NT


NT - 15.11.1984, Síða 15

NT - 15.11.1984, Síða 15
Fimmtudagur 15. nóvember 1984 15 Vigdís Hermanns- dóttir, kennari Fædd 12. júlí 1920 - Dáin 8. nóv. 1984 Ef vœri ég söngvari syngi ég Ijóð um sólina, vorið og land mitt og þjóð. “ PáUJ.Árdal Sjö ára dóttir mín kom heim úr skólanum og söng fyrir mig þetta ljóð og ég mundi svo vel, þegar við systurnar stóðum við orgelið hjá Dísu frænku og lærðum hjá henni þetta sama ljóð og lag. Daginn eftir barst mér sú frétt, að Dísa hefði látist þá um nóttina. Þessi fregn kom ekki mjög á óvart, því að hún hafði háð langa og stranga bar- áttu við erfiðan sjúkdóm í hálf- an annan áratug. Líkamlegt og andlegt þrek hennar lamaðist smám saman og þegar svo er komið er dauðinn líkn, þótt ekki sé hann sársaukalaus þeim, sem eftir lifa. Vigdís Hermannsdóttir var fædd að Glitstöðum í Norður- árdal 12. júlí 1920. Hún var fimmta í röðinni af átta börnum hjónanna Hermanns Þórðar- sonar, kennara og bónda Þor- steinssonar og Guðrúnar Her- mannsdóttur, bændahjóna að Glitstöðum og Ragnheiðar Gísladóttur Einarssonar og Vig- dísar Pálsdóttur, prófastshjóna í Stafholti. Af átta börnum Hermanns og Ragnheiðar eru nú þrjú látin, en börn þeirra voru í aldursröð: Unnur, kennari og fyrrum hús- freyja að Eyjum og Hjalla í Kjós, gift Hans Guðnasyni bónda, sem nú er látinn, Svavar, efnafræðingur, látinn, kvæntur Ursulu, f. Funk, Gísli, véla- verkfræðingur, látinn, kvæntur Betty f. Epelmann, Guðrún, kennari, gift Alferð Kristjáns- syni, Vigdís, kennari, sem hér er minnst, Ragnar, efnaverk- fræðingur, Valborg, lyfjafræð- ingur, var gift Kurt Stenager, lyfjafræðingi og Ragnheiður, deildarstjóri í Landsbanka íslands. Þegar Dísa var fjögurra ára gömul var hún tekin í fóstur að Stafholti til afa síns og ömmu, Vigdísar og Gísla. Þau sæmdar- hjón tóku einnig til fósturs Gísla bróður hennar, sem þá var sjö ára gamall og ólust þau systkinin þar upp til fullorðinsára. Það urðu Dísu og Gísla mikil við- brigði að hverfa úr glöðum syst- kinahópi og frá ástríkum for- eldrum. Ekki er vafi á því, að söknuður foreldranna var líka mikill, en þau sáu. að í Stafholti fengu börnin gott uppeldi og gætu gengið menntaveginn eins og hugur þeirra reyndist seinna standa til. Dísa lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands vorið 1942 og söngkennaraprófi árið 1951. Sumarið 1947 sótti hún kennaranámskeið á Askov í Danmörku. Veturinn 1942-3 var hún heimiliskennari á Egils- stöðum. Síðan kenndi hún við St. Jósepsskólann í Hafnarfirði, Landakotsskóla í Reykjavík, þá við Breiðagerðisskóla og síð- ustu starfsárin við Hlíðaskóla. Nokkur sumur starfaði hún á barnaheimilinu Silungapolli og nokkur sumur var hún í kaupa- vinnu. í Reykjavík hélt Dísa lengst af heimili með foreldrum sínum og Ragnheiði systur sinni. Sam- band Dísu og móður hennar, Ragnheiðar Gísladóttur, var ákaflega náið og ef til vill hefur aðskilnaður þeirra fyrr á ævinni átt einhvern þátt í því. Á heimili Hermanns og Ragnheið- ar og barna þeirra ríkti gestrisni og góðvild og þangað var gott að koma. Gestir fóru þaðan ánægðari en þeir komu, því heimilisfólkið gaf sér tíma til að spjalla við þá, veitti þeim beina og spurði frétta, miðlaði þeim fróðleik, fræddist af þeim og tók þátt í gleði þeirra og sorgumr Vigdís Hermannsdóttir var lágvaxin, fínleg og fríð sýnum með fallegt dökkt hár. Hún hafði ríka kímnigáfu og glaðlegt bros. Hún var mjög músíkölsk og spilaði vel á píanó og hafði tæra og fallega sópranrödd. Hún var kennari af Guðs náð og hafði mikinn metnað fyrir hönd nemenda sinna. Hún hafði ákaf- lega mikla ánægu af starfi sínu, meðan hún hafði heilsu til að