NT - 15.11.1984, Blaðsíða 7

NT - 15.11.1984, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. nóvember 1984 7 Konur á vinnumarkaði Nýju samnmgarnir ■ Skollaleikurinn kringum bónusinn ■ Konurnar skulu samt sem áður borga ■ Nú hefur mikið þrekvirki verið unnið. Loksins eftir langt samningaþóf, eina tvo þrjá mánuði er uppvakningurinn tvöföldu taxtarnir á leiðinni að kveðast niður. Á næsta ári í maímánuði er talið að þeim verði að mestu komið fyrir kattarnef. Konurnar sem urðu mest fyrir barðinu á honum og urðu að borga af bónusnum sínum til að ná lægsta kaupi í landinu voru ekki sáttar við málið og ekki heldur þeir sem unnu á eftirvinnu og næturvinnu á. margskertu kaupi. Fólki of- bauð og lagt hefur verið kapp á að ná þessum óskapnaði í burtu. En hvernig er það gert. Það er gert með því að færa saman lægstu taxtana og láta dagvinnutekjutrygginguna fá aðeins eina hækkun 9% á samningstímabilinu á meðan taxtarnir geta hækkað um 20- 27% á samningstímabilinu. Þannig næst í skottið á henni í maí með því að láta hana lækka hlutfallslega. Ekki með því að taxtarnir séu leiddir upp til hennar eins og mun nú hafa verið stefna hins almenna launa- fólks. Nei, heldur er hún leidd niður til tvöföldu taxt- anna. En hver verður að borga brúsann? Konurnar í bónusn- um, með því að reiknitala bónussins eða bónusgrunn- æskufólk í samvinnufélögum í því að vinna í anda hugsjón- anna um frið, gagkvæma tillits- semi og skilning, og um ein- ingu mannkyns. Jafnhliða þessu reyni þau að beina skap- andi kröftum æskunnar að því að efla framfarir, framþróun og samvinnu, jafnt í einstökum löndum sem á alheimsvett- vangi. í ályktuninni er lögð á það sérstök áhersla að þessu starfi þurfi samvinnufélög fyrst og fremst að halda uppi fyrir ungt fólk úr röðum starfsmanna sinna og félagsmanna. Þetta fólk þurfi félögin að hvetja eindregið til að taka þátt í því starfi sem fram fari innan ramma æskulýðsársins 1985. Af hálfu ICA er framkvæmda- nefnd þess síðan falið að fylgj- ast náið með öllu starfi Sam- einuðu þjóðanna að æskulýðs- málum á þessu ári og halda uppi samstarfi við þær í þeim efnum. Réttindi kvenna Staða og réttindabarátta kvenna hefur verið mikið til umræðu á vettvangi ICA síð- ustu árin, ekki síst innan kvennanefndar þess. Hún hef- ur starfað af mikilli atorku undir ötulli forystu konu sem heitir Ulla Jonsdotter og er frá Svíþjóð. Af hálfu Sambands- ins hefur frú Sigríður Thorla- cius verið fulltrúi í nefndinni um nokkurra ára skeið. Um þessi mál var samþykkt sérstök ályktun á þinginu. Þar er m.a. bent á að þrátt fyrir að mikið hafi áunnist sé samt enn langt í land með að markmið- um kvennaáratugar Samein- uðu þjóðanna 1976-85 hafi ver- ið náð. Því verði að beita öllum ráðum til að vekja sam- úð almennings í garð mála sem snerta vinnuöryggi kvenna, launajafnrétti, umönnun mæðra og barna, menntunar- tækifæri kvenna, starfsþjálfun þeirra o.s.frv. í þessum efnum verði samvinnufélög um heim allan að beita fréttablöðum sínum og öðrum fjölmiðlum af fyllstu ákveðni til að reyna að hafa áhrif á almenningsálitið. Þá er óskað eindregið eftir því við samvinnufélög að