NT - 04.12.1984, Page 9

NT - 04.12.1984, Page 9
Þriðjudagur 4. desember 1984 9 ■ Frá laxeldisstööinni í Kollafirði. Fjögur hringlaga eldisker fyrir laxaseiði, eftir að þau hafa náð 15-20 gramma þyngd. Þarna er rými fyrir nálega 100 þúsund gönguseiði. Mynd Árni ísaksson Auk hafbeitarstöðvanna í Kollafirði, í Straumsvík og Vogum eru í undirbúningi a.m.k. tvær til þrjár aðrar stöðvar á Reykjanessvæðinu. 1.800 lestir af laxi Fyrirhuguð hafbeitarstöð í Vogum verður veruiega stór framkvæmd, eins og áður segir, á okkar mælikvarða. Sé gert ráð fyrir að heimtur á laxi verði 6-7% hjá stöðinni, sem er varlega áætlað, mun aflinn árlega nema um 1.800 lestum eða um 650 þúsund laxar, sé miðað við ársfisk úr sjó. Þessi afli er um 9-10 sinnum meiri en árleg laxveiði hér á landi. Magnið slagar hátt upp í heild- arveiði Norðmanna á laxi, en þeir veiða lax í sjó og í ánum. Islensk stóriðja Af því, sem hér hefur verið gert að umtalsefni um laxahaf- beit. er Ijóst, að starfsemi þessi er sannkölluð stóriðja á sínu sviði. Sýnt er að við stöndum í dyragætt bjartrar framtíðar ekki einungis í laxahafbeit heldur einnig í framleiðslu á eldislaxi í kvíum bæði í fersku vatni og í sjó. Það hefur verið einkennandi til þessa að öflugir aðilar í þessum málum hafa tryggt sér erlenda samstarfsaðila til þess væntanlega m.a. að fá nægilegt fjármagn til stofnkostnaðar og reksturs fyrstu árin. Gera má ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram, erlendir aðilar fjárfesti í íslensku fiskeldi og hafbeit. það er ekki ætlun mín að álasa eða gagnrýna þá aðila, sem kosið hafa erlenda samstarfs- aðila. Hins vegar tel ég að það ætti að vera metnaðarmál okk- ar að hafbeitarstarfsemin sé alfarið í höndum íslendinga sjálfra. Hér er um náttúruauð- lind að ræða, sem m.a. nýtir hafið umhverfis landið okkar. Einar Hannesson hefur stundum virst að nú væri sjaldgæft að sjá minningar- greinar og eftirmæli skrifuð af hreinskilni eins og ýms dæmi voru um fyrir aldamót. Sé það rétt má segja að Eiður á Þúfna- völlum rétti hlut samtíðarsinn- ar með því að segja sína skoðun tæpitungulaust. Þó skal það fram tekið að hann virðist umtalsgóður eftir því sem efni standa til. Hann er tengdur því fólki sem hann segir frá, - er annt úm það og þykir vænt um það, þó að hann sé ekki blindur á galla þess og takmarkanir. Svo kemur það mér fyrir sjónir úr fjarlægðinni. Því tel ég að Eiður hafi verið ágætlega ritfær og prýðilegur sögumað- ur. " H. Kr. Leiðrétting: Sammála um hvað? ■ Þau leiðu mistök urðu við birtingu greinar Bríetar Héðinsdóttur í föstudagsblaðinu að hluti af niðurlagsorðum grein- arinnar féll niður og breyttist merking þeirra nokkuð fyrir bragðið. Niðurlag greinarinnar er rétt svona: „Hitt getum við svo verið Gunnari Stefáns- syni sammála um með því að snúa svolítið út úr orðum hans - að slík yfirvöld séu útlögum samtímans - launþegum - ósamboðin. Skringileg viðbrögð gagnrýnenda benda annars eindregið til þess, aðþau Brynja Benediktsdóttir og Sig- urjón Jóhannsson hafi náð öfundsverðum ár- angri í þeirri list að segja gamla sögu í Ijósi nýrrar reynslu. Til hamingju!" NT biður greinarhöf- und og lesendur velvirð- ingar á þessum mistök- um. Burðugt bókmenntatímarit ■ Fjórða hefti tímarits Máls og menningar á þessu ári er komiö út og villir nokkuð á sér heimildir, því að á forsíðu þess trónirsjálfurTarsan apamaður að brjótast í gegnum myrkvið- ið. Vísar þetta til þema heftis- ins, þriggja greina sem á einn hátt eða annan fjalla um myndskreyttar