NT - 04.12.1984, Síða 19
-**v
Þridjudagur 4. desember 1984 19
SIElMNJÚUlJSSQN
Kári litli
íshólanum
Ef ástina
vantar?
■ Iðunn hefur gefið út nýja
bók eftir norska unglingasagna-
höfundinn Evi Bögenæs. Nefn-
ist hún Njóttu lífsins. Margret
J ónsdóttir þýddi. - Evi Bögenæs
er kunnur og vinsæll höfundur í
Noregi og víðar og allmargar
sagna hennar hafa áður verið
þýddar á íslensku. Þær fjalla
yfirleitt um ungar stúlkur og svo
er um þessa nýju sögu. Um efni
hennar segir svo í kynningu
forlagsins: „Anna Elín er nítján
ára. Hún býr yfir miklum tón-
listarhæfileikum og dreymir um
að verða píanóleikari. Samt er
hún óhamingjusöm. - Þá hittir
hún Andrés, ungan og glæsileg-
an pilt. Hann hefur óbilandi trú
á lífinu þótt oft blási á móti og
ætlar sér að vinna hug Önnu
Elínar. En Andrés býr við
kröpp kjör og Önnu Elínu
dreymir um að njóta lífsins
lystisemda sem hún hefur farið
á mis við í uppvextinum. Har-
aldur, ungur læknanenti, hefur
hins vegar allt að bjóða henni
sem hugurinn girnist. En hvaða
máli skipta öll auðæfi heimsins
ef ástina vantar?“
í félagsskap
karlmanna
og Bakkusar
■ Iðunn hefur sent frá sér
nýja skáldsögu eftir ungan ís-
lenskan höfund. Sagan heitir
Lykkjufall og höfundur er Agn-
esjóna Maitsland. Er þetta
fyrsta skáldsaga höfundar. Frá-
sögnin er lögð í munn ungri
sjómannskonu og lýsir viðburð-
um í lífi hennar á tíu dögum
sem mjög reynast henni örlaga-
ríkir. Maður hennar hefur dval-
ist langdvölum burtu „og Kata
leitar huggunar í félagsskap
nærtækari karlmanna - sem og
Bakkusar," segir í forlagskynn-
ingu. Ennfremur segir þar:
„Þótt höfundur fjalli af raunsæi
um persónur sínar og hlífi þeim
í engu, þá er umhyggja hans
áberandi og væntumþykja. Kata
getur ekki útskýrt allar sínar
gjörðir og eflaust kannast marg-
ur lesandinn við drauma
hennar, vonir og freistingar sem
auðvelt er að falla fyrir."
Kári, Gunnar
og hundurinn
Lappi
■ Æskan hefurgefiðútbókina
Kári litli í skólanum eftir Stefán
Júlíusson. Hún er 'sjálfstætt
framhald bókarinnar Kári litli
og Lappi sem Æskan gaf út á
síðasta ári. Sagt er frá sjö ára
snáðanum Kára, sem er að hefja
skólagöngu, og leikjum hans
með vininum Gunnari og hund-
inum Lappa. Ævintýrin eru á
næsta leiti. Þeir róa til fiskjar og
renna sér á skautum - en varast
þarf sker og ótraustan ís eins og
félagarnir reka sig á.
Hinar sígildu sögur Stefáns
Júlíussonar um Kára litla Itafa
hrifið unga lesendur í hálfa öld
og hver útgáfan af annarri selst
upp. Þessi vandaða 6. útgáfa,
nteð skemmtilegum myndum
Halldórs Péturssonar, höfðar
eflaust enn sem fyrr til barna á
aldrinum sex til ellefu ára.
Paradís
eftir Bo Carpelan
■ Bókaútgáfan Iðunn hefur
gefið út unglingasöguna Paradís
eftir Bo Carpelan. Gunnar Stef-
ánsson þýddi. Saga þessi fjallar
um sömu persónur og Boginn
sem út kom í íslenskri þýðingu
fyrir tveimur árum. Höfundur-
inn er sænskumælandi Finni og
eitt kunnasta ljóðskáld í landi
sínu. Hann hlaut bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs fyrir
ljóð sín árið 1977. Hann hefur
einnig ritað nokkrar bækur fyrir
börn og unglinga sem hlotið
hafa einróma lof og viðurkenn-
ingu, m.a. Nilla Hólmgeirsson-
ar-verðlaunin sænsku sem veitt
eru afburðagóðum unglingasög-
um.
