NT - 02.09.1984, Blaðsíða 12

NT - 02.09.1984, Blaðsíða 12
Ll Hvaö tókna Þess» merki? ■ Nú í sumar fengum við kærkominn gestí heimsókn til íslands, bandarískan gyðing frá New York. Stolt tókum við hann í gönguferð um miðborg- ina og rómaði heimsborgarinn fegurð Reykjavíkur ákaft. En hann skipti heldur betur um svip, þegar við gengum fyrir hornið á Hafnarstræti og Póst- hússtræti og hann kom auga á merki Eimskipafélagsins. Hvað var nú þetta? Við reynd- um allt sem við gátum til að sannfæra hann um þetta merki hefði ekkert með swastiku Hitlers að gera. Petta væri bara Þórshamar, tákn eins elsta og virtasta skipafélags landsins. - En af hverju var þetta merki valið, spurði hann og af hverju er það enn notað? Við gátum litlu svarað og til að breiða yfir fáfræðina tókum við hann niður á höfn og beindum athygli hans að fegurö Esjunnarog Skarðsheiðarinnar og buðum honum svo upp á kaffi pg kökur í Kaffivagnin- um. Á leiðinni niður í bæ á eftir forðuðumst við-Hafnar- strætið eins og heitan eldinn og gengum eftir góða gamla Aust- urstræti. Pá birti skyndilega yfir svip gestsins. Hann hafði komið auga á Davíðsstjörnu_á húsi Egils Jacobsen. .. Þar sem við höfðum aldrei tekið-eftir þessu merki fyrr gátum við ekki aðra skýringu gefið en að sennilega hefði kaupmaður af dönskum gyðingaættum byggt þetta hús. Við héldum áfram göngu okkar um bæinn og enn hélt gesturinn áfram að koma auga á merki á hinum ýmsubygg- ingum í miðbænum og alltaf var okkur jafn svarafátt. Við vorum nefnilega að taka eftir þessum merkjum í fyrsta sinn rétt eins og hann. Við ákváðum að bætá þessa vankunnáttu og deila þeim upplýsingum með öðrum bæjarbúum, sem sennilega eru margir jafn fáfróðir og við um þessi merki. En það reyndist ekki eins auðsótt að afla upp- lýsinga um þau eins og við héldum. Pessi merki hafa verið lítið könnuð, nema helst skjaldarmerkin. Til dæmis gafst engin skýring á því, hvers vegna merki Eimskipafélags- ins er kennt við hamar Pórs, en hamarinn í þessari mynd kem- ur hvergi fram í fornminjum né goðsögum. aði er ævafornt tákn. Algeng- asta heiti þess er sanskrítarorð- ið swastika, en stofn þess er orðið su, sem þýðir „gott“ eða „vel“ og asti sem þýðir „það er“. Eða með öðrum orðum „það er gott“. Swastikan er af flestum talið sólartákn, armarnir eru sólar- geislar semsnúa til höfuðátt- anna og angarnir tákna hreyf- ingu. Sumir hafa þó haldið því fram að swastikan hafi verið tákn Pólstjörnunnar, en óhagganleiki hennar á himin- hvolfinu hafði mikil áhrif á fólk til forna. Ferli þessa merkis má rekja til járnaldar og er til meðal fjölmargraþjóða. Þaðvarmót- að á verndargripi hermanna í Kína og á vogarskálar í Afr- íku. Pað var vináttumerki Pu- eblo-indíánanna og ginnheil- agt heillatákn jain- og búdda- trúarmanna. Gyðingar mót- uðu það á samkomuhús í Gal- íleu og Sýrlandi. í hugmyndaheimi flestra þjóða boðaði þetta tákn ham- ingju og lífsþrótt, frjósemi karla í Japan en frjósemi kvenna meðal Trójumanna. Sigurlaugur Porkelsson hjá Hlutabréfadeild Eimskipafé- lagsins, sagði í samtali við NT að Þórshamarinn hafi verið valinn sem merki félagsins að vel hugsuðu máli. „Pað eru sennilega fá merki í veröldinni jafn vel og skemmtilega upp- byggð og stílhrein og þetta merki. En merking þess var ábyggilega líka tekin inn í myndina þegar það var valið. “ „Við vitum það vel að það veldur útlendingum og þá sér- staklega gyðingum óþægindum að sjá Eimskipamerkið. Pað vekur upp sárar minningar. En það er ekki stefnan hjá okkur að