barnabækur eða teiknimyndasögur. Allar eru þessar þrjár grein- ar heldur í styttri kantinum og er ánægjulegt að ritstjórn tíma- ritsins skuli ekki falla í þá sömu gryfju og oft áður að láta mismerkileg þemu taka of mik- ið og of dýrmætt pláss. Margt gott má náttúrlega segja um það að nota þemu sem einhvers konar burðarás tímaritsins, en styrkur þessa eina burðuga bókmenntatímarits hér á landi hlýtur þó fyrst og fremst að liggja í fjölbreytninni. Hún er vissulega ærin í þessu hefti. Það erekki síðuránægjulegt hvað þetta tímaritshefti er að mestu laust við fræðilegar bollaleggingar innvígðra um vinstrimennsku og marxisma í öllum myndbirtingum, en greinar af því taginu, þurrarog lítt hnýsilegar þeim sem standa utan hrings, hafa oftsinnis verið í nokkrum hávegum hjá tímaritinu. I teiknimyndasögugreinunum þremur er leitast við að skýra táknmál þessa bókmennta- forms, frásagnarmáta þess og söguuppbyggingu. Þær eru, utan ein, að mestu lausar við þreytulegt og þvælt kvabb um það hvað teiknimyndasögur eru óhollar og geri börn jafnvel ólæs. Hér er ýmislegt sett fram sem getur aukið mönnum skilning á þessari útbreiddu bókmennagrein - ekki síst í fjörlegri grein ítalans Umbert- os Eco, táknfræðings og grall- araspóa og höfundar miðalda- morðsögunnar frægu Nafn rós- arinnar. Þar eru stíibrögð teiknimyndasöguhöfundarins skýrð lið fyrir lið með tilvísun- um í teiknimyndasöguna um Steve Canyon, kraftaverkam- ann sem lítið hefur farið fyrir á íslenskum teiknimyndasíð- um. Bókmenntafræðin tekur á sig öllu þunglamalegra yfir- bragð í langri grein Ástráðs Eysteinssonar um samspil og togstreitu módernisma og real- isma í bókmenntum aldarinn- ar. Hún er orðin mikið völ- undarluís bókmenntafræðin á þessum síðustu og mögrustu árum. „Detta ar ett gebiet dár mycken osákerhet ráder," sagði hinn fjölmenntaði og sí- forvitni Franz G. Bengtson eitt sinn eftir átök sín við Eglu- skýrendur. Það á kannski ekki svo illa við um langhund Ástráðs. Eitthvað er af réttum og sléttum bókmenntum í tímarit- inu og mætti að ósekju vera meira. Helstur fengur þykir mér í pócsíunni. Sigfús Daða- son þýðir mikinn bálk eftir Paul Eluard og nefnir hann Einmana heim. Eins og við mátti búast gerir Sigfús kvæð- inu firnagóð skil, nær fullkom- in. Ætli hann lumi ekki á fleiri gullvægum þýðingum í skúff- unni? Linda Vilhjálmsdóttir, ung skáldkona, birtir kvæði í tíma- ritinu í annað eða þriðja sinn, en auk þess hefur hún lesið verk sín í útvarp. Linda er greinilega á góðri leið með að rata á mjög persónulegan tón í skáldskap sínum og í ljóðum hennar er óvenjuleg fágun, einfalt og hnitmiðað táknmál, sem vissulega er alltof fágætt á tíma þegar lítil bönd halda ungum skáldum og tilfinninga- vaðli þeirra. En tímarit Máls og menning- ar sækir sumsé heldur í sig veðrið. Egill Helgason. Verð í lausasölu 25 kr. og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Malsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Framkvæmdastj.: Siguröur Skagfjðrö Sigurösson Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Fréttastj.: Kristinn Hallgrímsson Innblaösstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Siöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaíaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verö i lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Eitt lítið spor ■ Loks hefur örlað á einhverri viðleitni stjórnvalda til að leiðrétta að einhverju það mikla misrétti sem tekjuskattur- inn er. Þá hafa landsfeðurnir loks komið