NT - 04.12.1984, Blaðsíða 26

NT - 04.12.1984, Blaðsíða 26
Heimsmeistarakeppni félagsliða: Þriðjudagur 4. desember 1984 26 Sölustaóur aó Austurgötu 25, Hafnar- firói (í húsakynnum Ljósmyndaþjónust- unnar ASA), þar sem Gunnlaugsbúó var áður. Afgreiöslutími kl. 10—12 f.h. og 5—7 e.h. alla daga nema sunnudaga. Tekiö á móti pöntun- um á sama tíma í síma 50270. ÚTGEFANDI ■ Hólmbert: Fer hann á gamlar slóðir? Fer Hólmbert til Keflavíkur? ■ Miklarlíkurerunútaldará því að Hólmbert Friðjónsson taki að sérþjálfun 1. deildarliðs ÍBK næsta keppnistímabil. Hólmbert þekkja allir sem fylgjast með knattspyrnu, hann hefur þjálfað KR-inga undan- farið og náð góðum árangri. Þessi snjalli þjálfari var með Keflvíkingana á árum áður og gerði þá að íslandsmeisturum árið 1969. Keflvíkingar hafa staðið sig vel á íslandsmótinu síðustu tvö árin svo það er ekki vafi á að Hólmbert gerir góða hluti með þeim á sumri komanda. DðiiAii H iriflamir“ frá IjndllOU U jOIIaillli Tid Argentínu mæta Liverpool - Tekst ensku liði loks að sigra? ■ Knattspyrnuliðið Inde- pendiente frá Buenos Aires sem er Suður-Ameríkumeistari félagsliða hyggst nú bæta rós í hnappagatið og verða heims- meistari félagsliða. En til að svo megi verða þarf liðið að sigra Evrópumeistar- ana Liverpool í leik sem fer fram 9. des. í Tokyo. Independiente, sem er stofn- að árið 1905 af enskum kaup- sýslumanni, hefur verið upp- nefnt „Rauðu djöflarnir“ og hefur liði langan lista af sigrum og titlum á eftir sér eins og Manchester Unitcd sem hefur sama uppncfni. Argentínska liðið fékk samt ekki hugmyndina að rauða litn- um frá Manchester, heldur öðru ensku liði, Nottingham Forest sem var á kcppnisferð í Argentínu á þriðja áratugnum og hreif alla með leik sínum. Omar Pastoriza þjálfari. Um líkt leyti flutti Inde- pendiente í núverandi heim- kynni sín, hafnarhverfi í útborg Buenos Aires. Independiente hefur einu sinni unnið til þess heiðurs að vera kallað besta félagslið heims, árið 1973, en alls sjö sinnum unnið Suður-Ameríku- bikarinn, oftaren nokkurt ann- að lið. Síðast vann liðið þann titil 1975 þáífjórða sinníröð. Nú hefur liðið sem sagt risið til virðingar á ný með blöndu af ungum, tekniskum leikmónn- um, hinum reynda varnar- manni landsliðsins Enzo Tross- ero, stjórnandanum Claudio Marangoni sem áður lék með Sunderland og snilli Richardo Bochini. Bochini er hættulegasti leikmaður Independiente og er í landsliðinu á ný á 32. aldurs- ári. Hann hefur 26 landsleiki að baki en Cesar Mcnotti valdi hann ekki í liðið í síðustu heimsmeistarakeppni sem fram fór á Spáni. Sagt er að Maradona hafi tekið Bochini sér til fyrirmynd- ar þegar hann var drengur og að vaxa upp í að verða einhver frægasti knattspyrnumaður heims. Ef Bochini nær sér á strik og fær góða hjálp frá Marangoni og hinum snjalla Burruchaga gctur liðið spilað hraðan og árangursríkan sóknarbolta. Það stefnir allt í að úrslita- lcikurinn í Tokyo verði sá besti sem fram liefur farið síðan hann var fluttur á óháðan völl í Tokyo fyrir 5 árum. ■ Rush: Er ávallt hættulegur. Independiente hefur ekki gengið mjög vcl í deildar- keppninni í Argentínu á þessu ári, en nú í 10. sæti af 19 með 30 stig eftir 33 leiki. En samt hefur liðið skorað lang flest mörkin eða 55. Liðið er eitt af örfáum í Argcntínu sem er vel rekið, hin eru flest á barmi gjaldþrots og eins og sagt hefur verið frá fóru leikmenn í verkfall í kjölfar þess að leikmenn Boca Juniors fengu ekki laun sín greidd í lengri tíma. Þar sem verðbólga er yfir 700% í Argentínu, kemur úr- slitaleikurinn gegn Liverpool sem himnasending fyrir leik- mennina hjá Independiente. Eins og Marangoni sagði, „Ef ég stend inig vel í Tokyo þá gæti ég aftur fengið tilboð frá ensku liði.