NT - 02.09.1984, Blaðsíða 17

NT - 02.09.1984, Blaðsíða 17
Sunnudagur 2. september 1984 17 Naeturklúbbadrottn i meo silkiröddin nmgin ■ Sade heitir ein vinsælasta söngkona Breta um þessar mundir. Hún er nýbúin að gefa út LP-plötuna Diamond Life og komst hún fljótlega á topp breska vinsældalistans. Tón- listin á þessari plötu er djass- popp eða soul-tónlist, mjög áheyrileg og vönduð. Sade kom til London árið 1977 og var þá 17 ára. Hún lærði tískuteiknun í þrjú ár við St. Martins-skólann og vann síðan í ár við að teikna föt áður en hún byrjaði að syngja bakraddir með fönk- hljómsveitinni Pride. Sade er frá borginni Clacton, sem er ekki beinlínis miðstöð menningarinnar í Bretlandi. Hún kynntist þó soul-tónlist þar, í tveimur klúbbum sem nefndust Gold- mine og The Lacy Lady. Hún var aldrei verulega hrifin af pönki, en metur þó hvað það breytti vinsældalistunum og snéri athyglinni að unglingum á nýjan leik. Julie Burchill var og er uppáhaldsskríbent hennar. Fönk-tónlist Pride hæfði betur tónlistarsmekk hennar, og þegar lagið sem hún söng sóló með hljómsveitinni var orðið aðalnúmerið gerði hún sér grein fyrir að hún væri að fela ljós sitt undir mælikeri og að hún ætti heima í sviðsljós- inu. Næstu mánuði varð Sade sem sólósöngkona eitt af best þekktu og mest mynduðu kvenandlitum Lundúnaborg- ar. Þessi mikla umfjöllun og hve fljótt hún komst í tísku fór í taugarnar á sumum, en Dia- mond Life platan sýnir fram á svo ekki verður um villst að hún á alla þessa athygli skilið og hefur hæfileikana til að standa undir öllu saman. Þótt nú sé aðeins ágúst og margar plötur eigi eftir að koma út, þá verður þetta líklega ein af bestu plötum ársins. í viðtali við Sounds sagðist Sade vera mjög ánægð með plötuna. „En við ætlum ekki að vera sjálfsánægð vegna þess. Ég gaf mig alla í þessa plötur. Ég fylgdist nákvæm- lega með gerð hennar frá upphafi til enda. Ég var ekki taugastrekkt eða því um líkt, en ég var mjög upptekin af plötugerðinni. Mér finnst að ef maður er mjög krítískur á sjálfan sig þegar upptökur fara fram, þá þurfi maður ekki sífellt að vera að ásaka sjálfan sig eftir á, þótt manni finnist alltaf að maður hafi getað betur. En af fyrstu plötu að vera er þetta bara ágætis plata. Það er ekkert á plötunni sem veldur því að ég ligg í rúminu á næturna og hugsa: Ó guð af hverju gerði ég þetta, eða ó guð af hverju gerði ég þetta ekki. Auðvitað held ég að ég geti bætt mig, og að hljóm- sveitin geti bætt sig, og að næsta plata geti orðið betri en þessi.“ Þetta eru stór orð, það verð- ur þá verulega góð plata. En var Sade aldrei hrædd um að fá of mikla athygli og blaða- skrif áður en platan kæmi út? Hafði hún ekki áhyggjur af því að fólk byggist við of miklu? „Það hefði getað verið vanda- mál,“ segir hún, „en ég held að það sé miklu betra oghafi veríb miklu betra að fá alla þessa athygli fremur en alls enga, því maður þarf á því að halda að fólk viti að maður er til og öll umfjöllunin var að vissu marki eðlileg því að við vorum búin að spila mikið og víða. Reyndar vorum við búin að hljóðrita Your Love Is King og Smooth Operator áður en við gerðum plötusamning. Við komum ekki bara sem þruma úr heiðskíru lofti, þetta gerðist frekar smátt og smátt.