auga á þá gífurlegu skattpíningu sem heimavinnandi húsmæður hafa mátt þola. Lögð hafa verið fram stjórnarfrumvörp um lækkun tekjuskatts og annað um tekjujöfnun hjóna þar sem annað þeirra hefur litlar eða engar tekjur. Horfir þetta í nokkra réttlætisátt þótt enn sé langur vegur eftir, að allir landsmenn séu jafnir gagnvart skattalögunum. Undanfarin ár hafa stjórnmálamenn sem aðrir haft mörg orð um óréttmæti tekjuskattsins. En allt hefur það reynst ómerkt orðagjálfur og eftir því sem best verður séð á því frumvarpi um breytingu á tekjuskattslögunum sem nú hefur verið lagt fram er þetta fyrsta skref í átt til réttlætis ekki stórt. En óþarft er samt að vanmeta það. Óþarfi er að tíunda hér í hverju hin mikla mismunun í álagningu tekjuskattsins liggur. En hún er svo hrikaleg að það hlýtur að teljast eitt af undrum þjóðlífsins að þeir sem harðast eru leiknir ár eftir ár af þessum sökum skuli aldrei hafa haft dug í sér til að mynda neins konar þrýstihóp og krafist lagfæringar. Menn hafa rottað sig saman og lagt fram kröfur af minna tilefni en því að ríkisvaldið skammti þeim laun eins og skít úr hnefa, hvað svo sem öllum kjarasamningum líður. Tekjuskatturinn er í raun eingöngu lagður á það launafólk sem vinnur hjá stofnunum og fyrirtækjum sem ekki brjóta lög og gefa allar tekjur upp til skatts. Fyrir löghlýðnina þykir ríkisvaldinu síðan sjálfsagt að refsa með launaupptöku. Heyrst hel'ur að tekjuskatturinn sé aðferð til launa jöfnunar. Eru það einkum þeir vinstrisinnar sem telja að einstaklingar hafi ekkert að gera með fé handa á milli, sem beita þeim rökum. Það er rétt að framkvæmd tekjuskatts- laganna miðar að því að jafna launin þannig að allir hafi það jafnskítt. Það er að segja þeir sem á annað borð hafa mjög lágar tekjur eða lenda í hremmingum tekjuskattsins. Tekjuskatturinn er fyrst og fremst óréttlátur vegna þess hversu misskipt honum er. Margir sleppa við að greiða hann af ýmsum ástæðum og þeim mun þyngra legst hann á hina. Mikið er talað um skattsvik og nefna ábyrgir stjórnmála- menn jafnvel milljarðaupphæðir í því sambandi. Sjá þeir enga aðra leið til að losna við tekjuskattsþjófnaðinn en að leggja skattinn niður. Þetta er náttúrlega ekkert annað en uppgjöf gagnvart skattsvikum. Tekjuskatturinn er fyrst og fremst ranglátur vegna þess hversu misskipt honum er, en ekki vegna hins að ekki sé sjálfsagt að þeir sem bera meira úr býtum greiði meira til samfélagsins, en þeir sem minna hafa. í landi þar sem ekki er litið á skattsvik sem glæp heldur óviðráðanlegt náttúrulögmál eru það eðlileg viðbrögð að leggja tekjuskattinn niður í stað þess að deila honum á skattborgarana á siðlegan hátt. Ekki sýnist höggvið stórt skarð í tekjuskattsbyrðina með því frumvarpi sem nú liggur fyrir. í haust voru höfð uppi stór orð um að gera miklu betur. Þá átti að nota skattalækkunina sem samningsatriði við launþega. Þær hugmyndir fóru allar í handaskolum. Þeir sem mest hefðu borið úr býtum við skattalækkun fussuðu og sveiuðu og fengu verðbólgu í kjarabætur og aðrir komust ekki upp með moðreyk. Síst af öllu ríkisstjórnin. Sá tími sem hún valdi til að kynna hugmyndir sínar var þegar öll fjölmiðlun var í lamasessi og lukkuriddarar áttu leikinn. Besta ráðið til að koma í veg fyrir skattsvik er náttúrlega að leggja skatta niður eins og fyrirheit eru nú um varðandi tekjuskattinn. En það er skammgóður vermir. Næstbesta leiðin er að einfalda skattalög og gera þau virkari.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.