NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 10.12.1984, Qupperneq 13

NT - 10.12.1984, Qupperneq 13
 fíí? Mánudagur 10. desember 1984 13 IlL[ Útlönd Pottþétt unglingabók Fimmtán ára á föstu, nyja unglingasagan eftir Eövarö Ingólfsson, er auövitaö opinska, spennandi og skemmtileg. En hun er ekki síður emlæg og sönn. því þannig skrifar Eövarö. Og þannig bækur vilja unglingarnir eiga og þannig bækur er gaman aö gefa þeim. Það er alveg pottþétt! Fimmtán ára á föstu - pottþétt unglingabók! ÆSKAN Laugavegi 56 Simi17336 Taiwan: Lifði af fjóra daga innilokaður í námu Át kjöt af látnum félögum sínum Taipei-Reuter ■ Björgunarmenn fundu einn kolanámumann á lífi í gær eftir að hafa verið innilokaður í fjóra daga í námu sem hafði hrunið saman við sprengingu. Hann sagðist hafa haldið sér lifandi með því að éta kjöt af látnum félögum sínum. Námumaðurinn var mjög illa haldinn og embættismenn sögðu að hann hefði verið með óráði þannig að ekki væri enn ljóst hvort hann segði rétt frá dvöl sinni í námunni. Fjörutíu og sex lík höfðu fundist í námunni í gær en þá voru 47 námumenn enn ófundn- ir. Aðeins tveir námumenn hafa fundist lifandi. Maðurinn, sem var bjargað í gær, er 56 ára gamall og heitir Chou Tsung- Lu. Hann sagðist hafa hulið höfuð sitt með báðum höndum þegar sprenging varð í nám- unni. Pegar hann leit svo í kringum sig sá hann félaga sína liggja látna á gólfi námunnar. Chou hélt sig lengst af fast við loftræstiop í námunni. Hann sagðist hafa verið sannfærður um að hann myndi lifa af þar sem hann hafði með sér vatn í flösku. En eftir einn og hálfan sólarhring hefði hann fundið til ómótstæðilegs hungurs svo að hann hefði orðið að éta hold félaga sinna. ■ Chou Tsung-Lu tókst að lifa af fjögurra daga innilok- un í námu í Taiwan sem hrundi saman í síðustu viku. Hann segist hafa neyðst til að éta hold vinnufélaga sinna til að halda sér lifandi. Síniamynd-POLFÖTO Embættismenn sögðu að þeir lrefðu ekki enn misst alla von unr að finna fleiri námumenn á lífi 2.400 metra inni í námunni. Umsjón: Ragnar Baldursson og Egill Helgason ■ Rudolf Bahro, einn af leiðtogum harðlínumanna meðal vestur- þýskra græningja. Á þingi græningja í Hamborg réðst hann harkalega á allar hugmyndir um samstarf græningja við sósíaldemó- krata og sagði slíka samvinnu vera til þess eins að viðhalda kerfinu eins Og það væri. Simamynd-FOLFOTO Grænt-rautt bandalag í V-Þýskalandi Hamborg-Rcuter ■ Miklar deilur urðu á þingi þýskra græningja í Hamborg um helgina um það hvort flokk- ur þeirra skyldi stefna að sam- starfi við aðra vestur-þýska Sovétmenn ræða meng- unarvarnir Moskva-Reuter ■ Sovéskir leiðtogar ræddu m.a. um mengunar- varnir á fundi stjórnmála- nefndar iniðstjórnar Kommúnistaflokksins í seinustu viku. Sovétmenn hafa að undanförnu haft auknar áhyggjur af mengun frá iðnaði. Sovésk blöð hafa birt fréttir af alvarlegri vatna- og loftmengun á mörgum stöðum að undanförnu. Sovésku leiðtogarnir ræddu sérstaklega á þess- um fundi sínum um leiðir til að draga úr loftmengun í borgum og á iðnaðar- svæðum. flokka. Flokkurgræningjahefur eflst mjög á undanförnum árum í Vestur-Pýskalandi. Skoðana- kannanir benda til þess að flokkur þeirra gæti jafnvel feng- ið 11% af atkvæðum ef þing- kosningar yrðu haldnar núna. Þeir myndu þá vera í oddaað- stöðu á þingi þannig að þeir gætu ákveðið hvernig stjórn yrði mynduð. Græningjar eru mjög sundur- laus hópur. Þeir eru eindregið á móti kjarnorku og ýmis konar stóriðju og segjast ætla að koma á grænu draumalandi. Sumir forystumenn þeirra hafa verið orðaðir við kommúnisma. Sumir af raunsærri leiðtogum þeirra vilja halda þeim mögu- leika opnum að þeir gætu tekið þátt í samsteypustjórn með sós- íaldemókrötum ef kratar féllust á hluta af baráttumálum þeirra. En aðrir hafa neitað að fallast á nokkra málamiðlun við aðra stjórnmálaflokka. Eftir harðar deilur var loksins samþykkt ályktun þar sem möguleiki á samstarfi er ekki útilokaður. Samkvæmt ályktun- inni eiga flokksdeildir á hverj- um stað að taka ákvörðun um samstarf við önnur stjórnmála- öfl í samræmi við þær sérstöku kringumstæður sem þar ríkja. Ekki tókst að afgreiða öll mál, sem lágu fyrir þinginu, og var ákveðið að halda aukaþing eftir hálft ár. Kínverjar fylgja enn marxismanum ■ Nú um nokkurra ára skeið hafa Kínverjar fylgt efnahagsstefnu sem er greinilega mjög frábrugðin hefðbundn- unr marxisnta eins og hann er túlkaður í Sovétríkjunum og eins og Mao túlkaði hann lengst af. Raunsæisstefna Deng Xiaoping hefur ráðið ferðinni, en hún felst í því að allt sem eflir kínverskan efnahag og bætir hag almennings er gott og gilt þótt það sé kannski ekki alveg í samræmi við skrif marxískra frumkvöðla. Nú fyrir helgi gengu Kínverjar einu skrefi lengra í endurskoðun sinni á gömlum marxískum fræðum. í leiðara Dagblaðs alþýðunnar á föstudaginn sagði m.a að nú væri meira en ein öld síðan Marx hefði skrifað rit sín. Það væru ekki til nein samtímarit eftir Marx eða Lenin sem gætu leyst þau vandamál sem Kínverjar stæðu núna frammi fyrir. Leiðarinn vitnaði í það hvernig Mao hefði gagnrýnt þá sem teldu marxism- ann eitthvert tilbúið töfralyf sem lækni alla sjúkdóma. Þrátt fyrir þess gagnrýni á úrelt rit marxismans var marxismanum samt ekki hafnað í leiðara Dagblaðs alþýð- unnar heldur var því haldið fram að Kínverjar yrðu að þróa hann í samræmi við breyttar kringumstæður. Dansaðí Peking Peking-Reufer. ■ Nú stendur yfir danskeppni í Peking, sú fyrsta frá því á sjötta ára- tugnum. Þrjúhundruð pör taka þátt í keppn- inni. Þau velja sér þrjá dansa, sem geta verið allt frá vals og foxtrott til diskó- dansa. Flestir munu halda sig við gömlu dansana enda eru 60% af keppendun- um á aldrinum 47 til 54 ára. Auk verðlauna til bestu dansaranna verða einnig veitt verðlaun fyrir klæðnað.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.