NT


NT - 04.12.1984, Side 27

NT - 04.12.1984, Side 27
Þriðjudagur 4. desember 1984 27 Loksins heil deild Ársþing KSÍ: -1. deild kvenna með 8 liðum - Ellert endurkjörinn - fyrsta konan i stjórn KSÍ - refsistig afnumin ■ Á ársþingi Knattspyrnu- sambands íslands um helgina var ákveðið að keppni í 1. deild íslandsmóts kvenna í knatt- spyrnu yrði í heilli deild, þar sem keppa mundu 8 lið. Síðast- liðið ár kepptu 9 lið í fyrstu deild, fimm í suðvesturlands- riðli og fjögur í norðaustur- landsriðli, og var sú breyting Ellert Schram. gerð vegna hins milda kostnað- ar sem keppninni fylgdi, en áður hafði verið ákveðið að 8 liö skyldu keppa í deildinni. Ástæðu þess að fyrirkomu- laginu sl. sumar þurfti að breyta er að leita í því að mikill styrkleikamunur var á riðlun- um, og amk. þrjú sterkustu liðin voru í suðvesturlandsriðl- inum. Liðin sem munu keppa í 1. deild næsta sumar verða: ÍA, Valur, Breiðablik, Pór, KA, ísafjörður, Keflavík og annað- hvort KR eða Súlan sem keppa skulu um sæti. Eini sýnilegi gallinn á þessu er að Fylkir kemur hvergi við sögu, en lið félagsins vann sér 1. deildarsæti sl. sumar. Ellert B. Schram var endur- kjörinn formaður Knattspyrnu- sambandsins á þinginu. I aðal- stjórn voru kjörnir Þór Símon Ragnarsson, Sigurður Hannes- son, Sveinn Sveinsson, Gunn- ar Sigurðsson, Helgi Þorvalds- son og Gylfi Þórðarson, en þeir Handknattleikur 2. deild: Fylkir vann og tapaði - á Akureyri um helgina Frá Gylfa Kristjánssyni frcttamann NT á Akureyri: ■ Fylkismenn sóttu tvö stig til Akureyrar um helgina af fjórum sem barist var um þ ir í annarri deildinni í handboltan- um. Liðið lék gegn Þór á föst i- dag og sigraði 22-19, en á laug- ardag mátti Fylkir þola ósigur er leikið var gegn KA. Fylkismenn voru ávallt yfir gegn Þór eftir að staðan hafði verið 2-2. Þeir komust í 7-3 og í hálfleik var staðan 11-9. Fylk- ismenn komust mest í 6 marka mun í síðari hálfleiknum er staðan var 19-13, en Þórsarar minnkuðu muninn í eitt mark, 19-20. Þá voru fimm mínútur til leiksloka, en Þór tókst ekki að skora fleiri mörk þótt liðið fengi meðal annars vítakast. Fylkir skoraði hins vegar tvö síðustu mörkin og halaði inn dýrmæt stig. Gunnar Baldurs- Holland og Belgía: Úrslit um helgina ■ Við birtum hér aftur úrslit i hollenska og belgíska boltan- um um helgina en þau skoluð- ust eitthvað til í blaðinu í gær. Hvort það var rigningu og mikl- um leysingum um að kenna er erfitt að segja en hér koma rétt úrslit og staða efstu liða. Eins og greina má þá hefur Anderiecht afgerandi forystu í Belgíu og vann um helgina stóran sigur á liðinu í öðru sæti. í Hollandi er slagurinn erfiðari og tvísýnni en Ajax heldur þó enn forystu: Holland: ÚRSLIT: Breda-GA-Eagles............. 0-1 Twente-Zwoile................6-0 KWW-Haarlem..................0-2 Sparta-PSV....................22 Excelsior-Volendam ..........1-2 Ajax-Roda....................7'° AZ 67-Feyenoord..............2-5 STAÐA EFSTU LIÐA: Ajax PSV Eindhoven Feyenoord Volendam Groningen Twente Friðjón Friðjónsson og Árni Þorgrímsson féllu. í varastjórn voru kjörin Garðar Oddgeirs- son, Ingvi Guðmundsson og Svanfríður Guðjónsdóttir, og er hún fyrsta konan sem tekur sæti í stjórn Knattspyrnusam- bands íslands. Af öðrum málum sem komu upp á þinginu má nefna, að reglur um refsistig vegna gulra spjalda voru felldar niður, og