Paradís er sjálfstætt framhald
Bogans og segir frá vináttu Jó-
hanns sem er sögumaður og
hins þroskahefta Marvins. Nú
eru þau Marvin og Gerða móðir
hans flutt til borgarinnar af því
að eyjan Boginn hefur verið
seld undir sumarhús. Marvin á
erfitt með að aðlagast þessu
nýja umhverfi og nú reynir á
Jóhann að hjálpa honum. Sjálf-
ur á Jóhann við ýmis vandamál
unglingsáranna að stríða.
Gerða fær vinnu í verksmiðju
og eignast vin, - en eftir sem
áður er það Marvin sem allt
veltur á.
Saga úr þorp-
inusemekkier
lengur til
Ný bamabók eftir Vil-
borgu Dagbjartsdóttur
■ Barnabókin Bogga á Hjalla
eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur
er komin út hjá Máli og menn-
ingu, myndskreytt af Önnu
Cynthiu Leplar.
Söguhetjan, Bogga, er
skemmtileg stelpa sem býr í
litlu þorpi, hjá mömmu, pabba,
ömmu og öllu systkinunum,
kisu, hananum og hænsnunum.
Það er glatt á hjalla þar sem
svona margir búa - enda heitir
húsið þeirra Hjalli. í sögunni
segir frá daglegum störfum,
hananum sem lenti í tjörunni,
húsinu sem fauk út á sjó, huldu-
fólkinu sem Bogga sá þegar hún
var að reka kýrnar og mörgu
fleira. Allt þetta gæti sem best
gerst á okkar dögum, en raunar
er Bogga Vilborg Dagbjartsdótt-
ir sjálf og þorpið hennar Vest-
dalseyri við Seyðisfjörð sem nú
hefur verið jafnað við jörðu.
Það er veröld sem var sem
lesendur kynnast í bók Vilborg-
ar en þó lifandi og nálæg veröld.
Bókin er einkum ætluð þeim
börnum sem eru nýlega farin að
lesa sjálf, letrið stórt og skýrt.
Hún er 45 bls. auk yfirlitsmynd-
ar af Vestdalseyri um 1930 eftir
Önnu Cynthiu Leplar. Bókin er
hönnuð í Repró, prentuð í
Formprenti og bundin í Bókfelli
hf.
Blómkvist
leynilöggaenn
á ferðinni
■ Þriðja og síðasta bókin um
leynilögreglumanninn Karl
Blómkvist eftir Astrid Lindgren
er komin út hjá Máli og menn-
ingu. Hún heitir Karl Blómkvist
og Rasmus. Skeggi Ásbjarnar-
son þýddi.
í þessari sögu fást Kalli
Blómkvist og vinir hans við
mannræningja: Rasmusi litla er
rænt vegna þess að pabbi hans
hefur gert vísindalega uppgötv-
un sem óprúttnir menn viija
koma höndum yfir. Það hefði
líka verið einfalt dæmi fyrir þá
ef liðsmenn Hvítu rósarinnar
settu ekki strik í reikninginn.
Þrír vinsælir
höfundar
Victoria Holt
■ Bókaútgáfan Hildur sendir
frá sér í ár m.a. eftirtaldar
bækur: Systurnar frá Greyst-
one, eftir Victoriu Holt. Þetta
er 18. bók þessa vinsæla höfund-
ar. Segir þar frá ástum og örlög-
um tveggja systra, sem sveigjast
í svipaðan farveg, en með ólík-
um endi. Verð bókarinnar er
kr. 445,- án söluskatts.
