NT


NT - 15.11.1984, Side 2

NT - 15.11.1984, Side 2
Fimmtudagur 15. nóvember 1984 2 / Aukinn hluti launanna „Frjálsu útvarps- stöðvarnar“: Rannsókn er á lokastigi ■ Rannsóknarlögregla ríkisins fer senn að ljúka rannsókn sinni á starfsemi meintra ólöglegra útvarps- stöðva, sem starfræktar voru í verkfalli opinberra starfsmanna. Að sögn Hallvarðs Einvarðssonar rannsóknarlögreglustjóra má búast við því, að málin verði send aftur til ríkis- saksóknara til frekari ákvörðunar í næstu viku. Fjöldi manns hefur ver- ið yfirheyrður vegna út- varpsstöðvanna þriggja, sem lögreglan lokaði í verkfallinu, og m.a. hefur Albert Guðmundsson ver- ið boðaður til yfirheyrslu hjá RLR. Karpov fékk frestun til áfengiskaupa í ár ■ Röskum 376 milljónum króna tókst okkur íslendingum að sjá af til áfengiskaupa sumar- mánuðina júlí, ágúst og septem- ber. Sú upphæð jafngildir um 2.500 krónum á hvern einasta íslending sem náð hefur „brenni- vínskaupaaldri". Sömu mánuði í fyrra nam áfcngissala ÁTVR rúmum 272 millj. króna, samkvæmt upplýs- ingum Áfengisvarnarráðs. Upp- hæðin sem við höfum varið til áfengiskaupa í sumar er því 38.1% hærri en í fyrrasumar. Á þessum sama tíma hafa kaup- taxtar launþega hins vegar að- eins hækkað í kringum 24% samkvæmt útreikningum Kjara- rannsóknurnefndar. Má því ætla að íslendingar hafi að mcðaltali varið stærri hluta launa sinna til kaupa þessara nauðsynjavara nú í ár en í fyrra. enda þekkt fyrirbrigði, að eftir því sem kaupmáttur versnar fer stærri hluti launanna til kaupa hinna brýnustu nauðsynja - eða er ekki svo? í samanburði Áfengisvarnar- ráðs á þessum tveimur árum vekur aftur á móti sérstaka athygli að sala útsölu ÁTVR í Vestmannaeyjum hefur aðeins aukist um 11,8%. Söluaukning í Reykjavík og á Suðurlandi (Selfoss) nemur hins vegar 39,7% á sama tíma. Orkufyrirtæki: Vetrarfundur raf- og hitaveitna ■ Sameiginlegur vetrarfundur Sambands íslenskra rafveitna og Sambands íslenskra hita- veitna verður haldinn í Reykja- vík í dag og á morgun. Á fundinum verða tekin fyrir mál, sem snerta fyrirtækin hvert í sínu lagi, svo og sameiginlega. Raforkufyrirtækin munu m.a. ræða gjaldskrármálin, bæði niðurstöður alþjóða- og norrænna funda. Þá verða tekin fyrir stöðugleiki Landsvirkjun- arkerfisins og afhendingar- öryggi raforku, hönnunarfor- sendur raforkukerfis í þéttbýli og fleira. Hitaveiturnar munu ræða sölufyrirkomulag, sölumælingar og reglugerðir. Meðal sameiginlegra mála eru tolla- og skattamál. Lögð verður fram ný húshitunarspá til ársins 2015 og rætt um sam- nýtingu hitaorku og raforku. ■ Háskólakórinn kveður við raust undir stjórn Áma Harðarsonar. Nr-mynd: Ámi Bjama Uppsetning Háskólakórsins á Sóleyjarkvæði: Óvenjulegir kórtónleikar ■ 24. skákinni í heimsmeistaraeinvígi þeirra Karpovs og Kasparovs var frest- að fram á föstudag að beiðni Karpovs. Karpov hefur því tek- ið út tvær af þremur frestunum, sem keppendur eiga reglum samkvæmt. Kasparov hefur hinsvegar frestað þrívegis. Eftir 24 skákir eiga báðir skák- mennirnir rétt á einni frestun f næstu átta skákum. Karpov heldur enn miklu forskoti, hefur unnið fjórar skákir, Kasparov enga. Sigurvegarinn þarf að vinna sex skákir. ■ í kvöld mun Háskólakór- inn, í samvinnu við Stúdenta- leikhúsið frumflytja uppsetn- ingu á Sóleyjarkvæði eftir Jó- hannes úr Kötlum, i Félags- stofnun stúdenta við Hring- braut. Raddsetning og kórstjórn er í höndum Árna Harðarsonar, stjórnanda Háskólakórsins, en stjórnun við uppsetningu verks- ins önnuðust Árni Harðarson og Guðmundur Ólafsson leik- ari, sem jafnframt fer rneð hlut- verk sögumanns í sýningunni. Tónskreytt Ijóð Hér er á ferðinni nokkur nýlunda, þar sem hvorki er um að ræða venjulega kórtónleika né heldur leikrit. Fyrir forvitnis sakir brá NT sér á eina af lokaæfingum Sóleyjarkvæðis og tók þá tali þá Árna Harðarson og Guðmund Ólafsson. Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytis: Atvinnuástandið mun verra en undanfarin ár ■ í frétt frá vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðu- neytisins um atvinnuástandið í september og október kem- ur fram, að skráðir atvinnu- leysisdagar i október voru tíu þúsund dögum fleiri en skráðust á sama tíma í fyrra, eða 24 þúsund. Þetta jafn- gildir því að 1.100 manns hafi verið á atvinnuleysis- skrá allan mánuðinn eða 1,0% af áætluðum mannafla samkvæmt spá Þjóðhags- stofnunar. í septembermánuði voru hinsvegar skráðir 11.600 at- vinnuleysisdagar og er það færra en í nokkrum öðrum mánuði ársins. Þetta svarar til þess að 540 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá all- an mánuðinn sem er nánast sama tala og í septcmber í fyrra, eða0,4% afáætluðum mannafla. Skráð atvinnuleysi hefur því meira en tvöfaldast á þessu tímabili og eru ástæð- urnar fyrir þessari þróun raktar til þeirra erfiðleika sem útgerð og fiskvinnsla hefur átt við að stríða, að mati vinnumálaskrifstofu fél- agsmálaráðuneytisins. í um- ræddri fréttatilkynningu eru 75% af þessari aukningu at- vinnuleysisdaga rakin til sjö staða á landinu sem hver um sig var með 100-3500 skráða atvinnuleysisdaga í október. Á öllum þessurn stöðum hef- ur komið til stöðvunar fisk- vinnslu um lengri eða skemmri tíma, svo sem í Hafnarfirði, á Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum. Á fyrstu tíu mánuðum árs- ins hefur atvinnuleysis- dögum fjölgað um 35% frá fyrra ári. „Það má einna helst kalla þetta tónskreytt ljóð“, sögðu þeir félagar er þeir voru spurðir um eðli sýningarinnar. „I þess- ari útfærslu er hluti af Ijóðinu tekinn til flutnings þannig að þetta er að miklum hluta tónlist- arverk þar sem tónlistin er aðal undirstaðan. Hinsvegar reynum við að brjóta upp hið hefðbund- na kórform þannig að uppsetn- ingin verður leikrænni fyrir vikið. Ljóð eru einnig lesin af sögumanni, þannig að efnis- þráðurinn slitnar hvergi, og at- burðarásin er rakin í stórunr dráttum," bættu þeir við Hvaða atburðarás? „Þetta er sagan af Sóleyju, sem fer að leita sér hjálpar við að vekja upp riddara sinn og elskhuga af djúpunr svefni. Hann var stunginn svefnþorni að undirlagi finngálknsins mikla. Kvæðið er margt í senn. Það er ádeila og sorgarsaga, en um leið kemur ástaróðurinn til lands og þjóðar mjög skýrt fram, eins og Jóhannesar var von og vísa. Sóley er tákn þjóðarinnar; bakgrunnur kvæðisins er Keflavíkursamn- ingurinn. sem gerður var 1951, og kvæðið lýsir þeim sterku tilfinningum sem sá atburður olli á sínum tíma. Engu að síður er boðskapurinn enn í fullu gildi," svaraði Árni. Eins og fram hefur komið þá er stjórn verksins í höndum þeirra Árna Harðarsonar og Guðnrundar Ólafssonar, leik- mynd hannaði Hans Gústafsson og lýsingu annast Einar Berg- mundur. Frumsýningin verður kl. 20.30 í kvöld og sýningar standa á hverju kvöldi fram yfir helgi. Flugleiðir: Áætlunarflug til Bergen á næsta sumri ■ Flugleiðir rnunu hefja áætlunarflug til Bergen á næsta sumri. Verður höfð viðkoma þar á leið til Gautaborgar. Flugið hefst í júní og verður fram á haust og er farið á laugar- dögum. Sæmundur Guðvinsson, fréttafulltrúi Flugleiða, sagði í samtali við NT, að með flugi þessu væri ætlun- in að laða hingað ferða- menn frá Bergen og nær- sveitum og einnig að reyna að fá Bandaríkjamenn til að skipta um vél á Keflavík- urflugvelli og halda til Noregs. Þá sagði Sæmund- ur. að í bígerð væri kynn- ingarherferð á Islandsferð- um í samvinnu viðferða- málafrömuði í Bergen og einnig ætti að kynna Berg- en-ferðir hér á landi. „Ennfremur gerum við okkur vonir um að fá flutn- inga á milli Bergen og Gautaborgar. Við erum búnir að ná umtalsverðum markaði á milli Kaup- mannahafnar og Glasgow, en við erum eina flugfélag- ið, sem flýgur beint þar á milli,“ sagði Sæmundur. Flugleiðir vinna að því að bæta DC-8 þotu við Evrópuflugið, sem hingað til hefur að mestu verið sinnt með tveimur Boeing þotum. Ekki hefur enn ver- ið ákveðið hvort þota verð- ur leigð eða keypt til þess- ara verkefna. Engin loðna ■ Ekkert skip hefur tilkynnt loðnuafla síðan á mánudag og ekkert frést af veiði á svæðinu við landgrunnsbrúna úti fyrir Norðausturlandi. Þar fundu fiskifræðingar í fyrsta skipti tals- vert magn loðnu síðastliðna helgi og hefur síðan stór hluti loðnuflotans haldið sig á þessu svæði en árangurslaust. Stormur er á miðunum fyrir vestan og hefur það og hversu stór hluti flotans heldur sig á nýju miðunum fyrir norðaustan orðið þess valdandi að engin loðna hefur veiðst. Engan veg- inn er þó talin borin von að loðnan á hinu nýja svæði geri vart við sig í nótum sjómanna, þó síðar verði.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.