NT - 04.12.1984, Síða 15
15
Texti: Ólína Þorvarðardóttir, blm.
"
Hvar í veröldinni hafa mamma eða pabbi efni á að vera heima - hvar á ég að vera?
arsvæðinu. Á síðasta ári voru
þeir þrjátíu og fimm talsins og
voru 165.759 börn sem þar
dvöldu hluta úr degi. Aðsókn
að gæsluvöllum borgarinnar
hefur talsvert minnkað síðustu
ár, og má sem dæmi nefna að
árið 1976 voru rúmlegahelmingi
fleiri börn á gæsluvöllum borg-
arinnar en á síðasta ári. Að sögn
Margrétar Sigurðardóttur þá má
m.a. leita orsakanna fyrir þessu
í breyttri stöðu kvenna í at-
vinnulífinu. „Þjóðfélagið hefur
tekið talsverðum breytingum á
þessum tíma, það er staðreynd“
sagði Margrét. „Við höfum
vissulega of fáa leikskóla og
dagheimili, en engu að síður
sinna þeir ákveðinni þörf. Nú
eru mæður teknar að vinna utan
heimilis, í ríkara mæli en áður,
og þá nýtast gæsluvellirnir ekki
á sama hátt og þeir gerðu. Á
meðan mæðurnar voru heima
gátu þær notfært sér gæsluvell-
ina en það geta þær hinsvegar
ekki þegar þær vinna úti allan
daginn og þurfa að treysta á
gæsluna. fslensk veðrátta úti-
Tokar það algjörlega" sagði hún
ennfremur.
Margrét gat þess einnig að í
ár benti flest til þess að ekki
yrði frekari fækkun á gæsluvöll-
um borgarinnar, þrátt fyrir þá
nýbreytni að taka gjald fyrir
gæslu á leikvöilum. „Leikvellir
eiga virkilega hlutverki að
gegna, þó þeir séu enganveg-
inn fullnægjandi lausn og leysi
ekki önnur dagvistarform af
hólmi" bætti hún við.
Ríkið hefur ekki staðið
við sínar skuldbindingar
„Ríkið hefur dregið svo stór-
lega úr fjárveitingum til dagvist-
armála að það hefur ekki einu
sinni getað greitt það sem það
sem skuldbatt sig til í kjara-
samningunum 1980, þ.e. að full-
nægja 70% dagvistarþarfarinn-
ar næstu tíu árin“ sagði Guðrún
Jónsdóttir, fulltrúi Kvennafram-
boðsins í borgarstjórn, þegar
NT ræddi þessi mál við hana.
„Ríkið á að borga helming af
stofnkostnaði þeirra heimila
sem þeir hafa samþykkt sjálfir,
en þeir hafa ekki staðið við sinn
hlut. Fjárveitingar síðustu ár
hafa farið stöðugt lækkandi, og
enganveginn haldið raungildi.
Árið 1982 hefði ríkið þurft að
leggja fram fimmtíu milljónir til
að anna 70% af dagvistarþörf
barna á aldrinum 0-5 ára. Það
árið lagði ríkið fram fimmtán
milljónir. Ef þessar fimmtíu
milljónir eru framreiknaðar til
ársins í ár, myndi sú upphæð
nema 126,4 millj. í stað 31,6
millj. króna sem er framlag
ríkisins að þessu sinni. Það
vantar tæpar hundrað milljónir
á milli" bætti hún við.
Aðspurð um hvaða afleiðing-
ar þessi fjárveitingastefna hefði,
sagði Guðrún að þetta kæmi
verst niður á minni sveitarfé-
lögunum. „Reykjavík er hins-
vegar það stórt sveitarfélag að
við teljurn eðlilegt að borgin
leggi meira fram á móti ríkinu
en helming til dagvistarmála.
Hér eru það margar útivinnandi
konur, að það er lífsspursmál
að hafa dagvistarmálin í lagi. í
okkar augum eru dagvistarmál-
in forgangsverkefni, því allar
tölur og ástandið almennt benda
til þess að svo sé“, sagði
Guðrún.
Þreföldun dagvistarrýma
er raunhæft markmið
Ástand þeirra dagvistarstofn-
ana sem reknar eru á Reykja-
víkursvæðinu, er þokkalegt, að
sögn Guðrúnar. „Hinsvegar
beinist allur reksturinn að því
að spara, og hafa allt sem ódýr-
ast, án tillits til þess hvað kemur
börnunum betur. Það er ekki
hugsað um þetta sem uppeldis-
' stofnanir, heldur eru fjárhags-
legu sjónarmiðin látin ráða ferð-
inni,“ sagði hún. „Skortur á
fóstrum er talsverður, enda er
mikið vinnuálag á fóstrum og
þær fá illa borgað. Það má
cflaust líta á þetta sem afleið-
ingu þeirrar stefnu sem rekin
hefur verið.“
Guðrún var innt eftir því
hversu mikil aukning dagvistar-
stofnana þyrfti að koma til svo
anna mætti þeirri þörf sem
fyrir er. Hún sagði að tvöföldun
eða þreföldun væri það mark
sem stefna bæri að, einkum
varðandi dagheimilin. „Það eru
í rauninni allir sammála uni;
þetta, og það hafa ekki komiðl
fram nein rök gegn þessu,“
sagði hún „svo þetta er spurning
um vilja, og spurning urn
forgang. Að mínu mati er þetta
mál orðið það knýjandi, að við
núverandi ástand er uppeldis-
skilyrðum barna stefnt í hreina
hættu. Þörfin fyrir heilsdagsvist-
un er brýnni nú en nokkru sinni,
enda hefur útivinnandi mæðrum
fjölgað mjög ört síðustu ár. Við
höfum viljað að bygging dag-
heimila og rekstur tækju mið af
þessum raunveruleika."
