NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 04.12.1984, Qupperneq 23

NT - 04.12.1984, Qupperneq 23
 Þridjudagur 4. desember 1984 23 Útlönd Indland: ( .1IINA Mörg hundruð deyja vegna gaseitrunar Nýja Delhí-Reuter. ■ Þúsundir manna veiktust al- varlega vegna gaseitrunar í Bhopalborg á Mið-Indlandi í gær eftir að eitraðar gastegundir streymdu úr verksmiðju Union Carbide sem er í um 15 km fjarlægð frá Bhopal. Mörg hundruð manns höfðu fundist látin vegna eitrunarinnar í gær og töldu læknar að tala látinna myndi fara yfir 600 manns. Verksmiðjan, þar sem slysið varð, framleiddi skordýraeitur fyrir landbúnað. Að minnsta kosti 4000 manns voru tekin - til meðferðar í gær vegna alvar- legrar gaseitrunar og 10.000 manns til viðbótar sýndu nokk- ur merki um eitrun. Slysið varð klukkan hálf þrjú í gærmorgun að indverskum tíma. Það er talið mun alvar- legra en sprenging í ítalskri efnaverksmiðju í júlí 1976 þeg- ar 1.800 hektarar eyðilögðust vegna eitrunar. Að minnsta kosti 350 manns létust og 1200 veiktust vegna gaseitrunar í þessari indversku borg í gær, þegar eiturgas streymdi úr efna- verksmiðju í eigu Union Car- bide. I v---- V NI l’AI • (lhop.il Indland 'MANdl AOI :;il \ , / C.lli llll.l í'1 ; 1 Pakistan: Blöðum bannað að gagnrýna kosningar um stjórnarskrá Islamabad-Kcuter ■ Herstjórnin í Pakistan hefur bannað blöðum í landinu að gagnrýna áætlun forsetans, Zia- Ul-Haq. um kosningar 19. des- ember þar sem kjósendur eru spurðir um stjórnarskrárhug- myndir hans. Stjórnarandstæðingar, sem ekki fá að taka þátt í undirbún- ingi kosninganna, hafa gagnrýnt þær harðlega. En blöð í Pakist- an hafa ekki skýrt frá þessari gagnrýni þar sem þeim var strang- lega bannað að segja frá gagn- rýni á kosningarnar. í kosning- unum verða kjósendur spurðir hvort þeir séu sammála áætlun- um Zia um að taka upp islömsk lög í Pakistan og hvort þeir fallist á almennar þingkosningar í mars á næsta ári. Zia hefur sagt að verði þessar tillögur hans samþykktar líti hann á þær sem samþykki á þvt að hann sitji í forsetastóli fimm ár í viðbót. Herstjórnin hefur bannað alla stjórnmálastarfsemi. Fulltrúar hennar sögðu pakistönskum blöðum að með því að sækja blaðamannafundi stjórnarand- stæðinga hefðu þau gerst brot- leg við herlögin. Blöðin mega eingöngu skýra frá stuðningi við kosningarnar. Saudi-Arabar stofna þing London-Reuter ■ Breska blaðið Sunday Times birti um helgina viðtal við Fahd, konung Saudi-Ara- bíu, og hafði eftir kóngi að hann hyggðist koma á fót þingi í eyðimerkurríki sínu og semja fyrir það skrifaða stjórnarskrá. Stjórnarfyrirkomulagið í Saudi-Arabíu er algjört ein- ræði. Nýja þingið á að sögn Fahds „að tryggja þátttöku fólksins í stjórn landsins og sjá um að stjórnarstefnunni sé framfylgt." Fahd ráðgerir að koma þing- inu á laggirnar eftir þrjá til fjóra mánuði, fyrsta með út- nefndum þingmönnum. Eftir tvö ár er fyrirhugað að helm- ingur þingfulltrúa verði kjör- inti í óbeinum kosningum á funduni fylkis- og svæðahöfð- ingja. Innan nokkurra ára verða svo einhverjir þing- mannanna kjörnir í beinum kosningum, segir Fahd. Kóngurinn segir að Saudi- Arabar vilji fara varlega