NT - 04.12.1984, Blaðsíða 11

NT - 04.12.1984, Blaðsíða 11
 H/liraning Markús Benjamín Þorgeirsson björgunarnetahönnuður Þriðjudagur 4. desember 1984 11 Gigtarfélag íslands: Jólakveðja með vinningsvon Stórgjöf til félagsins frá fimm konum Fæddur 14. ágúst 1924 Dáinn 24. nóv. 1984 Þann 24. nóvember síðast- liðinn kvaddi þennan heim, tengdafaðir minn og einlægur vinur, Markús Benjamín Þor- geirsson, björgunarnetahönn- uður. Markús var sextíu ára er hann lést. Hann var um margt sér- stakur maður. Af þeim sem best þekktu hann, var hann talinn einlægur, hjartahlýr og sáttfús og því þess verður að skiipa mik- inn sess í lífi þeirra. Þetta er mér efst í huga er ég lít til baka og virði fyrir mér kynni mín af þessum einstaka persónuleika. Eg kynntist Markúsi fyrst 1969 er ég trúlofaðist dóttur hans og flutti inn á heimili tengdaforeldra minna. Síðar átti ég eftir að stunda sjó með Markúsi á Katrínu GK 90 og vinna mikið með honum að þeirri útgerð. Eftir það skildu leiðir að nokkru, þegar ég lauk námi og hóf kennslustörf 1973 og Markús hóf aftur störf á stærri skipum. Síðustu sjö mánuði í lífi Mar- kúsar naut ég þeirrar gæfu að fá að kynnast hugðarefnum og hugsjón Markúsar og einlægum vinum hans.. Ég lærði á þann hátt að nreta og virða nranninn og mannvininn Markús, sem mörgum vandalausum þótti stundum koma skringilega fyrir og sumum þótti harðskeyttur í viðskiptum. En undirþessu yfir- bragði var maður, sem gerði sér vel grein fyrir eigin takmörkun- um. Maður með sterkan vilja og einbeitni og mjög hæfur á sínu sviði. Þetta sanna hugmyndir Markúsar varðandi björgun- armál, sem um margt voru ein- stakar, og barátta hans fyrir öryggismálum sjómanna. Mark- ús átti þannig hugmyndina að því að lögskipa ljóskastara um borð í öll þilskip 1947, sem öryggistæki. Hermann Guð- mundsson framkvæmdarstjóri Í.S.Í., sem þá var alþingismað- ur, flutti þessa tillögu Markúsar inn á Alþingi. í ársbyrjun 1947 safnaði Markús undirskriftum allra togaraáhafna undir áskor- un til Alþingis um að Alþingi setti í lög sex og sex vaktirnar, þ.e. vökulögin svonefndu, sem íslenskir togarasjómenn búa enn að. Áður þurftu togarasjó- menn að vinna meðan þeir stóðu uppi og án hvíldar, þegar mikið fiskaðist. Má ætla að margir lifi nú í dag fyrir þessa framsýni og framtak tvlarkúsar. Laun Markúsar fyrir þetta fram- tak voru mótlæti, sem um margt mótaði Markús, svo hann þurfti oft að hafa meira fyrir sinni baráttu en aðrir. Ætla má að Markús hafi byrj- að að hugsa svo mjög um örygg- ismál sjómanna í ársbyrjun 1947, er hann sá á eftir tveimur vinum sínum í sjóinn, er hann var skipverji á togaranum Maí frá Hafnarfirði. Er ég þess full- viss að sú minning og sú marg- háttaða reynsla sem hann fékk á sjómannsferli sínu, gaf honum kraft og hugvit til að fara að þróa upp björgunarnet þau, sem nú eru viðurkennd af öllum reyndum og hugsandi sjómönn- um og bera nafn hans. „MARKÚS“. Hug Markúsar til stéttar sinn- ar má víða merkja. Ein af óskum hans var, að framleiðsla á björgunarnetinu Markús skapaði vinnu fyrir eldri sjó- menn og sjómenn með skerta starfsorku. Er það okkar hlutverk, sem lifum