NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 04.12.1984, Qupperneq 8

NT - 04.12.1984, Qupperneq 8
Einar Hannesson: ■ Klak og eldi á laxi og silungi hefur seinustu áratugi verið hlutfallslega mest á land- inu í Reykjavík og í Gull- bringu-og Kjósarsýslu. Þetta má m.a. rekja til laxaklaks við Elliðaár um áratuga skeið og hagstæðra náttúruskilyrða hér á Reykjanessvæðinu. Þau gæði felast í gnægð af lindarvatni, heitu vatni úr iðrum jarðar, auk hins heita jarðsjávar á utanverðu Reykjanesi. Er þá ógetið um hina gífurlegu gufu- orku, sem bíður þess að verða beisluð fyrir m.a. fiskeldið. Brautryðjendastarf í hafbeit Eins og kunnugt er hefur verið unnið brautryðjendastarf í laxeldisstöðinni í Kollafirði í laxahafbeit, en fyrsti laxinn skilaði sér inn í stöðina 1964. Eru því liðin 20 ár frá þeim tímamótum. Alls hafa um 40 þúsund laxar úr sjó gengið inn í Kollafjarðarstöðina þessi 20 ár en það er svipað og laxveiðin á landinu s.l. sumar. Með starfseminni í Kollafirði hefur verið lagður góður grundvöllur að stórfelldri hafbeit á laxi. Stöðugleiki hefur um árabil verið í endurheimtu göngu- seiða sem fullvaxinn lax úr sjó. Sama gildir um sleppingu gönguseiða af Kollafjarðar- stofni, sem Lárósstöðin hefur fengið og höfð hafa verið í netkvíum um skeið áður en Þriðjudagur 4. desember 1984 8 Vettvangur þeim var sleppt til sjávar. Að vísu voru heimtur á þessu ári, bæði í Kollafirði og Lárós lakari en undanfarin ár, og kemur það að þessu sinni heim við lélegar heimtur villta laxins í ám landsins. Það minnir okk- ur á að við verðum að beygja okkur fyrir óhagstæðum skilyrðum í náttúrunni (um- hverfi fisksins í sjó). Öld liðin frá því laxaklak hófst hérlendis Fyrsta laxaklak hér á landi var að Reynivöllum í Kjós árið 1884 og eru því 100 ár á þessu hausti frá því að sú klakstarf- senti hófst. Það var séra Þor- kell Bjarnason, sem sá um klakið. En áður hafði Arthur Feddersen, danskur fiski- Skriður að komast á laxahafbeitina fræðingur lagt á ráðin í þessu skyni og fengið til landsins sænskan mann, Johnsen að nafni, til að leiðbeina séra Þorkatli um laxaklakið. 10milljóna göngu- seiðastöð í Vogum Nýlega var frá því greint í fjölmiðlum, að stefnt væri að því að reisa stóra hafbeitarstöð á Vatnsleysuströnd á næstu árum. Fuílbyggð 1989 mun stöðin eiga að geta framleitt árlega 10 milljónir gönguseiða af laxi. Það er Fjárfestingarfé- lag íslands og erlent fyrirtæki, sem standa fyrir stórfram- kvæmd þessari. Vandaður undirbúningur Undirbúningsstarf á vegum nefndra aðila í Vogum hefur m.a. farið fram á vettvangi seinustu þrjú árin, þar sem sleppt liefur verið gönguseið- um af laxi af Kollafjarðar- stofni. Það hefur verið gert árlega þessi ár og hafa full- vaxnir laxar skilað sér úr sjó. Jafnframt hefur verið reynt að búa í haginn fyrir göngulaxinn seinasta spölinn inn í hafbeit- arstöðina í Vogum. Heppileg staðsetning Vissulega má segja, að það sé engin tilviljun, að hafist sé handa um byggingu stórrar stöðvar í Vogum og henni sé þannig valinn staður á Reykja- nesi. Það er rétt. Búið er að sýna fram á með þróaðri haf- beitarstarfsemi í Kollafirði, að möguleikar eru glæsilegir í, þessari grein búskapar á Vest- urlandi, það hefur hafbeitar- stofninn í Kollafjarðarstöðinni sannað. Þá hefur seinustu ár verið, sem kunnugt er, rekin hafbeit hjá Pólarlaxi h.f. í Straumsvík, sem einnig lofar góðu, þó að vissir byrjunarörð- ugleikar hafi sagt til sín, eins og eðlilegt er. ■ Fortjörn í laxcldisstöðinni í Kollafirði. Á 20 árum hafa um 40 þúsund laxar úr sjó synt hér inn í stöðina. Mynd Einar Hannesson Herstöðvaandstæðingar Ratsjárstöðvar augu og eyru