversu mikil hjálp sem það nú er, og hvet ykkur jafnframt til að láta ekki undan baráttulaust en fá ykkur einhvern góðan lög- fræðing ef máhð fer í hart.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.