NT - 17.12.1984, Síða 23
Höfum fengið frábærlega falleg sætaáklæði í allar gerðir bíla.
Margir litir.
Einnig hvít áklæði á höfuðpúða og laus bílteppi.
Er ekki tilvalið að kíkja á þetta fyrir jólin
STOÐVARNAR
Mánudagur í 7. desember 1984 23
Handknattleikur 1. deild:
Valsmenn fóru létt
með Stjörnuherinn
- mikið um varin vítaskot
■ Það var höfuðlaus Stjörnu-
her úr Garöabænum sem mxtti
Val í 1. deildinni í handknatt-
leik í gær í Laugardalshöll. Þaö
var einungis í 10-15 mínútur
sem Stjarnan lék vel í leiknum,
og náði þá að jafna illa stæðan
leik um miðjan síðari hálfleik.
Síðan fór allt í vitleysu á ný á
meðan Valsmenn nutu sín á
allan hugsanlegan máta og
gjörsigruðu. Úrslit 21-14 eftir
aö staöan hafði verið 9-5 í
hálfleik.
Valsmenn komust í 2-0 og
3-1 í upphafi. en Stjarnan jafn-
aði 3-3. Síðan sigu Valsmenn
fram úr á ný og leiddu 9-5 í hléi.
Fyrstu 15 mínútur síðari hálf-
leiks voru góðar hjá Stjörn-
unni. Þá var barist, leikið hratt
í sókn og af dugnaði í vörn.
Liðið náði að minnka muninn í
10-11 og 11-12, en þá reið
einhæfnin í sókn að nýju húsum
og Valsmenn með Valdimar
Grímsson í banastuði stungu af
með velútfærðum hraðaupp-
hlaupum og hornaspili. Staðan
breyttist úr 11-12 í 11-17, síðan
13-19 og 14-21.
Valsmenn voru mun betri í
fyrri hálfleik með Júlíus Jónas-
son sem besta mann í langskot-
urn oggegnumbrotum. Leikur-
inn var svo jafn fyrri hluta
síðari hálfleiks, en lokakafli
Vals var góður. Valdimar
missti ekki skot út hraðaupp-
hlaupum og hornurn, Jakob og
Júlíus voru fljótir og enda-
punkturinn var þegar Þorbjörn
Guðmundsson plataði Stjörnu-
menn upp úr skónum og renndi
sér fallega í gegn og skoraði
Handknattleikur 2. deild:
tvisvar í röð. A meðan stóð
ekki steinn yfir steini hjá
Garðabæjarliðinu, sóknar-
leikurinn varð tómt hnoð úti á
miðjunni, og hornamenn
gleymdust hreinlega. Þannig
fór oftast allt í baklás, boltan-
um glatað og Valsmenn hurfu á
sekúndunni.
Leikurinn í heild var alltof
þétt setinn mistökum á báða
bóga til að teljast góður. og
mistökin voru allra, að undan-
skildum markvörðunum. Meira
að segja dómararnir, Rögn-
valdur Erlingsson og Gunnar
Kjartansson, viðurkenndustu
dómarar landsins, voru óörugg-
ir og mistækir þannig að stund-
um varð leikurinn allsherjarvit-
leysa. En góðir kaflar björguðu
því sem bjargað varð.
Valdimar Grímsson, Einar
Þorvarðarson markvörður og
Júlíus Jónasson voru bestu
menn Vals ásamt Þorbirni
Guðmundssyni, sem fyllti
skarð nafna síns Jenssonar vel.
Brynjar Kvaran bar af í
Stjörnuliðinu. Án hans hefði
tapið getað verið upp á a.m.k.
15 mörk.
Mörkin: Valur: Valdimar 7,
Júlíus 5, Þorbjörn 3, Jakob 3,
Jón Pétur 2 og Steindór 1.
Stjarnan: Eyjólfur Bragason 4,
Hannes Leifsson 2, Guðmund-
ur Þórðar 2, Guðmundur Ósk-
ars 2, Gunnlaugur 1, Hermund-
ur I. Ingimar 1 og Magnús 1.
Brynjar varði 13 skot, þar af 4
víti, og Einar varði 12 skot.
