NT - 06.12.1984, Side 3

NT - 06.12.1984, Side 3
Þýsku fálkaeggjaþjófarnir dæmdir í Hæstarétti: Þriggja mánaða varðhald og 180 þúsund kr. sekt ■ Hæstiréttur hefur dæmt Þjóðverjann Miroslav Peter Baly í þriggja mánaða fangelsi og 100 þúsund króna sekt fyrir þjófnað á fálkaeggjum hér á landi, og konu Balys, Gabriele, í 80 þúsund króna sekt fyrir vörslu á eggjunum. í sakadómi Reykjavíkur var Miroslav dæmdur í fjögurra mánaða skil- orðsbundið fangelsi og 300 þús- und króna sekt en Gabriele í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og 200 þúsund króna sekt. Bæði Miroslav og Gabriele Baly áfrýjuðu dómi Sakadóms Reykjavíkur til Hæstaréttar, Gabriele þó ekki fyrr en hún var horfin úr landi eftir að hafa lýst því yfir að hún óskaði ekki áfrýjunar og sett tryggingu fyrir sektinni. Ríkissaksóknari áfrýj- aði málinu einnig til þyngingar. í millitíðinni strauk Miroslav úr landi eins og frægt var, en hann var settur í farbann þar til dómur Hæstaréttar félli. í Hæstarétti voru hjónin sýknuð af ákæru um tilraun til eggjatöku í ferð sinni til íslands árið 1983, en Miroslav var dæmdur fyrir að hafa nú s.l. sumar komið tii íslands til að ná í fálkaegg fyrir Lútke nokkurn og tekið alls átta egg. Miroslav viðurkenndi þetta brot og einnig að hafa leitað að eggjum í fleiri hreiðrum. í dómi Hæstaréttar segir síð- an að þó Miroslav hafi í skýrsl- um sínum fyrir rannsóknarlög- reglu verið inntur eftir þætti Sléttanesið: Stærstasala í Bretlandi! ■ Sléttanesið frá Þingeyrí seldi í gærmorgun afla í Grimsby fyrir nær sjö milljónir króna sem er hæsta heildarsala sem fiskiskip, íslenskt eða erlent, hefur gert í Bretlandi til þessa. Aflinn var 159 tonn, mest þorskur og ýsa, 133 tonn af þorski og 23 af ýsu. Þetta met Sléttanesins er rétt rúmum 100 pundum yfir fyrra meti sem Ógri úr Reykjavík átti. Söluverð aflans var 144.501,70 pund eða 6.971,485 krónur. Verð á hvert kíló var 43,80 krónur sem er með því betra sem gerist. Mjög góð sala hefur verið í Bretlandi að undanförnu og gott verð fengist fyrir aflann. Mest af aflanum fer á freðfiskmarkað í búðum og á hótel og veitingastaði en eitt- hvað í frystingu. Vilhelm Annasson er skip- stjóri á Sléttanesinu. Vinnuslys: Gabriele kom ekki fram svo greinanlegt sé að hún liafi tekið þátt í leit að eggjum eða töku á þeim. Hann hafi ekki verið spurður um það við meðferð málsins hvort Gabriele hafi ver- ið samverkamaður hans við brotin og hún hafi sjálf engum spurningum svarað unt sak- arefnið. Gögn málsins þyki ekki fullnægjandi sönnun þess að ákærða hafi staðið að brotum með honum og samkvæmt því þykir hún einungis vera sakfelld fyrir ólöglega vörslu á fálkaeggj- um. Miroslav var einnig talinn sekur um fjársvik þar sem hann viðurkenndi að hafa tekið veg- mæla bílaleigubíls úr sambandi og ekið honunt með mælana ótengda. I ákæru ríkissaksóknara var þess krafist að Guðmundur Jónsson hdl. verði dærndur í sekt fyrir ummæli í bréfi til héraðsdómara 29. maí en með því bre'fi kom hann á framfæri beiðni Gabriele urn áfrýjun. I dónri Hæstaréttar kemur fram að í bréfinu er það haft eftir Gabriele að ákvörðun sína um að falla frá ósk um áfrýjun hafi hún tekið við harla furðulegar aðstæður. Henni hafi verið kynnt að krafa yrði gerð á hend- ur henni um farbann ef hún tæki þann kost að áfrýja og trygging- in ein myndi ekki opna henni leið úr landi. Síðan segir í bréfi lögmannsins, samkvæmt dómi Hæstaréttar: „Af heilsufarsástæðum og fleiri persónulegum ástæðum höfðaði þetta „tilboð“ ríkis- saksóknara svo til umbj. m. að hún tók því í þeim tilgangi að komast úr landi. Slík „verzlun" með grund- vallarrétt þann, sem felst í heim- ild til að áfrýja dómi sínum til æðra dómstigs, telur umbj. m. augljóst brot á grundvallarregl- um ísl. sakamálaréttarfars, og til þess eins fallið að grafa undan trú manna á réttarríkið ísland." Hæstiréttur telur í dómi sín- um tilvitnuð ummæli lögmanns- ins ósæmileg og því beri að víta hann fyrir þau samkvæmt 168 gr. laga nr. 74/1974. Hæstiréttur