“ Mayfarth hættir Ulrike Mayfarth, leikunum í Los Angeles íþróttamaðurinn heims- frægi frá Vestur-Þýska- landi, lýsti því yfir í þýska sjónvarpinu um helgina að hún væri hætt keppni í frjálsum íþrótt- um. Mayfarth sigraði í hástökki á Ólympíu- Staöur mjöös Q5 matar Marangoni hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn að fara aftur til Englands og að Osvaldo Ardiies sé tengiliður sinn en ekki hefur neitt lið verið nefnt í því sambandi ennþá. Þrátt fyrir fremur rýra upp- skeru Independiente að undan- förnu eru leikmenn staðráðnir í því að sigra Liverpool og ætla að leika með hugarfari íþrótta- mannsins en láta stríðið um Falklandseyjar árið 1984 ekki hafa nein áhrif á framkomu sína. Þetta er samt fyrsti íþrótta- viðburðurinn sem Bretar og Argentínumenn taka þátt í síð- an stríðinu lauk. Þjálfari Independiente Jose Omar Pastoriza, segir að það sé ekki að marka gengi liðsins í argentínsku deildinni í haust. „Leikmenn eru með hugann allan við úrslitaleikinn gegn Liverpool". Margir sérfræðingar eru hinsvegar hræddir um að vörn- in sé ekki nógu góð hjá þeim og geti auðveldlega orðið Ian Rush að bráð. En sagan er hagstæð Independiente. I fyrri úrslitaleikjum milli enskra liða og argentínskra hafa þau argentínsku borið sig- ur úr býtum. Racing Club vann Glasgow, Celtic 1968 og 1969 vann Estudiantes Manchester Unit- ed. Og í þremur af fjórum síð- ustu leikjum í Tokyo töpuðu ensku liðin Nottingham Forest, Aston Villa og Liverpool öll fyrir suður-amerískum liðum. Sjö af leikmönnum Inde- pendiente eru leikmenn með landsliði Argentínu og þegar þeir mæta landsliðsmönnum Liverpool gæti orðið gaman. ■ Enzo Trossero fyrirliði Independiente með „Libertadores Cup“ eftir sigur á Gremio sem vann Forest í úrslitaleiknum 1983. Bochini skorar. Hann er stjarna Independiente. TRYGGVAGOTU 26 SÍMI26906 i sumar Hún vann hástökkið einnig á Ólympíu- leikunum í Munchen árið 1972, þá 16 ára gömul. Allir búast við því að þessi granni, leggjalangi íþróttamaður verði kjörin „íþróttakona ársins" í Vestur-Þýska- Iandi á fimmtudaginn kemur, í fjórða sinn í röð. Mayfarth sagði í sjón- varpsviðtalinu að hún hefði snúið sér að líkamsrækt (body- building) í frítímum sínum en ekki ákveðið hvað hún gerði í fram- tíðinni. Heimsbikarkeppnin á skíðum: Girardelli sigraði í svigi Ljósmyndabókin ■ Lúxemborgarinn Marc Gir- ardelli sigraði á fyrsta svigmót- inu sem gefur stig í heimsmeist- arakeppninni. Mótið fór fram í Sestriere á Ítalíu á sunnudag- inn. Annar í keppninni varð Svíinn Jonas Nilsson og þriðji ítalinn Paolo De Chiesa. Girardelli er Austurríkis- maður að uppruna en hefur keppt fyrir Lúxemborgara í 4 ár vegna ósamkomulags við þjálfara Austurríkismanna. Ingimar Stenmark féll úr keppni strax eftir um hálfa fyrri umferðina. Röð efstu manna varð þessi: Marc Girardelli (Lúx).. 1:46,80 Jonas Nilsson (Svíþjóð).............1:49,12 Paolo De Chiesa (Ítalíu) ........... 1:49,33 Klaus Heidegger (Austurr) .... 1:49,40 Martin Hangl (Sviss)....... 1:50,15 Opnar United budduna? leik í stöðunni en við viljum halda í Brandts, hann hefur verið hjá félaginu í 7 ár“. Samningur Brandts við PSV Eindhoven rennur út 30. júní næstkomandi. Manchester United hefur verið að leita að miðherja í nokkra mánuði og hefur líka sýnt þeim Terry Butcher hjá Ipswich, Mark Wright Sout- hampton, og Alan Evans hjá Aston Villa mikinn áhuga. ■ Manchester United er nú á höttunum eftir enn einum leik- manninum. Forráðamenn hins stjörnum prýdda enska liðs eiga nú í viðræðum við PSV Eindhoven um kaup á hollenska landsliðs- miðherjanum Ernie Brandts. „Við erum búnir að segja hvað við viljum fá fyrir Brandts ien hingað til hefur ekkert sam- komulag verið gert“ sagði Kees Ploegs framkvæmdastjóri PSV. „Manchester United á næsta FÓLKIÐ í FIRÐIIMUM

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.