NT - 06.12.1984, Síða 20
tr
Nýjar plötur með KIKK,
PAX VOBIS og SPIL-
VERKIÞJÓÐANNA kynntar
■ Peir Kristján Sigurjónsson
og Sigurður Sverrisson sjá um
morgunjrátt í dag kl. 10.00-
12.00. I dagskrárkynningu frá
Rás 2 segir: Fyrstu þrjátíu
mínúturnar eru helgaðar ís-
lenskri tónlist. Þá er kynning á
hljómsveit eða tónlistarmanni
og viðtöl ef svo her undir.
Á þriðjudagsmorgun þegar
blaðamaður NT leitaði upplýs-
inga um hvert yrði efni fimmtu-
dags-morgunþáttar þeirra
Kristjáns og Sigurðar, virtist
sem það væri ekki alveg á
hreinu. Rætt var við báða
kappana, sem gáfu ýmsar upp-
lýsingar, en þó ekki tæmandi.
Sögðu þeir sem svo, að best
væri fyrir hlustendur að muna
eftir að opna, því þeir fengju
áreiðanlega að heyra það nýj-
asta - bæði af íslertskum og
erlendum smellum.
Splunkunýjar íslenskar
plötur kynntar
- Hvaða íslensk tónlist
verður hjá ykkur nú?
„Við ítöfum stundum tekið
þetta hvert úr sinni áttinni;
nýjar íslenskar plötur, barna-
efni o.fl. Nú verðum við áreið-
anlega með allra nýjustu ís-
lensku plöturnar sem eru að
koma út: Plötur með KIKK,
PAX VOB1S og safnplötu með
Spilverki þjóðanna. Hún á ör-
ugglega eftir að heyrast mikið
í útvarpi og víðar á næstunni.
Svo þegar þessum íslenska
hálftíma lýkur, munum við
„svissa yfir“ í erlenda músík.
Um 11-leytið höfum við venju-
lega kynnt tónlistarmann eða
hljómsveit - en það kemur í
Ijós á fimmtudagsmorguninn.
Það verða kannski einhver
viðtöl síðast í þættinum, en
reyndar verðum við síðasta
hálftímann fyrir hádegið með
svokallaðan „smelltíma". Þar
höfunt við sett inn splunkuný
erlend lög, sem sjáanlega þjóta
upp vinsældalistana, bæði ytra
og hér á landi.“
- Hverákveðurhvaðkallast
„smellur" og Itvað ekki?
„Við styðjumst við það þeg-
ar listi er valinn á .fimmtudög-
um, þá komast 20 lög á stóra
listann, en við getum séð vin-
sældir laga á því hvernig at-
kvæðin falla. Síðast fengu unt
60 lög atkvæði, svo þarna eru
þá 40 lög umfram þau sem
komast á listann. Þetta eru
lög, sem eru við það að komast
inn á lista hcr og verða vinsæl.
Við spilum svo þau lög, sem i
við sjáum að vantar ekki nema
herslumuninn að komast upp,
og eins reynunt við að fylgjast
með listum erlendís frá og
leika þau lög, sem þar eru að
klifra upp listana."
Fimmtudagur 6. desember 1984 20
Útvarp kl. 22.35:
Islendingar fylgjast
geysilega vel
með nýju lögunum
- Eruhlustendurhérálandi
fljótir að taka við sér?
„Já, mjög fljótir. íslendingar
fylgjast alveg geysilega vel með
í þessu. Það verður ekki af
þeim skafið.
T.d. eftir verkfallið - þegar
engin blöð komu út og íslenska
útvarpið heyrðist ekki um
langan tíma - þá gerðist það
strax eftir verkfall, að lag, sem
aldrei hafði verið leikið á Rás
2 fór beint í 3.sætið á listanum.
þótt það hefði aldrei heyrst hér
í útvarpi. Þetta var iag með
Duran Duran, lagið Wild
Boys, og það fór beint inn.
Við spurðum því alla sem
hringdu: „Hvar hafið þið heyrt
þetta lag, ekki hafið þið heyrt
það hjá okkur?“
Svörin voru ýmist: í BBC
eða Radio Luxembourg. Á
diskótekum, sögðu sumir.