stunda það. Hún starfaði mikið með nemendum sínum í tóm- stundum. Hún hjálpaði þeim að setja upp heilar skemmtidag- skrár, söng, dans og leikrit og varði frístundum sínum í að æfa þau og aðstoða þau við að útvega og gera búninga og leik- muni. Dísa söng í ýmsum kórum, sótti tónlistarnámskeið og hafði mikið yndi af hvers konar tónlist. Hún var ákaflega vel gerð manneskja og mátti ekkert aumt sjá. Dísa safnaði aldrei veraldlegum auði og hafði sjaldan afgang til þess að gera eitthvað fyrir sjálfa sig, en hafði alltaf tök á að hlú að öðrum, til dæmis systkinabörnum sínum. Hún var ákaflega barngóð og það voru hátíðisdagar í Kjós- inni, þegar Dísa kom í heim- sókn. Hún kom fyrir jólin og hálpaði okkur að skreyta húsið. Gamall pappakassi breyttist á svipstundu í fjárhúsið í Betle- hem í höndunum á Dísu. Jesú- barnið lá þarna í jötu sinni og stór stjarna vísaði vitringunum veginn. Gleðileg jól stóðskrifað með bómull og glimmer á bláan kreppapír. Svo settist hún við orgelið og spilaði og söng og kenndi okkur, systurbörnunum sínum, ógrynni af lögum og ljóðum. Og amma Guðrún, sem var alltaf svo störfum hlaðin gaf sér meira segja tíma til þess að koma og syngja með okkur. Á sumrin fór Dísa með okkur í berjamó og þegar við komum heim var hitað kakó og stundum gripið í spil. Það voru alltaf jól þegar Dísa kom og mörg voru tárin felld, þegar hún fór. Þegar við komum til Reykjavíkur sýndi Dísa okkur lystisemdir borgarinnar. Hún fór með okk- ur í Sundlaugarnar, Tívolí Hljómskálagarðinn, leikhús, á tónleika, bíó og söfn. Og heimurinn stækkaði og sjóndeil- arhringurinn víkkaði fyrir til- stilli Dísu. Minningarnar þyrlast um hugann og það stafar birtu frá minningu Vigdísar Hermanns- dóttur. En utan um þetta góða og gegna hugarþel var skel, sem ekki var nógu sterk til að stand- ast harðan heim. Strax um tví- tugt bar á því, að Dísa var ekki sterk á taugum. Fólk, sem veik- ist af sálrænum sjúkdómum nýt- ur ekki samúðar samferða- fólksins á sama hátt og þeir, sem þjást af líkamlegum kvillum. Þannig erum við mennirnir fullir af fordómum. Heilsuleysi háði Dísu töluvert framan af ævi. f desember 1969 fékk hún heilablæðingu og var flutt til Kaupmannahafnar, þar sem hún gekkst undir höfuðað- gerð. Eftir það hrakaði heilsu hennar hægt og sígandi. Síðustu ár ævinnar dvaldi Dísa í Hátúni 12. Þar hlaut hún frábæra umönnun, sem aldrei verður að fullu þökkuð. Vistmenn og allt starfsfólk gerðu það, sem í mannlegu valdi stóð til að létta henni veikindastríðið, þar til yfir lauk hinn 8. nóvember síð- astliðinn. Ég trúi því, að nú sé hún Ðísa farin að spila og syngja um sólina og vorið eins og við gerðum svo oft í gamla daga. Blessuð sé minning Vigdísar Hermannsdóttur. Ragnheiður Hansdóttir Haukur Kristins- son - Núpi Fæddur 4. jan. 1901 - Dáinn 23. okt. 1984. Það var ferskur blær þjóðern- isanda og ungmennafélags- hreyfingar sem lék um Dýra- fjörð um aldamótin síðustu. Á þeim tíma komu bræðurnir Kristinn og Sigtryggur Guð- laugssynir norðan úr Eyjafirði og settust að á Núpi. Hugsjón þeirra var að rækta jörðina - rækta mannlífið. Samfélagið var fyrir öllu, einstaklingurinn var fyrir heildina. Sælla var að gefa en þiggja. Kristinn keypti jörð- ina Núp. Þar stofnaði séra Sig- tryggur skóla og þjónaði Núps- kirkju og kirkjunum í grennd. Þessir menn lögðu fram sinn skerf til að hefja hátt merki menningarlífs í héraðinu. Næsta kynslóð bar það uppi í sama anda. Úr þessum jarðvegi var Haukur Kristinsson sprottinn. Haukur var fjórða barn Krist- ins Guðlaugssonar og konu hans Rakelar Jónasdóttur. Elst var Unnur sem lést aðeins sjö ára gömul. Næst voru Sigtryggur