NT - 23.11.1984, Side 11
Einkalíf á Akureyri
Síðasta sýning á laugardag
■ Laugardaginn 24. nóvem-
ber kl. 20.30 verður allra síð-
asta sýning á gamanleiknum
Einkalíf eftir Noel Coward
hjá Leikfélagi Akureyrar.
■ Sunna Borg og Gestur E.
Jónasson í hlutverkum sínum í
Einkalífí.
Þessi enski gamanleikur er
eitt af vinsælustu leikritum
þúsundþjalasmiðsins Noels
Coward, sem lést árið 1973,
eftir að hafa samið fjölda leik-
rita og söngva, leikið og leik-
sýnt og verið aðlaður fyrir sín
leikhússtörf.
Leikurinn gerist í Frakk-
landi árið 1930 í brúðkaups-
ferð tveggja hjóna úr breskri
yfirstétt; en leiðir þeirra sker-
ast með ævintýralegum afleið-
inum.
Þýðendur leikritsins Einka-
líf eru Signý Pálsdóttir og Jill
Brooke Arnason, sem jafn-
framt er leikstjóri. Hönnun
leikmyndar og búninga er Una
Collins. Lýsingu og leikhljóð
sér Alfreð Alfreðsson um.
Leikarar eru: Guðlaug María
Bjarnadóttir, Gestur E. Jónas-
son,Theodór Júlíusson, Sunna
Borg og Patricia Jónsson.
■ Úr leikritinu Gísl: Gleðikonurnar Ropeen og Colette (Soffía Jakobsdóttir og Guðrún S
Gísladóttir) ásamt Paddy (Sig. Rúnari Jónss.).
23. nóvember 1984 11
ber sl. Þýðandi er Þórarinn
Eldjárn, leikmynd og búningar
sér Jón Þórisson um, en leik-
stjóri er Gísli Rúnar Jónsson.
2. Dagbók Önnu Frank eftir
Goodrich og Hackett, sem
frumsýnt var í októberbyrjun.
Þetta er sannsögulegt leikrit
byggt á hinni frægu dagbók
gyðingastúlkunnar Onnu
Frank, sem dvaldist í felum
ásamt foreldrum sínum systur
og fleira fólki í tvö ár á
geymslulofti í Amsterdam
vegna ofsókna nasista. Þýð-
andi: Sveinn Víkingur. Leik-
mynd og búningar: Þórunn S.
Þorgrímsdóttir og Grétar
Reynisson. Leikstjóri: Hall-
mar Sigurðsson.
3. Agnes og almættið (Agn-
es of God) eftir John Piel-
meier. Frumsýning á þessu
leikriti er áætluð í desember-
byrjun. Þetta er nýtt banda-
rískt leikrit, sem vakið hefur
mikla athygli. Það gerist í
nunnuklaustri, að ein nunn-
anna eignast barn, sem finnst
látið. Þýðandi: Úlfur Hjörvar.
Frumsýning á Selfossi:
„Sem yður
þóknast“
eftir Shakespeare
■ Leikfélag Selfoss frumsýn-
ir gamanleikinn „Sem yður
þóknast" eftir William Shak-
espeare sunnudagskvöldið 25.
nóvember kl. 21.00 í Selfoss-
bíói.
Leikstjóri er Arnar Jónsson
leikari, og leikmynd er unnin
af Ólafi Th. Ólafssyni. Æfingar
hafa staðið yfir síðan í byrjun
október. „Leikurinn fjallar um
ástir og öfund sem að lokum
leysist farsællega eins og í
öllum góðum gamanleikjum,“
segir í kynningu frá leikfélag-
inu.
Leikarar í sýningunni eru 18
og fara nokkrir þeirra með
■Sigríður Ella Magnúsdóttir dansar sem Carmen.
■ Grænfjöðrungur er leikrit
fyrir börn sem fullorðna.
Fjölskyldusýning
á Grænfjöðrungi
Aukasýning á Car
men á laugardag
■ ÞarsemuppselteráCarm-
en á föstudags- og sunnudags-
kvöld hefur verið ákveðið að
hafa aukasýningu laugardag-
inn 24. nóvember og hefst hún
klukkan 20.00. í aðalhlutverk-
um ðru Sigríður Ella Magnús-
dóttir, Garðar Cortes, Simon
Vaughan og Ólöf Kolbrún
Harðardóttir.
