NT - 04.12.1984, Qupperneq 3
Þriðjudagur 4. desember 1984 3
Axel Thor-
steinsson
látinn
■ Axel Thorsteinsson,
rithöfundur og blaðamað-
ur er látinn. Hann var
fæddur í Reykjavík 5.
mars 1895, sonur Stein-
gríms Thorsteinssonar
skálds og rektors og konu
hans Birgittu Guðríðar
Eiríksdóttur.
Eftir skólagöngu hér
heima og erlendis helgaði
hann ævi sína ritstörfum.
Dvaldi í Bandaríkjunum
og Kanada árin 1918 til
1923 og var sjálfboðaliði í
her Kanadamanna fyrstu
tvö árin þar ytra. Frá 1924
til ’38 veitti hann frétta-
stofu blaðamannafélags
íslands forstöðu eða til
þess tíma að hún var lögð
niður. Gaf út Sunnudags-
blaðið 1923 en hóf sama ár
störf hjá Morgunblaðinu.
Var síðar við Vísi og að-
stoðarritstjóri hans um
nokkur ár frá 1961. Frá
1938 til '77 vann hann við
fréttastörf og sem þulur
hjá ríkisútvarpinu. Eftir
Axel liggur mikill fjöldi
þýðinga auk eigin skáld-
sagna, leikrita og ljóða.
Heilbrigðisyfirvöld í Reykjavík:
Reyndu að stöðva sölu
á borgf irskum gæsum
þrátt fyrir að tilskilin leyfi væru fyrir hendi
■ Stríð hefur að undanförnu
staðiö milli heilbrigðisyfirvalda
í Reykjavík og gæsaræktar-
bænda í Borgarfirði vegna slátr-
unar hinna síðarnefndu í slátur-
húsi þeirra á Kleppjárnreykj-
um. Oddur Rúnar Hjartarson,
yfirmaður Heilbrigðiseftirlitsins
í Reykjavík, reyndi að stöðva
slátrun þessa þrátt fyrir að til-
skilin leyfi væru þá fengin. Telja
bændur að með aðgerðum sín-
um hafi Oddur stórminnkað
sölumöguleika í Reykjavík.
„Sala í verslanir í Reykjavík
hefur gengið verr vegna alls
þessa - og einn kaupmaður
sagði við mig að þetta yrði erfitt
fyrir okkur fyrst Oddur væri á
móti þessum gæsum,“ sagði
Þorvaldur Pálmason gæsabóndi
í Runnum í Borgarfirði. Oddur
Rúnar vildi ekki ræða þessi mál
við NT, en kaupmenn sem blað-
ið ræddi við staðfestu að þeir
tækju helst ekki vörur í sölu
sem Oddurog hans menn hefðu
illan bifur á.
Gæsabændurnir fengu bráða-
birgðaleyfi hjá landbúnaðar-
ráðuneytinu til gæsaslátrunar
eftir að í Ijós kom að fuglaslátr-
un ísfugls í Hreiðri gat ekki
annað þessari slátrun. Var leyf-
ið gefið að fengnum jákvæðum
umsögnum heilbrigðisyfirvalda
og dýralæknis í Borgarfirði.
Þessari leyfisveitingu mótmælti
Oddur Rúnar í bréfi til ráðu-
neytisins og útbjó jafnframt
dreifibréf til verslana í Reykja-
vík þar um. Kaupmenn voru
varaðir við að selja þessar gæsir.
Mótmælum Odds var ekki sinnt
í ráðuneytinu enda talið utan
hans verkahrings að gefa umsögn
um slátrun utan Reykjavíkur.
Jafnframt var dreifing á umræddu
dreifiriti stöðvuð og er ekki
talið að það hafi farið út til
verslana. Engu að síður telja
bændurnir að Oddur Rúnar hafi
.með aðgerðum sínum stórdreg-
ið úr möguleikum þeirra til að
selja vöru sína í Reykjavík.
Nefndi Þorvaldur í Runnum því
til stuðnings að gæsirnar hafi
selst mjög vel í Hafnarfirði en í
miklu færri verslanir í Reykja-
vík.
Ræktun á þessum gæsum,
sem eru hreinræktaðar ítalskar
aligæsir, er ný af nálinni og eru
Borgfirðingar nýbyrjaðir í þess-
ari gæsarækt. „Það er reiðarslag
að fá svona viðtökur því hér er
verið að fara í nýja búgrein og
við höfunt lagt höfuðáherslu á
að fá sem besta vöru. Þetta
endar með því að menn gefast
upp á þessu og það fyrir til-
verknað eins rnanns," sagði Þor-
valdur Pálntason í samtali við
NT. Alls var slátrað um 600
gæsum frá 10 gæsabændum í
sláturhúsinu á Kleppjárnsreykj-
um. Sýni voru tekin úr kjötinu
og það sett á markað eftir að sú
niðurstaða hafði fengist úr rann-
sókn að kjötið væri í lagi.
■ Starfsfólk sláturhússins á Kleppjárnsreykjum, talið frá vinstri:
Þorvaldur í Runnum viðmælandi NT, Stefán Eggertsson, Sigríður
Einarsdóttir, Hulda Kolbrún Guðjónsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir
og Ragnhildur Gestsdóttir.