að því að taka upp lýðræðislegri stjórnarhætti og geri það í áföngum til að forðast mistök. Aö sögn Sunday Times voru leiðtogar saudi-arabískra mú- hameðstrúarmanna mótfallnir þessum áformum í fyrstu, en nú sé hafin bygging þinghúss í miðborg Rijad. Umsjón: Ragnar Baldursson 03 Egill Helgason Palmenefndin: Nýsmíði kjarna- vopnaverðihætt Chicago-Reuter ■ Palmenefndin svokallaða hefur hvatt Bandaríkjamenn og Sovétmenn til að hætta að búa til nýjar tegundir kjarna- vopna eða að gera tilraunir með þær. Palmenefndin dregur nafn af formanni hennar, Olof Palme, forsætisráðherra Svía. Hún er alþjóðleg friðar- og öryggisnefnd sem starfar óháð hernaðarbandalögum. Um helgina lauk þriggja daga fundi nefndarinnar í Chicago þar sem m.a. voru samþykktar ályktanir þar sem risaveldin eru hvött til að stöðva tíma- bundið frekari kjarnorkuvæð- ingu og uppbyggingu nýrra kjarnorkukerfa til þess að auð- velda afvopnunarviðræður. Spán- verjar mótmæla NATO Madrid-Reuter. ■ NATO-andstæðingar efndu til mikilla mótmælaaðgerða gegn veru Spánar í NATO nú um helgina. Yfirvöld segja að um 200.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum í sex borg- um en skipuleggjendur mót- mælaðagerðanna segja að í Madrid einni hafi hálf milljón manns tekið þátt í þeim. Mótmæalaaðgerðirnar voru skipulagðar af ýmsum samtök- um, sem berjast fyrir afvopnun, hópum NATO-andstæðinga innan Sósíalistaflokksins og af Kommúnistaflokknum sem er eindregið á móti NATO-aðild Spánar. I Madrid safnaðist fólk saman fyrir framan varnarmála- ráðuneytið þar sem haldnar voru ræður gegn NATO. Auk mótmælaaðgerðanna í Madrid voru einnig skipulagðar mót- mælaaðgerðir í Barcelona, Val- encia, Cadiz, Leon og Las Palm- as á Kanaríeyjum. Forsætisráðherra Spánar, Conzalez. hefur lofað þjóðarat- kvæðagreiðslu um NATO-að- ildina 1986 en sjálfur hefur hann lýst yfir stuðningi við áfram- haldandi aðild sem þó feli ekki í sér þátttöku Spánverja í beinu hernaðarsamstarfi með NATO. ■ Spánverjar flykktust út á göturnar um helgina í þúsundatali til að mótmæla aðild Spánar að NATO. Menn eru ekki á eitt sáttir um það hversu margir tóku þátt í aðgerðunum, en víst er að þær voru fjölmennar. Myndin var tekin við mótmælaaðgerðirnar í Madrid. Símamynd: Polfoto. 25 ára fangelsi, en ránsfengurinn ófundinn með öllu London-Reuter ■ Tveir Lundúnabúar, 32 og 40 ára, voru í gær dæmdir í 25 ára fangelsi fyrir hlutdeild sína að mesta ráni í sögu Bretlands. Ránið frömdu Michael Mc- Avoy, Brian Robson og félag- ar þeirra í vöruskenimu í grennd við Heathrow-flugvöll í London í nóvember í fyrra. Ránsfengurinn nam um 26 milljónum sterlingspunda í gulli, demöntum og öðrum verðmætum. Ránsfengurinn hefur enn ekki fundist og er hald manna að félagarnir hverfi með það leyndarmál inn í fangelsið.' Lögreglan telur að fleiri hafi verið í vitorði með þeim. Pað kom á daginn í réttar- höldunum að ræningjarnir höfðu hellt bensíni yfir örygg- isverði í vöruskemrriunni og hótað að kveikja í ef þeim yrði ekki opnuð leið inn í fjárhirsl- una. Félagarnir tveir neituðu því staðfastlega að hafa framið ránið.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.