Skurðstofa 08, eftir Ib Henrik
Cavling. Þettaer26. bókin.sem
Bókaútgáfan Hildur gefur út
eftir þennan mikið lesna danska
höfund. Segir þar frá ungum
lækni og baráttu hans í starfi og
ástum. Verð bókarinnar er kr.
445,- án söluskatts.
Enn fremur kemur26. endur-
prentun á hinum vinsælu ung-
lingabókum norsku skáldkon-
unnar Margit Ravn. Eins og
aðrar bækur hennar fjallar þessi
bók, Heima er best, um ungt
fólk í blíðu og stríðu, þar sem
sumum sýnist grasið grænna hin-
um megin gerðisins - þó að ekki
reynist alltaf svo, þegar yfir er
komið. Verð bókarinnar er kr.
360,- án söluskatts.
„íslenskar
smásögur*1
eftir útlendinga
■ Bókaklúbbur Almenna
bókafélagsins hefur sent frá sér
5. bindi af íslenskum smásög-
um. Eru þetta þýddar smásögur
eftir höfunda heimsbókmennt-
anna sem rituðu á fyrri hluta
þessarar aldar.
Af þeim 4 bindum sem áður
eru komin í þessum flokki er
1-3. bindi með smásögum eftir
íslenska höfunda frá 1847-1974
en með 4. bindi hefst úrval
þýddra sagna. Þýddu sögurnar
verða 3 bindi (4.-6. bindi í
flokknum) og kentur það síð-
asta út snemma á næsta ári.
Kristján Karlsson er ritstjóri
þessa safn og hefur annast val
smásagnanna.
Þessar smásögur eru í hinu
nýútkomna bindi:
Anton Tsjekhov: Maður í
hulstri. Geir Kristjánsson
þýddi.
Karel Capek: Eyjan. Kristján
Albertsson þýddi
Hamlin Garland: Frú Ripley
tekst ferð á hendur. Ragnhildur
Jónsd. þýddi.
W.W.Jacobs: Apaloppan. Jón-
as Kristjánsson þýddi
Rudyard Kipling: Hvíti selur-
inn. Helgi Pjctursson þýddi
Jolin Galsworthy: Maður af
Forsyte-ættinni kemst í kynni
við almúgann. Gísli Guðmunds-
son þýddi.
lvan Bunin: Bastskórnir. Jón
Sigurðsson frá Kaldaðarnesi
þýddi.
Theodore Dreiser: Týnda
konan. Einar H. Kvaran þýddi.
Johannes V. Jensen: í eyði-
mörkinni. Jón Sigurðsson frá
Kaldaðarncsi þýddi.
W. Somerset Maugham: Regn.
Þórarinn Guðnason þýddi.
Sherwood Anderson: Óvæntur
atburður. Ásmundur Jónsson
þýddi.
Thomas Mann: Tobias Mind-
ernickel. Ingólfur Pálmason
þýddi.
Horacio Ouiroga: Hitaslagiö.
Þórhallur Þorgilsson þýddi.
James Joyce: Afrit. Geir Krist-
jánsson þýddi.
D.H. Lawrence: Páfugl í snjó.
Jón Helgason þýddi.
Karen Blixen: Sagan af perl-
unni. Arnheiður Sigurðardóttir
þýddi.
Katherine Mansfield: Sæla.
Anna María Þórisdóttir þýddi.
Arnulf Överland: Draumurinn.
Helgi Sæmundsson þýddi.
Pár Lagerkvist: Kjallaraher-
bergið. Jón Óskar þýddi.
Torn Kristensen: Palntýra
gamla. Karl ísfeld þýddi.
Ernst Toller: Júlla. Halldór Stef-
ánsson þýddi.
F. Scott Fitzgerald: Aðfaranótt
orrustunnar við Chancellor-
ville. Indriði G. Þorsteinsson
þýddi.
William Faulkner: Wash.
Kristján Karlsson þýddi.
