NT - 15.11.1984, Page 11

NT - 15.11.1984, Page 11
11 Fimmtudagur 15. nóv> 1984 ■ „Hálkan gerði ísólfsskálaleiðina enn skemmtilegri en ella fyrir okkur þar sem þá gerir kraftleysi ekkert til,“ sögðu Omar og Jón, og myndin ber það með sér að nú sé gaman. Mynd Auðunn Amórsson Síðasta rall ársins Vertíðarlok Rallmanna ■ Sigur Bjarma Sigurgarð- arssonar og Eiríks Friðriksson- ar í haustralli Hjólbarðahallar- innar var afdráttarlaus, þeir óku manna hraðast. Rúm mín- úta skildi þá og Ómar og Jón Ragnarssyni að þegar upp var staðið og snérist dæmið þar við frá Ljómarallinu síðasta. Þar sem Islandsmeistarartitlar voru í húfi fyrir báðar áhafnir var ekki teflt á tvær hættur og náðu báðir því sem þeir ætl- uðu, Ómar titil ökumanna og Eiríkur titli aöstoöaröku- manna. Birgir og Hreinn Vagnssynir tefldu þó á tvær og fleiri hættur að vanda. Gamla Cort- inan var flengd áfram án mis- kunnarvotts og er nú í stuttu máli ónýt einu sinni enn. En í mark komst hún, og það í þriðja sæti! Þótt ljósin slokkn- uðu, stýrið festist, og hjólin blöktu ógnuðu Hjólbarðahell- ingarnir stöðugt fyrsta sætinu en misstu af þegar sprakk dekk. Þótt Michelin kallinn á toppnum segði þeim til tók það hjólbarðasérfræðingana allt of langan tíma að skipta. Á hæla Birgis og Hreins komu Þorsteinn Ingason og Sighvatur Sigurðsson, aðeins 13 sekúndum á eftir. Þar mun- aði þeim tíma sem tapaðist aðeins 20 metrum frá enda- marki síðustu sérleiðar á hálkubletti í vinkilbeygju sem fellt hefur marga í gegnum árin. Bíllinnsneristviðávegin- um, en Þorsteinn var fljótur að hugsa og í stað þess að eyða tíma í að snúa við bakkaði hann í mark! Sannarlega óvenjuleg aðferð til að klára sérleið og vakti mikla lukku áhorfenda. Óhöpp eða útafferðir voru venju fremur fá hjá keppend- um, þeir Hörður og Steinar tóku þó hliðina úr Datsuninum sínum þegar misheppnaðist beygja og bíllinn fór á hlið út af. Dalabóndinn kunni, Örn Halldórsson mætti í rallið með liðsauka, son sinn akandi öðrum Trabant. Gengu veð- mál um Dalasýslu endilanga um hvor hefði betur, faðir eða sonur. „Dali“ senior hafði yfir- höndina þar til Trabbinn hans tjúnnaði lenti illa í ræsi og „brotnaði", stýrismaskínan mun m.a hafa farið. Ekki færri en fjórar vélar gáfu upp öndina, Escortinn hans Ævars Hjartarsonar stakk meira að segja stimpil- stöng út í bert loft á þriðju leið, sem er þó einni leið lengra en vélin dugði síðast. Birgir Bragason og Gestur Friðjónsson urðu að hætta eftir aðeins eina leið þar sem vélin urgaði og surgaði og gaf hið versta í skyn, en þcgar hún kóln- aði fór hún í gang og skilaði bílnum í bæinn. Enginn skilur enn livað var að, en þarna hurfu möguleikar Birgis á íslands- meistaratitli. Hann er þó í þriðja sæti ökumanna vertíð- ina ’84 næstur á eftir Halldóri Úlfarssyni sem ekki komst frá Danmörku þar sem hann dvel- ur nú og gat því ekki varið íslandsmeistaratign sína frá í fyrra og góða stigatölu frá þessu vel