gildir nú eingöngu fjöldi gulra spjalda til leikbanna. Þá var samþykkt að Huginn Seyðis- firði skyldi leika sem níunda lið ■ í þriðju deild norðausturs næsta sumar, en átta lið leika í suð- vesturriðli. ■ Formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattlcikssambandsins, IHF, Erik Elias frá Svíþjóð sést hér í hópi íslenskra handknattleiksdómara er líkamlegt próf þeirra var gert í Laugardalshöll á dögunum. Útkoman úr prófínu var all góð, en þó féllu nokkrir á prófinu og verða að taka sig á. Aftur verður gert slíkt próf eftir áramót, og að því loknu verður dómurum raðað niður í flokka. son var markahæstur Fylkis- manna með 7 mörk, Einar Einarsson skoraði 5. Hjá Þór var Guðjón Magnússon með 6, Oddur Sigurðsson og Rúnar Steingrímsson með 4 hvor. KA átti í hinu mesta basli með Fylkismenn á laugardag.. Allan fyrri hálfleikinn var leikurinn í járnum, staðan 8-7 í hálfleik fyrir Fylki og Fylkir komst í 9-7 í upphafi síðari hálfleiks. En þá tók leikurinn aðra stefnu, KA skoraði jafnt og þétt en Fylkir ekki, og er upp var staðið var staðan 17-11 KÁ í hag. Fylkir skoraði því ekki nema 3 mörk í síðari hálfleik og slíkt nægir ekki til að vinna leik. Jón Kristjánsson var at- kvæðamestur KA-manna með 6 mörk, Reynir Einarsson með 3 fyrir Fylki. Sittard-Utrecht...................1-0 Den Bosch-Groningen...............0-0 1000 sigurinn hjá Lloyd ■ Bandaríska stúlkan Chris Evert Lloyd vann sigur á frönsku stúlkunni Pascale Paradis í þriðju umferðá Opna-ástralska tennismót- inu á sunnudag. Þetta er svo sem ekki til frásagnar nema af því að þetta var sigur númer 1000 hjá Lloyd á ferl- inum sem hefur verið langur og sigurmikill. Lloyd er 29 ára og hefur unnið alls 15 svokallaða „Grand Slam“-titla en það felst í því að sigra á ákveðn- um stórmótum á ári. Þess má geta að sú besta í heiminum í dag Martina Navratilova sigraði einnig í viðureign sinni í þriðju um- ferð sama móts og hver veit nema að þær stöllurnar mæt- ist í úrslitum. Sigur Navarat- ilovu var hennar 73 í röð og sá 843 á ferlinum. Má búast við að hún nái því að sigra í 1000 leikjum áður en hennar ferill er allur. Atak í dómaramálum ■ „Heiminum verður ekki breytt á einum degi, en við erum hægt og sígandi að lag- færa það kerfi sem viö höfum haft á dómaramálum í hand- boltanum, og stórt skref í því er heimsókn Eriks Elias, for- manns dómaranefndar Alþjóð- ahandknattleikssambandsins hingað til lands. Hann hélt hér námskeið í tvo daga og prófaði mannskapinn bæði skriflega og líkamlega", sagði Kjartan K. Steinbach formaður dómara- nefndar Handknattleikssamb- aúds íslands í saintali við NT í gær. Kjartan sagði að framundan væri skipting dómara í þrjá flokka, sem dæmdu í hverri deild. Kæmi sú skipting í beinu framhaldi af prófum þeim sem dómararnir gengust undir hjá Svíanum. Annað líkamlegt próf yrði haldið eftir áramót og endanleg ákvörðun um skipt- inguna og um það „hverjir kæmust í liðið" yrði tekin eftir það. Jafnframt yrði unnið að undirbúningi undir næsta ár, en þá verða talsverðar breyt- ingar á reglum í handknattleik, breytingar sem þó mest sneru að dómurum. Erik Elias leist allvel á ís- lensku dómarana að sögn Kjartans. Þó þyrfti að laga ákveðna hluti, eins og myndug- leika dómara á leikvelli, en aftur á móti hefði þekking á relgum verið í mjög góöu lagi. I undirbúningi er að íslenskir