NT - 10.12.1984, Page 16

NT - 10.12.1984, Page 16
Mánudagur 10. desember 1984 16 Rás2kl. 15. Algengasta spurning á Islandi Hvernig er veðrið? ■ Á Rás 2 í dag kl. 15 er tekin til umfjöllunar einhver algengasta spurningin sem bor- in er upp á Islandi: Hvernig er veðrið? Það er Ásta Ragnheið- ur Jóhannesdóttir, sem sér um þáttinn. Eitt fyrsta verk íslendinga á morgnana er að gá til veðurs og síöan eyða þeir mikilli um- hugsun og umræðum í að spá um framvinduna eftir því sem á daginn líöur, því að eins og allir vita er veöurfar á íslandi afar fjölbreytilegt og hefur ein- hver orðheppinn útlendingur einhvern tíma sagt að á Islandi væri sko ekkert veður, aðeins sýnishorn! Og nú ætlar Ásta Ragnheið- ur að taka þátt í umræðunni. Hún segistætla í þætti sínum í dag að vera með vangaveltur um veðurfar og lög um hið sama. Veðrið sé ákaflega breytilegt og það sé lagavalið líka. Það verður því sungið og spilað um sólskin, rigningu, o.s.frv. bæði í erlendum og íslenskum lögum frá hinum og þessum tíma. Þátturinn stendur í klukku- tíma og stendur einn sér, er ekki hluti af röð. Útvarp kl. 19.40: Um daginn og veginn Unnur Stefánsdóttir ræðir m.a. umferðar* mál og uppeldismál ■ Unnur Stefánsdóttir fóstra mun ræða „Um daginn og veginn" kl. 19.40 í kvöld. Við báðum hana að gefa okkur svolitla nasasjón af því sem hún tæki til umfjöllunar í er- indi sínu. Það var auðsótt mál við Unni og hún gaf upp nokkra aðalpunkta úr rabbi sínu um daginn og veginn. Sjónvarp kl. 20.40: ■ Jessica Tandy sem leikur Fonsíu, og Hume Cronyn í hlutverki Wellers. í Iðnó léku þau Sigríður Hagalín og Gísli Halldórsson þessar sömu persónur. ■ Unnur fóstra. Stefánsdóttir „I fyrsta íagi,“ sagði Unnur, „mun ég ræða um umferðina, og kem þá helst inn á hinn langa myrkurtíma vetrarins, Ijós bifreiða og endurskins- merki gangandi fólks og mikil- vægi þess að allir geri sitt til að afstýra slysum. Svo er mér ofarlega í huga málefni barna og uppeldismál, m.a. ræði ég um barnaheimilin sem forskóla og vek athygli á því hve múlefni barna og uppalenda þeirra fá litla um- fjöllun í fjölmiðlum, og bendi um leið á hið mikilvæga starf sem fóstrur vinna með börnum á forskólaaldri. Ég ræði nokkuð um íþrótta- mál, tala m.a. um hversu marg- ir stunda íþróttir og hve þær eru stór þáttur hjá fólki, en svo jafnframt hvað þessu er lítið sinnt peningalega af hálfu hins opinbera. Eg legg áherslu á hvað þetta er mikið starf sem margir vinna sem sjálfboðalið- ar við íþróttamál, og hversu rnikið uppeldisstarf er fólgið í íþróttunum. Einnig minnist ég á hvað aukist hefur almenn líkamsrækt, eða svokallað „trimm“, og hvet fólk til að fara strax út að hlaupa. - Nú svo að síðustu kem ég aðeins inn á jólaundirbúninginn," sagði Unnur Stefánsdóttir. R0MMÍ í Sjónvarpinu Var sýnt í Iðnó 1980-’82 Loks ætlar Emma að ganga í það heilaga - enda tími til kominn! ■ í kvöld kl. 20.40 hefst sýn- ■ ing lokaþáttar í fullu fjöri. í síðasta þætti kom í Ijós að Emma, dóttir Hesterar og Wiiliams, er orðin barnshaf- andi en þó enn ógift, föður sínum til mikillar hrellingar. Á því verður nú ráðin bót. Brúðkaupsundirbúningur er í fullum gangi, enda í mörg liorn að líta, og þá er Hcster einmitt í essinu sínu. Þau eiga enn ógert að hitta tilvonandi tengdafjölskyldu Emmu og veröur aö vinda bráðan bug að því fyrir brúökaupið, svo að þau viti hver er hver á stóru stundinni. Og svo þurfa þau að flýta sér til Cockermouth, þar sem Emma og Peter búa, með barnavagninn. Það er því í nógu að snúast hjá Hestereinsogfyrri dagihn. ■ Foreldrar brúðarinnar sýna sína bestu hlið, þegar þau hitta tengdafólkið. salt í samskiptum tveggja oftstundirviðaðspilarommí. vistmanna þar, sem stytta sér Þýðandi er Tómas Zoéga. ■ Það er engin ástæða til að örvænta þó að rigni í augnablikinu. Sumir m.a.s. fyllast löngun til að syngja í rigningu. En það niá alveg búast við að veðrið breytist áður en langt um líður. ■ Kl. 21.20 í kvöld verður sýnt í sjónvarpinu bandarískt verðlaunaleikrit eftir D.L. Coburn. Sviðsleikstjóri var Mike Nichols, en leikstjóri við upptöku fyrir sjónvarp Terry Hughes. Leikendur í sjón- varps-útgáfunni eru sömu og voru á frumsýningu leikritsins á Broadway, eða þau Jessica Tandy og Hume Cronyn. Margir niuna áreiðanlega eftir þessu leikriti frá sýningum Leikfélags Reykjavíkur á því í Iðnó á árunum l980-’82, þar sem Sigríður Hagalín og Gísli Halldórsson fóru með hlnt- verkin. Leikritið gerist á elli- heimili. Gaman og alvara vega Sjónvarp kl. 21.20: Mánudagur 10. desember 7.00 Veöuriregnir. Fréttir. Bæn. Séra Birgir Ásgeirsson á Mosfelli flytur (a.v.d.v.). Á virkum degi - Stefán Jökulsson og María Mar- iusdóttir. 