kjarnorkuherafla ■ Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga 25. II. 1984. Samtök hcrstöövaandstæö- inga héldu árlega landsráð- stefnu sína í Reykjavík, 25. II. 1985. Það sem mesta at- hygli vakti var erindi Malc- holm Spavens um ratsjármál- in. Þar kontu fram ýmsar upp- lýsingar sem almenningur á Islandi hefur ekki haft aðgang að og upplýsingar sem stangast á við opinberar yfirlýsingar um eðli og tilgang þessara stöðva. Allar líkur eru á að stöðvarnar verði af j>erðinni „General Electric ÁN/FPS 117". Þær eru til hernaðarþarfa fyrst og fremst. Þærgeta nýst almennu flugi en það hlutverk situr jafnan á hakanum gagnvart hernaðarþörfunum. Fyrir Landhelgisgæslu og fiskiflota eru stöðvarnar gagnslausar. Stöðvar þcssar eru sjálfvirkar og fjarstýrðar. Talið er að 3 viðgerðar og tæknimenn geti annast allt viðhald og rckstur. Stöðvarnar eru hlekkir í rat- sjárkeðju sem nefnist North Átlantic Defence System (NADS). Westley McDonald hershöfðingi, yfirmaður bandaríska flotans á N-Atl- antshafi og æðsti yfirmaður NATO-heraflans á sama svæði (mikill maður McDonald) lýsti þessari keðju fyrir hermála- nefnd bandaríska þingsins og sagði þar að hún væri gerð til að veita skjótar og glöggar upplýsingar til varnar her- stöðvum á íslandi og mikilvæg- ar viðvaranir til verndar bandaríska flotanum á norður- slóðunt. Þar að auki ætti hún að koma að gagni viö að verja sjóleiðina yfir N-Atlantshaf, sent bráðnauðsynlegt er vcgna hugsanlegra liðs- og birgða- tlutninga til Evrópu. Hér skýtur nokkuð skökku við ummæli ýmissa íslenskra embættismanna unt að ratsjár- stöðvar þessar séu ekki hern- aðarmannvirki, að þær konti almennu flugi, flota og Land- helgisgæslu að miklu gagni og að rekstur þeirra bjóði upp á allmörg ný atvinnutækifæri í nágrannabýggðarlögum þeirra. Ályktun um pólitískar áherslur SHA1985 Á árinu 1985 verða liðin 40 ár frá helsprengjuárásunum á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí. Þessara atburða mun minnst allsstaðar þar sem friðarhreyfingar eru nokkurs megnugar og það niun setja ntark sitt á störf og pólitísk áherslumál SHA á næsta ári. - Aldrei aftur Hírósíma - Aldrei aftur Nagasakí-verða kjörorð ársins og með þau að leiðar- ljósi verður hert á baráttunni fyrir Kjarnorkufriðlýsingu ís- lands og kjarnorkuvopnalaus- um Norðurlöndunt. Kjarn- orkufriðlýsingu landsins skal tryggja meðstjórnarskrárgrein og kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd má tryggja skv. tillögum norrænna friðarhreyf- inga er samþykktar voru í Reykjavík í apríl 1983. Ándófið gegn eflingu og ný- sköpun bandarísku herstöðv- anna á íslandi er tengd þessari baráttu órofa böndum. Rat- sjárstöðvum hersins fyrir norð- an og austan er ætlað að vera augu og eyru þess kjarnorku- herafla -sem sveimar um norðurhöf og reiðubúinn er nótt sent dag að fremja á ný voðaverk cins og í Hírósíma og Nagasakí. í Helguvík verð- ur eldsneytisforðinn og áætluð neðanjarðarstjórnstöð á Keflavíkurflugvelli er hluti af miðtaugakérfi hernaðaró- freskjunnar. Ályktun gegn kjarnorku- vopnastefnu íslenskra stjórnvalda Samtök herstöðvaandstæð- inga átelja íslensk stjórnvöld harðlega fyrir að hafa, á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, staöið gegn tillögu og áskorun á kjarnorkuveldin um að þau skuldbindi sig til að beita ekki kjarnorkuvopnunt að fyrra bragði. í þessari afstöðu íslensku ríkisstjórnarinnar kcmur fram þjónkun við kjarnorkuvopna- stefnu NATO, en bandalagið hefur ávallt áskilið sér rétt til að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði. Andstaða gegn þessari kjarnorkuvopnastefnu fer nú vaxandi og á Állsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna SHA berjast fyrir því að tekin veröi upp gerbreytt utan- ríkisstefna þar sem ísland hasli sér völl meðal þjóða sem ávallt og skilyrðislaust leggjast gegn kjarnorkuvígvæðingu en snúi baki við ríkjandi herstöðva- og kjarnorkuvopnastefnu. Samtökin vilja að banda- rískt herlið liverfi burt af (s- landi, landið fari úr NATO og aldrei komi til þess framar, að erlent herveldi noti land og þjóð hernaðarhagsmunum sín- um til framdráttar. Markmiðið er, að ísland verði friðlýst land í bandalagi með ríkjum sem afneita kjarn- orkuvopnum og vopnaðri vald- beitingu þjóða í milli. greiddi eitt af aðildarríkjum NATO, Grikkland, atkvæði með áðurnefndri tilllögu. Því miður hafa íslensk stjórnvöld hunsað friðarvið- leitni Allsherjarþingsins áður. Skemmst er þess að minnast er þau í fyrra og hittifyrra neituðu að styðja tillögu um bann við framleiðslu á kjarnorku- vopnum og er þau neituðu að styðja fordæmingu á fram- leiðslu nifteindavopna. Þetta kjarnorkuvopnadaður er óþolandi og óafsakanlegt og því verður að linna. Samtök herstöðvaandstæðinga skora á ríkisstjórn íslands að láta rödd þjóðarinnar á alþjóðavett- vangi hljóma í þágu friðar og lífsstefnu en ekki í þágu kjarn- orkuvopna og gereyðingarhót- ana. Guðmundsson. / VXSlkíN að frétta hér um frændgarð ýmsra þjóðkunnra manna en þeir eru ntargir af þessum slóð- um eins og öðrum. Sama máli gegnir um réttdæmi í mannlýs- ingum en höfundur gerir sér far um að lýsa fólkinu og tekst oft lystilega að skilgreina það með fáum orðum. Það er gert af hreinskilni og hispursleysi. Sem dæmi er þetta: „Sigurður bjó við góðan hag og þótti búþegn góður. Hann var hæglætismaður, greindur í meðallagi, en ekki snyrtimenni í búnaði eða háttum, klaufskur nokkuð í framgöngu og at- höfn, greiðamaður mikill og manna gestrisnastur. Áttu um- renningar hjá honum jafnan góðu að mæta, þó var talið, að Guðrún kona hans hefði ekki átt þar að hlut minni. Ólík voru hjónin um margt. Hún var skapstór, ráðrík og sögð bæði vera húsfreyjan og hús- bóndinn. Glaðvær var hún og góðlát, en ekki aðgætin, en skörungskvendi í geði og Hispurslaus hreinskilni Eiður Guðmundsson, Þúfna- völlum Ritsafn III. Búskaparsaga í Skriðuhreppi forna. Bókaútgáfan Skjaldborg. ■ Ritsafn Eiðs hófst með riti urn Móðuharðindin, mann- fellinn ntikla, og það fólk sem þá bjó í Skriðuhreppi hinum forna. Annað bindið var svo búskaparsagan sem nú er fram haldið. Hér er sagt frá fólki 11 jarða frá því eftir Móðuharð- indin og frani til 1970. Þetta er mikið heimildarrit um eyfirska mannfræði. Höf- undur rekur ábúendur hverrar jarðar og gerir nokkuð grein fyrir niðjum þeirra þó að auð- vitað sé það fjarri því að vera tæmandi niðjatal. Sá sem athugar þetta úr fjarlægð hefur vitanlega enga kunnáttu til að dæma um fræði- mennskuna þó að gaman þyki framkvæmd, örgeðja og raun- góð." Trúlegt má telja að ekki séu allir sáttir við suntar mannlýs- ingar Eiðs. T.d. segir hann á einum stað: „Börn áttu þau nokkur. Öll voru þau léleg að gerð. Var þar um kennt illu uppeldi. Má og alltaf við því búast, þegar faðirinn er grimmlyndur hrotti en móðirin heimsk væfla, eins og hér var. Annars var kynið gott í allar ættir, að því er vitað var.“ Nokkrir þættir eru hér um einstaka menn og er sá miklu lengstur sem segir frá Guð- mundi á Þúfnavöllum, föður höfundar. Hann er meira en 230 blaðsíður. Ekki er annað að sjá en Eiður lýsi foreldrum sínum af sama hispursleysi og hreinskilni sem öðrum. Hér er ekki tóm til að bera saman frásagnir eldri og yngri en síst er því að neita að mér

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.