NT - 15.11.1984, Blaðsíða 9

NT - 15.11.1984, Blaðsíða 9
Jf ílí? Fimmtudagur 15. nóvember 1984 9 jL lL Lesendur hafa orðið Hver á að borga - Camparíglas sem hellist niður á bar? Skallapopp og diskóvæl ■ Til þessa hefur undirritað- ur yfirleitt átt ágætis samskipti við dyraverði og barþjóna á Óðali' og líkað betur við þá en stéttarbræður þeirra á öðrum öldurhúsum. Sannast sagna oft undrast umburðarlyndið sem þessir menn sýna. Staðurinn er að vísu lítill og þröngur en það er önnur saga. En núna á laugardagskvöld- ið brá til verri vegar með samskipti mín við Óðalsbænd- ur. Að áliðnu kvöldi gekk ég að barnum á miðhæðinni og pantaði tvöfaldan Campari. Talsverður troðningur var við barinn eins og svo oft. Stúlkan setur í glasið og lætur á borðið. Þá í öllum troðningnum vill það til að einhver hreyfing er E&B vilja heyra Rolling Stones ■ Við undirritaðir höfum orðið fyrir því, að rokkmúsík hefur heltekið okkur, og þar af leiðandi höfum við orðið fyrir geysilegum vonbrigðum með bæði hljóðvarp og sjónvarp. Við tveir horfðum á þátt í imbanum þann 9. 11. í þeirri von að sjá gott rokk, jú þar kom aðeins eitt gott band á skerminn með efnilegri hljóm- sveit sem nefnist U2, - en þar sem þáttur þessi heitir Skonrokk, finnst okkur það langt frá því að vera réttnefni yfir slíkan þátt. Hvernig væri að hafa t.d. einn klukkustundar þátt einu sinni í viku í sjónvarpi þar sem eingöngu yrði spilað rokk með hljómsveitum eins og Rolling Stones - Led Zeppelin - Yes - U2 - Big Country - Echo and the Bunnyman o.s.frv. o.s.frv. Að vísu er í lagi að hafa einn og einn þátt eins og Skonrokk en núna þar sem alls kyns skallapopp og diskóvæl ræður ríkjum, en diskó er úrkynjun á allri tónlist og telst þar af leiðandi engan veginn til lista. En þetta væl selst og það eru þess vegna engir aðrir en pen- ingapiokkarar sem græða mest á þeim vasaaurum sem ungl- ingarnir fá hjá foreldrum. Við höfum skrifað niður í Rás 1 og 2 eða þetta blessaða næturútvarp í þejrri von að bót verði á (það skal tekið fram að næturútvarpið er það eina sem heyrist út um allt land frá Rás 2), en enn hefur ekkert skeð. ■ Einn þátt í viku með Rolling Stones og öðrum slíkum, takk. fyrir aftan mig þannig að mér er lauslega ýtt til og rek mig um leið í glasið með þeim afleiðingum að það hellist úr því á borðið. Að sjálfsögðu hið versta mál, nema hvað ég segi stúlk- unni að hún verði að fylla aftur í glasið þegar hún hafði gert sig líklega til þess að rukka mig um tómt glasið. Hún gerði það heldur snúðugt og rukkaði mig svo um tvö glös af Campari. Ég sagði slíkt ekki koma til mála og ákvað þá heldur að vera Canrparilaus en líða slíkt. Með það yfirgaf ég barborðið og skildi glasið eftir. En málið var ekki búið. Stúlkan rauk frá afgreiðslunni þar sem margir biðu, rauk á eftir mér niður og benti þar tveimur dyravörðum á að henda mér út nema ég borgaði þessar krónur, líklega 60 eða 70 ég man það ekki. Þannig stóð á að ég var þarna með fleira fólki og gat ekki hugsað mér að fara út við svo búið. Því varð það úr að ég borgaði Camparíinn sem hafði hellst niður fyrir slys. Slys sem ein- hverjir, sjálfsagt margir, þar á meðal ég voru valdir að. En líka Campariglas sem tvímæla- laust var ennþá í eigu hússins og alfarið á ábyrgð þess. Þess vegna vonast ég til að forsvarsmenn Óðals fyrirverði sig fyrir þessa framkomu starfsmannsins og sjái sóma sinn í því að láta mig fá þetta Campariglas sem ég hef borgað, næst þegar ég kíki við. X - Svar um hæl ■ Við bárum það undir Þor- stein Gunnarsson, fram- kvæmdastjóra Óðals, undir hvaða kringumstæðum gestir staðarins væru látnir borga glös sem helltust niður. Þorsteinn kvað eiginlega ekki hægt að marka neina ákveðna stefnu í þessum efnum, þar eð atvikin væru svo mismunandi. Að sjálfsögðu væru gestir ekki