NT - 15.11.1984, Blaðsíða 24

NT - 15.11.1984, Blaðsíða 24
Fimmtudagur 15. nóvember 1984 24 Útlönd Ariel Sharon: Krefst 50 milljóna dala af tímaritinu TIME - vegna meiðyrða New York-Keuter ■ Lögmaður tímaritsins TIME las í gær upp úr mörgum blaðagreinum úr ýmsum blöð- um og tímaritum til að reyna að sannfæra kviðdóm um að Ariel Sharoii, fyrrum varnarmálaráð- herra ísrael, geti ekki krafíst skaðabóta fyrir meiðyrði, þar sem orðstír hans sé svo slæmur. Sharon, sem nú er iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur kraf- ist 50 milljóna dala af TIME inc. í skaðabætur. Hann heldur því fram að í grein, sem birtist í tímaritinu í febrúar 1983, hafi því ranglega verið haldið fram að hann hafi staðið á bak við fjöldamorð sem kristnir falang- istar frömdu á hundruðum Pal- estínumanna í flóttamannabúð- um í september árið 1982. í ræðu sinni í gærsagði Thom- as Barr, lögmaður TIME, að Sharon hefði verið vel kunnugur hermönnunum sem frömdu fjöldamorðin. „Og þessir menn voru ekki siðaðir hermenn eins og lögmaður hins ákærða heldur fram, heldur hópur morðingja og nauðgara sem eyddu lífi án þess að blikka auga,“ sagði Barr. í þriggja klukkutíma ræðu sagði Milton Gould, lögmaður Sharons, að TIME hefði haldið því fram að Sharon hefði í raun skipulagt fjöldamorðin. Það sem um ræðir er málsgrein í umfjöllun TIME um fjölda- morðin, þar sem segir að í leyniskjali með opinberri skýrslu um atburðina segi að Sharon hafi rætt um hefnd við leiðtoga kristinna falangista. Sharon þarf ekki aðeins að sanna að frásögnin sé röng held- ur einnig að hún hafi verið sett fram vísvitandi til að skerða æru hans. ■ Ariel Sharon við upphaf réttarhaldanna í New York á þriðjudag. Hann blikkaði ekki auga þegar lögmaður TIME las upp úr frásögnum þar sem Sharon var kallaður „dauðamálaráðherra Israels“. Símamynd-POLFOTO Villtu gervihnettimir: Báðir komn- ir um borð í Discovery Canaveralhöfði-Reuter ■ Geimförunum um borð í geimskutlunni Disco- very tóks í gær að handsama annan vilitan gervihnött og koma honum fyrir í farangursrými ferjunnar. Þeir höfðu áður bjargað öðrum gervihnetti en þessir hnettir hafa hringsólað í geimnum til einskis gagns síðan þeim var komið á braut í fyrra. Björgunin í gær gekk eftir áætlun en hálf brösuglega gekk að ná þeim fyrri inn í geimferjuna. Stjórnstöðin á jörðu niðri tilkynnti geim- förunum eftir björgunina að þeir hefðu verið svo sparir á eldsneytið í gær að þeir gætu þessvegna reynt að koma höndum á þriðja gervihnött- inn ef þeir mættu einum slíkum á leiðinni heim. Gervihnettirnir eru í eigu bresks tryggingarfélags sem fjármagnaði björgunarleið- angurinn í þeirri von að ná inn hluta af þeim 180 milljón- um Bandaríkjadala sem það varð að punga út með þegar í ljós kom að hnettirnir urðu fyrri eigendum þeirra, Indó- nesíustjórn og Westarfyrirt- ækinu, til einskis gagns þar sem þeir fóru á ranga braut í geimnum. Hnettirnir eru metnir á um 35 milljónir dala. Fimmti stórbruninn í Jakarta á 3 vikum Jiikarta-Reutcr ■ Níu efstu hæðimar í 14 hæða stórhýsi í Jakarta brunnu í gær í fimmta stórbrunanum sem hefur orðið á þremur vikum í höfuðborg Inddnesíu. Stjórnvöld halda því fram að þessi brunafaraldur stafi af til- viljun einni saman, en erlendir stjórnarerindrekar segja að það þurfi mikið ímyndunarafl til að trúa því að tilviljun ein ráði því að svona mikið er um stórbruna. Brunarnir hófust eftir hörð átök milli herliðs og múhameðs- trúarmanna í september þar sem 18 manns létu lífið. Yfir- völd segja að í október hafi verið gerð fjögur sprengjutil- ræði í hefndarskyni vegna fall- inna múhameðstrúarmanna. Alvarlegasti bruninn varð þann 29. október þegar eldur komst í vopnabúr sjóhersins. Að minnsta kosti 15 manns létust í þeim bruna. ■ Reykur og eldtungur standa út um glugga í Sarínahbyggingunni í Jakarta í gærmorgun. Þetta er fimmti stórbruninn sem verður í Jakarta á þrem vikum og er talið að um íkveikju hafí verið að ræ^a- Símamynd-POLFOTO Japan: Maðurinn með 21 andlit snýr aftur Takatsuki, Japan-Reuter ■ Japanskur glæpaflokkur krefst nú í annað sinn á rúmum mánuði gjalds frá sælgætis- framleiðanda ella muni hann koma fyrir eitruðu sælgæti í verslunum. Glæpaflokkurinn hefur skrif- að til dagblaða í Tokyo og kvartað yfir að fyrirtækið sem nú varð fyrir barðinu á þeim hafi tilkynnt lögreglunni um kröfuna en ekki greitt upphæð- ina, sem nemur um 250 þúsund Bandaríkjadölum. Glæpaflokkurinn, sem kallar sig „Manninn með tuttugu og eitt andlit", hefur einnig skrif- að bréf þar sem gert er gys að lögreglunni sem gert hefur mikla leit að meðlimum flokks- ins en án árangurs. Flokkurinn kom fyrir eitruðu sælgæti í búðum snemma í síðasta mánuði til að reyna að hafa fé út úr öðrum sælgætis- framleiðanda. Búðir hafa hætt að selja framleiðslu þess fyrir- tækis og ekki er vitað til að neinn hafi lagt sér til munns eitrað sælgæti. Útlendingum boðið að fjárffesta í Tíbet ■ Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að einnig skuli leyft að fjárfesta í Tíbet erlendis frá eins og á öðrum svæðum í Kína. Formaður stjórnarinnar í tíbeska sjálfstjórnarsvæð- inu, Dorje Tshetan, kom nýlega í opinbera heimsókn til Nepal. Þá sagði hann að Tíbetar, búsettir erlendis, Kínverjar í útlöndum og útlendingar mættu gjarnan reisa verksmiðjur, byggja upp landbúnaðarbú og taka þátt í annarri atvinnustarf- semi í Tíbet.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.