breyta merki félagsins. Petta er miklu eldra merki en swastika Hitlers. Á hans merki voru armarnir lengri og grennri og það var mikið skásett. Utskýringar okkar hafa allt- af mætt skilningi, en við breytt- um merkinu svolítið til að milda áhrifin. Við vorum í mörg ár með sveig utan um merkið, en svo settum við tvöfaldan ramma í stað sveigs- ins og var það liður í því að fjarlægjast nasistamerkið Swastika Hitlers er á hvítum hring. Merkið okkar virðist samt vekja óþægilegar tilfinn- ingar, því þetta er þrátt fyrir allt swastika." n Útskýríngar okkar „Ekki flýgur mæta skilningi“ fálkinn burtu(í Merki Eimskipafélags Yfir anddyri Landsbóka- Islands, Þórshamarinn svokall- safnsins við Hverfisgötu er Sunnudagur 2. september 1984 12 HHIBBnBBKBHBBBS ntaaan ■ Eins og sjá mó eru armamir í swastiku Hitlers grennri og lengri en í Þórshamri Eimskipafélagsins og swastika Hitlers hallar meira. ■ Fyrir nokkrum árum var settur tvöfaldur rammi um Eimskipamerkið í stað sveigsins. Var það liður í því að fjarlægjast nasistamerkið. krýnt skjaldamerki með fálka. í Andvara sumarið 1964 (bls 32-52) skrifar BirgirThorlacius grein sem heitir „Fáni íslands og skjaldarmerki". Par segir frá því að með úrskurði frá 3. október 1903 hafi verið ákveð- ið að í stað fisksins, sem var í skjaldarmerki fslands skyldi koma hvítur fálki á bláum grunni. Fálkinn staldraði þó ekki lengi við, því sextán árum sfðar eða 1919 var svo annar úrskurður gefinn út af konungi um að fálkamerkið yrði lagt niður og skjaldarmerki íslands skyldi verða krýndur skjöldur pg á hann markaður fáni íslands. Skjaldberarnir áttu að vera hinir alkunnu landvættir, dreki, gammur, uxi og risi. Bergsteinn Jónsson sagn- fræðingur tjáði blaðamanni NT að fálkinn á Landsbóka- safninu væri ekki fálkinn, sem Sigurður Guðmundsson list- málari teiknaði. „Þegar Albert, síðasti íslandsráð- herra, samþykkti að gera fálk- ann að skjaldarmerki íslands, fékk hann danskan auglýsinga- teiknara til að teikna það eftir fálka í Dýragarðinum í Kaup- mannahöfn. Finnbogi Guðmundsson Landsbókavörður var spurður að því hvort aldrei hafi komið til talsaðfjarlægjafálkamerkið og setja íslenska skjaldarmerk- ið í þess stað. „Landsbókasafn- ið var byggt á árunum 1906- 1908 og var flutt inn í það 1909 og þá var fálkinn okkar skjaldarmerki. Þetta heyrir því sinni tíð og maður hróflar nú ekki við því. Og ekki flýgur fálkinn burtu.“ Ekki Davíðsstjarna Stjarnan á húsi Egils Jacob- sen í Austurstræti er ekki Dav- íðsstjarna eins og við sögðum vini okkar frá New York. Pessi stjarna er eitt af mörgum tákn- um Frímúrarareglunnar. Egill var einn af stofnendum Frí- múrarareglunnar á íslandi, en reglan var þó aldrei til húsa á þessunr stað. Upphaflegi samastaður reglunnar var þó ekki ýkja langt í burtu en hann var í húsi Nathans og Olsens- sem nú er Reykjavíkurapótek. Alþingishúsið og Kristján 9. Skjaldarmerkið á Alþingis- húsinu við Austurvöll er merki Kristjáns níunda Danakon- ungs en Alþingishúsið var reist í stjórnartíð hans. Pað var siður þá þegar hið opinbera byggði, að setja merki þess þjóðhöfðingja, sem réði á mannvirkin. Pað voru engin mótmæli uppi vegna þessa merkis. Þeir sem stóðu fyrir byggingu Alþingishússins voru allir konungssinnar, þó þeir vildu aukna sjálfsstjórn. Það hefur aldrei komið til tals að fjarlægja þetta merki þó við lútum ekki lengur stjórn Dana- konungs. í dag hefur þetta merki fyrst og fremst sögulegt gildi. I.D.B. ■

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.