þau auki með öllum ráðum hlut kvenna í samvinnuhreyfing- unni og fjölgi konum í trúnað- arstöðum hjá sér. Loks er enn á ný lýst stuðningi við friðar- starf kvenna í samvinnufélög- um í öllum löndum, enda sé tryggur friður algjör forsenda þess að hægt sé að leysa þau vandamál sem tengjast jafn- réttisbaráttu kvenna. Aðrar ályktanir Þingið ályktaði um ýmislegt fleira, sem ekki verður rakið til neinnar hlítar hér. Þar á meðal var sérstök ályktun um heimsvandamálin, sem hér voru nefnd. í henni er lögð áhersla á mikilvægi þess að efla samvinnufélög í þriðja heiminum, ekki síst landbún- aðarfélög, í þeim tilgangi að auka fæðuframleiðsluna og velferð íbúanna í þessum heimshlutum. Líka er bent á mikilvægi þess að byggja upp alþjóðleg viðskiptafyrirtæki samvinnumanna og berjast á móti alþjóðlegum einokunar- hringjum. Sömuleiðis eru sam- vinnufélög hvött þar sérstak- lega til að gera allt sem í þeirra valdi standi til að reyna að leysafæðuvandann í heiminum og einnig að vinna að umhverfis- vernd. Ályktun um starf ICA næstu þrjú árin felur m.a. í sér að þar skuli lcggja áherslu á samskipti við aðildarsamböndin, upplýs- ingasöfnun og íræðslustarf, út- gáfustarfsemi ,eflingu samvinnu starfs og tengsl við stofnanir Sameinuðu þjóðanna. Sérstök ályktun fjallar um nauðsyn þess að halda uppi öflugu rann- sókna- og gagnasöfnunarstarfi um efni er varðasamvinnumál, m.a. í samstarfi við þá háskóla sem vinna að rannsóknum á sviðum sem tengjast þeim. Þá er einnig lagt til að ráðstefna um rannsóknir verði haldin á vegum ICA innan tveggja ára. Önnur samþykkt hvetur til þess að alþjóðleg viðskipta- tengsl milli samvinnufyrir- tækja verði stóraukin. í því efni verði reynt að hrinda úr vegi öllum hindrunum þar á, sem reynslan sýni að séu allt of víða fyrir hendi enn þann dag í dag. Aðild Kínverja? í fundarlok síðasta daginn var ákveðið að halda næsta þing ICA í Stokkhólmi í októ- ber árið 1988. Á blaðamanna- fundi að loknu þingi var m.a. skýrt frá því að Kínverjar hefðu leitað eftir inngöngu í ICA. Þar eru samvinnufélög með um 120 milljónir félags- manna. Væntanleg aðild þeirra er eitt þeirra mála sem kemur í hlut nýkjörinna stjórnenda ICA að fjalla um. urinn var lækkaður. Áður var þó búið að skerða hann með því, að reiknast af kaupi lægsta taxta eftir 1 ár. En nú er búinn til nýr taxti lægri en nokkur annar í landinu og langt fyrir neðan allt kaup og á þá tölu skal reikna bónusinn og kon- urnar í bónusnum koma út með lægstu prósentuhækkun að samningslokum. Eftir nýju samningunum verður fiskvinnu- taxtinn 9. fl. að 12. fl. og hann fær þá hækkun sem nemur 17,3%. Tímakaup hækkar úr 68.29 eftir 6 ára starf í 80.11 eftir 7 ára staf. En þá verður bónusgrunnurinn aðeins 67.00, eða 20% lægri en tíma- kaupið. Þeir sem eru á 15 ára starfsaldri fá bónusinn sinn reiknaðan af 25% lægra kaupi en tímalaun þeirra eru. Þannig hefur bónusgrunnur- inn breyst: Fyrir samninga: Eftir nýja sr Áfyrsta ári Eftir3ár Eftir 6 ár Eftir 15 ár Bónuslaun. 