NT


NT - 17.12.1984, Side 1

NT - 17.12.1984, Side 1
Mynd eftir Mugg stolið - af yfirlitssýningunni í Listasafni ASÍ ■ Sl. föstudag hvarf blýantsteikning eftir Mugg af yfirlitssýningu á verkum eftir lista- manninn, sem staðið hefur yfir í Listasafni ASÍ. Teikningin, sem hvarf nefnist Beta oger gerð árið 1913. Samkvæmt óstaðfestum heim- ildum blaðsins var hópur skólanemenda ásamt kennara sínum í Listasafninu á föstudaginn og með í hópnum maður sem tókst að smygia sér inn án þess að eftir því væri tekið. Hefur fallið grunur á þennan mann og er hans leitað. Myndin sem hvarf er í eigu Elísabetar Waage, systurdóttur Muggs og er raunar af henni sem smábarni. Muggur gaf myndina upphaflega Þuríði Bárðardóttur Ijósmóður Elísabetar, en Þuríður arfleiddi Elísabetu að henni eftir sinn dag. ■ Myndin Beta eftir Mugg, sem hvarf úr Listasafni ASÍ. Afrek slysavarnarmanna: strandar við Stokksnes - skipið að liðast sundur í fjörunni í Hornsvík, um 130 m frá landi ■ Klukkan 9:35 í morgun tóku björgunarsveitarmenn Siysavarnarfélagsins á Höfn í Hornafirði á móti síðasta skipbrotsmanninum af Sæbjörgu Ve 56 í fjörunni í Hornsvík, um 1 mílu austan Stokksness. Sæbjörgin strandaði 130-150 verið vélarvana, í SSA 8-9 metra frá landi eftir að hafa vindstigum síðan kl. 4:30 í nótt. Annað loðnuskip. Erling Ke 45 kom Sæbjörgu til aðstoðar og kom taug yfir í Sæbjörgina, sem hafði látið bæði akkeri falla. Taugin slitnaði hins vegar um 5 leytið, og vegna veðurs tókst ekki að koma annarri taug á milli. í>á varð einnig ljóst að Sæbjörgin dró festar og um 7 í morgun tók skipið niður í fyrsta skipti en var orðið fast um 7:30. Björgunarsveitin, sem var ræst út um 5 leytið í nótt, kom til aðstoðar með tæplega 40 manna lið, þ.á.m. lækni og rútu sem útbúin var til að taka á móti mönnunum. Aðgerðumástaðn- um stjórnaði Guðbrandur Jó- hannsson, formaður sveitarinn- ar. Tæplega hálf níu hafði tekist að koma taug í skipið, og gekk mjög vel að ná mönnunum í land eftir það, og urðu engin slys á mönnum. Sæbjörgin er 20 ára gamalt stálskip, smíðað í Harstad í Noregi 1965, en lengt og yfir- byggt 1978. Nú laust fyrir hádegi braut stöðugt yfir skipið og sögðu sjónarvottar að ef ekki lægði mætti eins búast við að skipið liðaðist í sundur þarna í fjör- unni. Dýrareða ódýrar jólasteikur? ■ Hvar færðu jólasteik- ina ódýrasta í ár? Þeirri spurningu færðu svar við ef þú lest NT í dag og á morgun. Niðurstöður nýj- ustu verðkönnunar Verð- lagsstofnunar, sem fjallað er um á neytendasíðu í dag, sýna alveg ótrúlegan verðmun á ýmsum tegund- um kjötvöru. í jólablaði NT sem kem- ur út á morgun verða niðurstöðurnar birtar í heild sinni. Við á NT gerð- um líka okkar eigin út- reikninga á niðurstöðum könnunarinnar og út- bjuggum lista þar sem verslunum er stillt upp í verðmiðaröð. Innbrot í tvo skóla ■ Áöfuranótt s.l. föstudugs var brotist inn í Breiðholtsskóla, stolið 20 þúsund krónum og valdið miklu tjóni á húsnæði skólans, hurðir og rúður brotnar o.fl. Aðfaranótt laugardagsins var brotist inn í Árbæjarskóla og þar var einnig valdið miklu tjóni og á svipaðan hátt og í Breið- holtsskóla. Unnið er að rann- sókn á innbrotunum en að sögn lögreglunnar færist það í vöxt að brotist sé inn í skólahúsnæði. ■ Þessi teikning Óskars Jónassonar er gerð eftir lýsingum sjónarvotta á strandstaðnum í Hornsvík, en vegna dimmviðris reyndist ekki unnt að ná Ijósmyndum. Eins og sést á myndinni eru bæði akkeri skipsins úti, en ofsaveður hafði dregið þetta 312 tonna stálskip hættulega nærri landi í morgun. Fjórtán manna áhöfn skipsins var bjargað af slysavarnarmönnum við erfiðar aðstæður, því að baki björgunarmanna gnæfa þver- hníptir hamrar. Taugin, sem var fest við skipið, var tengd við bíi björgunarmanna í landi og þann bíl þurfti að færa upp úr kl. níu í morgun, þegar sjór var farinn að falla að honum. NT>teikning: Óskar Helgarskákmótið: Haukur og ■ Haukur Angantýsson og Elvar Guðmundsson urðu efstir og jafnir á helg- arskákmótinu Blönduósi og Skagaströnd, sem fram fór um helgina. Þeir hlutu Elvar unnu 5 Vi vinnig úr 7 skákum. í þriðja til fjórða sæti urðu Dan Hansson og Jó- hannes Gísli Jónsson með 5 vinninga.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.