NT - 04.12.1984, Page 7
Þriðjudagur 4. desember 1984 7
Hólalax h.f.:
Norðmenn vilja
kaupa meira
af gönguseiðum
Frá Erni Pórarinssyni frctlaritara NT í
Fljótum:
■ Hjá Hölalaxi h.f. var á liönu
sumri unnið að undirbúningi
þess að auka framleiðslugetu
fiskeldisstöðvarinnar, en það er
talinn vænlegasti kosturinn til
að létta rekstur fyrirtækisins,
rn.a. með tilliti til þess að mögu-
leiki virðist á að selja talsvert
magn gönguseiða til Noregs.
Þetta kom franr á aðalfundi
Hólalax h.f. fyrir árið 1983, sem
haldinn var á Hólum í Hjaltadal
sunnudaginn 2. des. í reikning-
um fyrir árið 1983 kom fram að
heildartekjur námu 2.972.000
krónum, en rekstrargjöld
3.174.000 krónum.
Nú í ár voru seld seiði fyrir
um 4.250.000 krónur og er útlit
fyrir að rekstur Hólalax h.f. hafi
gengið mun betur á þessu ári en
1983, þótt niðurstöðutölur liggi
ekki fyrir. Hjá Jóni Stefánssyni
framkvæmdastj. kom fram að í
ár voru seld um 200 þúsund
sumaralin seiði og um 100 þús.
gönguseiði. Munaöi þar mestu
salan til Noregs, en þangað fóru
35.000 stykki, sem Norðmenn
borguðu fyrir 9 kr. norskar á
seiði. Þá gat framkvæmdastjóri
þess að seiðaeldi á yfirstandandi
ári hafi gengið nijög vel, engir
sjúkdómar herjað ogseiðadauði
því verið lítill..
Á aðalfundinum var öll stjórn
Hólalax h.f. endurkjörin til
næsta árs. Formaður er Þor-
steinn Ásgrímsson, Varma-
landi.
Hjá fiskeldisstöð Hólalax
starfa að jafnaði 2 fastir starfs-
menn auk framkvæmdastjóra.
■ Aristokratinn heitir ný hársnyrtistofa Villa rakara, Vilhelms Ingólfssonar, að Síðumúla 23. Aristókratinn er vel búinn tækjum
og innréttingum, en á stofunni er hægt að sinna tíu viðskiptavinum samtímis. Þá hefur Aristókratinn sérstaka aðstöðu, aðskilda frá
öðru húsrými stofunnar, til að sinna þeim sem vilja hressa upp á útlitið með hártoppum.
Leið-
rétt-
ing
■ Á síðustu við-
skiptalífssíðu var farið
rangt með að veitinga-
og gistihúsarekstur afl-
aði 7% af gjaldeyris-
tekjum þjóðarinnar.
Rétt er að ferða-
mannaþjónustan öll
aflar þessara gjaldeyr-
istekna.
ALUSUISSE
STÆKKAR í
NOREGI
í samvinnu við Norsk Hydro
■ Svissneska álfélagið hyggst
nú í samvinnu við Norsk
Hydro stækka Sördal álverk-
smiðju sína í Husnes í Suður-
Noregi urn 50%. Eftir stækk-
unina verður afkastageta verk-
smiðjunnar 100 þúsund tonn á
ári.
Til samanburðar má geta
þess að afkastageta álverk-
smiðjunnar í Straumsvík er 88
þúsund tonn á ári, en þar hefur
ennfremur verið rætt um 50%
stækkun.
Verksmiðjubyggingin í
Sördal er bundin því að norska
ríkisstjórnin ábyrgist sölu á
nægilegri orku til verksmiðj-
unnar svo og hlutist til um
útvegun lánsfjár.
En samfara stækkuninni
hyggst Alusuisse minnka eign-
arhlut sinn í Sördal fyrirtækinu
úr 75% í 50%, en Norsk Hydro
auka sinn hlut að sama skapi.
