NT - 15.11.1984, Blaðsíða 3

NT - 15.11.1984, Blaðsíða 3
Eigum fyrirliggjandi BRUVIK loftræstikerfi fyrir allar gerðir gripahúsa. Gott verð - Góð greiðslukjör Við mœlum með BRUVIK og það gera bœndur líka. LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 ■ ölympíusveitir íslands sem taka þátt í ölympíumótinu í skák sem hefst nk. sunnudag í Saloniki í Grikklandi ásamt fararstjórum og liðsstjórum. Aftari röð frá vinstri: Karl Þorsteins, Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson, Margeir Pét- ursson, Guðmundur Sigurjóns- son, Jóhann Hjartarson og Kristján Guðmundsson liðs- stjóri karlasveitarinnar. Fremri röð frá vinstri: Sigur- laug R. Friðþjófsdóttir, Þor- steinn Þorsteinsson, forseti Skáksambands Islands sem situr þing FIDE og er jal'nlramt fararstjóri, Guðlaug Þorsteins- dóttir, Ólöf Þráinsdóttir, Þrá- inn Guðmundsson varaforseti Skáksambandsins, liðsstjóri kvennasveitarinnar og farar- stjóri. Karlasveitin sem teflir á mót- inu er þannig skipuð: 1. borð: Helgi Olafsson, 2. borð: Mar- geir Pétursson, 3. borð: Jóhann Hjartarson, 4. borð: Jón L. Árnason, 1. varamaður: Guð- mundur Sigurjónsson, 2. vara- maður: Karl Þorsteins. Liðs- stjóri er dr. Kristján Guð- mundsson. Niðurfelldir skattar starfsárið ■ Ríkissjóður mun gefa eftir um 30 milljónir króna, til þeirra er láta af störfum sakir aldurs, nái stjórnarfrumvarp, sem Al- bert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, lagði fram í fyrradag, fram að ganga. Samkvæmt frumvarpinu verður ekki lagður tekjuskattur á tekjur sem fólk aflar síðustu 12 mánuði áður en það lætur af störfum sakir aldurs. Síðan 1983 hefur verið helm- ings frádráttur á tekjum síðasta starfsársins, en nú eru þessar tekjur gerðar tekjuskattsfríar. Heildarfrádráttur síðasta árs, miðað við helmings frádráttar- heimild, var 101.564.445 krónur en reiknað er með að tekjur ríkissjóðs lækki um 30 milljónir á næsta ári, nái frumvarpið fram að ganga. Frumvarp þetta var á dagskrá efri deildar í gær, en fundi var slitið áður en umræður u.m það hófust. Fimmtudagur 15. nóvember 1984 3 Olympíumótið í skák hefst á sunnudag í Saloniki: íslenska karlasveitin í 9. sæti að styrkleika ■ íslenska karlasveitin sem teflir á Ólympíumótinu í skák sem hefst í borginni Saloniki í Grikklandi nk. sunnudag verður a.m.k. í 9. sæti að styrkleika ef reiknað er út meðaltal Elo-stiga. Að líkindum er þetta því sterkasta sveit sem ísland hefur átt að skipa á nokkru Ólympíumóti. íslenska kvennasveitin verður að líkindum í miðjum hóp þjóða hvað styrkleika áhrærir en þess má geta að sveitin hefur yfírleitt náð betri árangri en staða hennar fyrir Ólympíumót gefur til kynna. Reiknað er með að um 100 þjóðir taki þátt í keppninni í karlaflokki en að líkindum helmingi færri þjóðir í kvennaflokki. í báðum flokkum verða tefldar 14 umferðir eftir svissneska kerfínu. í kvennaflokki er aðeins teflt á þremur borðum. Á 1. borði teflir Guðlaug Þorsteinsdóttir, Ólöf Þráinsdóttir skipar 2. borð sveitarinnar og Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir teflir á 3. borði. Enginn varamaður er í sveit- inni. Liðsstjóri hennarer Þráinn Guðmundsson sem jafnframt er fararstjóri. Þorsteinn Þorsteins- son forseti Skáksambands ís- lands verður einnig í hlutverki fararstjóra jafnframt því sem hann situr þing FIDE, alþjóða- skáksambandsins, sem hefst um mánaðamótin nóvember/des- ember. Hart barist um fimm efstu sætin Reikna má með að Sovét- menn sem að þessu sinni verða án sinna tveggja bestu manna, Kasparovs og Karpovs heims- meistara sem enn eiga einvígi .sínu í Moskvu ólokið, verði í nokkrum vandræðum með að verja hinn örugga sigur sinn á Ólympíumótinu í Luzern 1982. Búast má við að Ungverjar, sem oft hafa reynst þeim skeinu- hættir, veiti harða keppni en þeir eiga geysisterku liði á að skipa. Þá má einnig búast við því að Bandaríkjamenn, Júgó- slavar, Tékkar og Englendingar blandi sér í baráttuna um efsta sætið. Að þessu sinni eru fimm efstu sætin afar mikilvæg því á næsta ári er í ráði að halda svokallað heimsálfumót í Luzern í Sviss. Fimm efstu þjóðirnar á Ólympíumótinu öðlast sjálf- krafa rétt til keppni svo og ein þjóð frá hverri heimsálfu að því undanskildu að Áfríkuþjóðir eiga þar ekki fulltrúa. Stolist með saltfiskinn úr I ■ Meðan á verkfalli B9RB stóð laumaðist Sölusamband ís- lenskra fískframleiðenda með tvo skipsfarma af saltfíski úr landi, án þess að Ríkismatið hafí yfírfarið allan farminn. Sætt hefur nú verið gerð í málinu millum SÍF, Ríkismatsins og sjávarútvegsráðuneytisins, en út lutningur sjávarafurða án sk tðunar Ríkismatsins brýtur í bá ga við lög. \ð sögn Valgarðs J. Ólafs-: so íar hjá Sölusambandínu var. he r um neyðarúrræði að ræða ve >na marícaðsstöðu-í Evrópu. Sc Itfiskurinn var að' hluta til v sk rðaður af Ríkismatinu áður en verkfallið skall á og allur skoðaður af matsmönnum SÍF. Auk þess skilí Sölusambandið eftir sýni úr fiskinum sem Kíkis- matið gat skoð.að eftir aðfjifcur- inn var farinn úr landi. íy Saltfiskurinn er nú kominh á markað og hefur engin kvortun borist. Skipin sem fórufhieð ftskinn út voru Saga og Eldvík qg cr annað þeirra komið heim aftur. Við lestun skipanna stóðu tSRB verkfallsverðir í þeirri U áð skipið færi ekki úr landi fýrr en Ríkismatið tæki til starfa | gæfi sína stimpla á vöruna. að kont því ýmsum á óvart |egar þau voru skyndilega farin. AR LOFTRÆSTI- KERFI I GRIPAHUSIÐ?

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.