Brynjar Kvaran varði mjög vel í marki Stjörnunnar í gær. Það dugði þó ekki til sigurs.
NT-mynd: TrygRvi
Haukar lögðu Ármann
■ Haukar lögðu Ármenninga að velli
í 2. deild karla í handknattleik í Hafnar-
firði í gær. Lokatölur urðu 24-21 fyrir
Hauka, en staðan var 10-10 í hálfleik.
Haukar byrjuðu betur og náðu 4-5
marka forskoti. En Ármenningar náðu
að rétta sinn hlut fyrir leikhlé, þá var
staðan 10-10. í síðari hálfleik var jafnt
áfram, þar til Haukar sigu fram úr undir
lokin, 24-21.
Snorri Leifsson var markahæstur
Hauka með 8 mörk, Árni Sverrisson
skoraði 7, Lárus Ingvason gerði 5, Jón
Hauksson 3 og aðrir minna. Einar
IVfawby og Ingólfur Steingrímsson voru
markahæstir Ármenninga með 5 mörk
hvor, en Þráinn Ármannsson, Haukur
Haraldsson og Hans Sveinbjörnsson
skoruðu 3 hver.
Öruggt hjá HK
■ HK sigraði Fylki í annarri deild
karla í handknattleik í gær í Digranesi
21-19. Sigur HK var sanngjarn ogörugg-
ur, munurinn lengst af talsvert meiri:
Staðan í hálfleik var 13-9 HK í hag.
HK seig fram úr strax í fyrri hálfleik,
náði þá 4-5 marka forskoti og hélt því
nánast út leikinn. Liðið slakaði aðeins á
í lokin og þá minnkuðu Fylkismenn
mumnn.
Björn Björnsson var atkvæðamestur
HK-mannanna með 9 mörk. Aðrir skor-
uðu mun færri. Ragnar Ólafsson golf-
maður lék vel með HK í leiknum,
skoraði 3 mörk og sýndi gamla takta.
Gunnar Björnsson var atkvæðamestur
Árbæinganna, skoraði 6 mörk.
í allar geröir blla
Brassar:
Vilja fá Santana strax
■ Brasilíumenn hafa boðið Saudi-Ar-
öbum að spila við þá vináttuleik í
knattspyrnu ef þeir samþykki að láta
lausan Tele Santana, fyrrum þjálfara
brasilíska landsliðsins. Ekki er Santana
í fangelsi þarna hjá Aröbunum heldur
er hann þjálfari hjá stórliði þar í landi
er heitir Al-Ahli.
Samningur Santana við þetta félag á
að renna út í mars en brasilíska knatt-
spyrnusambandið vill fá hann til starfa
strax í janúar svo hann geti farið að
undirbúa Brassanna fyrir leiki þeirra
gegn Bólivíu og Paraguay í undan-
keppni heimsmeistarakeppninnar.
I viðtali við forseta brasilíska knatt-
spyrnusambandsins kom fram að hann
vonaðist til að Joao Havelange, forseti
FIFA (Alþjóðaknattspyrnusambands-
ins) myndi beita sér fyrir því að Santana
fengi að fara frá Saudi-Árabíu fyrr er
áætlað er. „Svo erum við reiðubúnir til
að fara og spila æfingaleik þarna ef það
flýtir fyrir gangi mála.'1 sagði forseti
brasilíska knattspyrnusambandsins,
Dilson Guedes.
Knattspyrnupunktar
■ Einn leikur var í úrslitakeppni
um Afríkubikar landsliöa í knatt-
spyrnu í gær. Keppt var um 3.sætið
í keppninni. Uganda vann sigur á
erkifjendunum frá Kenýa með
mörkum Semanobe og Vvubya, sem
gerði tvö mörk. Eina mark Kenýa
gerði Ayoyi strax á 10. mín. Hann
jafnaði leikinn þar sem Uganda-
inenn skoruðu eftir 5 mín. Leikur-
inn endaði sem sagt 3-1.
COUNTY VANN
■ Einn leikur var í 2. deild ensku
knattspyrnunnar í gær. Notts Co-
unty sigraði Fulham með tveimur
mörkum gegn einu. Þessi leikur
kemur ekki fram á stöðu liöanna
sem birt er á bls. 22.