NT


NT - 15.11.1984, Side 23

NT - 15.11.1984, Side 23
Allsherjar- verkfall í Bólivíu La Paz-Reuter ■ Verkalýðssamtök Bólivíu lýstu yfir alisherjarverkfalli í fyrrakvöld þar til stjórnvöld legðu fram viðunandi lausn á efnahagsvanda landsins. Petta er sjötta allsherjarverk- fallið á þessu ári. í síðustu viku var tveggja daga allsherjar- verkfall til að þrýsta á stjórnvöld til að hækka laun, auka framboð á matvælum, lækka vöruverð og auka atvinnu. Verðbólgan í Bólivíu er nú rúmlega þúsund prósent á ári. Forseta landsins, Siles Zuazo, var rænt fýrr á þessu ári í mis- heppnaðri valdaránstilraun hersins. Nú ásaka verkalýðs- leiðtogar herinn fyrir að skipu- leggja nýja valdaránstilraun. Nú eru aðeins tvö ár síðan lýðræði var endurreist í Bólivíu eftir tveggja áratuga herstjórn. Síðan hefur forsetinn orðið að fást við innanlandsólgu, verkföll og yfirvofandi valdarán hópa innan hersins. Þurrkarnir í Afríku ■ Hungursneyð rfldr nú víða í Afríku og er ástandið í Eþíópíu einna verst. Þessi mynd var tekin í gær í búðum í Eþíópíu þar sem móðir og fjögur börn hennar borða dagskammt sinn. s.niamynd POLKOTO Mauritania næsta fórnar- lamb hungursneyðarinnar Ottawa-Reuter ■ Dr. Kenneth Hare, sér- fræðingur í breytingum á veðurfari í heiminum, segir að Mauritania verði líklega næsta fórnarlamb hungursneyðarinn- ar sem nú herjar í Afríku Minnkandi úrkoma síðastlið- inna 20 ára hefur neytt Maurit- aniumenn til að yfirgefa um þriðjung af landi sínu þar sem það var orðið ófrjótt. Flest bendi til þess að það muni líða margir áratugir þar til þetta land verður aftur hæft til rækt- unar. Um 800.000 manns hafast nú við í búðum þar sem matvæli eru af skornum skammti. Margt af þessu fólki er nú þegar illa haldið vegna vannæringar. Lítil úrkoma og ofbeit hefur leitt til þess að stór svæði í Vestur-Afríku hafa breyst í hálfgerðar eyðimerkur. Sér- staklega hefur ofbeitin verið alvarleg í Kenya og Madagascar en einnig í öðrum löndum. Sum- staðar stafar landeyðingin líka af því að fólk heggur tré í eldivið og skilur landið eftir bert fyrir eyðingarmætti náttúru- aflanna. Afríka er eina heimsálfan þar sem matvælaframleiðsla hefur dregist saman undanfarin ár á hvert mannsbarn. 15. nóvember 1984 23 Útlönd Heimsmet í mjólk- urfram- leiðslu 1983 Genf-Reuter ■ í fyrra voru framleidd um 500 milljón tonn af mjólk í heiminum sem mun vera heimsmet. Þessi mikla framlciðsla stafar m.a. af hagstæðum veðurskilyrðum á mikil- vægustu mjólkurfram- leiðslustöðunum. Fram- lciðslu aukningin frá því árið 1982 var næstum fjögur prósent en það ár hafði framleiðslan aukist um tvö prósent frá því árið 1981. Um tveir þriðju hlutar allrar mjólkur í heiminum eru framleiddir á fjórum framleiðslusvæðum, þ.e. í Efnahagsbandalagi Evr- ópu, Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og á Nýja Sjálandi og í Astralíu. Mjólkurframleiðsla á þessum svæðum jókst um 4,3 prósent þannig að nokkur samdráttur hefur orðið annars staðar. Reiknað er með því að mjólkurframleiðslan auk- ist ekki eins mikið nú í ár og í fyrra, m.a. vegna þess að aðildarríki EBE munu minnka mjólkurfram- leiðslusínaum l,6prósent í ár og 3,7 prósent á næsta ári. Chirico: Seldur á metprís New York-Reuter ■ Verk eftir súrrealistamálarana Giorgio de Chirico, Wilfredo Lamb og Francis Pacabia voru seld á metverði á uppboði hjá Christies-fyrirtækinu í New York fyrr í vikunni. Verk de Chiricos, sem er þekkt- astur þremenninganna, „Interiore Metafisico“ var selt á 350 þúsund dollara, en áður hafði verk eftir hann selst á mest 240 þúsund dollara. Á sama uppboði voru einnig boðin upp átta málverk eftir súr- realistann Max Ernst og seldust þau öll á mun lægra verði en búist hafði verið við. „Það mætti halda að verk Max Ernst væru ekki lengur í tísku,“ var skýring David Bathurst, forstjóra Christies. Jóhannesarborg: Svartur biskup 1 óhannesarborg-Reuter ■ Desmond Tutu biskup, sem fékk friðarverðlaun Nóbels í ár, hefur verið ráðinn sem fyrsti svarti biskup biskupakirkjunnar í Jó- hannesarborg. Blöð í Suður-Afríku halda því fram að miklar deilur hafi orðið í biskupakirkjunni þar vegna ráðningar Tutu en hann hefur getið sér orð fyrir eindregna and- stöðu við aðskilnaðarstefnu stjórnvalda. Hann hefur hvatt erl- end ríki til að draga úr stuðningi sínum við Suður-Afríku og beðið útlendinga um að hætta fjárfest- ingum í landinu. Tutu hefureinnig lýst yfir andstöðu við herskyldu í S-Afríku ■ Sænski læknirinn Carl-Gustav Groth þvær sér um hendurnar eftir að hafa fram- kvæmt fyrstu lifrarígræðsluna í Svíþjóð. Groth er læknir við Huddingasjúkrahúsið í SvíþjÓð. Símamjnd-POLFOTO Nicaraguastjórn: Býr sig undir inn- rás Bandaríkjamanna Managua-Reuter Nicaraguastjórn sendi í gær liðsauka til norðurhéraða landsins en þar telja leiðtogar í landinu líklegast að Banda- ríkjamenn muni gera innrás. Forseti þjóðarráðsins, Carlos Nunez vitnaði í leyniskýrslu í gær þar sem sagði að bandarískir herfræðingar hefðu valið héröðin Chinandega og Leon sem hugsanlega innrásarstaði. Þessi héröð eru nálægt landamærum Nicaragua og Honduras og eru jafn- framt mjög mikilvæg landbúnaðar- héröð. Bandaríkin hafa borið til baka að þau hafi á prjónunum innrás í Nicaragua en talsmaður í Pentagon varaði Nicaragua- stjórn við að Bandaríkin myndu grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að koma í veg fyrir árás Nicaragua á bandamenn sína í Mið-Ameríku. (Mfl W ULL n JULDAKUAPJUraua IM FYRIR FÓLKSBÍLA OG SENDIBÍLA GEFUR GOODWYEAR GRIPIÐ * Fastara gríp * öruggari hemlun * Hljóölátari akstur * Meiri e HEKLA HF Laugavegi 170-172 Sfmi 21240

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.