Diskótekin eru oft meö það
allra nýjasta að utan, t.d.
diskótekið Traffic.
Það er alltaf ntikið hringt til
okkar á Rás 2 og hlustendur
eru mjög duglegir að hafa
samband," sagði Sigurður
Sverrisson, útvarpsmaöur,
blaðamaður og ritstjóri aö
lokum.
Útvarp kl. 20.30:
Fimmtudagsumræða
um bókaútgáfuna
■ Fimmtudagsdagskrá
útvarpsins hefur raskast
nokkuð oft að undanförnu
vegna umræðna frá Al-
þingi, sem orðið hefur að
flytja yfir alþjóð. Eitt fórn-
arlamb þessarar röskunar
er fyrsta fimmtudagsum-
ræða vetrarins, sem varð
að víkja í síðustu viku, en
fær nú sinn sess í kvöld kl.
22.35. Henni stýrir Þor-
grímur Gestsson frétta-
maður og verður umræðu-
efnið bókaútgáfa í land-
inu.
Þeir sitja saman í útvarpssal
Þorgrímur og gestir hans, Eyj-
ólfur Sigurðsson formaður Fé-
lags bókaútgefenda, Jón Krist-
jánsson formaður Félags ís-
lenskra bókaverslana, Þorgeir
Baldursson prentsmiðjustjóri í
Odda og Sigurður Pálsson for-
maður Rithöfundasambands-
ins, og eru í beinni útsendingu.
Þátturinn stendur í rúman
klukkutíma.
„Við ætlum að ræða fyrst og
fremst um stöðu bókaútgáfu
og útlit og horfur í ljósi sam-
dráttarins undanfarin ár,“ seg-
■ Bókaútgefendur hafa látið uppskátt að í ár komi eitt hundrað
færri bókatitlar en á síðasta ári. Hvað veldur samdrættinum?
ir Þorgrímur. Hann segir þá
ætla að reyna að komast að
niðurstöðu um hvað hafi valdið
þessum samdrætti, sem raunar
kannski enginn viti hvað er
mikill, en Hagvangur sé nú að
fara á stúfana að fylgjast með
útgáfu og bókasölu.
Það kom fram á blaða-
mannafundi fyrir skemmstu
sem bókaforlögin héldu sam-
eiginlega, að Iðunni undanskil-
inni, að f ár eru um eitt hundr-
að færri titlar gefnir út en í
fyrra, og álíta bókaútgefendur
að aðalástæða þessarar fækk-
unar sé sölusamdrátturinn í
fyrra. Ýmsar bækur, sem voru
langt komnar í vinnslu í ár,
konta ekki út að sinni af
þeirri ástæðu.
Þá verður rætt um framtíð-
arhorfur, hvaða hugmyndir
séu á lofti, en þessir fjórir
aðilat sem eiga fulltrúa í við-
ræðunni, þ.e. bókaútgefendur,
bóksalar, bókagerðarmenn og
rithöfundar, hafa t.a.m. stofn-
að samstarfsnefnd til að finna
leiðir til að auka hróður bókar-
innar á ný.
Þessi fimmtudagsumræða er
frábrugðin þeim sem voru í
fyrravetur að því leyti að nú
gefst hlustendum ekki kostur á
að hringja inn fyrirspurnir og
athugasemdir á meðan á út-
sendingu stendur.
Dagbókarbréf úr íslandsferð
sænsku listakonunnar Siri Derkert
■ Kl. 20.30 í kvöld verður í
útvarpi endurfluttur lestur
Hrafnhildar Schram á þýðingu
sinni á dagbókarbréfunt
sænsku listakonunnar Siri
Derkerts. Þættinum var áður
útvarpað í apríl 1982. Sýning
var haldin á verkum hennar í
Norræna húsinu 1976 og var
það sonur hennarsem annaðist
uppsetningu.
