NT - 23.11.1984, Page 7

NT - 23.11.1984, Page 7
vísitölur, sem við prófuðum hvernig hefðu komið út í for- tíðinni ef þær hefðu verið í gildi. Oft gefur fortíðin nokkra vísbendingu um hvað gæti skeð í framtíðinni. Menn þurfa að gera sér grein fyrir því, að hefði orkuverðið til ísal strax í upphafi verið tengt við byggingarvísitölu á íslandi væri orkuverðið hér nú 8-9 mill. Hið einkennilega er að engin verðtryggingarvísi- tala fannst, sem gæfi það verð sem nú hefur verið samið um. Niðurstaðan er því sú, að engin verðtrygging geti komið í stað endurskoðunarákvæðis. inga? Alþýðubandalagið lagði til í frumvarpi sínu um einhliða hækkun 15-20 mill er tengt verði heimsmarkaðsverði á áli. Frumvarpið um einhliða hækkun ber ekki í sér nein önnur verðtryggingarákvæði en tengingu við heimsmarkaðsverð á áli. Þann- ig staðfestu alþýðubandalags- menn að réðu þeir einir og þyrftu við enga að semja, myndu þeir tengja orkuverðið við heimsmarkaðsverð á áli. Þetta þurfa menn að hafa í huga þegar þeir meta fram- komna gagnrýni. I Alþýðubandalagið lagði fram frumvarp til laga á Alþþingi um einhliða aðgerðir, einhliða hækkun orkuverðs. Auðvitað er fróðlegt að bera þetta frumvarp saman við niðurstöður samninganna. ■ Guðmundur G. Þórarins- son. Annað atriði, sem menn verða að hafa í huga er, að þegar Alþýðubandalagið lagði fram frumvarp sitt voru aðstæður allar miklu betri en nú er. Þá var orkuverð til álvera miklu hætta en nú er og álverð hærra. Orkuverð hefur veirð lækkað verulega til áliðnaðarins allt í kringum okkur vegna erfið- leika í iðnaðinum. Niðurstaða: Samningurinn skilar orkuverði sem er nánast betra en Alþýðubandalagið viidi knýja fram einhliða þó samningurinn sé gerður þegar ytri aðstæður hafa stórversn- að. Verðtrygging Það er stór spurning hvernig orkuverðið verði best verðtryggt. Landsvirkjun lét gera margskonar viðmiðunar- Það varð því ofan á að tengja orkuverðið heimsmark- aðsverði á áli með ákveðnu gólfi og þaki, og fá fram endur- skoðun á 5 ára fresti. Líki mönnum þetta ekki er auðvit- að sá möguleiki að sækja fastar á um einhvers konar verð- tryggingu að 5 árum liðnum. En auðvitað er tenging við álverð að vissu marki verð- trygging. En hvað vildu menn fá fram áður en gengið var til samn- Endurskoðun í samningaviðræðunum við Alusuisse var auðvitað tekist verulega á um endurskoðun- arákvæði. Menn verða að gera sér grein fyrir því að við vorum að endurskoða samning sem hafði engin endurskoðunará- kvæði. Arangurinn varð tvö til þreföldun orkuverðs og endurskoðun á 5 ára fresti. Staðan að 5 árum loknum verðu því munk sterkari en hún var núna. Allir voru sammála um að hafa opnun samningsins að 5 árum loknum. Svisslending- arnir vildu hins vegar að sú opnun væri þröng, við vildum að hún væri sem víðust. Niðurstaðan varð síðan málamiðlun - eins og gengur í samningaviðræðum. Þar var mat okkar lögfræðinga að ákvæðið væri okkur glettilega sterkt og auðvitað grundvall- arbreyting frá því sem áður var. Í áðurnefndu frumvarpi minntist Alþýðubandalagið hins vegar hvergi á endurskoð- unarákvæði og geta menn síð- an dregið sinn lærdóm af því. Mat Landsvirkjunar er það að samningurinn sé íslending- um hagstæður. Ég hefði þó haft ýmislegt öðruvísi ef ég hefði ráðið því einn. Því er þó ekki að heilsa þegar tveir semja. Þessi grein dregur í stórum atriðum saman samanburð á samningunum og frumvarpi Alþýðubandalagsins um ein- hliða aðgerðir. Það alvarlega er hversu dregist hefur að ná þessum samningum. Ég fullyrði að unnt var að ná þeim miklu fyrr ef rétt hefði verið að staðið. Mat Landsvirkjunar er að skuldir fyrirtækisins væru um 2500 milljónum króna lægri í dag, ef þessi samningur hefði verið í gildi árin 1979-83. Tapast hafa um 500 millj. kr. á ári af hreinum aulaskap. Tapið nemur um 250 íbúð- um á ári. Hér sjá menn alvöru málsins. 