■ KRON hefur opnað nýja matvöruverslun við Furugrund 3 í Kópavogi. Verslunarhúsnæðið er fimm hundruð
fermetrar að stærð, en við hönnun þess var lögð áhersla á að aðbúnaður fyrir viðskiptavini væri sem allra bestur.
í versluninni verður bæði boðið upp á matvöru og heimilisvörur í miklu úrvali.
Landssamband lífeyrissjóða;
Aldraðir fái
greiðslur úr eigin
lífeyrissjóðum
■ Landssamband lífeyrissjóða
telur að sá 15 ára umþóttunar-
tími, sem ákveðinn var í lögum
uni eftirlaun til aldraðra 1969,
sé orðinn fullnægjandi og að
hver lífeyrissjóður eigi að sinna
félagslegri skyldu sinni við aldr-
aða félagsmenn viðkomandi
stéttarfélags og hefja grciðslur
til þeirra frá næstu áramótum.
Jafnframt telur sambandið að
stjórnvöld eigi að taka á sig
fjármögnun lífeyris til þeirra
lífeyrisþega, sem ekki hafa átt
aðild að stéttarfélagi, sem 'aka
nú lífeyri frá Umsjónarnefnd
eftirlauna. Þetta kemur fram i
samþykkt aðalfundar Lands-
sambands lífeyrissjóða.
Þá skorar sambandið á stjórn-
völd að fella niður þá skattlagn-
ingu á lífeyrisgreiðslur, sem
felst í því að lífeyrisgreiðslur
sjóðanna skerða tekjutryggingu
almannatrygginga. Sem dæmi
er tekið að 100 kr. hærri lífeyrir
frá lífeyrissjóði geti valdið 45
kr. lækkun átekjutryggingu við-
komandi lífeyrisþega.
„Skrítin
blanda“
... sagði Brigid
■ Stúdentaleikhúsið frum-
sýndi um helgina nýja dagskrá
sem nefnist „Skrítin blanda" ...
sagði Brigid. Er þetta dagskrá
unnin úr nýjum íslenskum
skáldsögum og ljóðabókum.
Þær bækur sem unnið hefur
verið úr eru: Ekkert slor, eftir
Rúnar Helga Vignisson, Ydd,
eftir Þórarin Eldjárn, Þel, eftir
Alfrúnu Gunnlaugsdóttur, Með
kveðju frá Dublin, eftir Árna
Bergmann, Maður og haf, eftir
Véstein Lúðvíksson, Við
gluggann, eftir Fríðu Á. Sigurð-
ardóttur, Gaga, eftir Ólaf
Gunnarsson, auk útkominna
handrita eftir Gyrði Elíasson,
Sveinbjörn I. Baldvinsson, Lilju
K. Möller, Sigfús Bjartmanns-
son og Stefán Snævarr. Leik-
stjóri er Guðmundur Ólafsson
en samantektinni stjórnuðu Páll
Valsson og Helgi Grímsson.
Sýningar verða í Félagsstofn-
un Stúdenta, 6., 7., 8. og 9.
desember og hefjast kl. 21.00.
Tekið er á móti miðapöntunum
í síma 17017.
Sjóréttarfélagið:
Fyrir-
lestur
um
sjóveð
■ Fræðafundur í Hinu
íslenska sjóréttarfélagi
verður haldinn á morgun,
miðvikudag kl. 17.00 í
stofu 103 í Lögbergi, húsi
lagadeildar Háskóla
íslands. Það er Guðrún
Ásta Sigurðardóttir sem
reifar efnið „Sjóveð", en
hún sérhæfði sig í því efni
og skrifaði um það lokarit-
gerð til embættisprófs í
lögfræði.
Fundurinn er öllum
opinn, og benda má á að
tillögur um breytt ákvæði
um sjóveð liggja fyrir Al-
þingi og málið því í brenni-
depli.