staðfesti niður- stöðu héraðsdóms um máls- kostnað í héraði en dæmdi þýsku hjónin til að greiða á- frýjunarkostnað, þar með talin saksóknaralaun, 30. þúsund og málsvarnarlaun skipaðs verj- anda þeirra, Arnar Clausen, hrl., 30. þúsund krónur. Mál þetta dæmdu hæstarétt- ardómararnir Sigurgeir Jónsson, Guðmundur Skafta- son, Halldór Þorbjörnsson, Magnús Thoroddsen og Stefán Már Stefánsson prófessor. Fast- eigna- mat hækkað um 25% ■ íslendingar hafa al- niennt orðið 25% ríkari þann 1. desember s.l. þa sem fasteignamat hækkað uni 25% þann dag, sam kvæmt ákvörðun yfirfast cignamatsnefndar. Hækk unin er reiknuð út fra verðhækkunum eigna fastcignamarkaði, bæði beinum verðhækkunum og jafnframt hækkunum sem orðið hafa vegna minni rýrnunar á dreifðum útborgunum og cftir- stöðvabréfum í kjölfar mjög minnkaðrar verð- bólgu á síðasta ári. Heildarmat allra fast- eigna á íslandi er nú um 180,5 milljarðar króna. Þar af er mat á íbúðarhús- um og bílskúrum samtals 116,2 milljarðar. Alls eru taldar í landinu 83.229 í búðir sem er fjölgun um 1.563 íbúðir frá síðasta ári. Minna en þrír íslend- ingar eru því orðnir um hverja íbúð að meðaltali. Af fasteignamati íbúða eru 75% upphæðarinnar verðmæti íbúða í Reykja- vík eða Reykjanesi, eða 87.133 milljónir króna, en aðeins 29.067 milljónir heildarmat á öllum íbúð- um utan suð-vesturhorns- ja Mezzoforte- itan er komin ■ Mezzofortc hcfur sent frá sér sína áttundu breiðskífu og bcr hún nafnið „Rising“. Platan er tckin upp á Englandi í sumar og kveður nokkuð við nýjan tón hjá þeim félögum, því saxófónninn hcfur vikið fyrir synthesizer og gítarheila. Tíu lög eru á plötunni, öll instrumental. 16. des. heldur Mezzoforte tvenna hljómleika í Háskólabíói og verður fólki sem á við fötlun að stríða boðið á þá fyrri en seinni tónleikarnir verða haldnir til styrktar einhverfum börnum. Breytingar á stjórn Reykjavíkur til umræðu í borgarstjórn: Verða tveir borgarstjórar í Reykjavík í framtíðinni? Maður fyrir Tillögurnar miða að því að auka lýðræðislega stjórnun borgarinnar vörulyftara ■ Maður varð fyrir vörulyft- ara á athafnasvæði Hafskips í Reykjavík laust upp úr ld. 14.00 í gær Ekki er vitað liversu alvar- leg meiðsli mannsin eru en hann er ekki talinn í lífs- hættu. Atburðurinn átti sér stað við svokallaðan Faxaskála og var sá slasaði aðkomumaður á svæðinu. Hann var þegar í stað fluttur á slysadeild. ■ Tillögur stjórnkerfis- nefndar um breytingar á samþykkt um stjórn Reykja- víkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar verða teknar til meðferðar á borgarstjóm- arfundi í dag. Mál þetta var tekið fyrír á borgarráðsfundi 27. nóv. sl. og ákveðið að vísa því til borgarstjómar. Breytingartillögur þessar eru margvíslegar en meðal þess sem þar er að finna eru atriði sem ættu að auka lýðræðislega stjórnun borg- arinnar og gefa almenningi kost á að láta til sín heyra. Þannig skal borgarstjóri aug- lýsa eftir ábendingum og til- lögum frá borgarbúum um mál er varða gerð fjárhags- áætlunar og skal borgarráð hafa þær til hliðsjónar við tillögugerð sína. Einnig getur borgarstjórn ákveðið að bera einstök mál undir atkvæði borgarbúa eða leitað álits þeirra með öðrum hætti þegar ástæða þykir til. Niðurstöður slíkrar atkvæða- greiðslu eru þó ekki bindandi fyrir borgarfulltrúa. Þá er í breytingartillögunum ákvæði um að heimila borgarstjórn að hafa fleiri en einn borgar- stjóra í Reykjavík, og skal þá ákveðið í reglugerð hvernig störfum skuli skipt á milli þeirra. Tillögur frá fulltrúum Kvennalista og Alþýðu- bandalags hlutu ekki nægi- legan stuðning í stjórnkerfis- nefndinni en samþykkt var að vísa ýmsum atriðum til borgarráðs. Má þar m.a. nefna að teknir verði upp fastir viðtalstímar borgarfull- trúa, að í stjórnum og ráðum fyrirtækja borgarinnar skuli sitja fulltrúar starfsmanna og hafa málfrelsi og tillögurétt og að hver flokkur sem á fulltrúa í borgarstjórn fái skrifstofuaðstöðu á vegum borgarinnar.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.