7.25 Leikfimi. Jónina Benediktsdótt- ir (a.v.d.v.). 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorö - Kristín Waage talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Músin í Sunnuhlíð og vinir hennar" eftir Margréti Jónsdóttur. Sigurður Skúlason les (6). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 Forustugr. landsmálabl. (útdr.). Tónleikar. 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Galdrar og galdramenn Endurtekinn þáttur Haralds I. Har- aldssonar frá kvöldinu áöur. (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Sigrún Jóna Kristjánsdóttir 13.30 Juliette Greco, Julio Iglesias og Aretha Franklin syngja 14.00 Henry Dunant, stofnandi Rauða krossins Sigurður Magn- ússon flytur erindi. 14.30 Miðdegistónleikar 14.45 Popphólfið - Sigurður Krist- insson. (RÚVAK). 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Siðdegistónleikar 17.10 Síðdegisútvarp - Sigrún Björnsdóttir, Sverrir Gauti Diego og Einar Kristjánsson. - 18.00 Snerting Umsjón: Gísli og Arnþór Helgasynir. Tilkynningar. 18.45 Veðuriregnir. Dagskrá! kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.40 Um daginn og veginn Unnur Stefánsdótlir fóstra talar. 20.00 Lög unga fólksins Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Sokkabandsár min á Laugaveginum Kristinn Ágúst Friðfinnsson ræðir við Árna Jón Jóhannsson fyrrum sjómann. b. Ljóð úr ýmsum áttum Auðunn Bragi Sveinsson les Ijóð eftir nokk- ur skáld. c. Jólamessa i Vatnsdal Alda Snæhólm Einarsdóttir flytur frumsaminn frásöguþátt. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.30 Útvarpssagan: Grettis saga Óskar Halldórsson les (11). 22.00 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Islands í Háskólabí- ói 29. nóv. sl. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Mánudagur 10. desember 10:00-12:00 Morgunþáttur Mánu- dagsdrunginn kveöinn burt með hressileari músik. Stjórnandi: Þorgeir Ástyaldsson. 14:00-15:00 Út um hvippinn og hvappinn. Létt lög leikin úr ýmsum áttum. Stjórnandi: Inger Anna Aikman. 15:00-16:00 Hvernig er veðrið? Stjórnandi: Ásta R. Jóhannesdótt- ir. 16:00-17:00 Náiaraugað Reggítón- list. Stjórnandi: Jónatan Garðars- son. 17:00-18:00 Rokkrásin Kynning á þekktri hljómsveit eða tónlista.r- manni. Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason. 23.15 íslensk tónlist a. Barokk-svita eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó. b. Fiðlusónata í F-dúr eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Þor- valdur Steingrimsson og Guðrún Kristinsdóttir leika. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Mánudagur 10. desember 19.25 Aftanstund Barnaþáttur meö innlendu og erlendu efni: Tommi og Jenni, Sögurnar hennar Siggu, Bósi, Sigga og skessan, brúðuleikrit eftir Herdísi Egilsdótt- ur. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 í fullu fjöri Lokaþáttur. Breskur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Ragna Ragnars. 21.20 Rommí. Bandarískt verðlauna- leikrit eftir D. L. Coburn. Sviðsleik- stjóri Mike Nicholas. Leikstjóri við upptöku Terry Hughes. Leikendur: Jessica Tandy og Hume Cronyn sem léku sömu hlutverk á frumsýn- ingu leikritsins á Broadway. Leikrit- ið gerist á elliheimili. Gaman og alvara vega salt i samskiptum tveggja vistmanna sem stytta sér stundir við að spila rommi. Leikfé- lag Reykjavíkur sýndi „Rommi“ tvö leikár samfleytl 1980-1982. Þýðandi Tómas Zöega. 23.00 fþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 23.30 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.