NT - 15.11.1984, Blaðsíða 16

NT - 15.11.1984, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 15. nóvember 1984 ■ Vivien Nicholson naut lífsins til fulls á meðan hún hafði fullar hendur fjár. Uppátæki hennar voru ótrúleg og hún naut þess að láta taka af sér myndir við allar mögulegar og ómögulegar kringumstæður. ■ Nú er helsta áhugamál Vivien að breiða út boðskap Votta Jehóva. Konan heitir Vivian Nicholson og hefur sjálf reynslu af því, hvernig stóri vinningurinn getur breytt lífi fólks, og það til hins verra. Það var árið 1961, sem hún og maður hennar (nr. 2), námaverka- maðurinn Keith, duttu í lukkupottinn og unnu 150.000 sterlingspund. Fyrstu viðbrögð Vivian voru þau að nú ætlaði hún bara að eyða, eyða, eyða peningunum. Og það tókst henni svo sannarlega. Ekki leið á löngu þar til peningarnir voru uppurnir og hafði þeim að mestu leyti verið varið til áfengiskaupa og brjálæðislegs skemmtanalífs. Vivian litaði hárið á sér í þeim lit, sem passaði best við þann bíl, sem þau keyptu sér það og það skiptið. Þau fluttu í nýtt ríkmannlegt hverfi í heimabæ sínum, Castleford í vesturhluta Yorkshire, og það varð til þess að þau misstu allt samband við gámla nágranna og vini, án þess þó að eignast nýja. 5 árum eftir að stóri vinningurinn féll þeim í skaut lét Keith lífið í bílslysi. Nú varð Vivian að fara að vjnna fyrir sér og börnunum sínum sjálf, og besta vjnnan, sem hún gat fengið, var á heldur óvirðu- líjgum fatafellustað. j Þá datt henni í hug að hún gæti sem hægast rekið ölkrá, en henni var synjað um nauðsynleg leyfi, þar sém skapgerð hennar þótti ekki traustvekjandi. Fyrir nokkrum árum tók hún sig til og opnaði kjólabúð, en áður en við var litið var það ailt brunnið til grunna, og nú var Vivian orðin algerlega etgnalaus. Hún hafði gifst þrem eiginmönnum eftir lát Keiths, einn þeirra dó af of stórum lyfjaskammti, annar fórst í bílslysi og þriðja hjónabandið endaði með skilnaði. Hún stóð uppi með 4 börn (og nú orðið á hún 2 barnabörn), eignalaus og allslaus. Þá fór nú að fara um Vivian. - Ég hafði ekki mestar áhyggjur af sjálfri mér. Ég hafði vissulega lent í mörgum klípum um ævina, en ég hafði komið mér í þær sjálf og haft gaman af á meðan á leiknum stóð. Nei, það var framtíð barnanna, sem ég hafði áhyggjur af, segir Vivien. Á þessum tíma fóru Vottar Jehóva að venja komur sínar á heimili hennar. Hún tók svo sem ekkert afskaplega vel á móti þeim í fyrstu, en svo fóru leikar að hún gekk í félagsskap þeirra og fór að starfa með þeim. Konan, sem fyrir u.þ.b. 23 árum var á allra vörum í Englandi, hefur nú gerbreytt lifnaðarháttum sínum. Hún er hætt að reykja og drekka áfengi, og spilafíknina, sem hafði svo afdrifarík áhrif á Iíf hennar, er hún alveg laus við. Það eru þess vegna fáir nú, sem þekkja Vivian aftur, þó að hún standi á húströppunum hjá þeim. Þó kemur það fyrir að hún er spurð, hvort hér sé hin fræga Vivian Nicholson á ferðinni. Þá svarar hún: - Já, eða öllu heldur það sem eftir er af henni. ■ Það var ævin- týralegt að fara út að versla með Keith, þegar þau höfðu hreppt stóra vinninginn. ■ Miðaldra kona gengur á milli húsa í borg einni í Englandi og flytur boðskap Votta Jehova. Við- brögð húsráðenda eru mjög kunnugleg, flestir segja henni hreint út að þeir hafi engan tíma til að hlusta á það, sem hún hefur að segja, aðrir hlusta kurteislega, án þess að veita þvi sérstaka athygli, sem hún hefur fram að færa. Einn eldri maður tók henni þó sérstaklega vel og bauð henni inn. Hann sagðist hafa góða reynslu af því að biðja til guðs. „Ég er búinn að komast að því að ég fæ alltaf bænir mínar heyrðar," sagði hann. „Það er aðeins ein bæn, sem guð hefur ekki uppfyllt fyrir mig. Ég hef margoft beðið þess að ég mætti vinna stóra vinninginn í getraununum, en guð hefur ekki viljað hlusta á þá bæn.“ Við þessu brosti konan og sagði: - Ef þér yrði að þessari bón þinni, yrði það þér ekki til neins góðs. ■ Það var gaman í fjórða hjónaband- inu á meðan ð entist, en þv? k með skilnaði. ■ Fimmti og enn sem komið er síðasti eiginmaður Vivien lést af of stórum dópskammti.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.