NT


NT - 04.12.1984, Side 5

NT - 04.12.1984, Side 5
Þriðjudagur 4. desember 1984 Könnun á högum fiskvinnslufólks: 5 Fimmta hver kona með vöðva* bólgu vegna atvinnu sinnar Bónusinn fer illa með heilsuna ■ „Útkoman er mjög skugga- leg hvað varðar atvinnusjúk- dóma og vinnuaðstæður, og hún mun leiða til verulegra breyt- inga á bónusnum, eða að hann verði lagður niður,“ sagði Guð- mundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannasambands íslands, þegar könnun á heilsu- fari, vinnutilhögun, aðbúnaði og félagslegum aðstæðum fisk- vinnslufólks var kynnt á 35. þingi ASÍ í síðustu viku. Niður- stöðurnar voru prentaðar í bækling, sem var dreift meðal þingfulltrúa. Höfundarnir eru Gylfi Páll Hersir og Sigurlaug Gunnlaugsdóttir, en ásamt þeim tók Jónas Gústafsson þátt í framkvæmd könnunarinnar. Könnunin, sem fór fram snemma vetrar 1982, leiddi m.a. í ljós, að á næstu 12 mánuðum á undan hafði þriðja hver kona, sem tók þátt í könnuninni, leit- að lækninga vegna vöðvabólgu, sem var algengasti kvilli hjá þeim. Þá hafði fimmta hver kona fengið staðfestingu læknis á að hún þjáðist af vöðvabólgu, sem mætti rekja til vinnunnar. Alls leitaði 71% fiksvinnslu- kvenna lækninga á þessu tíma- bili. Algengasti sjúkdómur, sem hrjáir karlmenn í fiskvinnslu, er bakverkur eða sköddun á baki og nefndu 18% karlanna þann krankleika. Næst algengasti sjúkdómurinn var hálsbólga eða slæmt kvef, 13%, og síðan kvörtuðu 11% um vöðvabólgu. Þegar spurt var um sjúkdóms- einkenni kom í ljós, að konur höfðu að meðaltali 4.5 sjúk- dómseinkenni, en karlar 2.1. Einungis 14%' kvenna höfðu ekkert sjúkdómseinkenni, en 31% karla. Þannig reyndist heilsufar kvenna í fiskvinnslu mun lakara en heilsufar karl- anna, og þegar borið var saman ástand heilsufars og launakerfi það, sem viðkomandi vann eftir, kom í ljós, að þeir sem vinna í einstaklingsbónus eru lang verst á sig komnir. Þegar spurt var um aðbúnað á vinnustöðum kvörtuðu þátt- takendur í könnuninni mest um þrjú atriði. Um 80% karla og kvenna kvörtuðu undan hávaða á vinnustað, 60 og 67% um hál gólf og 62 og 67% um kulda. Þá kom í Ijós, að mjög fáir, 10% hjá konum og 19% hjá körlum, höfðu kvartað undan aðbúnaði til trúnaðarmanns. Þegar slíkt var gert fengust oftast einhverj- ar úrbætur. Aðeins 12% kvenn- anna og 20% karlanna höfðu tekið þátt í umræðum um örygg- is- og aðbúnaðarmál og 23% kvenna og 32% karla töldu að öryggi væri ábótavant á vinnu- stað sínum. Fjöldi annarra athyglisverðra niðurstaðna kom út úr könnun þessari og má þar t.d. nefna til viðbótar, að um 57% fiskvinnslu- kvenna með böm á aldrinum 0-6 ára kváðust ekki geta unnið fullan vinnudag vegna skorts á bama- gæslu. Meðal vinnutími, sam- kvæmt könnuninni, reyndist vera 37 stundir á viku hjá konum og 49.5 stundir hjá körlum. Félagsleg þátttaka fiskvinnslufólks reyndist lítil og þegar spurt var um ástæð- umar, svöruðu t.d. 14% kvenn- anna því til, að það væri vegna skorts á sjálfstrausti. Algengasta ástæðan hjá körlum var langur