500 millj. kr. á ári samsvara nettógjaldeyristekjunum af meðalloðnuvertíð. ■ Margar konur sóttu fundinn með formanni og varaformanni ■ Hluti þeirra kvenna sem sótti fundinn að Hurðarbaki í LFK að Borg í Grímsnesi. NT myndir: Unnur Villingaholtshreppi. Framsóknarkonur þinga á Suðurlandi ■ Landssamband framsóknarkvenna er nú með nýjung í starfí, þ.e. svokallaða landsbyggðar- fundi. Undanfarið hafa formaður Landssambandsins, Sigrún Sturludóttir, og varaformaður þess, Unnur Stefánsdóttir, komið á fjóra slíka fundi á Suðurlandi. Þrír þeir fyrstu voru haldnir í heimahúsum á Selfossi og í Flóanum og sá fjórði að Borg í Grímsnesi. Fundirnir hafa verið vel sóttir og margar konur gengið í landssamtökin. Fyrirhugað er að Landssamband framsóknarkvenna haldi fræðslunámskeið fyrir konur á Suðurlandi eftir áramótin. STJAS Framsóknarkonur á fundinum hjá Ásdísi á Selfossi ■ Framsóknarbollur borðaðar á fundinum hjá Önnu Guðrúnu í Holti. Föstudagur 23. nóvember 1984 7 Verö í lausasölu 25 kr. og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Framkvæmdastjóri: Sigurður Skagfjörð Sigurðsson Markaðsstjóri: Haukur Haraldsson Ritstjóri: Magnús Ólafsson (ábm). Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson i Innblaðsstjóri: Oddur Olafsson Tæknistjóri: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaóaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Stefnuræða forsætisráðherra ■ í gærkvöldi flutti Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, stefnuræðu sína á Alþingi eins og útvarps- og sjónvarpsáheyrendur urðu varir 'við. Óhætt er að segja, að þjóðin hefur beðið eftir þessari ræðu með óþreyju, því umbrotatím- arnir að undanförnu hafa breytt íslensku þjóð- félagi verulega á aðeins tveimur mánuðum. Um afleiðingar kjarasamninganna og þá sérstaklega um höfnun skattalækkunarleiðarinn- ar sagði Steingrímur m.a.: „Þegar ljóst varð, að kjarasamningar mundu ekki takast innan ofangreindra marka, ákvað ríkisstjórnin að bjóða víðtæka lækkun tekju- skatts og beita sér fyrir lækkun útsvars, enda yrðu peningalaunahækkanir minni og alls ekki meiri en svo, að hjöðnun verðbólgu og jafnvægi í efnahagsmálum yrði tryggt á árinu 1985. Um þetta varð því miður ekki samkomulag, heldur var farin hefðbundin leið peningalaunahækkun- ar. Þeir heildarsamningar, sem gerðir hafa verið, fela í sér a.m.k. 24 af hundraði hækkun launa á næstu 14 mánuðum, í stað 10-11 af hundraði hækkun launa, eins og gert var ráð fyrir í forsendum þjóðhagsáætlunar. Jafnframt eru launahækkanir þessar fyrst og fremst á fyrri hluta samningstímans. Ljóst var, að mikil alda verðhækkana mundi rísa í kjölfar þessara samninga. Öll innlend framleiðsla hækkar í verði, sérstaklega þar sem vinnulaun vega þungt. Útseld vinna í byggingar- iðnaði hækkar svipað og launin, og byggingar- kostnaður, sem breyst hefur tiltölulega lítið á þessu ári, hækkar mikið.“ Um aðgerðir ríkisstjórnarinnar sagði Stein- grímur eftirfarandi um takmark nýrrar efnahags- stefnu svo og ástandið í íslensku atvinnulífi: „Gegn afleiðingum þessarar þróunar er óhjá- kvæmilegt að snúast án tafar. Það mun ríkis- stjórnin gera og þá hafa eftirgreind megin- markmið að leiðarljósi: 1. Að rekstrargrundvöllur atvinnuveganna verði tryggður og atvinnuöryggi haldist. 2. Að lífskjör verði ekki lakari á árinu 1985 en í ár, og hagur þeirra sem lægstar tekjur hafa, verði sérstaklega tryggður. 3. Að gæta ýtrasta aðhalds með erlendum lán- tökum. 4. Að úr verðbólgu dragi að nýju á seinni hluta ársins 1985. Á þessu ári hefur komið í ljós umtalsvert misgengi í íslensku atvinnulífi, sem hefur valdið verulegum mismun á afkomu fyrirtækja og einstaklings. Þessi munur á stöðu greina hefur valdið spennu á vinnumarkaði og launaskriði. Ef ná á viðunandi jafnvægi í íslensku efnahagslífi, er óhjákvæmilegt að draga úr misgenginu með markvissum efnahagsaðgerðum, sem ríkis- stjórnin mun ákveða á næstunni.“

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.