NT

Ulloq

NT - 23.11.1984, Qupperneq 13

NT - 23.11.1984, Qupperneq 13
Útvarp laugardag kl. 19.35: „Veistu svarið“ í nýjum búningi ■ Gamall kunningi, í nýjum búningi þó, berst okkur á öldum ljósvakans ,að norðan á laugardagskvöld kl. 19.35. Er þar kominn þátturinn Veistu svarið? og verður hann á dagskrá öll laugardagskvöld á sama tíma fram að áramótum. Umsjón hefur Unnur Ólafs- dóttir og dómari er Hrafnhild- ur Jónsdóttir. „Þetta er spurningaþáttur í nýju formi, þó að nafnið hljómi kunnuglega í eyrum," segir Unnur Olafsdóttir. „Við ætlum að vera með sömu kepp- endurna alveg fram að ára- mótum og verður þetta keppni milli þeirra innbyrðis." Keppendur er u tveir og báð- ir útvarpshlustendum að góðu' kunnir fyrir yfirgripsntikla þekkingu á hinum ólíklegustu sviðum. Það eru þau Málm- fríður Sigurðardóttir á Jaðri, sem nú situr á þingi fyrir Kvennalistann, og Erlingur Sigurðsson, kennari. „Þetta er afskaplega frótt fólk og gaman að hafa það með sér," segir Unnur. „Þau hafa bæði verið áður í svona spurningaþáttum, en þá hefur það bara verið blásvarið, sem hefur komið þar fram. Núna verður heilmikill fróðleikur frá þeim að auki. Við erum að vona að með þessu nýja formi verði þessir keppendur hjá okkur svolitlir vinir hlustenda, fastagestir á heimilunum," segir Unnur, en eins og áður segir verða þætt- irnir á hverjum laugardegi á þessum sama tíma allt fram til áramóta rneð sömu keppend- um. MEGAS á fullu á tónleikunum. Sjónvarp laugardag kl. 21.10: MEGAS í sjónvarpinu ■ MEGAS hélt þann 9. nóv. s.l. söngskemmtun í Austur- bæjarbíói til mikillar gleði fyrir aðdáendur hans, sem höfðu lengi beðið þessarar söng- skemmtunar. Nú fá sjónvarps- áhorfendur að sjá og heyra frá þessari skemmtun kl. 21.10 í kvöld. Upptökufyrirsjónvarp- ið á hljómleikunum stjórnaði Viðar Víkingsson. í frétt daginn eftir tónleik- ana er í NT eftirfarandi klausa: „Megas brilleraði. Það var þrumustuð fyrir fullu húsi, þegar meistari Megas tróð upp eftir margra ára hlé. Kempan söng gömul og ný lög og náðist upp stemmning strax á fyrstu mínútu." Föstudagur 23. nóvember 1984 13 ijónv; stjórnmálasögu - fjórði og síðasti þáttur stæðisbaráttunnar. Þátturinn er að þessu sinni helgaður Jóni Magnússyni forsætisráðherra. Jón Magnússon hefur verið talinn einn lagnasti samninga- og stjórnmálamaður sem þjóð- in hefur alið. En það var einmitt hann sem fékk sam- bandsmálinu 1918 svo farsæl- lega ráðið tjl lykta, sem mest- um deilum hafði valdið innan- lands. Hann var þingmaður fyrir Vestmannaeyinga 1902 og þingmaður Reykvíkinga frá 1914. Foringi Heimastjórnar- flokksins varð hann eftir að Hannes Hafstein dró sig í hlé. Jón Magnússon var forsætis- ráðherra frá 1917-1926 með tveggja ára hléi frá 1922-1924. Jón Magnússon féll í kosn- ingum í Reykjavík 1919 og sat ekki á þingi fram til 1922. Hann naut mikils trausts sem stjórnmálamaður, langt út fyr- irraðireiginflokksmanna.sem kom fram í þeim einstaka at- burði að þingmenn skoruðu á hann að gefa kost á sér sem forsætisráðherra 1920. Eftirað Heimastjórnarflokkurinn leið undir lok og íhaldsflokkurinn var stofnaður 1924 gerðist Jón Magnússon leiðtogi hans og varð þá forsætisráðherra í þriðja sinn. Gegndi hann því starfi til dauðadags 1926. Sigríður Ingvarsdóttir stjórnmálafræðingur tók þátt- inn saman. Umsjónarmaður með henni er Sigríður Eyþórs- dóttir leikari. Tónlistarkrossgátan Breytt dagskrá ■ Jón Magnússon var þrísvar forsætisráðherra á árunum 1922-1926 og það m.a.s. þegar hann átti ekki sæti á þingi. Þá skoruðu þingmenn á hann að gegna forsætisráðherraemb- ættinu. ■ „Glefsur úr stjórnmála- sögu" verður