NT - 04.12.1984, Síða 20
Þriðjudagur 4. desember 1984 20
Þjóðernisstefna eflist
■ Sjöundi og næstsíðasti þáttur Sögu Afríku verður
sýndur í kvöld kl. 20.40 og kallast hann Þjóðernisstefna
eflist.
í þessum þætti beinist athyglin að aðalatburðum í
sjálfstæðisbaráttu ríkja Afríku. Þátturinn hefst á Gull -
itröndinni. Þar kynnumst við kringumstæðum og frum-
kvæði þjóðernisleiðtogans Kwame Nkrumah. Það er
saga Ghana, sem skipar mest rúm í þættinum í kvöld,
og er byggt á gömlum heimildamyndum og viðtölum við
fólk, sem man vel þessa viðburðaríku daga.
Rakin er sjálfstæðisbaráttan í Kenýu, Alsír, harm-
leikurinn í Belgísku Kongó og tilraunir Kenyatta og
Nyerere að koma á einingu Afríkuríkja. Það var einkum
í portúgölsku nýlendununt, sem sjálfstæðisbaráttan fór
fram með vopnum, en Basil Davidson, höfundur
þáttanna og sögumaður, vill meina að yfirleitt hafi hún
verið tiltölulega friðsöm í öðrum hlutum Afríku.
Þá fer Basil Davidson til Guinea Bissau og kynnir sér
ástandið þar, en þar var Amilcar Cabral helsta frelsis-
hetjan og segir Basil Davidson hann hafa verið framúr-
skarandi skæruliðaforingja. í Mósambík talar svo Da-
vidson viö Smora Machel, leiðtoga Frelimo-hreyfingar-
innar í langri frelsisbaráttu. Þá er Zimbabwe líka tekið
tii athugunar og fylgst með endanlegu falli hvítrar
minnihlutastjórnar þar. Að síðustu er haldið til Suður-
Afríku og sú spurning sett fram, hvað langur tími eigi
eftir að líða þar til völd hvíta minnihlutans þar eru fyrir
bí.
■ Sam Neill, sem leikur Reilly, er frá Nýja Sjálandi og þar hóf
hann leikferil sinn. Þessa dagana er hann við leik í Frakklandi í
myndinni „Les sang des Autres“, en þar eru helstu mótleikarar
hans Jodie Foster og Michael Ontkean. Leikstjóri er Claude
Chabrol.
„Veiðin mikla“
- 5. þáttur Antílópusöngvarans
■ Steindór Hjörleifsson fer með stórt hlutverk í Antílópusöng-
varanum, en svona leit hann út í hlutverki Guðmundar í
sjónvarpsmyndatlokknum Undir sama þaki.
■ Ragnheiður
mundsdóttir.
E. Guð-
Sönglögeftirfimm
íslensk tónskáld
■ Pað heyrist oft, þegar rætt
er við hlustendur um dagskrá
útvarpsins, að margir óska eftir
að fá að heyra meira af íslensk-
um sönglögum í útvarpinu.
í kvöld kl. 21.05 mun íslensk
sönkona, Ragnheiður Guð-
mundsdóttir syngja lög eftir
fimm íslensk tónskáld við
undirleik Ólafs Vignis Alberts-
sonar.
Höfundar laganna eru allir
þjóðkunnir fyrir lög sín. Það
verður ánægjulegt fyrir unn-
endur sönglaga að fá að heyra
lög eftir Eyþór Stefánsson,
Karl O. Runólfsson, Maríu
Markan, Þórarin Guðmunds-
son og Sigvalda Kaldalóns.
Heldur Reilly áfram að
reyna að ryðja Lenín úr vegi?
■ í kvöld heldur Reilly áfram
þar sem frá var horfið. Við
skildum við hann síðast, þar
sem hann var enn hundeltur í
Leníngrad eftir að banatilræð-
ið við Lenín, sem hann hafði
skipulagt, hafði farið út um
þúfur.
í síðasta þætti fylgdumst við
með því, hvernig hann fékk
konur til liðs við sig í því skyni
að koma Lenín fyrir kattarnef
og hefði saga 20.' aldarinnar
orðið önnur en hún er, ef það
hefði tekist.eneinsogkunnugt
er byggjast þættirnir um Reilly
á sannsögulegum atburðum.
Við fengum að fylgjast með
örlögum kvennanna, en þeim
var hreinlega stillt upp við
vegg og skotnar. Reilly komst
hins vegar sjálfur í skjól í
breska sendiráðinu í Leníngr-
ad um stundarsakir, en áður
en langt um leið voru bolsévík-
ar komnir inn í sendiráðið og
skutu sendiherrann til bana.
En við sáum í iljar Reillys og
félaga hans þar sem þeir hurfu
út í myrkrið.
■ í kvöld kl. 20verðurfluttur
í útvarpi 5. þáttur framhalds-
leikritsins Antílópusöngvarinn
eftir Ruth Underhill í útvarps-
leikgerð lngebrigts Davik.
Þessi þáttur nefnist „Veiðin
mikla“.
í síðasta þætti varð Hung-
fjölskyldan að gefast upp við
að halda áfram ferð sinni yfir
fjöllin því vetur var að ganga í
garð. Því urðu allir fegnir þeg-
ar Tógó gamli, afi Numma,
kom og bauð þeim vetursetu í
búðum sínum. Á hverjum degi
komu þangað hópar Indíána
utan af sléttunni og von bráðar
var þar risið upp allstórt Indí-
ánaþorp. Mikill annatími fór
nú í hönd við veiðar og aðra
birgðasöfnun fyrir veturinn.