búfræðingur og Hólmfríður kennari sem bæði eru látin. Yngri börn þeirra hjóna eru Haraldur bóndi og smiður, býr í Reykjavík, Valdimar skip- stjóri og bóndi á Núpi og syst- urnar Unnur, Ólöf og Guðný allar búsettar í Reykjavík. Haukur fæddist á Núpi 4. janúar 1901. Á Núpsheimilinu var mikið sungið og leikið á hljóðfæri. Haukur lærði á orgel hjá Hólm- fríði systur sinni fimmtán ára gamall. Seinna var hann hluta úr vetri nemandi hjá Páli ísólfs- syni. Námstíminn var stuttur eins og algengt var í þá daga en síðan tók sjálfsnámið við. Haukur miðlaði öðrum af kunn- áttu sinni en hann kenndi á orgel allt frá 1922. Eftir tvo vetur í Alþýðuskólanum á Núpi hugði Haukur á frekara nám og fór í Kennaraskólann einn vetur en varð að hætta. Þá réðist hann í kaupamennsku í Mosfellssveit en fór síðan að Kalmanstungu í Borgarfirði og vann við fjár- gæslu hjá Ólafi bónda þar og Stefáni og Kristófer sonum hans. Síðar á ævinni minntist hann oft veru sinnar í Kalmans- tungu. Eitt vor var hann á vitabátnum Hermóði en sjó- mennska féll honum ekki. Leið Hauks lá svo til heima- haganna aftur. Hann kenndi söng við Hérðasskólann á Núpi frá 1929 til 1943. Hann byrjaði búskap á hluta af Núpsjörðinni 1932 en síðar tóku hann og Valdimar við búinu öllu. Þeir bræðurnir voru ákaflega sam- hentir og samrýmdir alla tíð. Á árunum 1930-40 byggðu þeir upp íbúðarhús og peningshús á jörðinni og sléttuðu og ræktuðu landið. Þeir keyptu jörðina Fjalla-Skaga í Dýrafirði og höfðu fé þar nokkur vor meðan á ræktun heimajarðarinnar stóð. Á miðjum aldri veiktist Haukur af lömunarveiki svo- nefndri Akureyrarveiki og náði sér aídrei fyllilega eftir þann sjúkdóm. Hann var þó mjög afkastamikill við vinnu. Hann var mikið snyrtimenni og sér- lega reglusamur. Vinnudagur bóndans er langur en oftast var sest við orgelið er einhver frí- stund gafst. Ég minnist þess er ég agnarlítil hlustaði á bræðurna fjóra æfa kvartettsöng. Haukur spilaði undir á orgelið og söng sjálfur næstefstu rödd. Seinna kenndi hann mér að þekkja nóturnar. Töluvert lagasafn er til eftir hann í handriti. Árið 1945 tók Haukur við organistastarfi við Núpskirkju af föður sínum. Hann hafði mikil áhrif á allt sönglff í sveit- inni og vann að eflingu kórstarfs ásamt Guðjóni Davíðssyni org- anista í Mýrakirkju. Voru kór- æfingar haldnar einu sinni í viku, oft tvisvar og síðan sungið við ýmis tækifæri. Haukur lagði málefnum sveitarinnar lið á margan annan hátt en með söngstjórn. Hann var formaður sóknarnefndar yfir 30 ára tímabil og var eftirlitsmaður Núpskirkju frá því hann hóf búskap og til efri ára. Einnig var hann endurskoðandi reikninga Kaupfélags Dýrfirðinga um ára- bil svo og ritari í Ungmenna- félagi Mýrahrepps. Eftirlifandi eiginkona Hauks er Vilborg Guðmundsdóttir ljósmóðir frá Hjarðardal. Þau eignuðust tvö börn, Guðmund og Margréti Rakel. Einnig tóku þau til fósturs Torfa Sigurðsson bróðurson Vilborgar. Mikil gestrisni var á heimili þeirra og oft mannmargt sérstaklega á sumrin. Alltaf var mikill sam- gangur milli heimila bræðranna. Mér eru í fersku minni aðfanga- dagskvöldin og gamlárskvöldin þegar báðar fjölskyldurnar voru saman komnar. Þá settist Hauk- ur við orgelið og síðan var :sungið lengi kvölds. En sorgin knúði dyra. Fyrst þegar bróöursonur Vilborgar Ólafur Gíslason sem dvaldist hjá þeim lést eftir slys og seinna er einkasonurinn Guðmundur og annar bróðursonur Vilborgar Halldór Þorsteinsson létust einnig af slysförum árið 1969. Haukur bar sorg sína í hljóði og aldrei heyrðist æðruorð af vörum þeirra hjóna. Eftir að Haukur og Vilborg hættu búskap bjuggu þau á Þingeyri að vetrinum en þar hefur Vilborg