NT - 10.12.1984, Qupperneq 2
Mánudagur 10. desember 1984 2
■ Harður árekstur varð á horni Réttarholtsvegar og Miklubrautar í fyrrinótt þegar skullu saman
jeppi og fólksbíll. Eru báðir bílarnir taldir ónýtir en minniháttar slys urðu á fólki. Tvennt var flutt
á slysadeild en fékk fljótlega að fara heim. Jeppinn var á austurleið eftir Miklubraut en fólksbfllinn
ók niður Réttarholtsveginn og fyrir jeppann. Ni-mjnd: Svcrrir.
Rafmagnsleysið:
Yfir tvöhundruð
hringdu í löggu
Öldurhúsin sluppu
■ „Föstudagskvöldið var
annasamt, það hringja allir í
neyðarsíma lögreglunnar til
þess að fá upplýsingar,“
sagði vakthafandi lögregla í
gær um ástand sem skapaðist
þegar rafmagn datt út í vest-
urbæ og Fllíðum á föstudags-
kvöld. Yfir tvöhundruð
manns hringdu í lögregluna
til þess að leita skýringa.
Rafmagnsleysið náði allt
vestur úr Þingholtum, vestur
á Nes og um Fllíðar. Öldur-
hús bæjarins héldu öll sínu
rafmagni nema Hótel Saga
en ekki skapaðist neitt vand-
ræðaástand þar. Rafmagnið
datt út við það að þrír rofar
slógu út og tókst að koma
því á tveimur tímum seinna.
BlaHn náið^iavið''^
vitneskju um kfal|SinS og
WBml IH'-iíM Æ iJ 'Æu
Lflf jÆm ^fl|
'11 » '■■■ m
t iKvl
f FmJ fTT' M
Framsóknarfélag Reykjavíkur 60 ára:
Tólf gerðir að
heiðursfélögum
Eysteinn Jónsson rakti sögu félagsins
■ Yfir 100 manns mættu
á afmælishóf Framsóknar-
félags Reykjavíkur sem
haldið var í Átthagasal
Hótel Sögu í gærdag. Tólf
gamlir flokksfélagar, sem
starfað hafa í félaginu,
voru gerðir að heiðursfé-
lögum og ávörp voru flutt.
Félagið er elsta starfandi
stjórnmálafélag í landinu.
Heiðursfélagarnir nýju
eru: Anton Bjarnason,
Bjarni Guðbjörnsson,
Björn Stefánsson, Egill
Sigurgeirsson, Eysteinn
Jónsson, Gústav Sigvalda-
son, Haukur Jörundsson,
Hermann Kjartan Sveins-
son, Rannveig Þorsteins-
dóttir, Skúli Þorleifsson og
Þórarinn Þórarinsson.
Ávörp fluttu Eysteinn
Jónsson, Guðmundur
Bjarnason og Haraldsson.
Að hinum eirindunum ó-
löstuðum þá vakti erindi
Eysteins mesta athygli, en
hann talaði um stofnun
félagsins og fyrstu ár þess
og fíéttaði í frásögnina
pólitík þess fima.
Kveðjur bárust frá
flokksforystunni og fram-
sóknarkonum í Reykja-
vík. Kaffi og meðlæti var
fyrir gesti og Elín Sigur-
vinsdóttir söng einsöng við
undirleik Hólmfríðar Sig-
urðardóttur.
■ Forvígismenn Rauða krossins á íslandi á blaðamannafundi með Hans Höegh,
framkvæmdastjóra Alþjóðasambands Rauða kross félaga. Frá vinstri: Benedikt
Blöndal, formaður Rauða kross íslands, Jón Asgeirsson, Hans Höegh og Eggert
Sverrisson, gjaldkeri Rauða krossins á íslandi. NT-mynd: Ámi Bjama.
Rauði krossinn 60 ára:
Konur sterkasta aflið
- Krabbameinsfélaginu gefið fullkomið tæki
■ í tilefni 60 ára afmælis
Rauða kross íslands hefur
félagið ákveðið að færa
Krabbameinsfélagi ís-
lands að gjöf fullkomið
tæki til leitar að
brjóstkrabbameini í
konum.
Tækið ntun kosta um
2Vi milljónir króna, og
sagði formaður Rauða
kross Ísíands, Benedikt
Blöndal, að gjöfin hefði
þótt við hæfi þar sem
kvenfólkið væri sterkasta
aflið í Rauða krossinum.
Rauði kross Islands var
stofnaður 10. desember
1924 og var fyrsti formað-
ur félagsins Sveinn
Björnsson, síðar forseti
íslands.
I tilefni afmælisins kom
framkvæmdastjóri Al-
þjóðasambands Rauða
kross félaga, Hans Höegh,
í heimsókn.
Hann er íslendingum að
góðu kunnur.en hann hafði
m.a. forgöngu um að
börnum frá Vestmanna-
eyjum var boðið til sumar-
dvalar í Noregi 1973, eftir
gosið í Heimaey.
Hann sagði á blaða-
mannafundi á laugardag,
að eitt brýnasta verkefni
Rauða krossins um þessar
mundir væri aðstoð við
þurrkasvæði Afríku, og að
hafin væri fjársöfnun í
þeim tilgangi. Benedikt
Blöndal, formaður Rauða
kross íslands, sagði meg-
inþætti starfs Rauða kross-
ins hér á landi vera rekstur
sjúkrabíla, sjúkrahótelið,
starf á spítölum, neyðar-
varnir og skyndihjálpar-
kennsla.
Félagsmenn í Rauða
krossi íslands eru nú í
kringum 20.000 og starfa í
50 deildum.