12. fl. 7 ára kaup 2.5% hærri Á fyrsta árí 4% lægri 5% lægri Eftir3ár 9% lægri 10% lægri Eftiróár 17% lægri 14% lægri Eftir7ár 20% lægri Eftir 15 ár 25% lægri ára kaupj 9.fl. Taxtak. BónusSamt. Taxtak. BónusSamt. Hækkun U100 68.29 12.44= 80.75 U100 80.11 13.40= 93.5115.8% U 20068.29 49.78=118.07 U 20080.11 53.60=133.7113.2% U 30068.29 87.11=155.40 U 200 80.11 93.80=173.9111.9% Þannig kemur í ljós að kon- urnar sem vinna í bónusnum hafa hækkað minnst eða að meðaltali um 13.6%. Þau starfsheiti sem færðust upp í 15. launaflokk eru störf sem að mestu leyti eru unnin af körlum og geta hafa hækkað um 18%, auk þess fengu þeir reiknitölu fyrir premíu, bónus og akkorðstaxta eftir 15. lfl. sem verða kl. 74.81 þegar Þetta eru mánaðarlaun þeirra kvenna sem hafa tvö- faldað sig í vinnu en vísu ekki í kaupi, segi og skrifa aðeins kr. 19.881. Þetta eru laun þeirra kvenna sem þræla sér út eftir bónuskerfinu, vinna hin vandasömu störf fiskvinnunn- ar með öllum sínum refsibónus og þeirri vandvirkni sem hann kallar á og allri þeirri spennu og harðræði í vinnubrögðum sem af konunum er heimtað og altaf er verið að auka og herða, án þess að neitt komi á móti, nema hvernig hægt sé að leika skollaleik í kringum þær með tvöföldum töxtum eða svikinni reiknitölu sem bónusinn er reiknaður af. Þannig er það eins og dæmin sýna, loddaraleikinn í bónusn- um, að þegar búið er að vinna 100% meira magn en fyrir fasta kaupið, tímakaup, man- aðarkaup - tvöfalda sig í vinnu - þá vantar enn kr. 6.081 til að tvöfalda sig í launum. Hver annar er konurnar í fiskinum rétta atvinnurekend- um og þjóðarbúinu svona ódýrt vinnuafl. Enda hefur það komið fram í skýrslum, að launakostnaður er aðeins 18% af kostnaði frystihúsanna og hefur lækkað úr 24-26% eftir reiknitala bónusvinnu í fisk- vinnu og saumaskap, vinnu kvenna, verður aðeins kr. 67.00. Þannig er skollaleikur- inn kringum bónusinn og kvennavinnuna. Ef ekki er hægt að ná kaupinu af konun- um með tvöföldu töxtunum þá skal .Jaað gert með reiknitölu fyrir bónusinn sem getur orðið 25% lægri en sá taxti sem unnið er eftir. bónus 30% 2.010 = 14.991 bónus 50% 3.350 = 16.331 bónus 100% 6.700 = 19.881 síðustu samninga. Skyldi þessi nýi samningur halda því í horfinu eða ná launakostnað- inum enn niður. En konurnar halda enn áfram að láta vinnu sína ódýrt af hendi. Leggja heilsu sína að veði og verða tæpast gjald- gengar á bónusmarkaði nema fram á miðjan aldur, vegna heilsuspillandi vinnuálags. Verkakonur, einhverntíma var sagt eitthvað á þessa leið: Ef þið viljið fá leiðrétt mál ykkar verðið þið að gera það sjálfar, enginn hjálpar ykkur nema ykkur takist að standa saman þegar þið hafið verið órétti beittar og það gerið þið með því að þjappa ykkur sam- an í hinum nýju fersku sam- tökum kvennahreyfinga í land- inu. Rísið þið upp konur og fellið samningana og látið færa bón- usinn til réttari og mannsæm- andi launa og framkvæmda, að öðrum kosti leggið þið þetta mannskemmandi og heilsu- spillandi þrælakerfi niður. Verkakonur, ykkar er næsti leikur. Taflið bíður. F.h. kvenna á vinnumark- aðinum Bjarnfríður Leósdóttir Herdís Ólafsdóttir Dæmi um vinnulaun kvenna í fiskvinnu í bónus, samkvæmt nýjum samningi: Mánaðarlaun eftir 3 ára starf 12.981, Mánaðarlaun eftir 3 ára starf 