Siri Derkert kom hingað til
lands í ágúst 1949 og ferðaðist
víða um land þar til hún fór
aftur í mars 1950. Ferðamáti
■ Siri Derkcrt var iínleg
kona og komin á háan aldur
þegar hún vann steinsteypu-
styttuna til stuðnings kvcnnabar-
áttu og friði en gegn náttúru-
mengun við Ostermalm í
Stokkhólmi. En hún var ekkert
að veigra sér við að vinna í því
samhandi ýms verk sem oft eru
kölluð „karlmannsverk.“
hennar þótti nýstárlegur og
vakti umtal. enda fór Siri
Derkert ekki troðnar slóðir á
lífsferli sínurn. Hún ferðaðist
nefnilega „á puttanum".
helst með mjólkurbílum og
stórum vöruflutningabílum,
konan komin á sjötugsaldur. Á
þessum ferðum sínum málaði
hún mikið af landslagsmynd-
um, hestum og útigangsfé. Þar
að auki hafði hún það til siðs að
þakka fyrir næturgreiða á
bóndabæjum með því að mála
húsráðendur, og eru því marg-
ar myndir til eftir hana hér á
landi, segir Hrafnhildur.
Hrafnhildur segir okkur
undan og ofan af fcrli þessarar
óvenjulegu konu, sem svo
sannarlega var langt á undan
sinni samtíð á mörgum
sviðum. Siri fæddist í Stokk-
hólmi 1888 í ofur venjulegri
borgaralegri fjölskyldu. Hún
stundaði nám við Listaak-
ademíuna í Stokkhólmi 1911-
1913, en fór þá til náms í lista-
skóla í París. Þaðan fór hún
víða, m.a. til Alsír, en hafnaði
svo á Sikiley, þar sem hún hóf
að búa með finnskum lista-
manni. Þeim fæddist sonurinn
Carlo, sá sem setti upp sýningu
móður sinnar hér 1976. Tvær
dætur eignaðist hún svo með
öðrum manni. En fjölskyldu
sinni heima í Svíþjóð hlífði
hún lengi vel við þessum
fréttum, enda var það ekki litið
björtum augum á þeim tíma á
hennar heimaslóðum að ungar
konur stæðu uppi einsamlar
með börn.
1924 er hún þó komin með
börnin til Svíþjóðar og þar
vinnur hún síðan, m.a. með
smádálkaskrifum t' Dagens Ny-
heter. í Stokkhólmi kynntist
Siri íslenskum námsmönnum,
sem buðu henni síðan í fyrr-
nefnda íslandsferð.
Siri Derkert var óvenjuleg á
fleiri sviðum en í lífsmáta. Á
efri árum vann hún t.d. mjög
mikið myndir og verk með
kvennabáráttuna í huga og
einnig lét hún til sín taka í
hvers konar baráttu fyrir friði
og náttúrvernd. Á árunum
1962-1965 vann hún þannig
steinsteypusúlu. sem hún
myndskreytti í samræmi við
þessi hugðarefni sín, og það
var löngu fyrir tíma fjölda-
hreyfinga fyrir þessum baráttu-
málum. Súla þessi stendur á
neðanjarðarjárnbrautarstöð-
inni við Östermalm í Stokk-
hóimi.
Siri Derkert var orðin há-
öldruð þegar hún fékk þá
viðurkenningu sem hún átti
skilda. Þá var sett upp sýning
með verkum hennar á Mo-
derna Museet í Stokkhólmi
1960 og Biennalnum í Feneyj-
um 1962.
Fimmtudagur
6. desember
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á
virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55
Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurð-
ar G. Tómassonar frá kvöldinu
áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir. Morgunorð - Esra Péturs-
son talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Músin í Sunnuhlíð og vinir
hennar" eftir Margréti Jónsdóttur.
Sigurður Skúlason les (4).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar.
11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá
liðnum árum. Umsjón: Hermann
Ragnar Stefánsson.
11.30 „Sagt hefur það verið“ Hjálm-
ar Árnason og Magnús Gíslason
sjá um þátt af Suðurnesjum.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.20 Barnagaman Umsjón: Helgi
Már Barðason.