Rekstrarkostnaðurinn
sá sami og á
borgarskrifstofunum
Rekstrarkostnaður borgar-
innar við allar dagvistarstofn-
anir í Reykjavík er jafnmikill
og rekstrarkostnaður borgar-
skrifstofanna í Austurstræti og
Skúlatúni, að sögn Guðrúnar
Jónsdóttur. Guðrún hefur tví-
vegis, ásamt Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur, lagt fram tillögu
þess efnis í borgarstjórn, að
tekin verði stefnumarkandi ák-
vörðun um að verja ákveðnum
prósentuhluta af útsvarstekjum
(4%) til dagvistarheimila. Hefði
tillaga þessi verið samþykkt í
fyrra, að sögn Guðrúnar, þá
hefði það þýtt 38,5 milljónir til
dagvistarmála frá borginni það
árið, í stað 16,3 millj. sem
veittar voru. í ár hefði sama
hlutfall getað þýtt einar fimmtíu
milljónir.
„Við eigum við stórt félags-
legt vandamál að stríða þar sem
dagvistarmálin eru,“ sagði Mar-
grét Sigurðardóttir hjá Dagvist-
unarheimilum. „Þau dagvistar-
rými sem þegar eru til staðar
eru ófullnægjandi og veita ekki
varanlega úrlausn. Hinsvegar
er engin ein lausn á þessu máli.
Það þarf til að koma stöðug
fjölgun barnaheimila og leik-
skóla, og það þarf að gera þau
sem best úr garði. Eins geta
heimilin þjónað mjöggóðu hlut-
verki, þar sem börn eru tekin í
einkagæslu. En þegar skortur-
inn á dagvistarrýmum er svona
mikill er hinsvegar talsverð
hætta á því að heimilin oflilað-
ist. Leikvellir eru líka prýðilegir
og anna vissri þörf. Aðalatriðið
er að vel sé að þessum málum
staðið og sé það vel gert þá er
ég ekki hrædd um uppeldið á
börnunum, jafnvel þótt móðirin
fari út á vinnumarkaðinn,"
sagði Margrét.
Biðin getur verið dýr
Einstæðir foreldrar fá niður-
greiðslur á dagvistargjöldum til
dagmæðra, þannig að vistunar-
kostnaður greiddur úr eigin vasa
er hinn sami og á dagheimilum.
Á síðasta ári námu niðurgreiðsl-
ur Reykjavíkurborgar
3.770.538 krónum. Samkvæmt
núgildandi taxta dagmæðra, þá
kostar daglöng vistun eins barns
með heitri máltíð og hressingu
5.380 kr. á mánuði, hafi dag-
móðirin farið á námskeið og
fengið tilsögn. Mánaðargjald á
dagheimili er helmingi minna,
þannig að barnmargt fólk eða
efnalítið á talsvert undir því að
koma börnum sínum á dagheim-
ili fremur en í einkagæslu. Mar-
grét Sigurðardóttir gat þess
jafnframt að þurfi fólk lengri
gæslu en átta tíma á dag hjá
dagmóður - sem er nokkuð
algengt - þá bætist yfirvinnu-
kaup ofan á fyrrgreint verð.
„Því miður er það oft efna-
minnsta fólkið sem þarf á svo
langri gæslu að halda, svo þetta
getur verið talsvert vandamál,"
bætti hún við.
Samkvæmt framansögðu
þurfa hjón með þrjú börn að
játa af hendi rakna rúniar sextán
þúsund krónur á mánuði í
einkagæslu. Sú upphæð er ekki
fjarri líklegum tekjum útivinn-
andi húsmóður. Gera má ráð
fyrir að þessi sömu hjón hafi
leitað til dagmóður á meðan
beðið er eftir leikskóla- eða
dagheimilisplássi, en sú bið get-
ur orðið allt að tvö ár, a.m.k.
hjá þeim hópum sem stærstir
eru, t.d. námsmönnum. Enn
aðrir fá ekki inni á stofnun fyrir
börn sín. Þegar svo er komið,
fer að verða álitamál hvort það
borgi sig fyrir eitt heimili að
hafa tvær fyrirvinnur, - nú, eða
að eiga börn yfirlcitt.
Dagheimili Leikskóli Skóladagheimili Samtals
1981 1983 1981 1983 1981 1983 1981 1983'
Dagvistar- stofnanir 17(5) 19(6) 17(5) 17(6) 8 10 47 52
vistunarrými 979 1.082 1.983 2.059 170 207 3.132 3.342
umsóknirá árinu 687 700 1.310 1.250 51 50 2.048 2.010
biðlisti í lok árs biðtími: 398 462 1.247 1.138 0 0 1.645 1.600
einst.for. 3,2m 3,45m
námsfólk 8,6m 11,Om
börn einst. 574 693 59 36 170 204 803 933
börn námsm. 262 269 83 113 345 382
börngift. 115 124 1.770 991 0 0 1.885 1.115
vistanir á árinu 475 574 991 1.066 81 105 1.547 2.045
■ Tölulegt yfírlit yfír ástandið í dagvistarmáluni höfuðborgarinnar.
Heimild: Skýrsla um dagvistun barna á vcgum Reykjavíkurborgar 1981 og 1983.