NT - 17.12.1984, Side 4
Mánudagur 17. desember 1984
iSamtök
aldr-
aðra
Isaekja
lum lóð:
Vilja byggja íbúð-
ir í vesturborginni
■ Samtök aldraðra hafa
sótt um lóð við Frostaskjól
undir 40-50 íbúða fjölbýlis-
hús, þar sem ennfremur er
gert ráð fyrir þjónustumið-
stöð, sem Reykjavíkurborg
myndi reka. Umsóknin er
nú til meðferðar í borgar-
kerfinu.
Samtökin eru nú með í
byggingu húsnæði fyrir
aldraða í Bólstaðarhlíð-
inni. Þar verða alls 66
tveggja og þriggja her-
bergja íbúðir í tveimur sjö
hæða húsum. Uppsteypa
fyrra hússins er langt komin
og verður það tekið í notk-
un um áramótin 1985-86.
Síðara húsið verður tekið í
notkun ári síðar. íbúðirnar
í þessum húsum eru svo til
allar gengnar út.
Pá hafa Samtök aldraðra
afhent allar 14 íbúðir í húsi
við Akraland, en það var
fyrsta byggingin.
íbúðirnar í húsunum eru
fjármagnaðar af kaupend-
unum sjálfum og skilyrði
fyrir að fá húsnæði er að
viðkomandi verður að vera
orðinn 63 ára á afhending-
ardegi. Samtökin áskilja sér
síðan forkaupsrétt að öllum
íbúðum, sem losna. Eina
opinbera framlagið er tengt
þjónustumiðstöðvunum,
þar sem framreiddur verður
matur og þar sem íbúar
geta hvílt sig, stundað fönd-
ur og komið saman.
Kópavogur:
10.8% útsvar 1985
Tekjur bæjarfélagsins 404 milljónir
■ Kópavogskaupstaður
hefur ákveðið álagningar-
gjöld fyrir næsta ár og
samkvæmt þeim munu
tekjur bæjarfélagsins fyrir
árið 1985 nema 404 millj-
ónum króna. Útsvarsól-
agningin fyrir árið 1985
verður 10,8% og er það
sama hlutfall og var á
þessu ári. Af 23 kaupstöð-
um á landinu voru 18 með
11% útsvarsálagningu
1984, en lægsta álagning
var 10.4%
Ákveðið var að gefa
15% afslátt á fasteigna-
skatti á íbúðarhúsnæði en
afslátturinn var 10% á
þessu ári. Fullt álag á
íbúðarhúsnæði er 0,5% en
verður því fyrir árið 1985
0,425%.
Að sögn Kristsjáns
Guðmundssonar bæjar-
stjóra í Kópavogi var
bryddað upp á þeint ný-
mælum á þessu ári að gefa
íbúum kost á að greiða
fasteignagjöld á fimm
gjalddögum, 10, jan., 1.
febr., 1. mars, 1. apríl og
1. maí og mæltist það
mjög vel fyrir. Var því
ákveðið að hafa sama hátt-
inn á fyrir greiðslur 1985.
Þá er fasteignaskattur
felldur niður á ellilífeyris-
þegum og öryrkjum innan
ákveðinna marka. Þannig
fá þeir 100% niðurfeilingu
sem eru með tekjur undir
322 þúsundum, 70% sem
eru með tekjur á bilinu
322-364 þúsund og 30%
niðurfellingu ef tekjurnar
eru 364-412 þúsund. Sagði
Kristján að þessi niðurfell-
ing kæmi sjálfkrafa og
þyrfti fólk ekki að gera sér
ferð sérstaklega á bæjar-
skrifstofuna til að hún
kæmist í gegn.
■ Ur sjónleiknum Gúmmí-Tarsan, sem Leikfélag Húsavíkur
frumsýndi þann 1. desember s.l. og notið hefur vinsælda meðal
ungra sein þeirra eldri. Hér sjáum við sjálfan Gúmmí-Tarsan,
leikinn af Þorgeiri Tryggvasyni og ástina hans hana Tinnu, leikna
af Elínu Ólafsdóttur.
Húsavík:
Ungir leikarar
íGúmmí-Tarsan
■ Leikfélag Húsavíkur frum-
sýndi leikritið Gúmmí-Tarsan
laugardaginn 1. desember s.l. í
Vetrarskoðun
Allir þurfa að hafa bifreiðina sína í lagi, sérstaklega
yfir vetrartímann. Við yfirförum bifreiðina ykkar fyrir
aðeins kr. 1.890,-, og bjóðum eftirfarandi:
1. Kveikjubúnaður. Kerti, þræðir, kveikjulok, kv.hamar, platinur
og blöndungur. (Skipt um ef þarf.)
2. Ventlastilling.
3. Tímakeðjusleðar og tímakeðja ath.
4. Vélastilling
5. Viftureim ath., rafgeymir mældur, geymasambönd hreinsuð
og varin.
6. Frostvari settur á rúðusprautur og rúðuþurrkur ath.
7. Frostvari settur á hurðarcylender fyrir lykil og silikon sett á
hurðar og farangursþéttikanta.
8. Læsingar og lamir smurðar á hurðum, vélarloki og farangurs-
geymslu.
9. Frostlögur mældur og kælikerfi ath.
10. Öll Ijós yfirfarin og Ijósastillt ef þarf.
11. Bremsur ath., (Hert út í ef þarf)
12. Stýrisgangur og hjólabúnaður ath.
13. Pústkerfi ath., festingar o.fl.
14. Slit á hjóllegum og hjöruliðum ath.
15. Kúpling stillt.
16. Vélarolía mæld og bætt á etþarf.
17. Olía ath., á drifi og girkassa.
Ath! Efni er ekki innifalið í verðinu.