13.30 Tónleikar
14.00 Á bókamarkaðinum Andrés
Björnsson sér um lestur úr nýjum
bókum. Kynnir: Döra Ingvadóttir.
14.30 Á frivaktinni Þóra Marteins-
dóttir kynnir óskalög sjómanna.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar
17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tóm-
asson flytur þáttinn.
20.00 Hvískur Umsjón: Hörður Sig-
urðarson.
20.30 Dagbókarbréf frá Islandi
Hrafnhildur Schram les þýðingu
sina á dagbókarbréfum sænsku
listakonunnar Siri Derkert. (Áður
útvarpað í apríl 1982).
21.05 Gestur í útvarpssal Einar
Steen-Nökjleberg leikur á pianó
„Peer Gynt-svítu" eftir Harald Sæ-
verud og Ballöðu op. 24 eftir Edvarð
Grieg.
21.40 Erlendar skáldkonur frá ýms-
um öldum Fyrri hluti. Umsjón:
Sigurlaug Björnsdóttir. Lesari:
Herdís Þorvaldsdóttir.
22.05 Tónleikar
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Fimmtudagsumræðan Um ís-
lenska bókaútgáfu. Umsjón: Gest-
ur Þorgrímsson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
llfT
Fimmtudagur
6. desember
10:00-12:00 Morgunþáttur Fyrstu
þrjátíu mínúturnar helgaðar ís-
lenskri tónlist. Kynning á hljóm-
sveit eða tónlistarmanni. Viðtöl ef
svo ber undir. Stjórnendur: Kristján
Sigurjónsson og Sigurður Sverris-
14:00-15:00 Dægurflugur Nýjustu
dægurlögin. Stjórnandi: Leopold
Sveinsson.
15:00-16:00 Nú er lag. Gömul og ný
úrvalslög að hætti hússins. Stjórn-
andi: Gunnar Salvarsson.
16:00-17:00 Djassþáttur Þjóðleg lög
og jazzsöngvar. Stjómandi: Vern-
harðúr Linnet.
17:00-18:00 Gullöldin - lög frá 7.
áratugnum Vinsæl lög frá árunum
1962 til 1974 = Bitlatímabilið.
Stjórnandi: Þorgeir Ástvaldsson.
Kvöldútvarp
á Rás 2
Þá er stóra stundin runnin upp á Rás
2. í kvöld verður I fyrsta sinn útsend-
ing á fimmtudagskvöldi og stendur
hún kl. 20-24.
Föstudagur
7 desember
19.15 Á döfinni Umsjónarmaður Karl
Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs-
dóttir.
19.25 Veröld Busters Fimmti þáttur.
Danskur framhaldsmyndaflokkur
í sex þáttum. Þýðandi Ólafur Hauk-
ur Símonarson. (Nordvision-
Danska sjónvarpið)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Kastljós Þáttur um innlend
málefni. Umsjónarmaður Helgi E.
Helgason.
21.20 Skonrokk Umsjónarmenn:
Anna Hinriksdóttir og Anna Kristín
Hjartardóttir.
22.00 Hláturinn lengir lífið Fimmti
þáttur. Breskur myndaflokkur í
þrettán þáttum um gamansemi og
gamanleikara í fjölmiðlum fyrr og
síöar. Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
22.35 Húsið við 92. stræti (The
House on 92nd Street) Bandarisk
biómynd frá 1945. s/h Le:kstjóri
Henry Hathaway. Aðalhiutverk:
William Eythe, Uoyd Nolan, Signe
Hasso og Leo G. Carroll. Myndin
gerist í New York á stríðsárunum.
Ungur maður leikur tveim skjöldum
i þjónustu njósnara Þjóðverja í
Bandaríkjunum sem meðal annars
eru á höttunum eftir kjarnorku-
leyndarmálum. Þýðandi Bjarni
Gunnarsson.
00.00 Fréttir í dagskrárlok
v«tiinMártmnww' •waf/ésstss-ífvaw •mmpmmsm* ■ fpítSHKteÆnsíBt: ttemman* tc.&œmm*