NT - 17.12.1984, Page 12

NT - 17.12.1984, Page 12
Þrjár Ijóðabækur í einni: Tunglspá - eftir Pálma Öm Guðmundsson ■ Tunglspá heitir ný Ijóðabók eftir Pálma Örn Guðmundsson og er hún gefin út af höfundi. Tunglspá er í raun og veru þrjár Ijóðabækur í einni, fyrsti hlut- inn heitir „Veðurtepptur í há- loftunum" og mun innihalda ný Ijóð höfundar en ánnar og þriðji hluti „Veruleikasprenging í leikhúsinu" og „Með annarri flugvél frá blómalandinu" eru að meginuppistöðu endurútgáfa fyrri ljóðabóka Pálma, en ein- hverju hefur verið sleppt úr. Tunglspá er 144 bls. mynd- skreytt teikningum eftir bróður skáldsins, Krúsa, og ljósmynd- um og er komið víða við í yrkisefnunum. Litlar eða engar upplýsingar eru um höfundinn en hann mun vera bróðir Einars Más, þess er skrifar af kappi í Kaupmannahöfn og getið hefur sér gott orð fyrir Riddara hringstigans. GUDMUNDUR GUDJONSSON VATNAVITJUN Viötol og sogubrot af stangaveiðimonnum Bókum stangveiði og veiðimenn ■ Út er komin bókin „Vatna- vitjun - viðtöl og sögubrot af stangaveiðimönnum" eftir Guðmund Guðjónsson blaða- mann. Bók þessi höfðareinkum til þeirra sem yndi hafa af stanga- veiði í ám og vötnum, en aftan á bókarkápu stendur: Veiði í ám og vötnum hefur löngum verið áhugamál margra. Menn fara á vit náttúru og útivistar úr amstri daglegs lífs og kljást við lax eða silung í ám og vötnum landsins. Fyrir þann sem ekki hefur farið í vatnavitjun kann það að vera skrítið þegar veiðimenn segja frá veiðiferðum öllum þeim margvíslegu minningum sem þær færa hverjum sem í þær fer. En veiðimaðurinn skilur hvað við er átt þegar lýst er viður- eigninni við laxinn eða silung- inn. Veiðimenn eru misjafnir, sumir veiða oft meira af kappi en forsjá, aðrir njóta umhverfis- Mánudagur 17. desember 1984 12 ins og stunda veiðina með list- rænu ívafi. í þessari bók fara saman frá- sagnir fjögurra þekktra veiði- manna og lýsingar á veiðum með mismunandi agni. Skemmtilegar sögur af ónefnd- um veiðimönnum og skynsöm- um löxum. Þeir sem segja frá eru: Ólafur G. Karlsson tannlæknir, Rafn Hafnfjörð prentsmiðjustjóri og ljósmyndari, Hjalti Pórarinsson læknir og Guðlaugur Bergmann framkvæmdastjóri, allt þekktir veiðimenn með sína sérvisku og aðferðir við veiðar. Útgefandi er Bókhlaðan VÍÐATTUR UÓO SiGVALDI HJÁLMARSSON „Víðáttur" ■ Úterkominönnurljóðabók Sigvalda Hjálmarssonar og nefnist hú „Víðáttur". Áður hefur Sigvaldi gefið út greina- söfn og ferðabók frá Indlandi auk bóka um hugrækt, og aust- ræna heimspeki. Spennusaga um rafmagns- leysi ■ Bókaforlag Odds Björns- sonar gefur út spennusöguna Skammhlaup eftir Arthur Hail- ey. Höfundurinn er þekktur hérlendis sem erlendis, og af fyrri bókum hans má nefna Hótel, Gullna farið, (Airport), Bankahneykslið og Bílaborgin. Margar þeirra hafa verið kvik- myndaðar. í skáldsögunni „Skamm- hlaup“ segir Arthur Hailey frá aðdraganda og afleiðingum þess, að alvarlegur rafmagns- skortur skellur á heilan lands- hluta í Bandaríkjunum. Þegar rafmagnsmiðlun fellur alveg niður í nútímaríki verður slík röskun á daglegu lífi, að erfitt er að gera sér það í hugarlund. Samt er ekki óhugsandi að svona gæti farið í náinni framtíð. „Skammhlaup" er skemmti- leg og spennandi skáldsaga í stíl við fyrri bækur höfundar, sem hafa aflað honum heimsfrægð- ar. Bókin er 415 bls., prentuð og bundin inn hjá Prentverki Odds Björnssonar h.f., Akur- eyri. Verð kr. 899.