NT


NT - 04.12.1984, Side 1

NT - 04.12.1984, Side 1
Ráðist á flugvélaræningja ■ Þessi mynd sýnir skyttur frá bandarísku alríkislögregl- unni FBI yfirbuga tvítugan flugvélaræningja sem hélt flugmanni og farþegum í gíslingu í fjóra tíma á Atlanta-flug- velli. Pilturinn er sagður eiga við eiturlyfjavandamál að Stríða. Símamynd: Polfoto. Gæsabændur og heilbrigðisyfir- völd í stríði Sjá bls 3. Sauðaketið verður að duga á jólunum: Svínakjöt upp- urið í landinu ■ Svínakjöt í landinu er nú víðast hvar á þrotum þar sem salan á svínakjöti i ár hefur verið talsvert meiri en í fyrra þegar enn voru til birgðir um áramót. I ár hafa verið framleidd sextánhundruð tonn af svínakjöti en fyrir um hálf- um mánuði voru aðeins eftir um fimmtíu tonn og þau eru nú vafalaust horfin eða um það bil að hverfa út til neyt- enda. Nóvember og enn frekar desember hafa verið helstu sölumánuðir svína- kjöts og því má búast við að margir eigi eftir að sakna þess að hafa ekki svínakjöt á borðum um jólin. Að sögn Halldórs H. Kristinssonar hjá Svínarækt- arfélagi íslands var ársfram- leiðsla á svínakjöti í fyrra ekki nema um þrettánhundr- uð tonn en þá voru fimmtíu tonn afgangs um áramótin. En, góðir íslendingar, þá er það bara sauðaketið á jólunum... Lóð fyrir tón* listarhús ákveðin: Öskjuhlíð vann með yfirburðum ■ Öskjuhlíðin vann með yfir- burðum í atkvæðagreiðslu á fundi samtaka um byggingu tónlistar- húss í gærkvöldi, sem æskilegasti staðurinn af þeim þrem sem til greina komu tjfcað byggja á tónlist- arhús í Reykjavík. Aðrir staðir sem til greina komu voru Laugar- dalur við Glæsibæ og Vatnsmýrin í grennd Norræna hússins. At- kvæði féllu þannig að Öskjuhlíð hlaut 41 atkvæði, Laugrdalur 18 atkvæði og Vatnsmýrin 11 at- kvæði. Samtökin munu því sækja um lóð í Öskjuhlíðinni. Á fundinum í gærkvöldi færði starfsmannafélag Sinfóníuhljóm- sveitar íslands samtökunum 30 þús. krónur í húsbyggingarsjóð tónlistarhúss. Á döfinni er nú út- boð um samnorræna samkeppni um að teikna tónlistarhús, en áætl- að er að það verði um 6.000 fermetrar- ■ í gær var sett upp jólatré við bústað borgarstjiórnar, Höfða. Fyrst borgin er farin að halda jól, ætli við hin getum þá ekki leyft okkur líka að byrja að brosa út í annað og farið að fara í jólaskap , enda stutt til jóla, aðeins 21 dagur og ekki ýkja langt þar til fyrsti „jólinn“ mætir í bæinn hress og kátur. NT-mynd: Róberi. Arnarflug: Keypti og seldi flugvél sama dag - og græddi 14 milljónir! ■ Ný farþeeaþota bættist í flugvélaflota Isiendinga fyrir helgina en stóð ekki lengi þar við þvf vélin var seld sama dag fyrir hærra verð en kaupverðið var. Arnarflug tók þessa vél, sem er af gerðinni Boeing 727, á leigu frá bandarísku fyrirtæki í byrjun ársins en endurleigði hana síðan nýju flugfélagi í Nígeríu. Eftir tvo mánuði var þeirri starfsemi hætt og þá leigði Arnarflug vélina til Tunis Air til loka október. Þegar því verkefni lauk ákvað Arnarflug að nýta sér kauprétt á vélinni. Kaup- samningar voru undirritaðir í Bandaríkjunum á föstudag og var kaupverðið 2.378.500 dollarar. En sama dag seldi Arnarflug vélina öðru bandarísku fyrirtæki fyrir 2.727.000 dollara og þannig hækkaði vélin um 350 þús- und dollara á einum degi eða um 14 milljónir íslenskra króna. í samtali við NT í gær- kvöldi sagði Agnar Friðriks- son, framkvæmdastjóri Arn- arflugs, að skýringin á þess- unt mismun lægi í því að kaupverð vélarinnar er mið- að við daginn sem kauprétt- arákvæðið var sett í leigu- samning Arnarflugs og fyrri eigenda vélarinnar sem var fyrr áþessu ári, en söluverðið miðast við markaðsverð nú. Eftirspurn eftir þessum vél- um er mikil nú og sagði Agnar að nokkrir aðrir aðilar hefðu óskað eftir að kaupa þessa vél. Vélin verður afhent nýjum eigendum20. desembern.k. Ólympíumótið í skák: Jón vann Hecht í 120 leikjum! - og enn er von um gott sæti ■ Jóni L. Árnasyni tókst það, sem fáir höfðu búist við, að vinna biðskák sína við V- þýska stórmeistarann Hecht úr 12. umferð Ólympíumóts- ins í Grikklandi, en skákin fór tvisvar í bið. Jón hafði peð yfir er skákin fór í bið í fyrra sinnið og í seinna sinnið voru aðeins drottningarnar eftir og tvípeð Jóns á gJínu. Vestur-Þjóðverj- inn gaf skákina þegar 120 leikir höfðu verið tefldir. Eftir jafnteflið við Dani í 13. umferð er íslenska sveitin í 16.-19. sæti ásamt Frökkum, Pólverjum og Áströlum. Búist er við að karlasveitin mæti Albönum í síðustu umferð- inni, en það var þó ekki öruggt í gærkvöldi. Ef góður árangur næst á íslenska sveitin ennþá von um að ná góðu sæti, því að hver vinningur getur fært hana upp um mörg sæti. Besti árangur íslenskrar sveitar á Ólympíu- móti í skák náðist á mótinu í Havanna 1966, en þá urðu íslendingar í 11. sæti. Enn er möguleiki á að það met verði slegið. Þess má geta að íslend- ingar eru nú efstir Norður- landaþjóðanna. Sovétmenn hafa þegar tryggt sér sigur í mótinu, þótt ein umferð sé eftir. Þeir hafa 38>/2 vinning, en Bandart'kja- menn, sem koma næstir, hafa 34 vinninga.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.