dómarar afli sér alþjóðlegri réttinda í framtíðinni og er stíft unnið að þeim málum þessa dagana. Sundmót í Kanada ■ „Canada Cup“, al- þjóðlegt meistaramót í sundi sem haldið er árlega í Kanada er nýafstaðiö í 8. sinn. Mótið var að þessu sinni haldið í borginni Tórontó og voru gestgjafarnir sigur- sælir. Kanadíska sundfólkið fékk 14 gullverðlaun en Austur-Þjóðverjar komu næstir með 9 hlunka. í allt tóku þátt í mótinu yfír 700 sundmenn frá Kan- ada, USA, A-Þýskalandi og Ástralíu. Sandy Goss, Kanada vann óvæntasta sigurinn er hún kom á undan Evrópu- methafanum Jorg Woithe í mark í 100 metra skrið- sundi kvenna. Goss synti á 50.67 sek. en Woithe frá A-Þýskalandi varð önnur á 50.73 sek. Kornelia Gressler, A- Þýskalandi vann 50 m, 100 m, og 200 m flugsundið. Aðeins einn annar kepp- andi hlaut þrenn gullverð- laun og var það önnur kona, Michele Richardson, USA. Hún sigraði í 200 in, 400 m og 800 m skriðsundi. í allt hlaut bandaríska sveitin 8 gullverðlaun en Ástralíumenn höfðu 6 heim með sér í pússi sínu. Belgía: ÚRSLIT: Lokeren-Beerschot................3-3 ' St. Liege-Liege..................2-0 Beveren-FC Brugge................0-0 Lierse-Waterschei ...............0-1 Antwerpen-Gent...................1-3 Kortrijk-Seraing.................3-0 Mechelen-Racing Jet..............1-0 Anderlecht-Waregem...............8-2 CS Brugge-St. Niklaas............1-0 STAÐA EFSTU LIÐA: Anderlecht 16 12 4 0 56 14 28 Waregen 16 10 2 4 33 23 22 Ghent 16 9 3 4 37 21 21 Fc. Brugge 16 8 5 3 23 20 21 Fc.Liege 16 7 6 3 30 17 20 punktar... Nantes vann stig ■ Nantes vann stig í toppbaráttunni við Bordeaux í frönsku fyrstudeildarkeppninni í knattspyrnu um helgina, þrátt fyrir að gera aðeins jafntefli við botnlið Lille. Á meöan töpuðu meistarar Bordeaux 0-3 í Mónakó. Miöherji Lille, Pascal skoraði strax á 2. mín. gegn Nantes, og Nantes rétt náði að jafna á 75. mín. með marki Argentínumanns- ins Victor Ramos. Mónacó, sem var í toppbaráttunni við Bordeaux í fyrra, vann meistarana örugglega. Bernand Gcnghini skoraði þrennu. Þriðja liðið, Auxerre, vann á með góðum sigri á Racing París. Staða og úrslit í Frakklandi voru í blaðinu í gær. Foringjaskipti ■ Foringjaskipti urðu hjá Spánverjum á knattspyrnusviðinu uin helgina í fyrstu „al- mennu“ kosningunum sem fram fara um embætti formanns knattspyrnusambandins þar. Hinn fimmtugi formaður Pablo Porta dró sig í hlé eftir að hafa verið formaður í hámarkstíma þar í landi, 12 ár. Hinn nýi formaður heitir Jose Luis Roca. Hann var kosinn af dómurum, leikmönnum og formönn- um félaga, en áður kusu formenn félaga einir formann knattspyrnusambandsins. Saudi-Arabar stálu stigi... ■ Saudi-Arabar, stórvinir Islendinga á knattspvrnusviðinu stálu sigri af Suður-Kór- eumönnum er landslið þjóðanna í knatt- spyrnu mættust í Asíukeppninni um helgina. Kóreumenn höfðu yfir 1-0 eftir mark Lee Tae Ho þar til á 90. mínútu, en þá jafnaði aðalhetja Arabanna, Majed Mohammad með skalla eftir hornspyrnu, 1-1. Masters-karlar 16 tegundir Ljón - Yegdrekar - Tungldrekar Eldflaugar 2 tegundir Arnarhreiður m/hljómplötu Hestar - Höll (Kastali) Jólasending komin Mjög takmarkað magn Póstsendum LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustíg 10. s. 14806 LEIKFANGAHÚSIÐ JL Húsinu v/Hringbr. S. 621040.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.