látnir greiða fyrir glös sem helltust niður ef starfsfólk bæri á einhvern hátt ábyrgð á atvikinu. „Eg er ekki kunnugur þessu sérstaka tilviki", sagði Þor- steinn, „en ég er að sjálfsögðu tilbúinn að ræða þetta við manninn." Hvers vegna skrifar Guðmund- ur Jaki undir svona samning? ■ Mikið varðégánægðþegar ríkisútvarpið greindi frá því að í nýgerðum kjarasamningi ASi og VSÍ fælist mest hækkun til þeirra sem lökust hafa kjörin. Þettaáttiþósannarlega ekki að koma á óvart, því fréttir höfðu borist af því síðan í ágúst, að Guðmundur J., Karl Steinar og fleiri mætir menn sætu á stöðugum fundum í herbúðum vinnuveitenda. Við óbreyttir félagsmenn feng- um lítið að vita hvað var að gerast. Engirfundir í verkalýðs- félögunum. Engin fréttabréf. Það átti sannarlega að koma okkur á óvart. Loks rann upp sú stund að verkafólk fékk augum litið kjarasamning, sem var þá þeg- ar undirritaður, og mér brá illilega í brún. Dagvinnutekju- ■ Það getur stundum orðið þröng á þingi við barinn. Hér er þó ekki að sjá að neinu sé hellt niður. ■ Hvers vegna skrifar þú undir svona samning, Guðmundur? Rolling Stones hafa starfað í 22 ár og eru þar af leiðandi elsta, mesta og besta rokkband allra tíma og fyrst forstöðu- maður Rásar 2 hefur enn ekki bætt úr væli Rásarinnar, látum við eftirfarandi stöku fylgja: Við eigum marga góða vini sem bara hlusta á Stones þó herra Ástvaldssyni virðist það til tjóns. E&B tryggingin er sú sama út allt 14 mánaða samningstímabilið - 14.075 kr. á mánuði - meðan þeir sem betur eru settir fá umtalsverða launahækkun í áföngum á samningstímanum. Hvers eiga þeir að gjalda sem taka laun samkvæmt lægstu töxtunum? Hvaða réttlæti er, að þeir fái minnsta kauphækkun? Hvers vegna skrifar Guð- mundur J. Guðmundsson und- ir svona samning? Hann hefur oft komið i sjónvarpið og lýst djúpri samúð sinni með þeim sem eru á lægstu kauptöxtun- um. Hvað með ungt fólk, sem er að byrja að vinna, er ekki líklegt að það lendi á þessum lægstu töxtum? Hvar er nú öll umhyggjan fyrir unga fólkinu, sem kom fram við afgreiðslu kjarasamn- inga á s.l. vetri? Það er gott að NT hefur gert rækilega grein fyrir því órétt- læti sem felst í þessum kjara- samningi. Sérstaklega er hann óhagstæður fyrir þá sem vinna ekki í bónus og taka laun samkvæmt lægstu töxtum verkalýðsfélaganna. Það eru an efa fjölmargir sem. þannig er ástatt fyrir og verða nú að þola óréttlætið. Ég vil skora á verkafólk að mótmæla svona samningsgerð svo eftir verði munað. Láglaunakona á landsbyggð- inni Ókurteisi í læknastétt ■ Kona hringdi og vildi koma á framfæri athuga- semdum við málfar lækna á Landspítalanum. Þannig kvast hún hafa séð í lækna- skýrslum að kroppur á barnfóstri væri kallaður skrokkur, höfuð væri aldrei neitt annað en haus og fætur manna lappir. Kvaðst hún vön því að það væri nefnt fætur á fólki og lappir á dýrum. Þá hafði hún hlýtt þar á sem roskinn læknir kallaði sjúkling sinn „kall", og fleiri dæmi um virðingar- leysi þessara manna fyrir þeim sem til þeirra leita. Ennfremur vildi hún benda á þá ókurteisi og málvillu sem nú ríður yfir að fólk kveður með því að segjast heilsa viðkomandi. „Bið að heilsa þér‘‘. Með réttu er orðið að heilsa notað þegar beðið er fyrir kveðju til fjarstaddra en annað er ókurteisi sagði þessi kona. Gangið betur frá líkunum ■ Áslaug hringdi og kvaðst vilja koma á fram- færi ábendingu til krufn- ingalækna um að ganga betur frá líkum að lokinni krufningu. Hún kvað nógu sárt að þurfa að horfa á eftir sínum nánustu, þótt maður þyrfti ekki að horfa upp á þá sundurskorna í kistunni. Krufningarlæknar ættu að geta gengið þannig frá líkum að örin eftir krufn- inguna sæjust ekki. Þeir hljóta að geta notað farða til þess að hylja örin á andliti líksins.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.