veitt forstöðu elli- deild sjúkraskýlisins. Þau hafa þó alltaf dvalið heima á Núpi á sumrin. Síðast liðið haust flutt- ust þau til ísafjarðar en þar býr Margrét dóttir þeirra sem gift er Sigurlaugi Baldurssyni og eiga þau tvö börn Guðmund Hauk og Önnu Soffíu. í ferð sinni vestur að Núpi sagði Haukur við Valdimar bróður sinn að hann vildi líta yfir allt enn einu sinni. Þetta varð hans síðasta ferð á heima- slóðir. Skömmu seinna lagðist hann inn á Sjúkrahús ísafjarðar og lést þar 23. október. Útför hans var gerð frá Núpskirkju 29. okt. að viðstöddú miklu fjölmenni. Valdimar og Áslaug á Núpi líta nú yfir liðna tíð og þakka farsæla samfylgd og bróður- börnin minnast allrar þeirra um- hyggju sem góður frændi veitti þeim. Ég og fjölskylda mín sendum innilegar samúðar- kveðjur til Vilborgar, Margrét- ar og Torfa og fjölskyldna þeirra. Ásta Valdimarsdóttir Bróðir minn Ljónshjarta - komin út á ný ■ Ævintýrið fræga Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren er komið út í annað sinn hjá Máli og menningu. Þýðingin er eftir Þor- leif Hauksson og myndir eftir llon Wikland. Bókin kom út árið 1976 en hefur lengi verið ófáanleg. Eins og kunnugt er hafa Svíar gert sjónvarpsþætti eftir bókinni sem nú er verið að sýna hér og kvik- mynd sem einnig hefur verið sýnd hér á landi. Þetta er sagan af bræðrunum Jónatan og Snúð Lejon í landinu Nangijala þar sem ennþá er tími varðeldanna og ævintýranna. Það er þangað sem menn fara þegar þeir deyja, segir Jónatan við Snúð sem liggur veikur. Snúð þykir ekki eins vænt um neinn og Jónatan sem er svo hugrakkur og sterkur, og hann kvíðir því að þurfa að skilja við hann. En til þess kemur ekki, það er Jónatan sem fer á undan Nangijala og tekur á móti Snúð þegar hann kemur. Eftir það verður ekkert lát á spennandi viðburðum. Þessi útgáfa er jafnframt fyrsta bókin í flokki pappírskilja frá Máli og menningu sem ætlunin er að bjóða á mun lægra verði en innbundnar bækur. Flokkurinn ber samheitið Uglur, og Bróðir minn Ljónshjarta er fyrsta Bama- uglan. Franziska Karóiína Sigurjónsdóttir Og ótal sinnum andi þinn í okkar huga flýgur, og tendrar Ijós í sérhvert sinn, er sól til viðar hntgur. Pví móður vorrar vögguljóð er vonum innstu náið. Pað kveikti lífsins gullnu glóð og getur aldrei dáið. Og þinni mynd, ó móðir kær, við mildar þakkir tjáum. Hún slráir geislum, stór og skœr, frá stjörnuhimni bláum... Með kveðju frá börnum. Kristín, Árni, Sigurjón. Fædd 24. september 1897 Dáin 6. nóvember 1984 Pín minning vakir, mild og hljóð, og mýkir húmsins drœtti. Hún hvíslar öll sín ástarljóð i okkar hjartaslætti. Og myndin þín í huga hlœr, og horfnar stundir anga. er hönd þín strauk sem blíðtir blœr um barnsins litla vanga. Bókumæviog störf kvenna Utvarpserindi Bjargar Einars- dóttur „Úr ævi og starfi ís- lenskra kvenna“ eru væntanleg á bókamarkaðinn fyrir jól. Af -29 erindum sem flutt voru í ríkisútvarpið síðastliðinn vetur koma nú 22 þau fyrstu á bók. ■ í erindunum fjailaði Björg meðal annars um konur sem voru brautryðjendur á ýmsum sviðum, svo sem í verslun og verkalýðsmálum, listum og vís- indum, skólamálum, líknarmál- um og fleiru. Bókin, sem verður um 400 blaðsíður á lengd, er prýdd fjölda áhugaverðra mynda. í þeim 22 erindum sem koma nú á prent er sagt frá 27 konum, sú elsta var fædd 1770 og yngsta 1891. Þættirnir sem eftir standa, og ekki rúmuðust í þessu bindi, rnunu væntanlega koma út síðar ásamt viðbótarerindum um sama efni. Vinna við bókina hefur tafist vegna verkfalla, en góðar horfur eru á að hún komi í tæka tíð fyrir jól.. Útgefandi er Bókrún.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.