á dagskrá útvarps á sunnudaginn kl. 13.30. Þetta er fjórði og síðasti þátturinn úr síðari hluta sjálf- ■ Síðastliðinn sunnudag kvöddu þeir félagar Ás- geir Tómasson og Páll Þorsteinsson, umsjónar- menn þáttarins S-2, hlust- endur þáttarins með pomp og prakt. Sunnudagsdag- skráin nú verður því með öðru sniði en undanfarið. Vinsældalisti Rásar 2 er á sínum stað og tíma, kl. 16-18, og umsjón hefur Ásgeir Tómasson. Páll Þorsteinsson hefur líka umsjón með þætti og hefst hann kl. 13.30. Þeirfélag- ar eru því ekki alveg búnir að segja skilið við hlust- endur sunnudagsútvarps Rásar 2 enn. Kl. 15-16 er svo Tónlist- arkrossgátan á dagskrá. ■ Erlingur Sigurðarson og Málmfríður Sigurðardóttir eru bæði Mývetningar. Þau hafa oft áður komið við sögu í spurningakeppni í útvarpinu og hafa komið hlustendum skemmtilega á óvart með nán- ast ótæmandi fróðleik sínum. Hvort þetta er mývetnskt ein- kenni skal ekki fullyrt! Rás2sunnudag kl. 15. Útvarp sunnudag kl. 13.30: Glefsur úr 19.50 Mannheimar Gunnar Stefáns- son les Ijóð eftir Heiðrek Guð- mundsson. 20.00 Um okkur Jón Gústafsson stjórnar blönduðum þætti fyrir ung- linga. 20.30 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.10 Evrópukeppni meistaraliða i handknattleik Hermann Gunn- arsson lýsir síðari hálfleik FH og ungverska félagsins Honved í Laugardalshöll. 21.40 Aðtafli Stjórnandi: Jón Þ. Þór. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Galdrar og galdramenn Umsjón: Haraldur I. Haraldsson. (RÚVAK). 23.05 Jasssaga: - Jón Múli Árnason. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 23. nóvember 10:00-12:00 Morgunþáttur Fjörug danstónlist. Viðtal, gullaldarlög, ný lög og vinsældalisti. Stjórnend- ur: Jón Ólafsson og Sigurður Sverrisson. 14:00-16:00 Pósthólfið Lesin bréf frá hlustendum og spiluð óskalög þeirra ásamt annarri léttri tónlist Stjórnandi: Valdís Gunnarsdóttir. 16:00-17:00 Jazzþáttur Þjóðleg lög og jazzsöngvar. Stjórnandi: Vern- harður Linnet. 17:00-18:00 I föstudagsskapi Þægi- legur músikþáttur í lok vikunnar. Stjórnandi: Helgi Már Barðason. 23.15-03.00 Næturvakt á Rás 2. Stjórnendur: Vignir Sveinsson og Þorgeir Ástvaldsson (Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00 og heyrist þá í Rás 2 um allt land). Laugardagur 24. nóvember 24:00-01:00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 01:00-03:00 Næturvaktin Stjórnandi: Kristin Björg Þorsteinsdóttir. (Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24:00 og heyrist þá i Rás 2 um allt land.) Sunnudagur 25. nóvember 13.30-15.00 Sunnudagsþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteinsson. 15.00-16.00 Tónlistarkrossgátan. Hlustendum er gefinn kostur á að svara einföldum spurningum um tónlist og tónlistarmenn og ráða * krossgátu um leið. Stjórnandi: Jón Gröndal. 16.00-18.00 Vinsældalisti Rásar 2. 20 vinsælustu lögin leikin. Stjórn- andi: ÁsgeirTómasson. Föstudagur 23. nóvember 19.15 Á döfinni UmsjónarmaðurKarl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs- dóttir. 19.25 Veröld Busters Þriðji þáttur. Danskur framhaldsmyndaflokkur í sex þáttum. Þýðandi ÓlafurHauk- ur Símonarson. (Nordvision- Danska sjónvarpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Sigrún Stefánsdóttir. 21.20 Skonrokk Umsjónarmenn: Anna Hinriksdóttir og Anna Kristín Hjartardóttir. 21.50 Hláturinn lengir lífið Fjórði þáttur. Breskur myndaflokkur í þrettán þáttum um gamansemi og gamanleikara í fjölmiðlum fyrr og síðar. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 22.20 Undir fjögur augu Ný sovésk biómynd. Leikstjóri: Nikita Mihajl- kof. Leikendur: Irina Kúptsénko og Mihail Úljanof. Hann og hún hafa verið skilin árum saman. Þótt maðurinn eigi nú aðra fjölskyldu er hann enn heimagangur hjá fyrri konu sinni og bregst hinn versti við þegar hún hyggst giftast aftur. Þýðandi Hallveig Thorlacius. 23.50 Fréttir i dagskrárlok Laugardagur 24. nóvember 16.00 Hildur. Fjórði þáttur Endur- sýning Dönskunámskeið i tíu þáttum. 16.30 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Enska knattspyrnan 19.25 Bróðir minn Ljónshjarta Þriðji þáttur. Sænskur framhaldsmynda- flokkur í fimm þáttum, gerður eftir sögu Astrid Lindgren. Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 í sælureit Þriðji þáttur. Breskur gamanmyndallokkur i sjö þáttum. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir.. 21.10 Megas Frá söngskemmtun i Austurbæjarbíói föstudaginn 9. þessa mánaöar. Upptöku stjórnaöi Viðar Víkingsson. 22.10 Nýtt úr heimi tískunnar Þýsk- ur sjónvarpsþáttur. Nokkrir þekkt- ustu tiskuhönnuðir i París sýna haust- og vetrartískuna i ár. Þýð- andi Jóhanna Þráinsdóttir. 23.00 Spítalalíf (MASH) Bandarísk gamanmynd fjrá 1970. Leikstjóri Robert Altman. Aðalhlutverk Don- ald Sutherland, Elliott Gold, Tom Skerritt, Sally Kellerman, Robert Duvall, Jo Ann Pflug, Gary Burghof og René Auberjonois. A neyðar- spítala Bandarikjahers, skammt frá viglínunni i Kóreustriöinu, starfa nokkrir herlæknar sem lita á striðið sem stundarbrjálsemi og haga orðum sínum og gerðum samkvæmt þvl. Sjónvarpið hefur áður sýnt allmarga þætti úr sam- nefndum gamanmyndaflokki sem gerður var i framhaldi þessarar biómyndar. Þýðandi ÞrándurThor- oddsen. 00.55 Dagskrárlok Sunnudagur 25. nóvember 16.00 Sunnudagshugvekja Séra Einar Eyjólfsson flytur. 16.10 Húsið á sléttunni 2. Nýi land- neminn - síðari hluti Bandarísk- ur framhaldsmyndaflokkur. Þýð- andi Óskar Ingimarsson. 17.00 Maðurinn sem trúiði að Jes- ús væri svartur Dönsk heimilda- mynd um bandariska málarann William Johnson og verk hans. Þessi svarti listamaður bjó um árabil meðal fiskimanna á Fjóni og átti danska konu. Um 1940 hvarf hann aftur til Bandarikjanna, skóp sér nýjan stil og er nú talinn einna merkastur málara úr röðum blökkumanna. Þýðandi Þorsteinn Helgason. (Nordvision - Danska sjónvarpið). 18.00 Stundin okkar Umsjónar- menn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp- töku: Valdimar Leifsson. 18.50 Hlé 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Um- sjónarmaður Guðmundur Ingi Krist- jánsson. 20.55 Glugginn Þáttur um listir, menningarmál og fleira. Umsjón- armaður Sveinbjörn I. Baldvins- son. 21.45 Dýrasta djásnið (The Jewel in the Crown) Annar þáttur. Breskur framhaldsmyndaflokkur i fjórtán þáttum, gerður eftir sagnabálkin- um. „The Raj Quartet” eftir Paul Scott. Aðalhlutverk: Tim Pigott- Smith, Susan Wooldridge og Art Malik. Myndaflokkurinn gerist á Indlandi áárunum 1942-1947, tím- um heimsstyrjaldar og sjálfstæöis- baráttu Indverja. í fyrsta þætti komu mest við sögu Hari Kumar, indverskur blaðamaður og mennt- aður i Bretlandi; Daphne Manners, bresk stúlka, nýkomin til Indlands og Ronald Merrick, lögreglustjóri, sem hefur illan bifur á Hari, ekki sist þegar þeim Daphne verður vel til vina. Þýðandi Veturliði Guðna- son. 22.40 lonesco tekinn tali Leikrita- skáldið Eugene lonesco fjallar um verk sin og hugðarefni; þjóðfélag- ið, lifiö og dauðann. Jafnframt er brugðið upp atriðum úr verkum hans sem flutt hafa verið i danska sjónvarpinu. Else Lideóaard ræðir við skáldið. Þýðandi Olöf Péturs- dóttir. (Nordvision - Danska sjón- varpið) 23.20 Dagskrárlok

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.