Leikendur í 5. þætti eru
Steindór Hjörleifsson, Krist-
björg Kjeld, Stefán Jónsson,
Þóra Guðrún Þórsdóttir, Árni
Benediktsson, Hákon Waage
og Kjuregej Alexandra. Leik-
stjóri er Þórhallur Sigurðsson.
Tæknimenn Friðrik Stefánsson
og Hörður Jónsson.
■ Basil Davidson er höfundur og sögumaður þáttanna Saga
Afríku.
Sjónvarp kl. 20.40:
Útvarp kl. 20.
Utvarpkl. 21.05:
Þriðjudagur
4. desember
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á
virkum degi. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir. Morgunorð - Bjarni Guð-
leifsson á Möðruvöllum talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Músin í Sunnuhlíð og vinir
hennar" eftir Margréti Jónsdóttur.
Sigurður Skúlason les (2).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 „Ljáðu mér eyra“ Málmfríður
Sigurðardóttir á Jaðri sér um þátt-
inn (RÚVAK).
11.15 Við Pollinn Umsjón: Gestur E.
Jónasson. (RÚVAK).
12.00 Dagskrá. Tónleikar.Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.20 Barnagaman Umsjón: Helgi
Már Baröason.
13.30 „Nýtt og nýlegt erlent popp“
14.00 Á bókamarkaðinum Andrés
Björnsson sér um lestur úr nýjum
bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir.
14.30 Miðdegistónleikar Sinfóniu-
hljómsveit Lundúna leikur „Carm-
en-svitu“ nr. 1 eftir Georges Bizet;
Neville Marriner stj.
14.45 Upptaktur - Guðmundur
Benediktsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar a. Sinfónía
nr. 5 i Es-dúr op. 82 eftir Jean
Sibelius. Konunglegafílharmoníu-
sveitin í Lundúnum leikur; Loris
Tjeknavorian stj. b. Lokakafli Sin-
fóniu nr. 1 eftir Gustav Mahler.
Concertgebouw-hljómsveitin i
Amsterdam leikur; Bernhard Hait-
ink stj.
17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tóm-
asson flytur þáttinn.
20.00 Barna- og unglingaleikrit:
„Antilópusöngvarinn" eftir Ruth
Underhill. Leikgerð: Ingebrigt
Davik. 5. þáttur: Veiðin mikla.
Áður útvarpað 1978. Þýðandi: Si-
gurður Gunnarsson. Leikstjóri:
Þórhallur Sigurðsson. Leikendur:
Steindór Hjörleifsson, Kristbjörg
Kjeld, Hákon Waage, Kjuregei Al-
exandra, Stefán Jónsson, Þóra
Guörún Þórsdóttir og Árni Bene-
diktsson.
20.30 Lestur úr nýjum barna- og
unglingabókum Umsjón: Gunn-
vör Braga. Kynnir: Sigurlaug M.
Jónasdóttir.
21.05 Einsöngur í útvarpssal Ragn-
heiöur Guðmundsdóttir syngur lög
eftir Eyþór Stefánsson, Karl O.
Runólfsson, Maríu Markan, Þórar-
in Guðmundsson og Sigvalda
Kaldalóns. Ólafur Vignir Alberts-
son leikur á pianó.
21.30 Útvarpssagan: Grettis saga
Óskar Halldórsson les (9).
22.00 Tónleikar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Kvöldtónleikar Gustav Mahler
3. hluti. „Des Knaben Wunder-
horn“ - Linur skýrast. Sigurður
Einarsson sér um þáttinn.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Þriðjudagur
4. desember
10:00-12:00 Morgunþáttur Músik og
meðlæti. Stjórnandi: Páll Þor-
steinsson.
14:00-15:00 Vagg og velta Létt lög
leikin af hljómplötum. Stjórnandi:
Gísli Sveinn Loftsson.
15:00-16:00 Með sínu lagi Lög leikin
af íslenskum hljómplötum. Stjórn-
andi: Svavar Gests.
16:00-17:00 Þjóðlagaþáttur Komið
viö vitt og breitt í heimi þjóðlaga-
tónlistarinnar. Stjórnandi: Kristján
Sigurjónsson.
17:00-18:00 Frístund Unglingaþátt-
ur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfsson.
Þriðjudagur
4. desember
19.25 Sú kemur tíð. Þriðji þáttur.
Franskur teiknimyndaflokkur í
þrettán þáttum um geimferðaævin-
týri. Þýðandi og sögumaður Guðni
Kolbeinsson. Lesari með honum
Lilja Bergsteinsdóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Saga Afríku 7. Þjóðernis-
stefna eflist. Breskur heimilda-
flokkur i átta þáttum. I þessum
þætti fjallar Basil Davidson um
sjálfstæðisbaráttuna i nýlendum
Evrópurikja í Afriku. Þýðandi og
þulur Þorsteinn Helgason.
21.50 Njósnarinn Reilly 9. Eftirmáli
Breskur framhaldsmyndaflokkur i
tólf þáttum. Sovétmenn hugsa
Reilly þegjandi þörfina eftir sam-
særið gegn Len í n sem þó fór út um
þúfur. Leynilögreglan sendir
flugumann á eftir honum til Lund-
úna. Þýöandi Kristmann Eiðsson.
22.45 Kastljós Þáttur um erlend mál-
efni. Umsjónarmaður Ögmundur
Jónasson.
23.20 Fréttir í dagskrárlok.