heppnaða sumri. Þetta er annað rallið sem Hjólbarðahöllin er viðriðin og eins og við Bridgestone rallið í fyrra héldu þeir mikla flugelda- sýningu í kvöldmyrkrinu, þegar bílarnir komu í mark, sem setti spennandi blæ á fjölsótta sam- komuna. Út á fyrirtækisbílinn sinn, Cortinuna frægu, akst- ur og gott skap ökumanna fengu bræðurnir Stokkfiskbik- arinn sem gefinn er í minningu Hafsteins Haukssonar. Kepp- endur velja sjálfir handhafa bikarsins og einróma sammála um þá útnefningu á rallyball- inu þar sem verðlaunaafhend- ingin fór fram að vanda. Nú er eins og áður segir lokið öllum röilum ársins. Eng- in röll er hægt að halda á veturna þar sem leiðirnar sem eknar eru eru fáfarnir slóðar sem ekki eru notaðir dags daglega og verða ófærir strax og snjór fellur. Leiðir eins og Kaldidalur sem liggja hátt yfir sjó hefur jafnvel þurft að fella niður vegna ófærðar og engin eru þar ruðningstækin eins og við erum vön í þéttbýlinu. Til útskýringar er rétt að geta reglna sem tóku gildi í fyrra sem skipta keppninni í tvennt; ökumanns- og aðstoðaröku- manns keppni, þannig að stig eru talin sérstaklega fyrir hvern einstakling. Þannig varð Eiríkur Friðriksson íslands- meistari aðstoðarökumanna þar sem hann hafði flest stig allra keppenda í sumar, 72 á móti 63 stigum íslandsmeistara ökumanna, Ómars Ragnars- sonar. Ómar hefur ekið með ■ Það gekk vel hjá Þorsteini Ingasyni núna, lítið vantaði á að þeir Sighvatur næðu verðlaunasæti á nýrri, nær óbreyttri Mynd Gunnar Óskarason Toyotunni. bróður sínum Jóni í allt sumar og því eru þeir með jafnmörg stig, en Eiríkurekiðmeðtveim ökumönnum sem hafa þó ekki náð að safna sama stigafjölda og Eiríkur. Þriðji aðstoðar- ökumaðurinn er Hjörleifur Hijmarsson. í vetur byggja menn svo upp nýja bíla eða bæta þá gömlu og mæta tvíefldir til leiks í fyrsta rallið á næsta vori, og sama gerir NT. A.A. URSLIT 1. Bjarmi Sigurgarðarsson, Eiríkur Friðriksson Ford Escort RS2000 09.30. 2. Ómar Ragnarsson, Jón Ragnarsson Toyota Coi- olla GT 1600 10.38. 3. Birgir Vagnsson, Hreinn Vagnsson Ford Cortina 2000 HH 13.47. 4. Þorsteinn lngason Sig- hvatur Sigurðsson Toyota Corolla GT 1600 14.00 5. Halldór Gíslason, Sigur- jón Harðarson Vauxhall Chevette 2300 18.53. 6. Kristján V. Halldórsson, Konráð G. Valsson Lada 1600 21.46. 7. Daníel Gunnarsson, Vésteinn Stefánsson Opel Kadett 1900 25.17. 8. Þórður Þórmundarson, Bjarni Haraldsson Mitsu- bishi Lancer 1600 26.41. 9. Örn Stefánsson, Guð- mundur Eiríksson Toyota Corolla GT 1600 27.10. 10. Halldór Arnarson, Sigurð- ur Svansson Trabant 600 1.26.07. MGIobuse Lágmúla 5, Rey kjavik, síini 81555. v4f 1E2DÍIII SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 © BíLVANGURsf. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 © fjjj-ASgTfr Hyrjarhöfða 2 - Sími 81666 © cx © ||S3EER“B Mercedes-Benz RÆSIR HF Skúlagötu 59. Sími19550 k ELTir^

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.