NT - 15.11.1984, Blaðsíða 27

NT - 15.11.1984, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 15. nóvember 1984 fþróttir 27 Mo gerði tvö mörk ' Frá Heimi Bergssyni fréttaritara NT í Eng- landi: ■ Skotar og Spánverjar, sem eru í sama riðli og Islendingar í undankeppni heimsmeistara- keppninnar, áttust við í Skot- landi í gærkvöldi. Leikið var á Hampden Park í Glasgow og lauk Íeiknum með sannfærandi sigri Skota 3-1. Skotar byrjuðu leikinn með látum og voru yfir í hléi 2-0, með mörkum Mo Johnston sem skoraði með 10 mínútna millibili, bæði með skalla, rétt eftir miðjan fyrri hálfleik. Það var góður leikur Souness á miðjunni sem var undirstaða forystu Skota í hlé. Það voru alls um 75 þús. áhorfendur á leiknum og létu þeir vel í sér heyra. Kalt var og hvasst er leikurinn. stóð yfir og voru Spánverjarnir ekki hinir hressustu með það. Spanjólarnir áttu tvö færi í fyrri háífleik og fékk Santilliana þau bæði. í síðari hálfleik þá fóru Spánverjar að koma meir inní myndina og náðu að minnka muninn með marki Go- ikoetxea á 65. mín. Skotar voru ekki lengi að svara fyrir sig og var það gamla kempan Kenny Dalglish sem skoraði með týpísku „Dalglish-marki". Hann fékk boltann inní teig og snéri sér á punktinum og skor- aði með vinstri fæti, 3-1. Lið Skotlands var skipað sömu mönnum og léku gegn íslandi í október og er þetta í fyrsta skipti í 6 ár sem Skotar nota sama liðið tvo leiki í röð. Souness var þeirra bestur og þá kom Steve Nicol frá Liver- pool á óvart í stöðu bakvarðar og hver veit nema hann verði látinn spila þá stöðu fyrir Liver- pool á næstunni. Skotar hafa ekki tapað leik í heimsmeistarakeppni í 19 ár á heimavelli sínum í Glasgow og er það frábær árangur. Þeir eru nú efstir í riðlinum með 4 stig, Spánverjar hafa 2 stig í tveim leikjum og íslendingar og Wales hafa einnig 2 stig en í þremur leikjum. Næsti leikur í riðlinum er Spánn-Skotland á Spáni í febrúar. Siggi fær allt ■ Þegar Sigurður Gunnars- fyrir Sigurð á þann stað sem son gekk til liðs við spænska landsleikirnir fara fram á. liðið Corona Tres de Mayo frá Einnig þarf Corona að tryggja Tenerif þá var ákvæði í samn- Sigurð gegn öllum meiðslum ingi hans sem tryggir það að baeði í deildarleikjum og lands- hann komist í landsleiki. Cor- leikjum. ona er skylt samkvæmt þessum Corona er stutt af samnefndu ákvæðum að gefa Sigurð lausan tóbaksfyrirtæki á Spáni og virð- ef íslenska landsliðiðóskar þess . ist vera sæmilega stöndugt. Þá og mun einnig borga ferðir _ hafa Víkingar og HSÍ sam- þykkl að Sigurður fái að spila ..... með Corona í Evrópuleikjum Handboltinn: félagsins gegn Víkingum. ■ Þorgils Óttar á leið að gera eitt af sex mörkum sínum. Handknattleikur 1. deild: NT-mynd Árni Bjama Þórarar héldu ekki út ■ Einn leikur var í 1. deild karla í handknattleik í gær- kvöldi, FH-ingar fengu Þór frá Vestmannaeyjum í heimsókn í íþróttahúsið í Hafnarfírði og þurfti varla að spyrja að leiks- lokum. FH-ingar sigruðu með 28 mörkum gegn 19. Leikurinn var þó í járnum í fyrri hálfleik og stóðu Þórarar fyrir sínu og létu FH-inga hafa fyrir hlutunum. Markvarsla Þórs var mjög góð og þeir nýttu sóknir sínar vel. Staðan í leikhlé var 12-12. Eftir að seinni hálfleikur var nýhafinn virtist sem Þórararnir hefðu ekki úthaid t að halda í við FH-ingana og drógust þeir smám saman afturúr. Lokatöl- ur í leiknum urðu svo eins og áður segir 28-19 og varsigurinn kannski heldur stór, sérlega ef miðað er við góöa frammistöðu Þórara í fyrri hálfleik. Kristján Arason var atkvæða- mestur á vellinum og skoraði alls 9 mörk fyrir FH en Þorgils Óttar var næstur honum með 6 stykki, nokkur eftir línusend- ingar frá Kristjáni. Hans