■ Myndarfugl, hvað sem heiIbrigðisyfírvöld segja.
mmmmmmmar
Nýtt met í skákeinvíginu:
Stysta skákin
- tefld í gær í Moskvu
■ Anatoly Karpov og Garri
Kasparov fengu mjög góðar við-
tökur áhorfenda í gær þegar
þeir settust að 29. einvígisskák-
inni íkeppninni um heimsmeist-
aratitilinn í skák. Áhorfendur
voru ekki jafn ánægðir þegar
skákinni lauk með jafntefli eftir
aðeins 13 leiki.
Kasparov hafði svart og valdi
Slavneska vörn í fyrsta sinn í
einvíginu. En þó Karpov notaði
talsverðan tíma í byrjun skákar-
innar var samið um jafntefli
eftir 13 leiki og er þetta stysta
skák einvígisins til þessa.
Skákin fer hér á eftir:
1. RO-d5; 2. d4-Rf6; 3. c4-e6;
4. Rc3-c6; 5. e3-Rbd7; 6. Bd3-
dxc4; 7. Bxc4-b5; 8. Be2 Bb7; 9.
a3-b4; 10. Ra4-bxa3; 11. bxa3-
■ Og fyrir börnin voru kökur, hattar og djús. Nr-mjnd sieinunn
Kópasteinn 20 ára
Be7; 12. 0-0 -0-0; 13. Bb2-c5.
Og hér sömdu meistararnir um
jafntefli.
Háskólafyrirlestur:
Staða íslands
í öryggisstefnu
Bandaríkjanna
■ William Arkin flytur fyrir-
lestur í boði félagsvísindadeild-
ar Háskóla íslands, þriðjudag-
inn 4. desember og nefnist fyrir-
lesturinn: Iceland’s Position in
US Security Policy (staða ís-
lands í öryggisstefnu Bandaríkj-
anna).
William Arkin starfar við In-
stitute for Policy Studies í Was-
hington DC, sem undanfarna
tvo áratugi hefur staðið fyrir
víðtæku rannsóknar- og útgáfu-
starfi. Arkin hefur umsjón með
rannsóknarverk.efni stofnunar-
innar um „vígbúnaðarkapp-
hlaupið og kjarnorkuvopn."
Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30
í stofu 102 í Lögbergi húsi
Lagadeildar H.í. og er hann
öllum opinn.
■ „Germönsk málfræðirit
miðalda" nefnist fyrirlestur sem
Fabrizio D. Rascellá flytur á
miðvikudagskvöld í stofu 422 í
Árnagarði í boði heintspeki-
deildar Háskóla íslands og ís-
■ Mikil afmælishátíð var á
dagvistarheimilinu Kópasteini í
Kópavogi á föstudaginn. Börn
og starfsfólk fagnaði 20 ára
lenska málfræðifélagsins. Fyrir-
lesturinn verður fluttur á ís-
lensku.
Fabrizio er lektor í ger-
manskri málfræði við Flórenshá-
afmæli heimilisins með því að
hafa opið hús og bjóða öllum
fyrrverandi börnum, starfsfólki,
og einnig fyrirmönnum bæjarins
skóla og dvelur nú á íslandi við
rannsóknir. Hann hefur rn.a.
séð um vísindalega útgáfu á
annarri málfræðiritgerðinni í
Snorra-Eddu.
til veislu.
„Við erum stolt af þessu
fyrsta dagvistarheimili í Kópa-
vogi“, sagði Heiðrún Sverris-
dóttir fóstra m.a. í ávarpi sínu,
en hún hefur verið forstöðu-
maöur heimilisins sl. 6 ár.
Þegar heimilið var opnað fyrir
20 árum voru þar 38 börn á
tveim deildum. Núna eru deild-
irnar 4 þar af ein leikskóladeild
og þrjár dagheimilisdeildir. Á
heimilinu eru nú 83 börn og þar
vinna 25 starfsmenn í 19 stöðu-
gildum.
( ávarpi bæjarstjóra, Krist-
jáns Guðmundssonar, kom
fram að árið 1972 biðu 17 börn
eftir dagvistarplássum en þá
voru dagvistarheimilin tvö í
bæjarfélaginu. Nú rekur Kópa-
vogsbær 8 dagvistir fyrir börn
en það bíða 297 eftir plássum.
Það er því Ijóst.að þróun dag-
vistarmála hefur verið hröð, en
langt er í Iand að bæjarfélagið
fullnægi eftirspurn fyrir börn í
dagvist.
Germönsk málf ræðirit miðalda
—
Hverakippur
í Hveragerði
■ Lítilsháttar jarð-
skjálftakippur fannst í
Hveragerði í gærmorgun
og er talið að hann hafi átt
upptök sín á svokölluðu
Hengilssvæði norðan við
Hveragerði. Að sögn Páls
Einarssonar hjá Raunvís-
indastofnun er talið að
kippurinn hafi verið tvö til
tvö og hálft á Richter-
kvarða og standi ef til vill
f sambandi við það jarð-
hitasvæði sem þarna er.