Ö0. _______Merming_____ Fimm nýjar bækur frá Menningarsjóði ■ Bókaútgáfa Menningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins kynnti á dögunum fimm for- vitnilegar bækur, sem ný- komnar eru á markað. Þær eru Þingvellir eftir Björn Th. Björnsson, Vafurlogar eftir Indriða G. Þorsteinsson, Gott er að lifa eftir Jón úr Vör, Hvað er ein milljón á milli vina? eftir Gísla J. Ástþórsson og Bréf til Jóns Sigurðssonar 11 í samantekt Finnboga Guð- mundssonar, Jóhannesar Hall- dórssonar og Einars Laxness. Leiðsagnarbók um Þingvelli í bók sinni um Þingvelli lýsir Björn Th. Björnsson stöðum og leiðum um Þingvelli, þjóð- garð íslendinga og frægasta sögustað þeirra. Lesandinn er leiddur um gjár og stíga, fornar gönguleiðir, hella og eyðibýli. Hverri leið fylgir göngukort og fjöldi Ijósmynda lýsir þeim stöðum sem fjallað er um. Myndirnar eru bæði í svart- hvítu og í lit og teknar af Rafni Hafnfjörð. kortin eru gerð af Gunnlaugi Ingvarssyni korta- gerðarmanni. 15smásögur Indriða Vafurlogar Indriða G. hafa að geyma 15 smásögur frá síð- ustu þrjátíu árum, tólf hafa birtst í áður útgefnum smá- sagnasöfnum, en þrjár hafa ekki áður birst á bók. Indriði hefur verið landsþekktur höf- undur allt frá því hann kvaddi sér fyrst hljóðs með sögunni Blástör, sem hlaut fyrstu verð- laun í smásagnasamkeppni Samvinnunnar 1951. Gott er að lifa Þetta er tólfta ljóðabók Jóns úr Vör. Hún skiptist í fimm hluta sem bera fyrirsagnirnar Um fóstra minn, Skáldfuglar, Myndasafnið, Bréf til vorsins og Nútíð og saga. Jón úr Vör hefir í raun verið landsþekkt Ijóðskáld allt frá því að hann gaf út fyrstu bók sína, Ég ber að dyrum. en með Þorpinu tryggði hann sig í sessi sem eitt af fremstu Ijóðskáld- um íslands. Flestir munu geta tekið undir það nú að Þorpið hafi markað tímamót í ís- lenskri Ijóðlist. Hvað er ein milljón? Gísli J. Ástþórsson er löngu kunnur sem sérstæður og fynd- inn skáldsagna- og leikrita- höfundur og teiknari, en hann myndskreytir bækur sínar gjarna sjálfur. Sagan er flókin og margræð og „endar á frum- legan og óvæntan hátt eins og Gísla J. Ástþórssyni er tamt þegar hann gerir upp hlutina í skáldverkum sínurn," segir í tilkynningu frá forlaginu. Bréf Jóns illa varðveitt Jón Sigurðsson var mikill hirðumaður og geymdi vel sendibréf sem hann fékk og er mikið af þeim verðveitt. Hið sama er ekki hægt að segja um bréf hans sjálfs til landa sinna, þau hafa mörg lent í glatkáetunni. Bréfin í hinni nýju bók eru skrifuð af Jens Sigurðssyni, bróður Jóns, og síðast lektors við lærða skólann, Jón Péturssyni sýslu- manni og síðar háyfirdómara og Jóni Guðmundssyni alþing- ismanni og ritstjóra. ■ Fimm höfundar: Indriði G. Þorsteinsson, Einar Laxness, einn þriggja sem söfnuðu bréfunum til Jóns Sigurðssonar, Björn Th. Björnsson, Jón úr Vör og Gísli J. Ástþórsson. NT-imnd: Róbert Afturhvarf til rómantíkur- innar ■ Frjálst framtak hefur gefið út bókina „Hvernig elska á konu“, eftir bandaríska höfund- inn Michael Morgenstern. Bókin kom fyrst út í Bandaríkj- unum árið 1982 og vakti þá þegar gífurlega athygli og seldist í milljónumeintaka. Hefurbók- in nú verið þýdd á mörg tungu- mál og hvarvetna fengið góðar viðtökur. í bókinni “Hvernig elska á konu“ er fjallað um samband karla og kvenna á raunsæjan og nútímalegan hátt og ástin hafin til vegs og virðingar. Segir höf- undurinn að bókin fjalli í raun um það sem hann kallar „aftur- hvarf rómantíkurinnar og að bókin fjalli um ástir“, og hann telur að sú bylgja frjálsræðis t.d. í kynferðismálum sem ríkt hefur um skeið hafi nú hjaðnað og fólk leggi meira upp úr innilegu tilfinningasambandi en oft áður. Bókin fjallar í senn um fegurð og unað ástarlífsins. Höfundur byggir á viðtölum sem hann átti við fjölda kvenna sem hann fékk til að svara spurningu sinni hvernig þær vildu vera elskaðar. Mörgum spurningum sem brenna í vitund fólks og margir veigra sér við að spyrja er svarað og bókin á að veita raunhæfa leiðsögn og verða til þess að bæta sambúð og sam- band fólks. Þýðandi bókarinnar er Sig- urður Hjartarson. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda, en kápu hannaði Ernst Bachmann. Sófus Berthelsen FLÆKJUR Æskureynsla Hafnfirðings ■ Sófus Berthelsen hefur gef- ið út bókina „Flækjur,“ sem er byggð á æskureynslu höfundar, sem er kunnur Hafnfirðingur. Sumar persónurnar kannast Hafnfirðingar við, aðrar eiga sér aðeins tilvist í hugskoti höf- undar. Hann hefur áður gefið út ljóðabókina „Hugarflugur.“ Þora Kristinsdottir Nokkrar hugniyndir um móðurmálskennsiu fyrir byrjendur 10 Smirít Kennaraháskola Islanda og Idunnar Smárit KHÍ og Iðunnar: Nýtt rit með löngu nafni - ummóðurmáls- kennslu ■ Nokkrar hugmyndir um móð- urmálskennslu fyrir byrjendur. Langt nafn á nýju riti í flokki Smárita Kennaraháskóla ís- lands og Iðunnar. Höfundur er Þóra Kristinsdóttir. Riti þessu er sérstaklega ætl- að að miðla nýjum hugmyndum um lestrarkennslu og móður- málsnám. Þar er m.a. fjallað um forkennslu og updirstöðu lestrarnámsins, og hópskiptingu í bekk eftir lestrargetu. Loks eru í ritinu lýsingar á nokkrum spilum, sem nota má í lestri, stafsetningu og málfræði. Pó/turinn Pq|| Óhoppodogur Pósturinn Páll og kötturinn Njalli ■ Út eru komnar hjá Erni og Örlygi tvær litlar bækur um Póstinn Pál sem allir krakkar kannast við úr hinum vinsælu sjónvarpsþáttum. Önnur bókin heitir Pósturinn Páll - Happa- dagurinn - en hin heitir Póstur- inn Páll - Óhappadagur. Hér birtast þeir Ijóslifandi Palli póst- ur og kötturinn Njalli og allir vinirnir í Grænadal. Höfundur texta er John Cunliffe. Celia Berridge myndskreytti. Hrafn- hildur Wilde þýddi.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.