NT - 02.09.1984, Blaðsíða 4
IKína eru 56 þjóðflokkar sem
allir hafa sína sérstöku siði
og venjur. Meðal sumra þjóð-
tlokkanna er til dæmis mikið
sungið og dansað. En um %
prósent Kínverja eru af Han-
þjóðflokki scm hcfur frckar
litla danshefð og dansar helst
ckki nema þjóðdansa á sviði.
Þannig hefur þctta að minnsta
kosti verið hingað til.
En danshefðir breytast eins
og aðrar hefðir. Kínversk
ungmenni hafa nú mikið yndi
af því að dansa vals, polka og
aðra klassíska dansa.
Eitt kvöldið þegar ég var á
leiðinni heim í Pekinghá-
skóla nú í sumar hárust á móti
mér gamlir valsar frá Evrópu
úr hátalarakerfi við einn af
íþróttavöllum skólans. Þetta
hátalarakerfi var áður notað til
aö boða nemendum pólitískan
boðskap og byltingarlög og
það er orðiö háll' lélegt vegna
mikillar notkunar. Mikiö brak
og brestir fylgdu þess vegna
völsunum sem voru spilaðir
cins hátt og hátalarakerfið
þoldi.
Eg gekk á hljóðið og sá þá
hvar mörg hundruð ung-
menni dönsuðu gömlu dansana
af mikilli innlifun í rökkrinu.
Piltarnir voru í leöurskóm og
bestu skyrtunni sinni og stúlk-
urnar voru í sparikjólum.
Götuljósker vörpuðu daufri
birtu inn á íþróttavöllinn.
Nokkrar vandræðalegar stúlk-
ur stóðu fyrir utan völlinn og
horfðu á danscndurna og
dömulausir piltar gutu viö og
við augunum í áttina til þeirra
en hötðu samt ekki uppburði í
sér til að.bjóða þeint udd.
Aundan hyerjum dansi út-
skýrði þulur hvernig spor-
in skyldu stigin og dansendurn-
ir gerðu sitt besta til að fylgja
leiðbeiningum hans. Því ntiður
hafði ég ekki myndavél við
höndina þannig að ég gat ekki
fest þetta dansiball á filmu.
Einn af áhorfendunum út-
skýrði fyrir mér að nemendur
við Pekingháskóla væru að æfa
sig fyrir danssýningu sem halda
ætti á 35. þjóðhátfðardegi Kín-
verja þann I. október næst-
komandi. SýninginyrðiáTorgi
hins himneska friðar í miðborg
Peking og dansatriði nemend-
anna yrði ekki nema lítill hluti
af henni en þaö væri sanit
mikilvægt að æfa sig vel.
Annars niunu opinberir
dansleikir vera frekar fá-
tíðir enn sem komið er í
Peking. Það er sagt að suntir
Kínverjar af eldri kynslóðinni
séu ekki svo ýkja hrifnir af
dansáhuga unga fólksins og
þess vegna hafi stjórnvöld á-
kveðið að fara hægt í það að
skipuleggja almenna dansleiki.
En sums staðar í Suður-Kína
munu þeir vera algengir og
það er örugglega ekki langt í
það að laugardagsböll verða
fastur hluti af skemmtanalífi
ungra Kínverja. Ef dansleikir
eru ekki leyfðir opinberlega
Sunnudagur 2. september 1984
lot á almannafæri. Þettaájafnt
við um Kínverja á meginland-
inu sem um samlanda þeirra í
Hongkong og á Taiwan.
En siðferðishöft Kínverja
duga ekki til að halda aftur
af ungu kynslóðinni sem nú
leitar sér maka. Eitt sinn sá ég
nteira að segja ungan pilt stela
smákossi af unnustu sinni í
strætó. Þetta var unt kvöld
þannig að það sáu ekki margir
til þeirra og það var svo þröngt
að það voru hvort eð er ekki
nema nokkrir sentimetrar á
milli andlitanna á þeim. Þau
horfðu dáleidd á hvort annað
og hún þrýsti sér fast upp að
honum. Hendur piltsins voru
greinilega eitthvað uppteknar
og það var eins og þau væru ein
í heiminum þótt í rauninni
væru þau klesst á milli tíu
annarra farþega enda er nýting
kínverskra strætisvagna á aðal-
annatímanum mjög góð og 12
farþegar á livern fermetra.