Markús að sjá til þess að honum verði að ósk sinni. Lýsir þessi hugsun hans vel mannvininum Markúsi B. Þorgeirssyni. Markús bar sérstakar tilfinn- ingar til uppeldisstöðva sinna í Kolbeinsstaðahrepp. Þar átti hann góða vini, sem hann vitjaði oft. Ég færi öllum velunnurum Markúsar bestu þakkir fyrir þeirra þátt í lífi og lífsstarfi hans. Ég er þess fullviss að Markús kvaddi þennan heim sáttur við allt og alla. Hann fór á þann hátt, sem hann hafði óskað sér. Ég minnist þín með þakklæti fyrir allt það sem þú hefur veitt okkur á æfiskeiði þínu. Kjörorð Markúsar. Hjálpið öllum aumum, smáum, ungum, gömlum, veikum, lágum, hreinu kœrleikslijarta frá. Málleysingja munið alla, mannúð, samúðfram skal kalla. Ríki drottins reist er fní. Þinn tengdasonur, Pétur Th. Pétursson. ■ Gigtarfélag íslands efnir til óvenjulegs happdrættis þar sem hver miði er jafnframt jólakort. Atta ferðavinningar eftir eigin vali eru í boði í þessu nýstárlega happdrætti. Þá hefur félaginu borist 150 þúsund kr. gjöf frá fimm konum, sern ekki vilja láta nafns síns getið, og mun þetta vera í fjórða sinn er þessar konur færa félaginu stórgjöf. Ágóðanum af sölu jólakort- anna, svo og gjöf kvennanna fimm, verður varið til að greiða kostnað við Gigtlækningastöð- ina sem verið er að reisa. Hægt er að kaupa jólakortin hjá Gigt- arfélagi fslands í Ármúla 5 og hjá félagsmönnum víða um land. ■ Tveir sjómenn á báti eftir Gunnlaug Scheving. Ný listaverkakort frá Listasafni íslands ■ Undanfarin 20 ár hefur Listasafn íslands látið gera eftir- prentanir af verkum íslenskra myndlistarmanna í eigu safnsins og eru þau tilvalin sem jólakort. Nú eru nýkomin út þrjú litprent- uð kort á tvöfaldan karton af eftirtöldum verkum: Flugþrá eftir Jóhannes S. Kjarval, Tveir sjómenn á báti, eftir Gunnlaug Scheving og Á hestbaki eftir Louísu Matthías- dóttur. Kortin, sem eru mjög vönduð að allri gerð eru til sölu í safninu. Jólamerki Framtíðarinnar ■ Að venju gefur kvenfélagið Framtíðin á Akureyri, út jóla- merki sem nú er komið á mark- aðinn. Merkið er hannað af Ólafi H. Torfasyni: og prentað í Prentverki Odds Björnssonar. Allur ágóði af sölu merkisins rennur í Elliheimilssjóð félags- ins. Merkin eru til sölu í Frí- merkjamiðstöðinni og Frí- merkjahúsinu í Reykjavík og póststofunni á Akureyri. ■ Með frið að leiðarljósi, eftir Sól- veigu Eggerz Pétursdóttur, sem jóla- kort Styrktarfélags vangefinna. Jólakort Styrktarfélagsins ■ Styrktarfélag vangefinna hefur gef- ið út ný jólakort með myndum af verkum listakonunnar Sólveigar Eggerz Pétursdóttur. Kortin verða til sölu á skrifstofu félagsins, Háteigsvegi 6, í versluninni Kúnst, Laugavegi 40 og á heimilum félagsins. Öllum ágóða af sölu jólakortanna verður varið til styrktar málefnum van- gefinna, en félagið stendur nú í ýmsum fjárfrekum framkvæmdum í þágu þeirra, m.a. byggingu sambýla, skamm- tímaheimilis og stofnsetningu verndaðs vinnustaðar. Kortin eru greinilega merkt félaginu. Jólamerki Thorvald- sensfélagsins ■ Jólamerki Thorvaldsensfé- lagsins 1984 er komið í sölu, og er þetta sjötugasta merkið sem gefið er út á vegum félagsins. Merkið er mynd af