NT - 23.11.1984, Page 24

NT - 23.11.1984, Page 24
Föstudagur 23. nóvember 1984 24 ■ Utanríkisráðherra Dana, UfTe Gllemann-Jensen, og utanríkisráðherra Frakka, Claude Chcysson (t.h.), hittust í gær í Kaupmannahöfn. Utanríkisstefna beggja þessara ráðherra er nú harðlega gagnrýnd í löndum þcirra. Danska stjórnin hunsar vilja þingheims í kjarnorkumálum og franska stjórnin lét hafa sig að fíflí í Chad þegar hún trúði því að Líbýumcnn myndu draga her sinn í burtu um leið og Frakkar eins og þeir lofuðu. Símaraynd-POLFOTO Danska stjórnin hunsar þingvilja í varnarmálum Kaupmannahöfn-Rcuter ■ Forsætisráðherra Dana, Poul Schluter hefur ákveðið að hunsa vilja þingsins í varnarmálum þegar gengið verður til atkvæða um það í Sameinuðu þjóðunum hvort banna beri ríkjum að beita kjarnavopnum að fyrra bragði. Danir munu greiða at- kvæði gegn þessari tillögu ásamt öðrum NATO-ríkjum að Grikkjum undanteknum. Varnarmálanefnd danska þingsins lagði hins vegar til að Danir sætu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Um tíma leit út fyrir að þetta mál yrði til þess að kallað yrði til nýrra kosninga þar sem for- sætisráðherrann hafði hótað því ef þingheimur samþykkti vantraust á ríkisstjórnina vegna utanríkisstefnu hennar. En leiðtogi sósíal- demókrata, Anker Jörgen- sen, sagði í gær að flokkur hans hefði ekki sérstakan áhuga á kosningum núna þannig að líklega mun dönsku stjórninni líðast að hunsa vilja meirihluta al- þingismanna í þessu máli. Ford dráttarvél árg. ’77 í góðu standi og útliti. Verð kr. 215.000.- Snjóblásari „Horsma 230“ árg. ’81. Verð kr. 40.000.- Upplýsingar í síma 99-6048 og 91-38900 Notuð tæki til sölu vERÐ AÐEINS KR. 3.694,00 Skeljungsbúðin SÍÖumúla33 símar81722 og 38125 Einhell smergel 0G HVERFISTEINN SAMBYGGT í EINU TÆKI 26.000 tonna japanskt segl- flutningaskip Tokyo-Reuter ■ Fyrsta úthafsflutningaskip heims með tölvustýrðum seglum hóf jómfrúarferð sína í gærkvöldi frá japönsku höfninni Saki í Suður- Japan og var ferðinni heitið til Seattle. Nakamura-skipafélagið segir að þetta 26.000 tonna seglflutningaskip, sem einnig er búið vélum, sé væntanlegt til Seattle þann 8. desember. Þar verði skipið til sýnis fyrir almenning í smátíma en síðan muni það fara til Tacoma og sækja timbur fyrir japansmark- að. Á skipinu eru tvö tölvustýrð segl sem hönnuðir skipsins vonast til að verði til þess að minnka eldsneytisnotkun þess um 50% miðað við hefðbundin vélskip af svipaðri stærð. í þessari fyrstu ferð þess verður athugað hvort spá hönnuðanna um þennan mikla eldsneytis- sparnað reynist rétt. Sovétríkin: Gnægð hnappa en skortur á rennilásum Moskva-Rculer ■ SovéskadagblaðiðMenning kvartaði yfir því í gær að sovésk- ir karlmenn yrðu að ganga úr búð í búð í leit að rennilásum í buxur og neyddust síðan að láta sér nægja hnappa fyrir buxna- klaufina. Rennilásaskorturinn var eitt af fjölmörgum vandamálum sem blaðið taldi upp sem dæmi um að framleiðsluskipulagning- in tæki ekki nægjanlegt mið af óskum neytenda. Sovéskar búð- ir væru fullar af vörum sem enginn vildi kaupa á sama tíma og það væri skortur á rakvéla- blöðum, sápu, karlmannasokk- um, handklæðum, rúmfötum, baðmullarþræði, rafmagns- lömpum, saumavélum, þvotta- vélum og fyllingum fyrir kúlu- penna svo að fátt eitt væri nefnt. Blaðið kvað þetta allt mjög hversdagslega liluti en nauðsyn- lega - lífið væri mjög erfitt án þeirra. Konstantin Chernenko for- seti Sovétríkjanna sagði í ræðu í síðastliðinni viku að nú fyrst væri til nóg af sumarskóm þegar snjór væri yfir öllu. Sovéskir leiðtogar hafa hvatt til breytinga á neysluvöruiðnaðinum til þess að koma til móts við neytendur. Bruninn í Mexíkó: Ættingja leitað ■ íbúar í San Juan Exhuatepec-hverfi í Mexíkóborg leita vina og ættingja eftir brunann mikla og sprengingarnar sem þar urðu í gasstöð. Fólkið heldur á spjöidum með nöfnum þeirra sem það leitar. Nú er álitið að allt að því 500 manns hafi látið lífið í brunanum. Sums staðar var bruninn svo mikill að það var ekki hægt að finna neinar þekkjanlegar leifar af fólki sem lenti í honum. Margir hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að hafa leyft byggingu gasstöðvarinnar inni í miðju íbúðar- hverfi. Nú hefur verið fyrirskipuð rannsókn á öryggismálum 1 Öllum gaS- Og OlíUStÖÖVUm í MeXÍkÓ. Simamynd-POLFOTO

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.