vinnudagur. Könnun þessi var unnin í sam- vinnu Alþýðusambands íslands og Verkamannasambandsins og studdi félagsmálaráðuneytið verk- efnið fjárhagslega. Könnunin náði til rúmlega 800 fiskverkunarfólks um allt land og bámst svör frá um 93% þeirra, sem fengu spuminga- listann. Sams konar könnun var einnig gerð á högum iðnverkafólks í fata- og vefjariðnaði og er rit með niðurstöðum hennar væntan- legt í þessari viku. Þar kom m.a. í ljós að vegna slæmrar lýsingar, vondra stóla og vinnuborða þjáist verkafólk í þessum iðnaði af augn- þreytu, vöðvabólgu og bjúg í fótum. Nánar verður sagt frá þess- ari könnun, þegar hún hefur verið birt. Við skulum að lokum gefa orðið konu um fertugt, sem tók þátt í könnuninni: „Vinnan göfgar ekki manninn, sem vinnur erfið- ustu störfin fyrir lægstu launin. Gaman væri að sá dagur rynni upp, þegar atvinnurekendur hætta að tala um góðgerðarstarfsemi sína við verkafólk.“ Listasafn íslands: Tíu fremstu Ijós- myndarar Frakka -sýna myndir sínar ■ Sýning á verkum eftir tíu af fremstu ljósmyndurum Frakk- lands á 20. öld er opin í Listasafni Islands og stendur til 9. desember næstkomandi. Þetta er farandsýning á vegum Nútímalistasafnsins í París og hingað er hún komin fýrir milligöngu franska sendiráðs- ins á íslandi. Meðal tímenninganna, sem eiga myndir á sýningunni er Henri Cartier iBresson, sem er einn frægasti ljósmyndari þessarar aldar og hefur tekið margar myndir, sem þekktar eru um heim allan. í hópnum em einnig tvær konur, þær Claude Batho og Sabine Weiss. Aðrir ljósmyndarar, sem eiga myndir á sýningunni eru Edouard Boubat, Jean-Phil- ippe Charbonnier, Jean Di- euzaide, Robert Doisneau, Gilles Ehrmann , Marc Ribo- ud og Jean-Loup Sieff. Sýningjn í Listasafni íslands er opin virka daga kl. 15.30-18 og kl. 13.30-22 um helgar. ■ Hér er ein þeirra mynda, sem hægt er að sjá á sýngunni í Listasafhi íslands þessa dagana. Jurtalíf í Þjórsárverum ■ Fimmtudaginn 6. desember flytur dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir fyrirlestur með litskyggnum um jurtalíf og vistfræði Þjórsárvera. Fyrirlesturinn verður haldinn í fyrirlestrarsal raunvísindadeildar Háskólans að Hjarðarhaga 2-4 og hefst kl. 20.30. Eins og vitað er eru Þjórsárver eitt af náttúruundrum Islands, sí- frera-svæði með miklu fugla- og jurtalífi. Dr. Þóra hefur undanfar- in ár rannsakað Þjórsárverin með tilliti til þess að hægt sé að forast skemmd svæðisins af virkjana- framkvæmdum. Það er Fuglaverndarfélag ís- lands sem stendur fyrir fyrir- lestrinum og er öllum heimill aðgangur. FIAT UNO Um þessarmundirverður 20.000. SODASTREAM vélin seld hér á landi. í tilefni af þessum tímamótum hefur Sól hf. ákveðið að færaeinhverjum SODA STREAM eignda FIAT UNO bíl að gjöf. Það er ekki ónýtt að fá slíkan farkost í nýársgjöf. Nafn hins heppna verður dregið úr ábyrgðarskírteinum allra SODA STREAM eigendamillijóla mun nafn hans birtast í dagblöðunum í EIGIRÞU ÓKEYPISBÍL!

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.