12.981, Mánaðarlaun eftir 3 ára starf 12.981, Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Framkvæmdastjóri: Sigurður Skagfjörð Sigurðsson Markaðsstjóri: Haukur Haraldsson Ritstjóri: Magnús Ólafsson (ábm). Fréttastjóri: Kristinn Haltarímsson Innblaðsstjóri: Oddur Ótafsson Tæknistjóri: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300 Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 25 kr. og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Verndum íslenskar framleiðsluvörur ■ í frétt á forsíðu NT í dag er greint frá því að henda verði íslenskum kartöflum þar sem inn- fluttarverksmiðjuunnar kartöflur flæði nú inn í landið í miklum mæli. Þessi sérkennilega stað- reynd varðandi rekstur hagkerfis okkar kallar á nánari umfjöllun. Á meðan þjóðin er að kafna í erlendum lántökum, þannig að skuldir okkar gagnvart útlöndum eru komnar yfir 60% af þjóðarfram- leiðslunni, erum við að eyða fé í að flytja inn vöru, sem við getum framleitt sjálf hér innan- lands. Petta gerum við sennilega af frelsisást. Á meðan íslenskir kartöflubændur eru að reyna að framleiða raunveruleg verðmæti með miklum erfiðleikum í harðbýlu landi, erum við að eyða dýrmætum gjaldeyri í að flytja inn erlendar kartöflur. Þetta gerum við sennilega af því við erum hlynnt frjálsum viðskiptum. Aðdáendur markaðshyggjunnar halda því fram, að sé framleiðandi ekki fær um að bjóða upp á samkeppnishæft verð á afurð sinni, ætti hann að snúa sér að einhverju öðru. Nú er það svo í þessu ákveðna tilviki, að dæmið er flóknara en það lítur út fyrir að vera. í fyrsta lagi eru íslenskir kartöfluframleiðend- ur hér að keppa við margniðurgreiddar, ríkis- studdar kartöflur úr Evrópubandalagslandi. Hinir íslensku framleiðendur eru hér því ekki að keppa við raunverulegt framleiðsluverð. I öðru lagi hefur verið gefið til kynna, að erlendir aðilar hafi undirboðið markaðinn með því að selja framleiðsluna undir kostnaðarverði. Þetta er vel þekkt aðferð til að losna við hina minni samkeppnisaðila á markaðnum. Þegar þeir eru horfnir hækkar verðið aftur og þeir stóru sitja einir að kökunni. í þriðja lagi ættum við að hafa í huga, að vinna eins og kartöfluframleiðsla skapar raunveruleg verðmæti á íslandi. Það sama verður ekki sagt um innflutning. í fjórða lagi ættum við ekki að gleyma þeirri atvinnu, sem þessi raunverulega framleiðsla skapar hér innanlands. í fimmta lagi er stórhættulegt að hugsa til þess að þekking og reynsla við innlenda framleiðslu, eins og t.d. við kartöflurækt, geti lagst niður og síðan gleymst með árunum. Það myndi geta reynst okkur afdrifaríkt á örlagatímum, eins og t.d. stríðstímum. Frjálshyggjumenn frumskóganna halda því fram, að við eigum að kaupa vöruna þar sem hún fæst ódýrust. Vel má vera, að það sé best fyrir kaupandann. En það þarf alls ekki að vera best fyrir þjóðina, eins og sést best á rökunum hér að ofan. Ef við færum þennan veg í fleiri greinum, myndum við enda uppi með að selja hvorum öðrum vörur án þess að framleiða nokkuð sjálf. Það þarf því að vernda íslenska framleiðslu gegn niðurgreiddum, erlendum vörum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.