glugga sem Leifur Breiðfjörð glerlistarmað- ur hannaði, og er glugginn í kapellunni á kvennadeild Landspítalans. Merkið er selt hjá félagskonum og á Thorvald- sensbasar, Austurstræti 4, Reykjavík. Þá fást merkin á flestum pósthúsum. JÓL ISLAND 1984 Jólakort Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna ■ Jólakort BarnahjálparSam- einuðu þjóðanna (UNICEF) eru komin á markaðinn enn á ný. Kortin eru unnin af lista- mönnum frá ýmsum löndum og eru allmargar myndanna gerðar sérstaklega fyrir þessi kort. Útgáfa kortanna hefur fjár- magnað um 10-15% afstarfsemi Barnahjálparinnar á undan- förnum árum, en Barnahjálpin hefur m.a. unnið að neyðar- hjálp á þurrkasvæðunum í Afr- íku, m.a. Eþíópíu. Ferðavinningur uftir vaii................Kr. 75.000,00 2.—3. Ferðavinningar eftir vaii.................kr. 50.000.00 4.—ð. Feróavínningar-ertí! vaii.................kr. 30.000,00 Heiidarverómæti kr. 325.000.00 Upplý»ingaí i sima 30760 og 35310 Útgelnii midar 20 000.00 — Miöinn óflllduf eltu 27. desembc-r 1986 Nýstárlegt jólakort með vinningsvon getur bjargað málunum, bæði fyrir Gitarfélag ísiands og þann sem þarf að senda jólakort. Jólaundirbúningur Lionsklúbbanna ■ Sem fyrr, bjóða lionsklúbb- arnir nú upp á jóladagatölin góðkunnu með sælgætismolun- um, enda getur yngsta kynslóð- in nú farið að telja dagana til jóla. ■ Gluggi í Bessastaðakirkju Jólakort Hringsins ■ Að venju er Kvenfélagið Hringurinn með sölu á jólakort- um. Að þessu sinni eru kortin tvö. Annað er mynd eftir Balt- asar við kvæðið Jólabarnið eftir Jóhannes úr Kötlum. Hitt er gluggi úr Bessastaðakirkju, Jón Vídalín Skálholtsbiskup, eftir Finn Jónsson listmálara. Kortin eru til sölu hjá félags- konum, sem sjá um dreifingu þeirra. Allur ágóði rennur til ■ Lionsmenn og börn þeirra vinna af krafti við pökkun og Barnaspítala Hringsins. merkingu á dagatölum. Stærstur hluti ágóðans af sölu dagatalanna á síðasta ári var varið til kaupa á greiningatæki fyrir hjartadeild Landspítalans en auk þess lagði klúbburinn fé í fæðingardeild Landspítalans. BÍLASMI-EXJAN w KYNDILX. Stórhöfda 1 8 i| IIL Bíiamálun Bílaréttingar Vönduð vinna SÍMI35051 KVÖLDSÍMI 35256 DESOUTTER LOFTVERKFÆRI DITZLER BÍLALAKK BINKSSPRAUTUKÖNNUR Bíleigendur athugið Við höfum margra ára reynslu i viðgerðum á mikið löskuðum bifreiðum, þess vegna notum við eingöngu Guy Charl réttingar og mælitæki. Við bjóðum viðskiptavinum okkar staðgreiðsluafslátt á allri tækjavinnu, greiðslukjör og föst verðtilboð á allri vinnu. A málningarverkstæði okkar notum við Ditzler málningarefni sem er amerískt efni og sú staðreynd að General Motors og margar aðrar amerískar bílaverksmiður nota Ditzler efni tryggir fagmönnum árangur. Þar ætlum við lika að koma viðskiptavinum á óvart. Við sækjum bílinn og sendum eiganda að kostnaðarlausu. Eigum á lager Desoutter loftverkfæri, amerískar Binks sprautukönnur og varahluti í þær og Ditzler málningarefni STÓRHÖFBI FUNAHOFO' htr jarhopoi STHDIU I Stórhoíðd 18| SHIÐS HOFpl hamarshopoi dvergshöfoi VAGNHOFOI g. "71 TANGARHÖF-OI ® CD BÍL DSHOFOI BlFREOAEFTlRLmO

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.