Þetta 5. bindi er 475 bls. að
stærð og unnið í Prentsmiðjunni
Odda.
m
Harold S Kushner
Vaka
Fengurfyrirþá
sem lífið
leikur grátt
■ Hvers vegna ég? heitir bók
eftir Harold S. Kushner sem
Vaka hefur sent frá sér. Þessari
bók er ætlað að leiðbeina og
hughreysta. Hún er þegar orðin
metsölubók víða erlendis og
þykir einstakur fengur fyrir
fólk, sem lífið hefur leikið grátt.
En hún á líka erindi til hinna
sem enn hafa ekki orðið fyrir
neinunt hrellingum. Þeir verða
betur viðbúnir eftir lestur bók-
arinnar.
Flest fólk sem verður fyrir
alvarlegunt áföllum á lífsleið-
inni spyr sömu spurningarinnar:
Hvers vegna ég? Sorgir, sjúk-
dóniar, slys, ástvinamissir.
Ógæfan gerir ekki boð á undan
sér.
Höfundurinn Harold S. Kus-
hnertalarafeiginreynslu. Hann
missti son sinn á unga aldri af
völdum langvinns, alvarlegs
sjúkdóms. Hann átti erfitt með
að skilja hvers vegna skaparinn
hafði íagt svo þunga byrði á
þessa guðhræddu og vammlausu
fjölskyldu. Hann spurði því:
Hvers vegna ég? En það var fátt
um svör og fáar bækur sent hægt
var að lesa sér til leiðbeiningar
unt skynsamleg viðbrögð. HaT-
old ákvað því þegar frá leið að
miðla öðrum af lífsreynslu sinni
og skrifa bók, sem gæti orðið
hryggunt til halds og trausts.
Það er þessi bók.
Hvers vegna ég? er unt eitt
hundrað blaðsíður. Jón Ormur
Halldórsson sá um íslenska þýð-
ingu. Kápuhönnun annaðist
Gunnar H. Baldursson teiknari.
Bókin er sett og prentuö hjá
Prentstoíu G. Benediktssonar,
en bundin hjá Arnar-Berg hf.
Bókin Hvers vegna ég? hefur
hlotið frábæra dóma þar sem
hún hefur komið út crlendis og
selst í milljónum eintaka.
Rithöfundurinn heimskunni
Norntan Vincent Peale, sem
ritað hefur margar bækur til
þess að létta mönnum lífið,
segir um þessa bók: „Þetta er
bók, sem allt mannkynið
þarfnast."
Gagnrýnandi tímaritsins Pe-
ople Magazine segir: „Þetta er
bók, sent lætur cngan ósnort-
inn og vekur fólk mjög til um-
hugsunar."
Spiiabók
fyrir alla
fjölskylduna
■ Þaðhefurlengiveriðvinsælt
hér á landi að draga fram spil og
taka nokkra slagi á góöra vina
fundi. Með tilkomu Spilabókar-
innar sem bókaútgáfan Vaka
hefur sent á ntarkaðinn, gefst
fólki kostur á að auka fjöl-
breytni spilanna, glöggva sig á
gömlum kunningjum í þeim
hópi og læra ný spil.
I Spilabókinni ætti að vera
eitthvað við allra hæfi, spil, sem
henta á góðri stund á heimili, í
skóla, á vinnustað, á ferðalagi
eða annars staðar.
Spilabókin veitir aðgengileg-
ar leiðbeiningar unt hvernig á
að spila fjölmörg vinsæl spil,
gömul og ný. Bókinni er skipt í
þrjá aðalkafla: Barnaspil, fjöl-
skylduspil og peningaspil.
Efni bókarinnar er fengið frá
Politiken-forlaginu danska.
Guðni Kolbeinsson, rithöfund-
ur, hefur valið spilin í bókina og
skýrir þau á Ijósan og lipran
hátt.
Spil eru jafnt fyrir unga sem
aldna, allir eru jafningjar við
spilaborðið. Þetta er því bók
sem brúar kynslóðabilið og á
erindi inn á hvert heimili.
Spilabókin er um eitt hundrað
blaðsíður, skreytt mörgum
skemmtilegum teikningum.
Kápumynd er eftir Þorstein
Eggertsson. Bókin er prentuð
og bundin í prentsmiðjunni
Eddu hf.