NT - 04.12.1984, Side 14
Þriðjudagur 4. desember 1984 14
■ Þessi börn una glöð við sitt á einu af dagheimilum borgarínnar. Þar komast þó færri að en vildu,
ef marka má biðlistana á dagvistarstofnanirnar. Biðtími getur orðið allt að tvö ár, og sumir fá aldrei
inili. NT-mynd: Sverrir
Nýtt dagheimili við Hraunteig í Reykjavík, sem var formlega tekið í notkun nú fyrir stuttu.
NT-mynd: Sverrir
Hvar á barnið mitt að vera?
I Dagvistarmál hafa af og til skotið upp kollinum
undanfarin ár og ýmsir hafa lýst áhyggjum af ástandinu
á þeim vettvangi. Sem dæmi má nefna að biðlistarnir hjá
| dagvistarstofnunum höfuðborgarinnar hafa stöðugt verið
\ að lengjast og virðist lítilla úrbóta vera að vænta í náinni
; framtíð. í nóvember voru þegar komin á sjötta hundrað
| barna á biðlista dagheimilanna í Reykjavík og rúmlega
1100 börn biðu þess að komast á leikskólana. Verður hér
einkum stuðst við heimildir um dagvistarstofnanir á
höfuðborgarsvæðinu þó ástandið sé síst skárra víða um
land.
Leikskólar í Reykjavík eru
tuttugu og sex og rúma þeir
2.059 börn. Um síðustu áramót
voru 1.138 börn á biðlista en alls
bárust 1.250 umsóknir á árinu.
Gift fólk eða sambýlisfólk á
helst von um að komast með
börn sín inn á leikskólana, enda
Segja má, að þörfin fyrir
dagvistarrými haldist í hendur
við aukna þátttöku kvenna á
vinnumarkaðnum sem á sér
1 gildar ástæður, jafnt félagslegar
sem efnahagslegar. Við núver-
andi aðstæður í efnahagslífi
þjóðarinnar, þar sem allir eru
kvaddir út á vinnumarkaðinn til
þess að hafa í sig og á, virðist þó
| ekki um marga kosti að ræða.
Umönnun og uppeldi barna hef-
ur að sama skapi tekið gagnger-
unt breytingum þar sent uppeld-
ishutverkið hefur að rniklu leyti
flust út af heimilinum yfir á
skóla og dagvistarstofnanir.
Engu að síður virðist sem bæjar-
og sveitarfélög hafi ekki búið
sig undir þá öru þróun sern
orðið hefur á síðustu árum,
Iteldur hefur sparnaður í rekstri
sveitarfélaga, þvert á móti,
komið niður á dagvistarstofnun-
í um, ekkert síður - jafnvel frem-
ur en öðrunt þáttum. Afleiðing-
in er sú að meginþorri almenn-
| ings hefur orðið að grípa til
nnnarra ráða, jafnvel að láta
börn sín ganga „sjálfala" eftir
I að komið er af ungbarnaaldrin-
um.
Hverjir hafa aðgang
að dagvistarstofnunum?
Á síðasta ári starfrækti
Reykjavíkurborg tuttugu og
fimm dagheimili með 1.082 dag-
vistarrými. Á fimmta hundrað
barna var á biðlista í lok ársins
en alls bárust sjöhundruð um-
sóknir.
í reglum um innritun á dag-
heimili Reykjavíkurborgar er
miðað við aðstæður foreldra
sem hér greinir:
Einstæðir foreldrar 60%
Háskólastúdentar 16%
Aðrir námsmenn 10%
Giftir foreldrar/sambúð 10%
Erfiðar heimilisástæður 4%
í umsóknum giftra foreldra
og sambýlisfólks er farið eftir
aldursröð umsókna á biðlista,
„að svo miklu lcyti sem aidur
barns og óskir um staðsetningu
dagheimilis leyfa“. Hins vegar
miðast vistun við þriggja ára
aldur og er tekið við umsóknum
þegar barn hefur náð tveggja og
hálfs árs aldri. Meðalbiðtími
þessara barna á biðlista er 9,6
mánuðir en getur orðið mun
lcngri.
Börn háskólastúdenta og
annarra námsmanna sem eru
giftir eða í sambúö, geta dvalist
á dagheimili allt að þremur
árum en ekki lengur. Sé námi .
lokið áður en þau tímamörk
renna út ber að rýma plássin.
Meðal biðtími þessara barna er
eitt ár en getur orðið rúm tvö
ár.
Börn einstæðra foreldra geta
dvalist áfram á dagheimili í allt
að eitt ár eftir að foreldri giftir
sig eða hefur sambúð. Einstæðir
foreldrar þurfa þó að leggja
fram staðfestingu frá T rygginga-
stofnun ríkisins um mæðra- eða
feðralaun viðárlegaendurnýjun
umsóknar. Meðal biðtími þess-
ara barna er þrír mánuðir.
Á síðasta ári voru rekin tíu
skóladagheimili á vegum borg-
arinnar, en það eru eingöngu
börn einstæðra foreldra sem
eiga aðgang að þeim. Umrædd
skóladagheimili hafa yfir að ráð
rúmum tvöhundruð rýmum og
rúmuðust þar öll börn sem áttu
umsóknir.