“ Sade hefur fremur kalda og elegant ímynd. Það kemur því á óvart að í viðtölum er hún hlý, aðlaðandi og vingjarnleg. „Fólk heldur að ég þekki að- eins aðal tískupakkið,“ segir hún og hlær, „en margir af: mínum bestu vinum eru röff verkamenn." Sade fór nýlega til að spila á Montreaux-djasshátíðinni. Það gekk fremur illa að komast þangað, fluginu seinkaði og það átti ekki að hleypa Sade inn í landið vegna þess að hún er með nígerískt vegabréf. Þegar hún kom loks á hátíðina var orðið of seint fyrir hljóð- prufu, en konsertinn gekk samt mjög vel. Lítur Sade á sig sem djasssöngkonu? „Nei. Eg er soul-söngkona, og hljómsveitin mín er soul- hljómsveit. Ég veit að sumir hafa lýst mér sem djasssöng- konu, en djassgeggjarar held ég að myndu ekki samþykkja það.“ Þér hefur líka verið líkt við Biliie Holliday. „Já, ég veit. Ég held að það sé ekki sanngjarnt gagnvart henni. Hún var mjög, mjög sérstök.“ Sade er nú á þriggja vikna hljómleikaferðalagi um Japan, og fer þaðan til New York í sjónvarps- og útvarpsviðtöl. „Erlend blöð hafa hingað til tekið mér mjög vel,“ segir hún. „Ég bara get ekki lesið það sem stendur um mig. Ég er núna að læra frönsku, jap- önsku og hollensku svo ég geti lesið það sem sagt er um mig og oröið algjör egóisti" Áður en þau fóru af stað hljóðritaði hljómsveitin lagið Smooth Operator í nýrri út- gáfu og tóku um leið upp „mjög sérstakt“ vídeó til að auglýsa lagið. Það mun koma út á fjögurra laga pötu ásamt með glænýju lagi, instrúmental lagi, og gömlu danslagi sem heitir Spirit, og hefur aldrei verið gefið út áður. Einhverjar áætlanir um að fara út í að leika? „Nei, ég hef meiri áhuga á því sem ég er að gera núna, þó að ég muni sjást í mynd síðar á árinu sem heitir Absolute Beginners. Ég syng bara eitt lag, sem heitir Killer Blow, og ég samdi það með Simon Bo- oth úr Working Week, og Gil Evans útsetti blásturshljóðfær- in.“ „Hljómleikar eru mér enn mjög mikilvægir. Við verðum á fjögurra vikna ferðalagi í Bretlandi í október og spilum aðallega í hljómleikahöllum. Við munum einnig heimsækja Skotland og írland, en þar höfum við ekki spilað áður. Ég hlakka mikið til að spila á írlandi.“ Hélstu að það yrði eins auð- velt og það varð að skipta úr næturklúbbunum yfir í að vera landsþekkt poppstjarna? „Ég er enginn Boy George, en lífsstíll minn hefur breyst. Við vorum að tala um Amer- íku og Japan, en það er mér mikilvægast að ná árangri í Bretlandi. Ég er ekki að skrökva.“ Og ef Sade verður á toppn- um í 20 ár, hvernig heldur hún að málin þróist? Heldur hún að hún fari sömu leið og Cilla Black og Lulu að gera slappa sjónvarpsþætti? „Ég fæ mér stjörnustráð föt og fer til Las Vegas." Verður Sade þá Diana Ross ársins 2001? „Ég vona ekki. Hún lætur taka myndir af sér hálfnaktri og syngur í lögum með þungum rokkgítarsólóum, sem er ekki skemmtilegt. Þetta er mjög sorglegt vegna þess að það sem hún gerði í upphafi ferils síns var mjög skemmtilegt, sérstak- lega platan Love Twins sem hún gerði með Marvin Gaye.“ Auðvitað er einn af kostun- um við það að vera frægur núna að geta lært af mistökum þeirra sem á undan fóru. Ein- hvern veginn er ekki auðvelt að ímynda sér að Sade muni fara að gera þessi sömu mistök. ■ Sade SadeáWjóm'e'u

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.