Meira að segja ég fór hjá mér
þótt ég þættist ekki taka eftir
neinu frekar en aðrir samfar-
þegar þeirra.
H Astin er orðin áberandi þáttur í
kínversku þjóðlífí. Maðurinn á þessari
inynd er reyndar frá Hongkong en unn-
ustan frá Shanghai. Ungir ógiftir pipar-
sveinar í Hongkong fara stundum til
meginlands Kína til að leita sér að góðum
konuefnum. Það má varla á milli sjá
hvort þeirra er hamingjusamara, maður-
inn yfír því að hafa náð í svona fallega
kærustu eða stúlkan yfír þvi að hafa náð
í vel stæðan Hongkongbúa.
NT-mynd, sumar 1984 í Shunghai, rb.
skipuleggur unga fólkið þá
bara sjálft heima hjá sér. í
Peking ganga meira að segja
um þaö sögur að á heimadans-
leikjunt séu Ijósin stundum
slökkt og dansaðir vangadans-
ar.
✓
Iþessari ferð minni til Kína
var mér það stöðugt
unarefni hvað samskipti kynj-
anna höfðu breyst mikið. Kín-
verjum hefur hingað til þótt í
hæsta máta ósiðsamlegt að
kyssast eða sýna önnur ástarat-
Klassíski
ir
dansar og
ástarat/ot
fxi T0
HKínverskir strætisvagnar eru stundum svo troðnir að 12 farþegar eru á hvern fermetra. Ungir elskendur nota stundum tækifærið
og stelast til að kyssast á kvöldin í strætó þegar enginn sér til og það er svo troðið í vagninn að elskendurnir geta faðmast án þess að
það veki athygli. NT d sumar 19g4 rb
Mér er sagt að það þekkist
nú meira að segja að ung
pör búi saman í óvígðri
sambúð, þótt slíkt sé ennþá
mjög sjaldgæft. Flestir Kín-
verjar gifta sig ekki fyrr en þeir
eru komnir á þrítugsaldur og
láta nánustu ástaratlot sín bíða
þar til á brúðkaupsnóttinni.
En það er samt greinilegt að
þetta stranga siðferði er á
undanhaldi.
Einu sinni þegar ég var að
borða hádegisverð á þétt-
setnum veitingastað varð ég
vitni að því að ungur maður
þuldi langa ástarjátningu fyrir
stúlku sem hann var með þótt
fimm aðrir einstaklingar sætu
við sama borð. Á móti parinu
sat gamall maður með syni
sínum, vinstra megin við þau
voru ráðsett miðaldra hjón og
sjálfur sat ég á vinstri hönd
þeirra. Það var svo þröngt
setið að þótt ég gerði mitt
besta til að hlera ekki samtal
unga fólksins heyrði ég samt
glefsur úr ástarjátningu
piltsins.
Hann sagði meðal annars
að hann hefði elskað hana
lengi og dreyntdi um hana á
nóttunni. Fyrir framan þau var
hálftóm tveggja lítra kanna af
bjór sem pilturinn greip öðru
hverju til þegar hann átti erfitt
með að korna fyrir sig orði.
Hægri höndina hafði hann á
læri stúlkunnar mest allan tím-
ann og að máltíðinni lokinni
var höndin komin ótrúlega
langt upp eftir lærinu. Stúlkan
lét sér þetta vel lynda þótt þau
væru greinilega ekki gift. Þrátt
fyrir þetta kom enginn siðferð-
ispostuli til að benda þeim á
takmörk velsæmisins. Fólkið
sem var með þeim við borðið
lét sem það tæki ekki eftir
neinu og einbeitti sér að rétt-
unum.
(t næstu grein minni mun ég
m.a. fjalla um hefðbundið til-
hugalíf. Kínverja)
Ragnar Baldursson
4