Tökum einnig aö okkur að tjöruþvo,
þrífa og bóna bifreiðina.
B1FREIÐAVERKSTÆÐIÐ
DVERGUR
Smiðjuvegi E 38 ' Símar: 74488 - 79734,
■ Þessar þrjár ungu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu til styrktar hljóðfærasjóði
Tónlistarskóla Vestur-Húnavatnssýslu og söfnuðu 6.754 krónumn. Þær heita, talið frá
vinstri, lngibjörg Edda Haraldsdóttir, Hildur Sif Hreinsdóttir og Guðrún Berglind
Sigurðardóttir.
leikhúsi sínu við Garðarsbraut á
Húsavík. Höfundur leikritsins
er Ole Lund Kirkegárd. Leik-
stjóri er Oktavía Stefánsdóttir
og hefur hún einnig gert leik-
myndina.
Leikararnir eru flestir ung-
lingar, piltar og stúlkur, og var
gaman að sjá hve óþvingað og
frjálst þetta unga fólk var. Sjálf-
an Gúmnu'-Tarsan leikur Þor-
geir Tryggvason. Hann gerir
það með ágætum og er öll
framsögn hans skýr og hnökra-
laus. Tinnu, ástina hans
Gúmmí-Tarsans, leikur Elín
Ólafsdóttir. Af alls 18 leikend-
um sem fram koma í sýningunni
eru aðeins tveir fullorðnir, Mar-
grét Halldórsdóttir sem leikur
kennslukonu og Þorkell Björns-
son sem leikur föður Gúmmí-
Tarsans.
í leiknum er mikið sungið og
dansað við undirleik þriggja
manna hljómsveitar. Hljóm-
sveitina skipa Jósep Sigurðsson,
Sigurjón Sigurðsson og Kristján
Halldórsson. Sýningin er létt og
skemmtileg bæði fyrir full-
orðna, unglinga og börn.
Þormóður Jónsson, Húsavík.
Norræna eldfjallastöðin er 10 ára
■ Tíu ár cru liðin frá formlcgri vígslu
Norrænu eldfjallastöðvarinnar haustið
1974 en hún er ein af fjölmörgum
stofnunuin, sem cru reknar af öllum
Norðurlöndunum. Tilgangur stofnunar-
innar er tvíþættur. Annars vegar að
stunda rannsóknir sem stuðla að aukinni
þekkingu á hegðun og orsökum eld-
virkni, hins vegar að skapa aðstöðu til
þjálfunar og rannsókna fyrir námsmenn
og vísindamenn á Norðurlöndunum.
íslenska ríkið sér stofnuninni fyrir hús-
næði í Jarðfræðahúsi Háskóla íslands og
er stjórn stofnunarinnar skipuð einum
fulltrúa frá hverju Norðurlandanna. auk
þess scm í stjórninni eru fulltrúar
þriggja stofnana á íslandi, sem fást við
svipuð verkefni og Norrænu eldfjalla-
stofnuninni er ætlað að sinna. Fast
starfslið stofnunarinnar er 4 sérfræðing-
ar á sviði jarðvísinda, 3 tæknimenn í
rafeindafræðum og tækjasmíði og 3
starfsmenn sem annast fjármál, ritara-
störf og bókavörslu. Auk þessa hefur
stofnunin 5 stöður sem stjórn stofnunar-
innar veitir til fimm ára í senn. Valið er
úr umsóknum vísindamanna og náms-
manna á Norðurlöndum, sem óska að
kynnast eldvirkni af eigin raun og afla
Tíu ára afmælis eldfjallastöðvarinnar minnst. Fremst ARne Noe Nygaard prófessor frá
Danmörku og Guðmundur Sigvaldason forstöðumaður stofnunarinnar. Meðal gesta sem voru
viðstaddir má sjá Guðmund Magnússon rektor og tvo fyrrv. ráðherra menntamála landsins, þá
Vilhjálm Hjálmarsson og Gylfa Þ. Gislason. NT-mynd: Róbcri
reynslu, sem geti komið aö notum við
rannsóknir á forni eldvirkni í Skandi-
navíu og Finnlandi. Einnig eru að
jafnaði tveir eða fleiri gestir sem njóta
starfsaðstöðu við stofnunina, án launa.
Á undanförnum 10 árum hafa 34
styrkþegar dvalið við Norrænu eldfjalla-
stöðina um lengri cða skemmri tíma og
hafa sumir dvalið allt að 3 árum, en það
er hámarkslengd dvalar, sem stjórn
stofnunarinnar hefur styrkt. Nokkrir
hafa lokið rannsóknarverkefnum sem
síðar hafa verið notuð til doktorsprófs í
heimalandi en aðrir Itafa unnið að
slíkum prófverkefnum við stofnunina.
Beiðnir um styrkþegastöður við Nor-
rænu eldfjallastöðina hafa ætíð verið
fleiri en hægt var að sinna og fer fjöldi
umsókna vaxandi með árunum.
Fyrsti formaður stjórnar Norrænu
eldfjallastöðvarinnar var Arne Noe Ny-
gaard, prófessor frá Danmörku. Núver-
andi formaður er Frans Erik Wickman,
prófessor frá Svíþjóð, en forstöðumað-
ur er Guðmundur Sigvaldason jarð-
fræðingur. 10 ára afmælisins var minnst
með samkomu í Norræna húsinu fyrir
skömmu þar sem Arne Noe Nygaard
flutti erindi og Vilhjálmur Knudsen
sýndi myndir frá Kröflueldum.