■ „Við núvcrandi ástand er uppeldisskilyrðum barna stefnt í
hreina hættu. Þörfin fyrir heildagsvistun er brýnni en nokkru sinni
fyrr,“ segir Guðrún Jónsdóttir, fulltrúi Kvennaframboðsins í
borgarstjórn Reykjavíkur.
hafa aðrir hópar forgang á dag-
heimilunum. Þó er alltaf eitt-
hvað af börnum einstæðra for-
eldra sem vistast á leikskólum
og eins hafa námsmenn fengið
þar inni fyrir börn sín, þó í
litlum mæli sé. Leikskólar bjóða
ekki upp á heilsdagsvistun en
foreldrar geta haft börn sín í
gæslu allt að fimm tíma á dag.
Á síðasta ári voru tæplega sextíu
börn einstæðra foreldra á leik-
skólum, og rúmlega áttatíu börn
námsmanna. Megin þorri barn-
anna var' þó börn giftra for-
eldra eða níuhundruð og ellefu
börn.
f ársskýrslu um dagvistun
barna á vegum Reykjavíkur-
borgar árið 1983, kemur fram
að hlutur yngstu barna á biðlist-
um er mjög stór og fer vaxandi.
í sambærilegri skýrslu frá 1981
kemur einnig fram að flest börn
sem eru á biðlistum leikskól-
anna eru úr Breiðholtinu, eða
44% barnanna. Þá þegar hafði
hlutur yngstu barnanna aukist
verulega.
Dagmæður
Á meðan beðið er eftir dag-
vistarrými, eða þegar sú von er
brostin, grípa margir til þess
ráðs að koma börnum sínum í
gæslu til dagmæðra. Á síðustu
mánuðum síðasta árs voru 977
börn í dagvistun á einkaheimil-
um, en á sama tímabili voru 355
dagmæður starfandi með tilskil-
in leyfi. Starfsemi dagmæðra er
hinsvegar mjög sveiflukennd
eftir árstíðum. Á tímabilinu
janúar og fram í apríl, í fyrra,
losaði fjöldi dagmæðra þrjú-
hundruð og fjöldi barna var
814. Frá maí og fram í ágúst
vbru dagmæður hinsvegar 231
og fjöldi barna í gæslu þeirra
541. Starfsemin virðist hinsveg-
ar vera mest á haustmánuðum
og fram til áramóta.
Vistun á einkaheimilum hefur
ýmsa kosti og einnig ókosti.
Einn helsti ókosturinn erótraust-
ur starfstíini dagmæðra. Þær
geta hætt störfum með mánaðar
fyrirvara og þurfa ekki að skuld-
binda sig til neins ákveðins
tíma. Þannig voru tæp sex-
hundruð og fimmtíu börn eða
65% sem fengu vistun hjá dag-
mæðrum í sex mánuði eða skemur
á síðasta ári, en einungis 115
eða 20,3% sem voru eitt ár eða
lengur hjá sömu dagmóður.
Þessi óvissa hefur augijósa
ókosti í för með sér fyrir bæði
foreldra og börn.
Að sögn Margrétar Sigurðar-
dóttur, deildarstjóra hjá Dag-
vistarheimilum Reykjavíkur-
borgar, þá eru ýmsar ástæður
fyrir þessum sveiflum í starfs-
tíma dagmæðra. Margrét sagði
að gæsla á einkaheimilum væri
óviss atvinnuvegur, og dagmæð-
urnar hefðu sjálfar enga trygg-
ingu, til lengri eða skemmri
tíma. Talsvert væri um það að
börn flyttu á milli hverfa eða
fengju inni á leikskólum eða
dagheimilum, svo orsökin fyrir
þessum fjölda sem vistast í
skamman tíma hjá dagmæðrum
væri enganveginn einhlít.
Þess má geta að stór hluti
barna sem vistast hjá dagmæðr-
um er undir tveggja ára aldri
eða 41,3%. Margrét gat þess
ennfremur að þær dagmæður
sem nú væru starfandi í höfuð-
borginni önnuðu enganveginn
eftirspurninni.
Þá er einhver hópur dag-
mæðra starfandi sem ekki hefur
tilskilin starfsleyfi. Samkvæmt
upplýsingum Dagvistarheimila
Reykjavíkurborgar, þá liggur
fjöldi þeirra dagmæðra sem
starfa á „gráa markaðnum" ekki
ljós fyrir enda eru þær hvergi
skráðar. Dagvistarheimili
Reykjavíkurborgar leitast liins-
vegar við að hafa eftirlit með
því að konur starfi með til-
skilin leyfi, en þó er aldrei
hægt að girða fyrir þessa starf-
semi, ekki síst meðan þörfin er
svo brýn sem nú. Umræddar
dagmæður eru ekki bundnar
neinum taxta við gjaldtöku fyrir
vistun, og heyrst hefur að marg-
ar taki ríflegra gjald fyrir vikið,
en þær sem starfa með leyfi. En
eins og áður sagði þá liggja
engar tölulegar upplýsingar fyr-
ir í því efni.
Gæsluvellir
Auk þeirra dagvistarstofnana
sem nefndar hafa verið hér að-
framan, hafa um árabil verið
reknir gæsluvellir á höfuðborg-