NT - 04.12.1984, Blaðsíða 28

NT - 04.12.1984, Blaðsíða 28
Við tökum við ábendingum um fréttir ailan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem ieið ir til fréttar í biaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT Síðumúli 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjóm 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Eiginmenn ferðagarpar Atvinnurekendur forðast að senda einhleypinga og eiginkonur í kostnaðarsöm ferðalög ■ Eiginmenn virðast vera miklir ferðagarpar. Rúmlega tí- undi hver eiginmaður á íslandi hefur á síðasta skattframtali sínu talið til frádráttar ferða- kostnað. Eru það samtals rúm- lega 115 milljónir króna vegna dagpeninga, ferðakostnaðar og risnu. Þennan frádrátt hafa 4.965 af alls 48.945 eiginmönn- um, þannig að frádráttarliður þessi hefur numið um 23.200 krónum að meðaltali á þennan tæplega 5 þús. eiginmannahóp. Launagreiðendur virðast hins vegar ekki stuðla að því með dagpeninga- eða ferðakostnað- argreiðslum að koma eiginkon- um á neinn flæking. Aðeins tæplega 700 eiginkonur komast á blað með dagpeningatekjur og þar með frádrátt, sem nemur innan við 12.000 kr. að meðal- tali á hverja þeirra, eða um helmingi lægri upphæð en hjá körlunum. Einhleypingum sýnist tæpast treyst til langra eða kostnaðar- samra ferðalaga með greiðslu frá vinnuveitendum. Þeirra frá- dráttarhlutur í þessum liðum nemur um 35 milljónum króna sem skiptist á um 2.670 einstak- linga, eða um 13.200 krónur á mann að meðaltali. Fréttamenn ríkisfjölmiðlanna: Allir farnir nema Ögmundur ■ Ögmundur Jónasson er eini fréttamaður ríkisfjöl- miðlanna sent er ekki geng- inn úr BSRB, en eins og kunnugt er stofnuðu frétta- nienn sérfélag á síðastliðnu hausti, gengu úr starfs- mannafélögum útvarps og sjónvarps og sóttu um inn- göngu í Bandalag háskóla- manna, og fengu inngöngu fyrir skömmu. Ögmundur kvaðst hafa verið andsnúinn því að fréttamenn sjónvarps gengju úr starfsmannafélaginu. Kvaðst telja eðlilegt að allir starfsmenn sjónvarps væru í sama félagi. Þá væri fráleitt að afsala sér þeim dýrmæta rétti sent verkfallsrétturinn væri. Hann hefði setið í stjórn BSRB frá síðasta þingi og væri formaður starfs- mannafélags sjónvarps Hann hefði því talið eðlilegt að starfa áfram um sinn að minnsta kosti á þeim vett- vangi þar sem hann hefði verið kosinn til trúnaðar- starfa. ■ Vörubifreið og fólksbfli skullu saman á mótum Norðurlandsvegar og Höfðabakka á sjöunda tímanum í fyrrakvöld. Engin slys urðu á fólki en bflarnir skemmdust nokkuð, sérflagi fólksbfllinn. Var fólksbfllinn fluttur af vettvangi með kranabfl. Báðar bifreiðamar vora úr Reykjaneskjördæmi. nt m>nd: Ágú$t Bjömsson Málgagn eyðsluseggja og draumóramanna komið á markað ■ Eigir þú í vandræð- um með að eyða nýfeng- inni kjarabót eða launa- uppbót, gæti nýtt tíma- rit, Luxus, verið það sem þig vantar. Tímaritið, sem fyrst sá dagsins ljós í gær, er nefnilega tileinkað eyðsluseggjum og draumórafólki; sem sagt bæði fólki sem á og eyðir peningum, og fólki sem gjarna vildi eyða pening- um en á ekki. Það er SAM útgáfan sem stendur að hinu nýja riti sem prentað er í stóru broti á glanspappír, og fjallar um þær lystisemd- ir sem okkur langar öll til að veita okkur. Blaðið var kynnt blaðamönnum í gær, við undirleik kampavíns, en ætlunin er að kynna það enn frekar annað kvöld, á Broadway, í viðurvist fagurra meyja og sveina við ljúfatónlist og drykki. Ritstjóri LuxuserÞór- arinn Jón Magnússon, ritstjóri Hús & hýbýli, en aðstoðarritstjóri Unn- ur Steinsson, fyrrv. feg- urðardrottning. ■ Sigurður Fossan, framkvæmdastjóri, Ólafur Hauksson, meðeigandi SAM útgáfunnar, og Þórarinn Jón Magnússon, ritstjóri, skála fyrir nýja blaðinu. í kampavíni að sjálfsögðu. NT-mynd: Sverrir BhS! Deilt um ræðu- keppni skólanna - JC dómarar ekki hæfir, segja nemendur ■ Nokkurrar óánægju gætir nú meðal ýmissa framhaldsskóla- nema með framkvæmd mælsku- og ræðukeppni framhaldsskól- anna. Fyrir keppninni stendur MORFIS: Mælsku og rökræðu- keppni framhaldsskólanna á ís- landi, en JC á íslandi hefur aðstoðað við framkvæmd keppninnar, og stóð fyrir henni áður fyrr. Nú eru tvær umferðir búnar í keppninni og hafa tveir skólar kært úrskurði dómnefnda til MORFIS, en það eru Verslun- arskóli íslands og Fjölbrauta- skóli Garðabæjar. Skarphéðinn Gunnarsson, formaður nem- endafélags Fjólbrautaskóla Garðabæjar, sagði í samtali við NT að JC-dómarar, sem eru oddadómarar hefðu ekki kynnt sér dómarablað MORFIS (dómaraleiðbeiningar) en not- uðu eigin reglur. Þá sagði Skarphéðinn einnig að JC-dóm- arar hefðu reynt að hafa áhrif á aðra dómara. Björn Antonsson, fulltrúi JC á íslandi í MORFIS keppninni, sagði að í raun væri dómarablað MORFIS byggt á dómarablaði JC, en tveimurliðum JCsleppt. Hann sagðist ekki óttast að samstarfið væri að rofna og sagði að ræðumennska væri van- rækt í skólakerfinu og JC-félag- ar vildu sjá áframhald á þessari keppni. „Það lærist með aldrinum að þegar tvö lið keppa í útsláttar- keppni, þá þarf annað áð tapa,“ sagði Björn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.