NT


NT - 04.12.1984, Side 2

NT - 04.12.1984, Side 2
Blóðsöfnun úr rangæskum hryssum í sumar: Um 1.500 krónur fyrir blóð úr hverri hryssu ■ Rangæskir hrossabændur fengu nú nýlega greiddar 1.500 krónur fyrir blóð ór hverri bryssu sem skilaði fullum 25 lítrum blóðs í blóðsöfnun í sum- ar er leiö, eða um 60 kr. fyrir hvern lítra. Alls var safnað blóði úr um 400 hryssum á vegum Rangæingadeildar Hagsmunafé- lags hrossahænda og fyrirtækis- ins G. Ólafssonar h.f. Aö áliti Magnúsar Finnboga- sonar á Lágafelli er mest urn vert að blóðið verður nú unnið hér á landi aö öllu kyti, þannig að út verður flutt fullkomið iyfjaefni. Þetta komi til með að skapa nokkur ný atvinnutæki- færi í lífefnaiðnaði. Gangi vinnsla og sala að óskum geti viðbótargreiðsla fyrir blóðið komið síðar. Magnús sagði blóðsöfnunina hafa verið í nokkurri lægð sl. tvö ár vegna markaðsörðugleika hins danska fyrirtækis sem keypt hefur blóðið. því ekki hefur tekist að selja það. Þridjudagur 4. desember 1984 2 ■ Patreksfirðingum þykir nú vel búið að ungviöi staðarins í hinum nýja leikskóla sem þar var tekinn í notkun fyrir skömmu. NT-mynd Sigurður Viggóssun Nýr leikskóli opnaður á Patró Frá rréttaritara NT á Fatreksfirði, Sig. Viggóss.: ■ Nýr leikskóli var fyrir skömntu tekinn í notkun á Patr- eksfirði. Leikskólinn, sem rúm- ar 40 börn í tveim deildum, er svo til fullsetinn nú þegar. Þykir Patreksfiröingum nú vel búið að ungviði staðarins. Forstöðu- maður leikskólans er Jóhanna Leifsdóttir fóstra og auk hennar starfar ein fóstra og einn þroska- þjálfi ásamt fleira starfsliði. Byggingarframkvæmdir voru í höndum heimamanna og er byggingin í alla staði hin’ vand- aðasta. Tillaga um gerð úttektar á „svartri atvinnustarfsemi“ ■ „Á það er skylt að benda að svört atvinnustarfsemi er ekki að- eins bundin iönaði, hún þrífst í ýmsum atvinnugreinum. Það eru ekki aðeins atvinnurekend- ur sem slíka iðju stunda. Það er algengt að launþegar, sem margir stunda aðalstarf sitt hjá fyrirtækjum sem bera þær at- vinnurekstrarlegu kvaðir sent ríkisvaldið leggur þeim á herðar, hverfi að reglubundnum vinnutíma loknum til starfa við „svarta atvinnustarfssemi" í beinni samkeppni við aðalat- vinnuveitanda sinn." Svo segir m.a. í greinargerð með þingsályktunartillögu unt skipun nefndar til að gera úttekt á „svartri atvinnustarf- semi“ hér á landi. Flutningsmenn tillögunnar eru Stefán Guðmundsson, Tómas Árnason, Guðmundur Bjarnason, Þórárinn Sigurjóns- son, Björn Líndal og Davíð Aðalsteinsson. I greinagerðinni segir að „svarti atvinnustarfssemi" megi skipta í tvo flokka. 1. Skattsvik, þar sem fjármunum er velt án þess að staðið sé í skilunt með opinber gjöld. 2. Atvinnustarfssemi án tilskil- inna leyfa. Tillagan gerir ráð fyrir að nefndin skili áliti fyrir árslok 1985. En fyrir þrautseigju fyrir- tækisins G. Ólafssonar h.f. hafi þcirn nú tekist að finna nýjan kaupanda - belgískt dótturfyrir- tæki bandaríska lyfjafyrirtækis- -ins Synfix. Að það fyrirtæki vill kaupa héðan blóð á viðunandi verði sé fyrst og fremst heil- brigði íslcnsku hrossanna að þakka. Magnús sagöi nú stefna í það að veruleg aukning geti orðið í blóðsöfnuninni og úrvinnslu úr því á næsta ári. Sovésk kvikmynda- vika í Reykjavík ■ Sovésk kvikmyndavika hófst í Regnboganuni á laugardag og verður henni fram haldið til föstudags. Frumsýningarmyndin var Anna Pavlova eftir leikstjórann Emil Lotianu. Margar aðrar athyglisverðar myndir verða sýndar í vikunni og rétf að hafa snör handtök. Þessarmvndirvoruteknar viðopnunina. NT-myndirjtóbert HREVFILL ÆTLAR ÞÚ ÚT AÐ SKEMMTA ÞÉR. TAKTU EKKIÁHÆTTU. LÁTTU OKKUR SJÁ UM AKSTURINN. VIÐ LOKUM ALDREI. Akureyri um helgina: Fimm rúður brotnar ■ Fimm rúður voru brotnar á Akureyri um helgina og eru þrjú brotanna að mestu upplýst. Þar var á ferðinni einn og sarni aðilinn, og óvíst er hvort fleiri tengjast málinu. Rúðurnar voru í verslunarhúsnæði í miðbænunt og var brotamaðurinn ölvaður. engir þjófnaðartilburðir voru hafðir uppi. Hinar rúðurnar tvær voru brotnar á gull- smíðaverkstæði í miðbænum og í verk- smiðjuhúsnæði utan miðbæjarins. Allar upplýsingar um þau eru vel þegnar hjá lögreglunni. Fyrirlestrar og námskeið um málefni vangefinna ■ írski uppeldisfræðingurinn dr. Roy McConkey sem hefur um áratugi fengist við rannsóknir á kennslu vangefinna er nú væntanlegur til iandsins á vegum nokk- urra kennslustofnana og félagasamtaka. Hann er m.a. kunnur sem höfundur bók- anna: „Let me play'L „Let með speake" og „Teaching handicapped child." Dr. McConkey mun flytja erindi í Kennaraháskóla Islands þann fjórða des- ember kl. 16.00 um kennslu vangefinna. Að kvöldi sama dags flytur hann síðan crindi á vegunt Félags ísl. sérkennara og Félags talkennara og talmeinafræðinga, um tungumálakennslu vangefinna. Þá flyt- ur hann erindi á vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar og Styrktarfélags vangef- inna í Norræna húsinu á miðvikudag kl. 20.30. Nefnist erindið „How to Change the communiti attitude to mentally retar- ded people.“

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.