Guðmundsson, stórskytta, gerði svo 4 mörk. Hjá Þórurum var Páll Schev- ing markahæstur gerði 5 mörk, en næstir honum með 4 mörk hver voru þeir Óskar Brynjólfs- son, Herbert Þorleifsson og Steinar Tómasson. Eins og fyrr segir þá varð það helst úthaldið sem brást hjá nýliðum Þórara sem annars sýndu þokkalegan leik. FH- ingar hafa ott leikiö oetur en i gær cn sigur þeirra var þó ekki í verulegri hættu í leiknum. Svíar sigruðu ■ Svíar sigruðu Portúgali nokkuð óvænt í undan- keppni HIVI í knattspyrnu í gærkvöldi með þremur mörkum gegn einu. Leikið var í Portúgal. Portúgalir sem sigruðu Svía í Svíþjóð í fyrri leik liðanna náðu forystu á 11. mín. með marki Jordao. Robert Prytz jafnaði síðan úr víti og skoraði annað stuttu seinna. Nilson skor- aði síðan þriðja markið rétt fyrir lok fyrri hálflciks. ÁFULLT ■ Nú fer handknattleiksver- tíðin loks að hefjst af fullri alvöru. 1. deildin er reyndar byrjuð, en þó varla því aðeins hafa farið fram fáeinir leikir. Verkfall setti mótaskrána að vissu leyti úr skorðum en hún hefur þó mest borið skarðan hlaut vegna aragrúa af landsleikjum sem fram hafa farið og framundan eru. f kvöld (og í gærkvöldi) er hinsvegar tekinn upp þráðurinn í 1. deild að nýju en sá þráður verður stuttur og snar þar sem landsliðið er á förum til Dan- merkur þann 26. nóvember. Spilaðir verða tveir leikir gegn Dönum og síðan farið á Polar Cup í Noregi. Leikir kvöldsins verða á milli Þróttar og KR, Víkings og Stjömunnar og UBK og Vals. Þeir tveir fyrr- nefndu verða í Höllinni kl. 20:15 og 21:30 en leikur Breiða- bliks og Vals verður í Kópavogi kl. 20.00. Mótanefnd átti mikið verk og erfitt fyrir höndum er hún kom saman eftir verkfall. Alls þurfti að koma fyrir 2300 leikjum og verður spilað eins þétt og unnt er. Þá setja lands- Íeikir mikið strik í dæmið. Til að gera fyrri hluta 1. deilar meira spennandi en áður þá mun að öllum líkindum verða veitt verðlaun til liða og leikmanna sem standa sig vel í mótinu áður en sjálf úrslita- keppnin hefst. Sem sagt handknattleiksver- tíðin er nú að hefjast á fullu og eftir ágætan árangur á ÓL og NM þá má búast við ýmsu. HM í knattspyrnu: Stórsigur Danaálrum ■ Alls voru sex leikir í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í gærkvöldi. Auk leikja íslands og Wales og Skot- lands og Spánar voru eftirtaldir leikir: Tyrkland-England 0-8(sjá bls. 26) Austurríki-Holland 1-0 Danmörk-írland 3-0 N-írland-Finnland 2-1 Austurríkismenn unnu nauman sigur á Hoilendingum með marki Kurt Jara strax eftir 15 mínútna leik. Þessi sigur gerir það sennilega að verkum að Hol- lendingar eru úr leik í riðlinum en Ungverjar og Austurríkismenn kljást um sigurinn. Leikmenn Austurríkis fengu mörg færi í leiknum til að skora en þeir voru ekki á skotskónum. Danir fóru létt með íra og sigruðu örugglega. Preben Elkjær Larsen gerði tvö mörk fyrir Dani og Lerby eitt. Staðan í hléi var 1-0, en sigur Dana aldrei í hættu. Þá léku N-írar gegn Finnum og lauk þeim leik með naumum sigri N-íra 2-1. Finnamir náðu forystu í ieiknum með marki Mika Lipponen á 21. mínútu en John O’NeiIl jafnaði rétt fyrir hlé. Gerry Armstrong sá svo um að skora sigurmarkið í upphafí siðarí hálfleiks úr vítaspyrnu og sluppu N-írar þar með skrekkinn. N-írar voru að vísu heldur sterkari aðilinn í leiknum en barátta Finnanna kom þeim í opna skjöldu. Whiteside var mjög ógnandi í liði Iranna en komst lítið áleiðis í inarktækifærum sínum. r Gullf alleg ítölsk sófasett Margar gerðir - Leður- og tauáklæði Ótrúlega lágt verð: Frá kr. 37.850.- í tauáklæði og frá kr. 45.500.- í leðuráklæði HÚSGÖGN OG INNRÉTTINGAR SUÐURLANDSBRAUT18 * 68 69 00

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.