■ Laugardaginn 24. nóv. kl.
15.00 verður sérstök fjöl-
skyldusýning á ævintýra-
leiknum Grænfjöðrungi, sem
Nemendaleikhúsið í Lindarbæ
sýnir um þessar mundir. Þarna
gefst foreldrum gott tækifæri
til að njóta góðrar skemmtunar
með börnum sínum. Miðasal-
an verður opin frá kl. 13.00 á
laugardag. Næsta sýningersvo
á sunnudag kl. 20.00.
Sýningum á Grænfjöðrungi
fer nú að fækka.
Fimm ný leikrit hjá LR
á leikárinu 1984-1985
■ Alþýðuleikhúsið sýnir um
þessar mundir Beisk tár Petru
von Kant eftir Fassbinder að
Kjarvalsstöðum. Um helgina
verða sýningar á laugardag og
sunnudag kl. 16.00 og á mánu-
dag kl. 20.30. Uppselt liefur
verið á allar sýningar. Miða-
pantanir í síma 26131.
■ Þórir Steingrímsson (Stóri Kláus) og Júlíus Brjánsson (Litli
Kláus).
Spænskflugan í Hornafirði
■ Leikhópur Mána í
Nesjum, Hornafirði frumsýndi
Spænskfluguna s.l. sunnudag.
Leikstjóri er Ingunn Jensdótt-
ir. Uppselt var á sýninguna og
virtust áhorfendur skemmta
sér hið besta.
Næstu sýningar verða í
kvöld, föstudagskvöld, sunnu-
dag, þriðjudag og fimmtudag.
Leikhópurinn áformarsíðan
að fara í leikferð á Berufjarð-
arströnd í byrjun desember.
■ María Sigurðardóttir í
hlutverki sínu í Beisk tár Petru
von Kant.
■ Frá uppsetningu á Spænskflugunni í Hornafírði.
Leikmynd: Steinþór Sigurðs-
son. Leikstjóri: Þórhildur
Þorleifsdóttir.
4. Draumur á Jónsmessu-
nótt eftir William Shakesp-
eare. Vinsælasti gamanleikur
hins merka leikritaskálds, en
það er um unga elskendur og
ævintýri. í samvinnu við Leik-
félagið verður Nemenda-
leikhús Leiklistarskóla
íslands. Þýðandi: Helgi Hálf-
dánarson. Leikmynd og bún-
ingar: Grétar Reynisson. Tón-
listarstjórn: Jóhann G. Jó-
hannsson. Leikstjóri: Stefán
Baldursson. Frumsýning á að
vera í lok janúar.
5. Nýtt íslenskt leikrit. Það
verður nánar kynnt síðar, en
frumsýning er áætluð um mán-
aðamótin mars/apríl.
Næstu sýningar eru:
Á föstudags- og laugardags-
kvöld eru sýningar á Önnu
Frank en á sunnudagskvöld er
55. sýning á hinu vinsæla verki
Gísl eftir Brendan Behan, en
á laugardagskvöld er miðnæt-
ursýning í Austurbæjarbíói á
skopleiknum Félegt fés, og er
aðgöngumiðasala á þá sýningu
í Austurbæjarbíói.
■ Benedikt Axelsson og Ellen Rist í leikritinu „Sem your
þóknast".
fleiri en eitt hlutverk, en alls Næstu sýningar verða þriðju-
standa 30 manns að sýning- daginn 27. nóvember og föstu-
unni. daginn30. nóvemberkl. 21.00.
Alþýduleikhúsið:
Uppselt
á hverja
sýningu
Litli Kláus og Stóri Kláus
■ Leikritið Litli Kláus og firöi. laugardag og sunnudag
Stóri Kláus verður sýnt um kl. 14.00
helgirta í Bæjarbíói í Hafnar-
■ Á leikárinu 1984-85 verð-
ur Leikfélag Reykjavíkur með
5 ný leikrit, auk þess sem tekin
verða aftur til sýningar tvö
leikrit frá fyrra leikári, leikritin
Fjöreggið eftir Svein Einars-
son og Gísl eftir Brendan
Behan.
1. Félegt fés eftir Dario Fo,
sem er nýjasti skopleikurinn
eftir þennan kunna höfund.
Frumsýning fór fram í septem-